Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1989, Blaðsíða 22
MÁNUDAGUR 24. APRÍL 1989.
M
22
AÐALFUNDUR
Starfsfólk í veitingahúsum. Aðalfundur félagsins
verður haldinn þriðjudaginn 25. apríl kl. 17.00. Fund-
arstaður Baðstofan, Ingólfsbæ, Ingólfsstræti 5.
Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Kjaramálin - öflun verkfallsheimildar.
3. Önnur mál.
Stjórn Félags starfsfólks
í veitingahúsum.
HEILSUVERNDARSTÖÐ REYKJAVÍKUR
Barónsstíg 47
Heilsuverndarstöð Reykjavíkur óskar eftir að ráða
starfsfólk til afleysinga sem hér segir:
Við heimahjúkrun - Hjúkrunarfræðinga
á kvöld- og næturvaktir.
Um er að ræða hlutastörf.
Sjúkraliða - vaktavinna.
Við barnadeild - Hjúkrunarfræðinga
Við mæðradeild - Ljósmæður
Einnig vantar móttökuritara á hinar ýmsu deildir.
Upplýsingar um ofangreind störf gefur hjúkrunarfor-
stjóri í síma 22400.
Umsóknum skal skila til skrifstofu Heilsuverndar-
stöðvar Reykjavíkur á eyðublöðum, sem þar fást,
fyrir kl. 16.00 þriðjudaginn 2. maí nk.
TILBOÐ
20% afsláttur af öllum sundfatnaði vikuna 24.-29. apríl jp jw ******* M \ * 2 ^
Laugavegi 97 og Völvufelli 17 Póstkröfusími 17015
íþróttir
DV
• Uö Gróttu sem sigraðí í Z deiW- Aftari röð frá vinstrí: Þuriður Reynisdóttir, Helena Ólafsdóttir, Margrét
Leifsdóttir, Guðfinna Tryggvadóttir, Brynhildur Þorgeirsdóttir, Sigríður Snorradóttir, Kristján Halldórsson þjáif-
ari. Fremri röð frá vinstri: Björk Brynjóifsdóttir, Klara Bjartmarz, Elisabet Þorgeirsdóttir fyrirllðl, Sigrún Guð-
mundsdóttir, Ragnheiður Stefánsdóttir.
Gróttustúlkur unnu 2. deild
Grótta frá Seltjamamesi slgraöi í 2. deild kvenna í
handknattleik á nýliðnu keppnistimabili og þar með á
félagið lið í l. deild í meistaraflokkum karla og kvenna
skjótur.
Gróttustúlkumar unnu 2.
deildina meö miklum
glæsibrag. Þær sigruðu helstu keppinauta sína, KR, í
báöum leikjum og töpuöu aðeins einu stigi allan vetur-
inn á móti Keflavík. Það verður fróðlegt aö fylgjast
með þeim næsta vetur en þær og KR.stúlkurnar taka
sæti Þórs og ÍBV í 1. deildinni.
-vs
Stjarnan
sterkust
8. flokkur í körfuknatfleik:
Ósigrandi
ÍR-ingar
Stjarnan sigraði á hinu ár-
lega Coca-Cola móti Týs í 3.
flokki karla í knattspymu
sem fram fór á malarvellinum
við Löngulág í Vestmannaeyj-
um um páskana. Stjarnan
vann alla sína leiki og fékk
10 stig og skoraði 19 mörk
gegn aðeins tveimur. KR fékk
8 stig, FH 5, Týr 4, ÍR 2 en Þór
rak lestina meö l stig.
Einnig var keppt í innan-
hússknattspymu og þar vann
'TÍR f keppni A-liöa, Þór í
keppni B-liða og FH í keppni
C-liða.
-VS
Drengirnir í 8. flokki (8. bekk) ÍR
í körfuknattleik náðu frábærum ár-
angri á nýloknu keppnistímabili.
Þeir unnu öll mót sem þeir tóku þátt
í, Reykjavíkurmótið, íslandsmótiö og
bikarkeppnina, og töpuðu ekki ein-
um einasta leik á tímabibnu í þessum
flokki.
Á síðasta ári urðu þeir bæði ís-
lands- og bikarmeistarar í 5. flokki,
og í vetur tóku þeir jafnframt þátt í
íslandsmóti 9. flokks (9. bekks), sem
B-lið ÍR. Þar unnu þeir sig úr C-riðh
alla leið upp í A-riðil, en þá mættu
þeir fullmikilli mótspyrnu frá sér
eldri mótherjum og féllu aftur í B-
riðil.
í úrslitum Reykjavíkurmótsins
unnu þeir Val með 20 stiga mun,
Keflvíkinga á sama hátt, 79-59, í úr-
slitaleik Islandsmótsins, og í bikar-
úrslitunum gjörsigruðu þeir Grind-
víkinga, 52-28.
-VS
• IR-ingar, Islandsmeistarar 8. flokks í körfuknattleik 1989. Aftari röð frá vinstri: Björn Leósson þjálfari, Jónas
Fannar Valdimarsson, Ómar Hannesson, Eiríkur Önundarson, Hjálmar Edwardsson, Halldór Kristmannsson og
Gunnar Sverrisson aðstoðarþjálfari. Fremri röð frá vinstri: Sigurður Kolbeinsson, Óiafur Gunnar Theodórsson,
Márus Þór Arnarson, Arnar Hjartarson, Erlingur Snær Erlingsson.