Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1989, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1989, Síða 30
30 MÁNUDAGUR 24. APRÍL 1989. íþróttir Frétta- stúfar Hollenski knatt- spymumaðurinn Ruud Gullit, sem leikur með AC Mílanó, hefur gengist undir uppskurð vegna meiðsla á hné sem hann hlaut í Evrópuleik gegn Real Madrid á dögunum. Meiðslin eru smávægileg og uppskurðurinn tók aðeins hálfa klukkustund. Gullit mun geta byrjað að æfa á ný eftir 3 vikur og bundnar eru vonir við það á Italíu að kappinn geti leikið með AC Mílanó í úrshta- leik Evrópukeppni meistara- hða þar sem ítalska liðið mætir Steaua Búkarest þann 24. maí. Beenhakker hættir hjá Real Madrid Hohenski þjálfarinn Leo Been- hakker, sem þjálfar spánska hðið Real Madrid, verður látinn hætta hjá félaginu eftir yfirstandandi keppnistímabil. Er þetta gert í fuhu samráði við Hohendinginn. Real Madrid tókst ekki að komast í úrsht Evrópukeppni meistara- hða og fékk stóran skeh er Uðið tapaði í undanúrshtunum, 0-5, gegn AC Mílanó. Jafnt hjá ítölum ítalska landshðið í knattspymu lék um helgina vináttu- landsleik gegn lands- liði Umguay. Það var Roberto Baggio sem náði forystu í leikn- um á 66. mínútu fyrir ítalska Uðið og lengi vel leit út fyrir að þetta mark hans yrði sigur- mark leiksins. En Carlos AguU- era náði að jafna metin fyrir Umguay sjö mínútum fyrir leikslok. 10 þúsund áhorfendur sáu leikinn sem fór fram í Ver- ona. Júgóslavar flytja sig á milli liða Ranko Stojic, fyrrverandi lands- Uðsmarkvörður Júgóslava í knattspyrnu, er á förum frá belg- íska Uöinu FC Liege. Tahð er nyög hklegt að hann gangi th Uðs við franska 1. deUdar hðið Mont- pelher. Þá er júgóslavneski landshðs- maðurinn, Semir Tuce, búinn að skrifa undir þriggja ára samning við Uð Sigurðar Grétarssonar í Sviss, Luzem. Tuce lék áður með svissneska hðinu Velez Mostar. Carl Lewis og félagar rétt við heimsmetið Carl Lewis og þrir félagar hans vom nálægt því að setja nýtt heimsmet í 800 metra boðhiaupi á móti í frjálsum íþróttum í Bandaríkjunum í gær. Þeir Lew- is, Joe Deloach, Danny Everett og Floyd Heard fengu tímann 1:20,54 mín en heimsmetið var og er 1:20,26 mín. Síðasta skiptingin mistókst hjá Lewis og félögum og það gerði gæfumuninn. A þessu sama móti sigraði Kevin Young í 400 m grindahlaupi á 48,95 sek- úndmn sem er besti árstíminn hingað tíl. Þá sigraði Raymond Stewart frá Jamaíka í 100 m hlaupi á frábærum tíma, 9,91 sek. Loks má geta þess aö Larry Myricks sigraöi í langstökki og stökk 8,66 metra. Pat Cash í uppskurð Ástralíumaðurinn Pat Cash, sem sigraði á Wimbledon stór- mótinu í tennis fyrir tveimur árum, meiddist illa á opna japanska mótinu um helgina og verður frá æfmgum og keppni í hálft ár. Cash mun því örugglega missa af Wimble- don keppninni í ár. . ■ • Bjarni Frið- riksson, Ár- manni, hlaðinn verðlaunum að vanda eftir ís- landsmótiö i júdó um helgina. Bjarni vann opna flokkinn 11. árið í röð og einnig vann hann í +95 kg flokki. DV-mynd Brynjar Gautí ES Kml llvUllmt hja Bjama - slgraði í opnum flokki í 11. skiptið 1 röð Hákon Om HaUdórsson, formaður JSI, og Torfl Ólafsson erfiðir,“ sagöi júdókappinn Bjami Frið- riksson, Armanni, í samtali við DV. Bjami vann það ótrú- lega afrek aö verða íslandsmeistari í opnum flokki 11. áriö í röð um helgina er íslandsmótið fór fram í íþróttahúsi KA, KA-manna, eins og úrslitin hér á eftir bera með sér. Sigurvegarar í hinum ýmsu flokkum uröu annars þessir: • Gunnar Jóhannesson, UMFG, varð íslandsmeistari í 60 kg flokki. • Helgi Júhusson, Armanni, sigraði í -65 kg flokki. • Karl Erlingsson, Ármanni, varð íslandsmeistari í-71 kg flokki. • Ómar Sigurðsson, UMFK, vann sigur í 78 kg flokki. • Halldór Hafsteinsson, Ár- manni, varð meistari i -86 kg floktó. • Runólfur Gunnlaugsson varð íslandsmeistari í 95 kg flokki. • Bjarni Friöriksson, Ármanni, varð meistari í +95 kg flokki. • í opnum flokki sigraði Bjarni Friðrik8son, Ármanni. • í léttari flokki kvenna sigraði Björg Þorgrímsdóttir, Ármanni. • I þyngri flokki kvenna sigraði Svala Björgvinsdóttir, KA. Þyngdarflokkar karla u-21 árs • í 60 kg flokki vann Hilmar Kjart- ansson, UMFG. • í 65 kg flokki vann Helgi Júl- íusson, Ármanni. • Eiríkur Ingi Kristinsson, Ár- manni, sigraði í -71 kg floktó • Vemharð Þorleifsson, KA, vann sigur í 78 kg flokki. • Eiías Bjamason, Ármanni, sigraði í -86 kg floktó Unglingar yngri en 17 ára • Haukur Garðarsson, Ármanni, • I -71 kg flokki sigraði Hans Rúnar Snorrason, KA. • Vemharð Þorleifsson, KA, sigraði í -78 kg flokki. Drengir 10 ára og yngri • Viðar Valgeirsson, KA, varð ís-| landsmeistari 1 -30 kg flokki. • Víðir Guðmundsson, KA, sigr- aði í -35 kg floktó • Sverrir Jónsson, KA, varð ís- landsmeistari i +35 kg flokki. 11 til 12 ára drengir • Smári Stefánsson, KA, sigraði í | -35 kg flokki. • í -45 kg flokki sigraði At3i| Haukur Araarsson, Ármanni, • Ármann Guöjónsson, KA, varð| meistari í +45 kg flokki. 13 til 14 ára drengir • Ómar Arnarsson, KA, vann sig- ur í -45 kg flokki. I -50 kg flokki varð Jón Ágúst| Brynjólfsson, Ármanni, meistari. • Olafur Helgi Þorgrímsson, Ár-1 manni, vann í +50 kg floktó SVEITAKEPPNIN • Keppt var í sveitum karla, karla| yngri en 21 árs og drengja. ekki aö orðlengja það að KA-menn| komu, sáu ög sigruðu í öllum flokk- [ unum. Kariasveit KA skipuðul Sævar Sigsteinsson, Hans Rúnarl Snorrason, Freyr Gauh Sigmunds- [ son, Trausti Harðarson og Vem-| harð Þorleifsson. -SKl Reykjavlkurmótið: Sex mörk hjá Val og Þrótti Þrír leikir fóru fram í Reykjavíkur- mótinu í knattspyrnu um helgina. Á föstudagskvöld iéku Víkingur og Leiknir og lauk þeim leik með sigri Víkings, 3-1. Á laugardag léku síðan KR og ÍR og unnu KR-ingar þar stórsigur og skoruðu flmm mörk gegn engu. í gærkvöldi léku síðan Valur og þrótt- ur og þar vora skomð sex mörk. Lokatölur 4-2 fyrir Val. Allir leikim- ir fóm fram á gervigrasvelhnum í Laugardal. -SK Golf: Stewart á 268 höggum Tvö golfmót atvinnumanna fóm fram um helgina. Annað þeirra var hið svokallaða „Heritage Golf Classic" og þar fór Bandaríkjamað- urinn Payne Stewart hreinlega á kostum. Hann lék holurnar 72 á aðeins 268 höggum en það þykir jafnan tíðind- um sæta þegar fjórir hringir em leiknir á undir 270 höggum. Hringina' lék Stewart á 65,67,67 og 69 höggum. Stewart vann öruggan sigur á mót- inu og fékk rúmar 5 mihjónir króna fyrir sigurinn. í öðru sæti varð Kenny Perry, Bandaríkjunum á 273 höggum. Fred Couples, Bandaríkjun- . um, varð þriðji á 277 höggum ásamt Bemhard Langer frá Vestur-Þýska- landi. Þess má geta að Nick Faldo, Bretlandi, sem sigraði á US Masters á dögunum, hafnaði í 11. sæti á 280 höggum. Loksins sigur hjá Spánverjanum Ballesteros Spánverjitm Severiano Bahesteros vann loks sigur á inóti atvinnu- manna um helgina er hann sigraði á móti í Madrid á Spáni og lék á 272 höggum. Annar varð Howard Clark, Bretlandi, á 273 höggum og þriðji ír- inn Philip Walton á 275 höggum. Norman í 5. sæti Ástralíumaðurinn Greg Norman varö að gera sér 5. sætið að góðu á „Greater Greensboro open“ golf- mótinu í Bandaríkjunum um helg- ina. Ken Green, Bandaríkjunum, sigraði á 277 höggum. Annar varð John Huston, Bandaríkjunum, á 279 höggum, þriðji varð Ed Fiori, Banda- ríkjunum, á 281 höggi, fjórði Dave Eichelberger, Bandaríkjunum, á 282 höggum en Norman lék á 283 höggum í 5. sæti. -SK Úrslitin í NBA-deildinni Það hefur gengið á ýmsu í síðustu leikjunum í TSTBA-deildinni í körfu- knattleik. Úrslitin urðu þannig: NY Knicks-Boston 137-117, 76ers-NJ Nets 105-92, Washington-Chicago 100-98, Denver-San Antonio 136-113, Seattle-Portland 124-118, LA La- kers-Sacramento 118-115, MU- waukee-Charlotte 117-110, Átlanta- Cleveland 92-89, Detroit-76ers 100-91, Dallas-Utah Jazz 91-89, Indi- ana-Boston 120-110, Chicago-Was- hington 115-113, Houston-Phönix 112-101, Seattle-LA Clippers 139-136 í framlengingu, Denver-Golden State 139-121, LA Lakers-Portland 121-114, Miami Heat-Houston 91-89, NY Knicks-NJ Nets 109-99, Phönix-San Antonio 121-111, Indiana-Milwaukee 117-110, Utah Jazz-Golden State 111-95 og loks Sacramento-LA Chp- pers 105-89. _sk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.