Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1989, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1989, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1989. Kvikmyndir Þá er lokiö úthlutun óskarsverð- launanna í ár. Aö venju fór hátíöin fram með tilheyrandi glæsibrag enda á hún nú að baki yfir 60 ára hefð. En eins og oft vill verða voru margir kallaðir en fáir útvaldir. Margir góð- ir listamenn sneru tómhentir heim en aðrir fengu ósk sína uppfyllta og gátu veifað vígreifir hinni þekktu óskarsstyttu framan í sjónvarps- myndavélamar og haldið sína löngu tölu þar sem þeir þökkuðu öllum milli himins og jarðar fyrir hjálpina við að ná þessu langþráða takmarki. Aö þessu sinni voru margar góðar útnefningar og þvi erfitt aö velja á milli. RAIN MAN og Dustin Hoffman voru hinir ókrýndu sigurvegarar. Hins vegar féll í skuggann önnur mynd ásamt frábærum leikara sem undir öllum venjulegum kringum- stæðum hefði hlotið óskarsverðlaun- in fyrir besta karlhlutverkiö en það var MISSISSIPPIBURNING og Gene Hackman. Aö vísu fékk Hackman uppreisn æru að hluta til þegar hann hlaut verðlaunin sem besti leikarinn 1 áðumefndri mynd á kvikmyndahá- tíðinni í Berlín í vor. Ferill Hackmans er nokkuð litrík- ur þar sem skin og skúrir hafa skipst á. Því er ekki úr vegi að lita nánar á leikarann og persónuna Hackman. Hann er einn af þeim fáu leikurum sem hafa náö á toppinn aftur eftir mikla lægð. Breyttar áherslur Nýjustu myndir Hackmans endur- spegla vel þær breytingar sem hann hefur gengið í gegnum. Ytra byrði harðnaglans er að mestu horfið og í staöinn leikur hann hlýlegri og per- sónulegri einstaklinga en áður. Það má segja að þær persónur, sem halda eðlilegu sambandi viö gagnstæða kynið án stórátaka, sem Hackman túlkar í þessum myndum, hafi ekki verið til staðar á hvíta tjaldinu í ein fimmtán ár. Ástæðan er sú að kvik- myndaframleiðendur hafa veriö of uppteknir við aö framleiða unglinga- myndir, myndir sem fjalla um kunn- ingjahópa eða um kvenfólk sem er að bijótast út úr húsmóðurímynd- inni og finna sér nýja stöðu í þjóö- félagsmunstrinu. Myndirnar, sem hér um ræðir, eru MISSISSIPPI BURNING þar sem Hackman leikur rannsóknarlög- reglumann hjá FBI sem rannsakar morð á þremur starfsmönnum mannréttindasamtaka 1964. Þar fer Hackman á kostum, sérstaklega í samskiptum sínum við Frances McDormand sem er eiginkona lög- reglustjórans og veit hvar líkin voru grafin. í FULL MOON IN BLUE WATER leikur Hackman ekkil sem einfald- lega kann ekki aö lifa lífinu án þess að hafa konu sér við hlið. Aö lokum er þaö ANOTHER WOMAN sem leik- stýrt er af Woody Allen þar sem Hackman leikur á móti Gene Row- land. Snýst myndin aö mestu um samband þeirra og uppgjör. Gamla ímyndln Þær persónur, sem Hackman dreg- ur upp í þessum myndum, eru mikið frábrugönar lögreglumaxminum Popeye Doyle sem Hackman lék áriö 1971 svo eftirminnilega í myndinni FRENCH CONNECTION. Hann fór þar á kostum og vann til óskarsverð- launa fyrir túlkun sína. En í myndinni THE CONVERS- ATION, sem Francis Coppola leik- stýrði, sýndi Hackman á sér aörar hliöar sem eigandi fyrirtækis sem Atrlðl úr NO WAY OUT. sérhæfði sig í að hlera og njósna um fólk. Hackman hefur tekiö að sér hin ólikustu hlutverk um ævina, verið fallhlífarstökkvari í GYPSY MONTHS og verkalýðsleiðtogi í REDS. Einnig hefur Hackman reynt fýrir sér sem gamanleikari eins og mynd- imar YOUNG FRANKENSTEIN og SUPERMAN sýna. Á síðari árum hefur hann aöallega leikiö hlutverk harðjaxls sem oft svffst einskis til aö ná sínu fram eins og vamarmálaráðherrann í mynd- inni NO WAY OUT, kosningastjór- ann í POWER og svo erlenda frétta- ritarinn í UNDER FIRE. í öllum þessum myndum hefur hann höfðað meira til hugarheims karla með sínu harðjaxlshugarfari og háttum þar sem kvenfólk var yfir- leitt meira stundargaman ef það á annað borð kom nokkuð viö sögu. Upphafiö Gene Hackman heitir fullu nafni Eugene Alden Hackman og fæddist fyrir 58 árum í Kalifomíu. Fjölskyld- an fluttist síðan til Illinois þar sem faðirinn fór burt af heimilinu þegar Hackman var 13 ára gamall. 16 ára laug hann til um aldur og gekk í sjó- herinn og dvaldist m.a. í Kína, Japan og Hawaii. Hann lagði síðan tímabundiö stund á blaðamannanám í háskólanum í Dlinois áöur en hann hélt til New York til aö læra aö gera útvarps- þætti. Hann vann síðan hjá mörgum útvarpsstööum víða um Bandaríkin Kvikmyndír Baldur Hjaltason áöur en hann ákvað að leggja fyrir sig leiklist í leiklistarskóla Pasadena. Þar vom m.a. með honum Dustin Hoffman og Ruth Buzzi. Árið 1956 var Hackmann kominn til New York þar sem hann fékk vinnu viö sjónvarp og leikhús. Það var þó slö árum síðar sem hann fékk stóra tækifæriö þegar hann vann Clarence Derwant verðlaunin fyrir verkið CHILDREN AT THEIR GAM- ES eftir Irwin Shaw. Það var þó gam- anleikurinn ANY WEDNESDAY sem endanlega reið baggamuninn þar sem hann lék á móti Sandy Dennis í þessu feikivinsæla Broadwayverki. Kvikmyndir Líklega muna flestir fyrst eftir Hackman í myndinni BONNIE AND CLYDE sem gerð var 1979 en þar var Hackman útnefndur til óskarsverð- launa fyrir besta aukahlutverkið. Ástæðan fyrir því að hann fékk þetta hlutverk var sú að nokkmm árum áður hafði hann leikiö í myndinni LHJTH sem var eiginlega fyrsta bita- stæða hlutverkiö sem Hackman fékk á hvíta tjaldinu en þar lék hann á móti Warren Beatty sem vildi síðan fá Hackman í hlutverk bróður síns í BONNIE AND CLYDE. Flestir leikstjórar bera Hackman vel söguna. „Hann getur ekki leikið illa“, var nýlega haft eftir Alan Park- er, leiksfjóra MISSISSIPPI BURN- ING: „Hver einasti leikstjóri á sér óskalista yfir leikara sem hann vildi fá tækifæri til að vinna með. Ég er sannfærður um að Gene er á þeim öllum.“ Framtíðin „Hann er einstaklega heiöarlegur leikari," segir leikstjórinn Arthur ,Penn um Hackman. „Hann hefur þann hæfileika að geta nýtt sér ein- hveijar huldar tilfinningar sem flest okkar fela eða breiöa yfir. Til þess þarf ekki aðeins hæfÚeika heldur einnig hugrekki." Penn ætti að vita þetta því Hackman hefur unnið með honum að gerð tveggja mynda auk BONNIE AND CLYDE, það era NIGHT MOVES og svo TARGET. Því miöur virtust myndir Penn vera komnar úr tísku meðal kvikmynda- húsagesta þegar hann gerði þær síð- astnefndu. „Bandarískar kvikmyndir hafa alltaf haft aö geyma ákveðnar leik- aragerðir sem ættu undir eðlilegum kringumstæðum ekki að vera stjöm- ur en era það samt,“ bætir Penn við, „og einn þeirra er Hackman ásamt Bogart, Tracy og Cagney." Hackman er nú með tvö verkefhi í gangi. Það er myndin THE PACKAGE sem Andy Davis leikstýr- ir fyrir Orion. Þar leikur hann liðs- foringja sem dregst inn í samsæri. Síðan ætlar Hackman eins og svo margir aðrir leikarar að setjast í leik- stjórastólinn og reyna fyrir sér þar. Hann hefur valiö skáldsögu Thomas Harris sem ber heitið SILENCE OF THE LAMB. Hackman virðist lítiö hafa breyst sl. 15 ár. Hann er mikill vinnuhestur og virðist aldrei þreyt- ast. Þó má sjá að hann velur ný hlut- verk af meiri kostgæfni en áður og er að leita eftir „öðravísi" persónum til að túlka. Baldur Hjaltason Listi yfir þær kvikmyndir sem Gene Hackman hefur ieikið í: 1961 Mad dog coll 1975 Bite the buliít 1964 Lilith 1975 The French Connection II 1966 Hawaii 1975 Lucky lady 1967 First to fight 1975 Night moves 1967 A covenant with death 1977 The domino principle 1967 Banning 1977 A bridge too far 1967 Bonnie and Clyde 1977 March or die 1968 The split 1978 Superman 1969 Riot 1981 All night long 1969 Downhill racer 1981 Superman II 1969 I never sang for my father 1981 Reds 1969 The gypsy moths 1983 Eureka 1969 Marooned 1983 Misunderstood 1971 Doctor’s wives 1983 Under fire 1971 The hunting party 1983 Uncommon valor 1971 The French connection 1985 Target 1972 Cisco pike 1985 Twice in a iifetime 1972 Prime cut 1985 Power 1972 The Poseidon adventure 1986 Hoosiers 1973 Scarecrow 1987 No way out 1974 Zandys bride 1987 Superman iv 1974 Young frankenstein 1988 Mississippi buming 1974 The conversation 1988 Full moon on blue water 1988 Another woman 1988 Bat 21 1988 Split decisions Atriðl úr MISSISSIPPI BURNING.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.