Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1989, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1989, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 8. MAÍ 1989. Útlönd Mótmæla kosningum Lögregla í A-Þýskalandi handtók rúmlega 100 manns 1 borginni Leipzig í gær, í kjölfar mikilla mót- mæla gegn sveitarstjómarkosning- um sem fram fóru í A-Þýskalandi í gær. Rúmlega 12 milíjónir A- Þjóöverja taka þátt í kosningunum. Að sögn heimildarmanna í Leipz- ig lokaöi lögregla inngöngum að aöaltorgi borgarinnar eftir að eitt þúsund manns kom saman til aö taka þátt í mótmælum sem mann- réttindafélög stóðu fyrir. Einöngu frambjóðendur, sem samþykktir voru af kommúnistaflokk A-Þýska- lands, fengu að bjóöa sig fram. Mannréttindasamtök og kirkjur kváðust í gær ekki mundu taka þátt í kosningunum þrátt fyrir að þátttaka væri skylda. Fulltrúar mótmælenda sögðu ástæðuna vera þá að ekki hefðu verið leyfðar frjálsar og opnar umræður um mál þau er bar hæst í kosningabarátt- unni, þvert á fordæmi það er gefið var í Sovétríkjunu nýlega þegar kosið var til þings þar í landi. Reuter Sveitarstjórnarkosningar voru haldnsr í A-Þýskalandi í gær. Rúmlega 12 milljónir kjósenda taka þátt. f Afgreitt eftir máli. Allir fylgihlutir. = HÉÐINN = STÓRÁSI 6, GARÐABÆ SÍMI 52000 Bardagar blossuöu enn á ný upp í Beirút í Libanon í gær. Meðlimir Ijaj-fjölskyldunnar leita skjóls fyrir stórskota- hríðinni sem rigndi yfir hús þeirra i vesturhluta borgarinnar. Símamynd Reuter Vopnahléið valt Stórskotahríð dundi á Beirút í Lí- banon og nærliggjandi þorpum í gær, annan daginn í röð. Þar með virðist rúmlega vikugamalt vopna- hlé milli múhameðstrúarmanna og kristinna manna í landinu valt, ef ekki þegar hrunið. Vonir rúmlega 3 milljóna Líbana um frið viröast ekki í sjónmáli. Talið er að a.m.k. tíu hafi fallið í árásunum í gær og 70 særst. Þúsund- ir manna flúðu heimili sín en sprengjum rigndi yflr bæði kristna hluta borgarinnar sem og þann er múhameðstrúarmenn byggja og 50 þorp og bæi í næsta nágrenni. Vopnahléi milli kristinna manna og múhameðstrúarmanna í Líbanon var komiö á með milligöngu Araba- bandalagsins fyrir um níu dögum til að reyna aö binda enda á sex vikna bardaga. Vopnahléið hefur hvað eftir annað verið rofið síðustu daga og segja margir fréttaskýrendur að her Sýrlendinga og bandamanna þess hafi vísvitandi haflð bardaga síðasta sólarhring til að koma í veg fyrir að vopnahléið nái tökum. Segja má að bardagar síðasta sólarhrings hafi reynst þessu valta vopnahléi ofviða. Bardagar siðustu vikna, þeir hörð- ustu í 14 ára gamalli borgarastyrjöid í Líbanon, hafa oröið um 320 manns að bana og sært rúmlega eitt þúsund. Kostnaðurinn er talinn nema 250 milljónum dollara. Reuter Ætluðu að ræna Wallenberg Hópur sá sem situr í gæsluvarð- haldi í Kaupmannahöfn grunaður um morð á lögreglumanni og rán á milljónum dánskra króna hafði gert áætlun um að ræna sænska iðnjöfrinum Peter Wallenberg. Þetta mátti lesa í danska blaöinu Jyllands-Posten í gær. Áætlunin um ránið á Wallenberg og öörum áhrifamiklum persónum lá innan um pappíra sem tengja hina handteknu við stórrán í Dan- mörku undanfarin ár. Pappírarnir fundust í sömu íbúð og mikið magn skotvopna og sprengiefná fannst í fyrir tæpri viku. Samkvæmt frétt blaösins var hvorki sænsku lögreglunni né sænsku leyniþjónustunni kunnugt um áætlunina um ránið á Wallen- berg. Alls hafa nú tíu manns verið handteknir vegna málsins en sam- kvæmt þeim gögnum sem fundust í íbúðinni á Amager voru fimmtán manns viðriönir ránin. Að því er danska lögreglan segir var palest- ínsku samtökunum PFLP sendur ránsfengurinn. Ritzau Verkföll í Póllandi Nær tuttugu þúsund pólskir námuverkamenn höfðu á valdi sínu fjórar kopamámur þriðja daginn í röð í gær. Krefjast verkfallsmenn að stjómvöld láti koma til framkvæmda launasamkomulag sem gert var við við Samstöðu, samtök verkalýðsfé- laga. Segja verkfallsmenn að aðgerð- ir þeirra hafi stöðvað nær alla kopar- vinnslu í Póllandi. Að sögn verkfalls- manna neitaði iðnaðarráðherra Pól- lands, Wilczek, að ræða við þá síð- degis í gær. Námuverkamennirnir lögðu niður vinnu á fóstudaginn þar sem þeir óttuðust að stjómin hygðist draga á langinn launahækkanir sem búið var að semja um. Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu, hefur margsinnis hvatt námuverka- mennina til þess að gefa samkomu- laginu um umbætur tækifæri og ekki efna til verkfalls þrátt fyrir óánægju. I gær hvatti Walesa verkamenn til að sýna stillingu á kosningafundi án þess þó að nefna verkfóllin. Verkamennimir segja að þeir hafi ekki viljað verkfall en aö þeir hafi ekki getað annað þar sem þeir héldu að yfirvöld væru að reyna að fara á bak við þá. Segja þeir samningavið- ræðurnar hafa farið út um þúfur þegar þeir höfnuðu 30 prósenta Námuverkamenn í fjórum koparnámum í Póllandi eru nú i verkfalli. Krefj- ast þeir 50 prósenta launahækkunar. Simamynd Reuter launahækkun. Krefjast þeir 50 pró- launa svo að þeir þurfi ekki að vinna senta hækkunar og hærri grunn- aukavaktir um helgar. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.