Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1989, Side 13
MÁNUDAGUR 8. MAÍ 1989.
13
Fréttir
Stykkishólmur:
Gamalt hús í
glæstum búningi
Valdimar Hreiöaisson, DV, Stykkishólmi:
Ekki er ýkja langt síðan svokallað
Egilshús var þyrnir í augum gesta
og gangandi í Stykkishólmi. Þetta
gamla hús var að hruni komið, orðið
sannkallaður hjallur og þurfti að
grannskoða það lengi til að geta látið •
sér detta í hug að þarna hefði ein-
hvern tíma staðið virðulegt hús. Síð-
an gerðist það að hópur fólks tók sig
saman og endurreisti Egilshús í upp-
haflegri mynd og var hvergi til spar-
að til að komast sem næst uppruna-
legu útliti hússins.
Nú er búið að hefja Egilshús til
fyrri vegsemdar og jafnframt hefur
það fengið nýtt hlutverk. í þessu
glæsilega gamla húsi er nú rekin
gisti- og veitingasala sem þjónar fyrst
og fremst ferðamönnum en þeim
hefur farið ört fjölgandi í Stykkis-
hólmi á undanförnum árum. Tíu
tveggja manna herbergi eru í húsinu
og er hægt að fá þessi herbergi ýmist
sem svefnapokapláss eða með upp-
búnum rúmum.
Egilshús sf., sem rekur gisti- og
Egilshús, fínt og fallegt. DV-mynd Valdimar
veitingasöluna, er einnig með svefn-
pokaaðstöðu í litlu félagsheimili í
næsta húsi og þar er mögulegt að fá
aðgang að eldunaraðstöðu. Aðstand-
endur Egilshúss eru bjartsýnir hvað
varðar sumarið. Pantanir eru teknar
að berast og er allt útlit fyrir mikinn
straum ferðamanna til Stykkishólms
í sumar.
Iðnsýning á
Egilsstöðum
Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstööum:
Iðnsýning, sem haldin verður á
Egilsstöðum 23. júní til 2. júlí í sum-
ar, hefur hlotið nafnið Drekinn ’89.
Þár munu fyrirtæki á öllu Austurl-
andi sýna og kynna framleiðslu sína
og þjónustu. Sýningin er haldin á
vegum Átaksverkefnisins Egilsstað-
ir-Seyðisíjörður og Atvinnuþróun-
arfélags Austurlands. Nær 50 fyrir-
tæki hafa þegar skráð þátttöku sína
en framkvæmdastjóri sýningarinnar
er Anna Ingólfsdóttir.
Á vegum sömu aðila var dagana
22. og 23. apríl sl. haldið námskeið
um sölu og markaðsmál fyrir stjóm-
endur fyrirtækja og þátttakendur í
sýningunni. Námskeiðið var vel sótt
og ítarlegt. Leiðbeinandi var Magnús
Pálsson rekstrarráðgjafi.
Egilsstaöir:
Burt með
ruslið
Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egiisstöðum:
Framfarafélag Fljótsdalshéraðs
hefur gefið út litprentaðan bækling
þar sem fólk er hvatt til að bæta
umgengni og leggja af þann ósið að
henda rusli á víðavangi. Bækhngn-
um hefur verið dreift á öll heimili í
Austfirðingaljóröungi. Þar segir
meðal annars:
„Öll viljum við hafa snyrtilegt í
kringum okkur og flestum líður bet-
ur heima þegar búið er að taka til.
Sama gildir um annað umhverfi okk-
ar, garðinn, götuna, hverfið, bæinn
eða sveitina. Öll skaðleg mengun á
jörðinni er af manna völdum. Aht
rusl í umhverfi okkar er frá okkur
komið. Ef við öll hættum að fleygja
rush út um allt líður ekki á löngu
þar til umhverfið verður th fyrir-
myndar. Vilji er allt sem þarf.“
Frá námskeiðinu um sölu og markaðssetningu á Egilsstöðum.
DV-mynd Sigrún
Teikning af flugvellínum með 2700 metra braut. Nýtt flugvallarhlað verð-
ur vestan við flugstöðina. Teikningin er unnin hjá Skipulagsstofu Austur-
lands.
Egilsstaðir:
Flugbrautin í
2700 metra
Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstöðum:
Sá flugvöllur, sem nú er í bygg-
ingu á Egilsstööum, veröur með
2000 m langri braut en nú er hafmn
undirbúningur að lengingu þeirrar
brautar til suðurs um 700 metra.
Búið er að kynna landeigendum
máhð og mun Flugmálastjórn
semja við þá um land undir þessa
viðbótarlengingu. Þegar hún kem-
ur til framkvæmda verður að færa
þjóðveg 1 allmikið til suðurs.
Ljóst er að ekki verður haflst
handa við þessa viðbót fyrr en gerð
hinnar 2000 m brautar er að fullu
lokið. Nú er verið að vinna að jarð-
vegsskiptum í siðari áfanga og lýk-
ur því verki í sumar. Þá verður
fylling að síga og jafna sig og er þvi
ekki hægt að malbika og fullgera
þá braut fyrr en sumarið 1991. Þeg-
ar flugbrautin verður oröin 2700
metrar er hún nægileg fyrir allar
farþegavélar við eðlilegar aðstæð-
ur, að sögn Ingólfs Amarsonar,
umdæmisstjóra Flugmálastjórnar
á Austurlandi.
(y)PIONEER 90Q
HJÁOKKUR FINNAALLIR
EITTHVAÐ VIÐ SITT HÆFI
Verð frá kr. 12.800,-
ÞAR SEM GÆÐI OG ENDING SKIPTA MALI
VERIÐ VELKOMIN
HLJOMBÆR
HLJOM'HEIMILIS'SKRIFSTOFUTÆKI
unTu^
HVERFISGÖTU 103
SI'MI 25999 - 17244
Isetning samdægurs
Radíóþjónasta Bjarna
SÍÐUMÚLA 17. SÍMI 83433