Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1989, Blaðsíða 8
8
MÁNUDAGUR 24. APRÍL 1989.
Viðskipti____________________________________________________________________________ðv
Hagnaður bankakerfisins yfir 3 milljarðar:
Eigið fé fyrirtækjanna
sogast yfir til bankanna
Steingrímur Hermannsson forsæt-
isráöherra segir að það fái ekki stað-
ist til lengdar að eigið fé fyrirtækja
sé sogað úr fyrirtækjunum yíir til
bankanna. En rekstrarafgangur
banka, sparisjóða og fjárfestingar-
sjóða var um 3 milljarðar á síðasta
ári. Á sama tíma rýmaði eigið fé fisk-
vinnslunnar um á annan milljarð
króna.
„Hagnaður banka og helstu fjár-
festingarsjóða eftir skatta var um 1,4
milljarðar króna á síðasta ári. Skatt-
ar eru um 800 milljónir þannig að
beinn hagnaður fyrir skatta er um
- segir Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra
2,2 milljarðar. Greiddir refsivextir til
Seðlabanka svo og það sem lagt var
í varasjóði og afskriftareikninga var
um 800 milljónir þannig að hinn
raunverulegi rekstrarafgangur síð-
asta árs er um og yfir 3 milijarðar
króna,“ segir Steingrímur.
Hann segir ennfremur að banka-
kerfið hafi haft um 10 prósent arð
af eigin fé á meðan annar atvinnu-
rekstur hafi búið við 0 til 3 prósent
arð af eigin fé.
„Mér finnst þetta of mikill hagnað-
ur. Það er enginn aö segja að banka-
kerfiö eigi að vera rekið með tapi en
Steingrimur Hermannsson forsætisráðherra segir að rekstrarafgangur
bankakerfisins hafi verið um 3 milljarðar á síðasta ári.
ÁTVR gerir meiri kröfur
til annarra en sjálfrar sín
Vodkastríðið heldur áfram:
- segir Orri Vigfusson, framleiðandi Icy
„Ég fæ ekki betur séð en að Hösk-
uldur Jónsson, forstjóri ÁTVR,
virðist ekki átta sig á að það eru
almennir viðskiptahættir í heimin-
um að framleiða vörur undir sama
vörumerki í mismunandi löndum,
úr mismunandi hráefni og oft meö
mismunandi útliti umbúða. Mý-
mörg dæmi eru um þetta í mat-
vælaiðnaðinum. Má nefna gos-
drykkinn Kók og bjórinn Tuborg
sem dæmi,“ segir Orri Vigfússon,
annar eigenda Sprota hf., framleið-
anda Icy-vodkans, um orð Hö-
skulds Jónssonar, forstjóra ÁTVR,
í síöustu viku um að það samrýmd-
ist ekki góðum verslunarháttum
að selja tvær tegundir af Icy undir
sama merki.
DV greindi þá frá því að íslenskt
vodkastríö væri í uppsighngu þar
sem Höskuldur Jónsson, forstjóri
ÁTVR, neitaði að selja báðar teg-
undir Icy-vodkans, Icy framleitt
fyrir Sprota í Skotlandi og Icy-
framleiðslu Sprota í Borgarnesi,
þar sem um tvær mismunandi teg-
undir væri að pæða með sama
merki. Þetta er greinilega að verða
mikiö hitamál.
„Höskuldur segir í DV að notaður
séu mismunandi tegundir af vín-
anda, spíra, í Icy eftir því hvort
framleiðslan er í Skotlandi eða
Borgarnesi. Um þetta hefur for-
stjóri ÁTVR enga vitneskju," segir
Orri.
„Báðar tegundir Icy-vodkans
uppfylla öll innflutningsskilyrði til
Bandaríkjanna en þar eru reglur
strangari en í öðrum löndum um
innflutning á vörum gagnvart
neytendum."
Orri segir að ÁTVR kaupi vín-
Orri Vigfússon, framleiðandi lcy-
vodkans. „Báðar tegundir lcy upp-
fylla öll skilyröi til að vera seldar
í Bandaríkjunum en þar eru reglur
strangari en í öðrum löndum
gagnvart neytendum."
anda, spíra, í framleiðslu sína með
því að vera með útboö og fyrirtæk-
ið kaupi svo þann vínanda sem
býðst á lægsta verði. Sproti fari
hins vegar þá leiðina að finna þann
vínanda sem á að vera í framleiðsl-
unni og síðan sé samið um verð.
„Ég veit ekki að þess hafi verið
getið hjá ÁTVR þótt breytt hafi
verið um vínanda. Það er því ljóst
að ÁTVR gerir meiri kröfur til ann-
arra en sjálfrar sín.“
Loks segir Orri að sem dæmi um
tvær tegundir vörumerkja á sömu
vöru nægi að nefna tvö þekktustu
vörumerkin í heiminum, Kók og
Ford. „Þessi fyrirtæki fara þessa
leið ef henta þykir af markaðsá-
stæðum og það hefur ekki verið
talið rugla neytendur í ríminu.“
-JGH
Tölva spari-
sjóðanna
talar
Sex sparisjóðir reka frá og með
deginum í dag svonefiidan síma-
. banka. Þessi banki felst í því aö
viðskiptavinir sparisjóðanna geta
hringt hvar og hvenær sólar-
hrings sem er og fengið upplýs-
ingar um stöðuna á ávísana-
reikningnum og síðustu færslur
á honum. Jafiiframt geta þeir
millifært inn á reikninginn eða
skiliö eftir skilaboð til starfs-
mannanna. Auk þess geta þeir
fengiö margs konar aðrar upplýs-
ingar eins og um innlánsvexti.
Mannsrödd gefúr viöskiptavin-
unum, sem hringja, allar upplýs-
ingar í símann. Ekki er þó starfs-
maöur bankans á línunni sem
situr kófsveittur við að leita upp-
lýsinganna heldur sækir tölvan
þær upplýsingar sem beðið er um
og þýðir þær yfir á mannamál.
Þeir sem hringja og ætla aö
komast í samband við símabank-
ann verða að hafa til þess sér-
stakanaðgangslykil. -JGH
Forstjóri Skýrsluvéla ríkisins:
Jón Þór Þórhallsson, forstjóri Skýrr. „Við erum með strang-
ar öryggisreglur vegna tölvuvirusa."
Jón Þór Þórhallsson, forstjóri Skýrsluvéla ríkisins
og Reykjavíkurborgar, segir að stofnunin hafi ekki
fyrir barðinu á tölvuvírusum. „Ég banka í borðið
núna og segi sjö, níu, þrettán því við erum mjög á
verði vegna útbreiðslu tölvuvírusa og lítum mjög
alvarlegum augum á máliö.“
Að sögn Jóns eru tölvuvírusar langalgengastir í
einmenningstölvum hérlendis og svonefndum nær-
netum en það eru lítil tölvunet, gjarnan innan sömu
fyrirtækja.
„Við erum með svokallaö stjörnunet þar sem ein
stór móðurtölva er allt í öllu og er með útstöðvar
víða. Reynslan erlendis sýnir að tölvuvírusa hefur
lítið orðið vart í slíkum netum."
Jón segir aö Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkur-
borgar séu með öfiugt öryggiskerfi sem mjög ólíklegt
sé að tölvuvírusar fari í gegnum. „Ég get ekki úthst-
að það frekar þar sem um öryggismál er að ræða.
Jafnframt eru mjög strangar innanhússreglur um
utanaðkomandi diska en reynslan sýnir að þar er
um algenga smitleiö að ræöa. Viö tökum aðeins á
móti viðurkenndum diskum hingað."
-JGH
Erum mjög vakandi yfir
útbreiðslu tölvuvírusa
ég tel að kökunni sé skipt ójafnt þeg-
ar svo mikill hagnaöur er í bönkum
á meðan framleiðslugreinarnar eiga
í vök að verjast."
- Nú segja bankamenn að bankamir
séu reknir með tapi og hafi verið svo
um hríð. Er þá ekki kakan að skipt-
ast jafnar?
„Forráðamenn bankanna töluðu
líka um það fyrstu mánuðina í fyrra
að bankamir væm reknir með tapi,“
segir Steingrímur Hermannsson.
-JGH
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækurób. 13-15 Vb.Ab,- Lb
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 11-17 Vb
6 mán. uppsögn 11-19 Vb
12mán. uppsögn 11-14,5 Ab
18mán. uppsögn 26 Ib
Tékkareikningar, alm. 2-8 Vb
Sértékkareikningar 3-17 Vb
Innlán verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1-2 Vb
6mán. uppsögn 2-3,5 Sp.Ab,- Vb.Bb
Innlán meðsérkjörum 24 Bb.Vb,- Ab
Innlángengistryggð
Bandaríkjadalir 8.5-9 Ib.Vb
Sterlingspund 11,5-12 Sb.Ab
Vestur-þýskmörk 4,75-5,5 Sb.Ab
Danskarkrónur 6.75-7,25 Bb.Sp,- Ib
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvíxlar(forv.) 24.5-27 Úb
Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi
Almennskuldabréf 24-29,5 Lb
Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir
Hlaupareikningar(yfirdr.) 27-31 Úb
Utlán verðtryggð
Skuldabréf 7,25-8,5 Bb
Útlán til framleiðslu
Isl. krónur 20-29,5 Úb
SDR 10 Allir
Bandaríkjadalir 11,75 Allir
Sterlingspund 14,5 Allir
Vestur-þýskmörk 7,75-8 Úb
Húsnæðislán 3.5
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 33,6
MEÐALVEXTIR
Óverðtr. apríl 89 20,9
Verðtr. apríl 89 8.1
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitala apríl 2394 stig
Byggingavísitala mars 435stig
Byggingavisitala mars 136,1 stig
Húsaleiguvísitala 1,25% hækkun 1. apríl
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa veróbréfasjóða
Einingabréf 1 3,738
Einingabréf 2 2,086
Einingabréf 3 2,444
Skammtímabréf 1,292
Lífeyrisbréf 1,880
Gengisbréf 1,667
Kjarabréf 3,722
Markbréf 1,976
Tekjubréf 1,644
Skyndibréf 1,134
Fjölþjóðabréf 1,268
Sjóðsbréf 1 1,796
Sjóösbréf 2 1.473
Sjóðsbréf 3 1,271
Sjóðsbréf 4 1,044
Vaxtasjóðsbréf 1.2484
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Sjóvá-Almennar hf. 138 kr.
Eimskip 400 kr.
Flugleiðir 292 kr.
Hampiðjan 157 kr.
Hlutabréfasjóður 153 kr.
Iðnaðarbankinn 179 kr. .
Skagstrendingur hf. 226 kr.
Útvegsbankinn hf. 137 kr.
Verslunarbankinn 152 kr.
Tollvörugeymslan hf. 132 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki
kaupa viðskiptavíxla gegn 31% ársvöxt-
um og nokkrir sparisj. 30,5%.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb = Búnaðarbankinn, lb=lðnaðar-
bankinn, Lb= Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Úb= Útvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp= Sparisjóð-
irnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkað-
inn birtast í DV á fimmtudögum.