Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1989, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1989, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 8. MAÍ 1989. 23 íþróttir Frétta- stúfar Nýkrýndir Norðurlandameist- arar í körfuknattleik, Svíar, sýndu það og sönnuðu um heig- ina að þeir eru bestir Norður- landaþjóða í körfuknattleik. Landslið Svía lék gegn því finnska í Gautaborg og lauk leiknum meö yfirburöasigri Norðurlandameistaranna, 87-64, eftir að staöan í leikhléi hafði vetið 42-34, Svium í vil. í hði Svía var Henrik Evers stigahæstur með 25 stig en bjá Finnum var Pekka Markkanen stigahæstur með 16 stig. Svíar töpuðu hins vegar í biaki kvenna í Svíþjóð léku um helgina kvennalandslið Svía og Finna í blaki. Hart var barist og þurfti 5 hrinur til að knýja fram úrslit. Finnar unnu fyrstu hrimrna 12-15, Svíar þá næstu, 15-13, og þriðju hrinuna unnu sænsku stúlkurnar einnig, 15-13. Staðan var því 2-1 fyrir Svía að loknum 3 hrinum. En finnska liðið náði góðum leik í tveimur síðustu hrinunum og sigraöi í þeim, 4-15 og 13-15, og því samanlagt í leikn- um, 2-3. Stórsigur Svia gegn liði Pólverja Landshð Pólverja og Svía, skipuð leik- mönnum 21 árs og yngri, léku um helg- ina í Halmstad í Sviþjóð í und- ankeppni Evrópukeppninnar í knattspyrnu. Svíar höfðu mikla yfirburði og sigruðu, 4-0, eftir að staðan hafði verið 1-0 í leikhléi. 1310 áhorfendur fylgdust með leiknum og með sigrinu skutust Svíar að hhð Englendinga í 2. riðli en báðar þjóöimar hafa nú 5 stig að lokmun 3 leikjum. Lítil fyrirhöfn hjá Steffi Graf Vestur-þýska tenn- isdrottningin Steffi Graf hefur oft þurft að hafa mikið fyrir sigrum á hinum ýmsu mótum og margir svitadropamir hafa fallið tii jarðar þegar hún hefur verið að innbyrða sigra. Um helgina lauk í Hamborg í Vestur-Þýskalandi opnu kvennamóti og þar var Graf komin í úrsht gegn Jönu No- votnu frá Tékkóslóvakíu. Lítið þurfti Graf að hafa fyrir þyí að vinna sigur í úrslitaleiknum því honum var aflýst eftir að Novotna hafði ekki staöist læknisskoðun. m Tvöfaldur sovéskur sigur i fimleikum Sovétmenn uröu í tveimur efstu sætun- um á Evrópumeist- aramótinu í fimleik- um karla er keppt var í fjöl- þraut um helgina. Evrópu- meistari varð Igor Korobchin- sky og hlaut hann 58,100 stig. Landi hans, Valentin Mogilnyi, veitti honum harða keppni og hlaut 58,050 stig. Flestir höfðu veðjað á hann sem sigurvegara fyrir keppnina en nokkur mis- tök í gólfæfingum kostuðu hann sigurinn. Þess má geta að sænskur fimleikamaður, Jo- han Jonasson, varð fjórði og hlaut 57,800 stig. Er það besti árangur sem sænskur fim- leikamaður hefur náð í meira en tvo áratugi á Evrópumóti í fimleikiun þannig að Svíar virðast vera i framfor í fimleik- unum. Enska bikarkeppnin í knattspymu: „Þessi úrslit hafa eflaust glatt alla Englendinga“ - Liverpool sigraði Nottingham Forest, 3-1, og leikur til úrslita gegn Everton „Það voru aöeins mínir menn sem léku til sigurs í þessum leik. Þessi sigur er mjög mikilvægur fyrir aha í Liverpool eftir það sem gerðist á Hillsborough," sagði Kenny Dalghsh, framkvæmdasfjóri Liverpool, í gær eftir að Liverpool hafði sigrað Nott- ingham Forest í undanúrshtaleik ensku bikarkeppninnar í knatt- spyrnu með þremur mörkum gegn einu. Liverpool leikur því til úrslita gegn Everton á Wembley þann 20. maí. Þetta er í þriðja skiptið á síð- ustu fjórum árum sem Liverpool kemst aha leið í úrshtin. Leikmenn Liverpool virtust kunna vel við sig á Old Trafford, heimavelh Manchester United, þar sem leikur- inn fór fram. Liverpool hafði mikla yfirburði í leiknum gegn Forest í gær. Og liðið fékk sannkallaða óska- byrjun er John Aldridge skoraði strax á 3. mínútu leiksins. „Ég held að þessi úrsht hafi glatt alla Englend- inga,“ sagði Aldridge eftir leikinn. Neil Webb tókst að jafna metin á 33. mínútu fyrir Forest með vinstri fótar þrumufleyg af 20 metra færi og þann- ig var staðan í leikhléi. John Aldridge kom Liverpool á ný yfir á 57. mínútu leiksins og Brian Laws innsiglaði sigur Liverpool á 71. mínútu er hann skoraði sjálfsmark. Skömmu áður en leikurinn átti að hefjast streymdu áhorfendur enn að aðgönguhhðum Old Traifford og því var brugðið á það ráö að fresta leikn- um um 15 mínútur th að allir áhorf- endur gætu komið sér fyrir með góðu móti. Ahs voru 38 þúsund áhorfend- ur á leiknum og er tahð að margir hafi kosið að sitja heima eftir harm- leikinn á Hillsborough, að margir áhorfendur hafi einfaldlega ekki treyst sér til að horfa á viðureign þessara hða svo skömmu eftir slysið. -SK • John Aldridge sést hér fagna seinna marki sínu gegn Nottingham Forest á Old Trafford í gær. Aldridge skoraði tvívegis er Liverpool sigraði Forest, 3-1, og liðið leikur gegn Everton i úrslitum bikarkeppninnar. Símamynd/Reuter Evrópumótið í kraftlyítmgum: Magnús hlaut silfur Magnús Ver Magnússon frá Vestmannaeyjum hlaut silfurverðlaun í sínum þyngdarflokki á Evrópumótinu í kraftlyftingum sem fram fór í Finnlandi um helgina. Magnús lyfti samtals 885 kg. Hjalti Árnason féh úr keppni í þyngsta flokknum er hann reyndi við 342,5 kg í réttstöðulyftu og bronsverðlaun. Það tókst ekki og Hjalti var þar með úr leik. Litli bikarinn í knattspymu: Stórsigur hjá FH FH-ingar unnu um helgina stórsigur á hði Akumesinga í leik liðanna í htlu bikarkeppninni í knattspymu. FH sigraði 4-0 og voru það þeir Pálmi Jónsson (2) og Hörður Magnússon (2) sem skoruöu mörk FH. Af öðrum úrslitum um helgina má nefna að Víðismenn sigruðu lið Breiðabliks, 1-0, Stjarnan vann Selfoss á Selfossi, 0-1, og Keflavík’sigraði Hauka í Hafnarfirði, 2-3. -SK Hér sjást þeir kylfingar sem náðu draumahöggi allra kylfinga hér á landi á síðasta sumri, að fara holu i höggi. Um helgina voru þessir snjöllu kylfingar heiðraðir og voru það Einherjaklúbburinn og Vangur h/f sem stóðu að verðlaunaafhendingunni. Eins og sjá má voru kylfingarnir á öllum aldri. DV-mynd S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.