Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1989, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1989, Side 5
MÁNUDAGUR 8. MAÍ 1989. 5 Fréttir Bágt ástand hjá lögreglunni á Fáskrúðsfirði: Væri búið að klippa númer- in af iögreglubflunum - ef einstaklingar ættu þá vagna ----------,-------------------------- Ægir Kristinsson, DV, Fáskrúösfiröi: Vinnuaðstaða lögreglunnar á Fá- skrúðsfirði er frekar léleg, bæði hvað varðar húsnæði og bílakost. Ástand margra lögreglubíla hér austanlands er þannig að ef einstaklingar væru á svipuðum bílum væri búið að klippa númerin af. Vinnusvæði lögreglunn- ar á Fáskrúðsfirði nær frá Eyri í Reyðarfirði suður í Hvalnesskriður og eru um 200 km milli staða. Til að anna þessu svæði hefur lög- reglan einn Toyota Tercel bíl sem rannsóknarlögreglan á Eskifirði hafði áður. Sá bíll ætti alls ekki að vera í umferð vegna lélegs ástands. Allir demparar ónýtir, handhemill óvirkur, fóthemlar ekki í lagi og svo mætti lengi telja. Nýlega eyðilagðist vetrarhjólbarði undir bílnum og þá var settur slitinn sumarhjólbarði í staöinn þannig að þegar þetta er skrifað eru þrír vetrarhjólbarðar og einn sumarhjólbarði undir bílnum. Ef lögreglan hefur þurft að skilja við bílinn í brekku hefur alltaf þurft að setja stóran stein við hjólin svo að hann fari ekki af stað. Annar frá Höfn Nú hefur lögreglunni hér hlotnast ' ■ ' • Þarna sjást tröppurnar sem liggja að lögreglustöðinni. annar bíll sömu gerðar sem áður var á Höfn í Hornafirði en rannsóknar- lögreglan á Eskifiröi hefur fengið það Úr kaffiskoti lögreglunnar. til afnota sem eftir er af hinum. Bíll- inn sem var á Höfn hafði verið í Skúffunni frægu í Kópavogi til við- gerðar. Þegar lögreglan tók við bíln- um af verkstæöinu hafði honum ver- ið ekið 6 km á malbikinu þegar bremsudæla glamraði og demparar voru lausir með tilheyrandi látum. Kalt í fangaklefum Ef lögreglan hér þarf að taka ölvað- an mann úr umferð og setja í fanga- geymslu þá þurfa lögreglumennirnir að klöngrast niður snarbrattar tröppur með 11 þrepum áður en kem- ur að dyrum lögreglustöðvarinnar. Sjá flestir hvaða hættu það hefur í för með sér ef hinn ölvaði streitist eitthvað á móti. Ekki er aðstaða betri i fangaklefun- um. Upphitun þeirra er þannig að frammi á ganginum er ofn - reyndar ónýtur núna - og fyrir ofan hann tvær ristar, 4x4 tommur, að stærð og á hitinn að leita inn um ristarnar. Samkvæmt heimildum er skítakuldi í klefum ef eitthvað blæs á norðan Ef lögreglubifreiðinni er lagt í brekku þá þarf steina til að halda henni þar. DV-myndir Ægir Inn um þessar ristar á hitinn að fara í fangaklefana. því loftræstingin er tekin inn á norð- urvegg hússins og blæs inn í klefana. Þó hefur lögreglan verið að mynd- ast við að hita upp klefana með blást- ursofni sem settur er framan við rist- arnar, þegar klefarnir hafa veriö í notkun, en dugað skammt. Þá er að- staða á „kafíistofu" ekki glæsileg en hún er í smáskoti við innganginn á salernið. Ég held að það væri ágætt verkefni vinnueftirlits ríkisins og heilbrigðisnefndar að skoða þessa aðstöðu lögreglunnar. VERÐ kr 1.990,- Einnig karlmannaskór frá kr. 990,- Laugaveg 95 S. 624590

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.