Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1989, Side 4
4
MÁNUDAGUR 8. MAÍ 1989.
Fréttir
Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins:
Stefnir í 3 milljarða
króna halla ríkissjóðs
Þorsteinn Pálsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, segir að það
stefni í 2,5 til 3ja milljarða halla
ríkissjóðs á þessu ári en samkvæmt
fjárlöguih er gert ráð fyrir um 600
milljóna króna tekjuafgangi. Hann
segir enn fremur að halli ríkissjóðs
fyrstu þrjá mánuðina sé 3,4 millj-
arðar króna.
„Þetta sýnir auðvitað betur en
allt annaö hve ríkisstjórnin, og þá
sérstaklega fjármálaráðherra, hef-
ur farið af stað með fjárlögin í lausu
lofti," segir Þorsteinn.
Hann segist hafa látiö kanna fyrir
sig hver staða ríkissjóðs væri eftir
fyrstu þrjá mánuðina og hafi komið
í ljós að ríkissjóður hafi verið rek-
inn með 3,4 milljarða króna rekstr-
arhalla á móti 2,4 milljarða króna
halla á sama tíma í fyrra.
„Þessar tölur eru ekki alveg sam-
bærilegar þar sem í fyrra vantaði
einn mánuð í staðgreiðslunni en á
þessu ári vantar einn mánuð í sölu-
skatti. Niðurstaða dæmisins er
engu að síður afar óglæsileg."
Að sögn Þorsteins hafa forsendur
fjárlaga breyst í vetur. Gert hafl
verið ráö fyrir að almennt verðlag
hækkaði um 12 prósent á milli ára
en í ljós sé nú að koma aö hækkun-
in verði ekki undir 20 prósentum.
Einnig hafi verið reiknað með 7
prósenta launahækkunum en þær
séu þegar komnar í 9 til 10 pró-
sent. Jafnframt hafi verið búist við
að meðalverð á erlendum gjaldeyri
myndi hækka um 7 prósent en nú
þegar hafi gengið falhð um 17 til
18 prósent og umtalsvert gengissig
sé augljóslega eftir.
Loks segir Þorsteinn að launa-
greiðslur ríkissjóðs séu orðnar 700
milljónir króna umfram áætlun,
niðurgreiðslur búvara um 600
milljónir. Þá eigi ríkissjóöur eftir
að greiða í verðjöfnunarsjóð sjáv-
arútvegsins, um 200 til 300 milljón-
ir í atvinnuleysistryggingasjóð, um
100 milljónir í niðurgreiðslu raf-
orku til útflutningsfyrirtækja og
um 200 milljónir til vegamála.
„Þá fæ ég ekki betur séð en að
óvissuþættirnir síðar á árinu séu
ríkissjóði í óhag. Þess vegna sýnist
mér stefna í 2,5 til 3 milljarða halla
ríkissjóös á þessu ári.“
-JGH
Borgarafundur 1 Kópavogi:
Mikil mengunarhætta af
fyrirhugaðri hraðbraut
Hátt á annað þúsund manns sóttu
almennan borgarafund í Kópavogi,
sem bæjarstjómin boðaði til um
málefni Fossvogsdals. Að sögn Val-
þórs Hlöðverssonar bæjarfulltrúa
var tilgangur fundarins aö kynna
bæjarbúum sjónarmið bæjarstjóm-
arinnar og hvað fyrirhugaðar hrað-
brautarframkvæmdir kæmu til með
kosta.
Á fundinum töluðu Hallur Bald-
ursson fyrir hönd samtaka um
Hátt á annað þúsund manns sóttu almennan borgarafund í Kópavogi um
málefni Fossvogsdals. Heimir Pálsson, forseti bæjarstjórnar, í ræðustól.
vemdun Fossvogsdalsins, Heimir
Pálsson, forseti bæjarstjórnar, Sig-
mundur Guðbjarnason háskólarekt-
or, Brynjólfur Jónsson skógfræðing-
ur og Magnús Harðarson, formaður
íþróttafélags Kópavogs. Ræðumenn
fjölluðu um þann mikla kostnað sem
brautinni fylgdi því vitaö er að þetta
verður eitt dýrasta umferðarmann-
virki á íslandi, upp á 2-3 milljarða.
Sigmundur Guðbjarnason gerði að
umtalsefni mengunarhættuna sem
fylgdi umferð 50 þúsund bíla á sólar-
hring.
Búið var að stika út fyrirhugaða
hraðbraut og að sögn Valþórs rak
marga í rogastans þegar þeir sáu hve
nálægt byggðinni brautin kæmi til
með að liggja. Valþór benti einnig á
aö samkvæmt teikningum mun
hraðbrautin liggja þétt upp við tvo
skóla, Fossvogsskóla í Reykjavík og
Snælandsskóla í Kópavogi.
-JJ
Björgimarsveitm Skyggnir í Vogum:
Verkakona á hundraðasta
Bj ör gunars veitin Skyggnir hefur
fest kaup á nýjum bíl til björgunar-
starfa. Staðiö var fyrir söfnun með-
al almennings í Vogum og víðar og
bárust björgunarsveitinni margar
góðar gjafir.
Hæst ber þó 50 þúsund króna
peningagjöf frá Erlendsínu Helga-
dóttur sem verður hundrað ára í
ágústmánuöi. Erlendsína hefur oft-
lega fært björgunarsveitinni mikl-
ar peningagjafir en hún styrkir líka
fleiri hjálparstofnanir. Hún prjón-
ar teppi og fleira sem hún gefur
Rauða krossinum og Hjálparstofn-
un kirkjunnar. Ekki er Erlendsína
að útdeila neinum auði því hér er
um aö ræða ellilífeyri hennar.
Erlendsína var bóndakona
marga áratugi en vann síðar í fiski
fram á áttræðisaldur. Hún vann
alla. daga sem vinnsla var, jafnt
helga sem rúmhelga. Eins og aðrir
fékk hún nætur- og helgidagaálag
en sjálfri fannst henni það óverö-
skuldaö því hún væri ekki eins
dugleg og þeir sem yngri væru og
því hætti hún störfum. -JJ
varð að sæta
„Ef ekkert verður aö gert þá kom-
um við til með að þurfa að sæta lagi
með aö sigla inn í Þorlákshöfn í sum-
ar vegna grynninga. Það er mjög
bagalegt fyrir skip með farþega og
bíla,“ sagði Jón Reynir Eyjólfsson,
skipstjóri á Herjólfi, í samtali við DV.
„Nýlega þurftum við að bíða í
nokkurn tíma eftir að félli að, og ég
veit að þetta ástand er líka slæmt
fyrir togarana sem sigla þarna inn.
Það hefur safnast mikill sandur við
hafnarkjaftinn og fyrir utan. Þetta á
rætur sínar að rekja til gífurlegs
sandmagns frá Ölfusá sem berst
vestur með ströndinni. Ég tel líka að
slæmt veður í vetur eigi þama þátt
í ástandinu. En það er ljóst að ef
ekkert verður að gert þá munum við
þurfa að bíða á tímabilinu kl. 11.00-
13.00 þá daga sem stórstreymt er -
þá er um að ræða 3-4 daga í mán-
uöi,“ sagði Jón R. Eyjólfsson.
-ÓTT
I dag mælir Dagfari
Það sem aldrei sást
Jæja. Þar fengum við það beint
í smettið. Það sem enginn sér sást
ekki þama úti í Sviss. Látum kyrrt
liggja ef einhver af þessum útlend-
ingum hefði drullast til að gefa
okkur eitt stig, svona til þess að
vera jafn Hund-Tyrkjanum, þó ekki
væri farið fram á meira. En eitt
stórt núll er að sjálfsögðu slík
móðgun við íslensku þjóðina aö
undir þvílíku verður ekki setið
þegjandi. Að vísu er hægt að taka
fram strax 1 upphafi aö lagið Það
sem enginn sér átti ekkert erindi
þarna í Júróvisjón. Það áttu náttúr-
lega allir að sjá strax í byijun. En
það fór sem fór. Lagiö sem tapaði
hér heima aö dómi almennings var
valið til þess að koma fram sem
okkar lag í Júróvisjón. Höfundur
lagsins, kunnur maður af Hánefs-
staðaætt og hefur til að bera bein
í nefinu eins og fleiri úr þessari
ætt: En viti menn. Hvorki Hánefs-
staðaættin ellegar lagiö reyndist til
vinsælda þama úti í Lúsann. Það
var ekki einu sinni svo að lagið
væri púaö niður, nei, nei. Það var
þagað í hel. Gjörsamlega. Ekki eitt
atkvæöi hvað þá meira. Algjör
þögn um þetta lag sem hefði sómt
sér svo vel á Austfjöröum að Ingi
heitinn T. heföi verið stoltur af. En
þessi lýður í útlendu dómnefndun-
um hafði hvorki heyrt Inga T. elleg-
ar Valgeir. Vissi ekki einu sinni að
höfundur væri af Hánefsstaðaætt
og þekkir þar af leiðandi ekki til
þess að Tommi Árna vinnur í
Seðlabankanum og nagar ekki blý-
anta allan daginn heldur skrifar
nafnið sitt á bankóseðla sem gilda
allt til þess kvölds þeir voru gefnir
út.
Allt ber þetta að sama brunni
þegar grannt er skoðað. Þetta er
ekkert annað en stríðsyfirlýsing í
garð okkar íslendinga frá hinum
svokölluðu Evrópuþjóðum. Svo era
þessar þjóðir að gera því skóna að
við íslendingar sjálfir göngum í
Evrópubandalagið. Heyr á endemi.
Fyrr má nú rota en dauðrota. Hafi
einhvern tímann komið til tals að
gánga í þetta bandalag þá era allar
forsendur gjörsamlega brotnar
með úrslitum þessarar atkvæða-
greiöslu. Við eigum ekkert sameig-
inlegt með Evrópuþjóðum sem
greiða okkur ekki atkyæði í söng-
lagakeppni. Eins og áður hefur ver-
ið drepið á var að vísu lagiö hundlé-
legt en það er nú bara okkar heima-
mál. Sóley, Sóley hans Gunna
Þórðar þótti of gott til að sendast
til Lúsann og allt í lagi meö þaö.
Við sendum nú ekki endilega okkar
besta í ostalandið. Þá hefðum við
sent Stormskerið og Hrafn á krám-
ar ef þær era þá til þama í Sviss,
því aö kráarráp þeirra félaga á ír-
landi í fyrra skilaði okkur þó alla
vega í 16. sætið og við þóttumst
góðir með þaö. Aðrar þjóðir bæði
fyrir ofan okkur og neðan. Það er
ekkert annað en hver sú þjóö sem
lifir á sel og hval má búast við þeg-
ar dægurlagakeppni er annars veg-
ar.
En í neðsta sætinu getum við
ekki setið. Það er alveg af og frá.
Að vísu hefur þessi keppni alltaf
verið að dala frá því við byrjuðum
að taka þátt. Þið munið þegar
Gleðibankinn fór til Bergen ásamt
helftinni af yfirstjórn Ríkisút-
varpsins til þess eins að taka við
verðlaununúm sem að vísu runnu
okkur úr greipum fyrir óskiljanleg
mistök annarra dómenda. En þá
var sigurinn í höfn, svona næstum
því. Síðan hefur allt farið niður á
viö svona hægt og hljótt en aldrei
höfum við íslendingar verið íjær
sigri en síðasta laugardagskvöld.
Þetta verður auövitað til umræðu
á næsta Noröurlandaráðsþingi því
við höfum ekkert að gera í því sam-
starfi ef þessir asskotar geta ekki
einu sinni greitt okkur atkvæði í
svona raulkeppni.
En þegar á allt er litið þá er bara
málið það, að það sem aldrei átti
aö sjást í Lúsann það sást og heyrð-
ist og því fór sem fór.
Dagfari