Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1989, Qupperneq 28
28
MÁNUDAGUR 8. MAl 1989.
íþróttir
Þau Ragnhildur Sigurðardóttir og Kjartan Briem urðu Islandsmeistarar í einliðaleik í borðtennis á dögunum. Kjart-
an Briem, sem leikur fyrir KR, lagði félaga sinn, Hjálmtý Hafsteinsson, í úrslitum. Ragnhildur, seifi leikur fyrir
Stjörnuna úr Garðabæ, vann hins vegar Auði Þorláksdóttur úr KR í úrslitum. Á myndinni að ofan eru þau Ragn-
hildur og Kjartan með sigurlaun þau er fylgja íslandsmeistarartitlinum. DV-mynd Brynjar Gauti
Þeir láta ekki snjóalögin aftra sér frá iðkun golfsins, kylfingarnir á Króknum.
Kylfíngar á Króknum:
Kylfingar æfa
á Borgarsandi
- golívöllurinn enn á kafi í fönn
Þórhailur Asmundsson, DV, Sauðárkróki:
Þótt golfvöllurinn á Hlíðarenda sé enn undir fönn og nokkur tími líði þar
til hann verði tilbúinn hafa kylfmgar á Króknum þegar tekið fram kylfurnar.
í vor hefur einn og einn þeirra sést á sprangi niðri á Borgarsandi og undan-
farna daga hafa kylfmgar verið þar í „kippum.“
Allmargir voru samankomnir á sandinum sjávarmegin þjóðvegarins
skammt frá hesthúsunum á dögunum þegar DV var á ferðinni. Þegar voru
einar tvær flaggstangir komnar upp og Steinar Skarphéðinsson, einn braut-
ryðjenda golfsins á Króknum, var að hnýta stigaveifu á kústskaft.
„Þetta er ekkert ósvipað því og þegar við vorum að byrja í golfinu hérna
á sandinum fyrir ofan á sínum tíma. Þá komum við fyrir tómum niðursuðu-
dósum sem við settum í holurnar. Ég man það þótti langerfiðast að hitta í
eina holuna, enda var bara í henni hálfdós, þessar mjóu,“ sagði Steinar við DV.
Menn eru reiðir í Stórgarði
- menn í Stuttgart ósáttir viö margt 1 fyrri úrslitaleiknum við Napoli
Ráðamenn og áhangendur
Stuttgart, liðs Ásgeirs Sigurvins-
sonar, eru ekki allir sáttir við gang
mála í fyrri úrslitaleik liðsins við
Napoli á dögunum.
Gerhard Mayer-Vorfelder, forseti
Stuttgart, hefur tii dæmis kvartaö
yfir ýmsum þáttum vegna viður-
eignar liðanna tveggja en hún fór
fram á heimavelh ítalska liðsins.
Kvartaði forsetinn yfir flugeldum
sem kastað var inn á völlinn, yfir
dómgæslunni, en hann taldi aö
dómarinn hefði dregið taum ítal-
anna, og yfir því að Maradona hefði
handleikið knöttinn áður en víti
var dæmt á Stuttgart. heföi handleikið knöttinn innan I samtali við blaðamenn kvaðst
„Þegar vítaspyrnan var dæmd þá vítateigs. Maradona hafa séð V-Þjóðverjann
haföi Maradona sjálfur gerst brot- Dómarinn kvað aöeins einn aöila koma með handlegginn útréttan.
legur með því að handleika knött- hafa handleikið knöttinn, leik- Sagðist Argentínumaðurinn því
inn,“ sagði Mayer-Vorfelder við mann í peysu númer 2 í liði Stuttg- hafasentknöttinníhöndinaáhon-
blaöamenn. art. um.
Einn æðsti ráðamaöur Napoli Að sögn Reuterts-fréttastofunnar Hafi Maradona beitt hendinpi
sagðihins vegar þetta um kvartan- sést greinilega er atvikiö er sýnt gegn Stuttgart þá er það ekki'í
ir V-Þjóöverjans: hægt að Maradona setur út hönd- fyrsta sinn sem hann beitir þessum
„Það er augljóst að forseti Stuttg- ina til knattarins og sendir hann líkamshluta með ólögmætum hætii
art vill móta sérstakt andrúmsloft síöanílíkamaVestur-Þjóöverjans. í knattspymu. Flestum er enn í
fyrir seinni leik liðanna." Maradona hefur að sögn frétta- fersku minni markið sem hann
Grískur dómari leiksins sagði að stofunnar viðurkennt aö hafa veriö gerði með „hendi guðs“ gegn Eng-
hann hefði dæmt vítaspymu á aö leita eftir færi til að fiska víta- lendingum í heimsmeistaramótinu
Stuttgart vegna þess að Giinter spymu og jafna þannig leikinn en áriö 1986.
Shafer, vamarmaður Stuttgart, Stórgarösliðiðhaföilengiyfir,l-0.
Valdimar
bestur
á Dalvik
Geir A. Guösteinsson, DV, Dalvilc
Fyrsta Dalvikurmótið í snóker
fór fram fyiir nokkm í Arwill-
billjard á Dalvík. Tuttup og tveir
keppendur hófu keppni í tveimur
riðlum en síðan var keppendum
raðað í milliriðla þannig að engir
tveir kepptu saman að nýju.
Rúmlega 150 leikir voru spilaðir
i keppninni.
Til úrslita léku Jón Örvar Ei-
ríksson og Valdimar Viðarsson
og sigraði sá síðarnefndi í hrein-
um úrsfitaleik með 25 stigum
gegn 14. í þriðja sæti varð aldurs-
forseti keppninnar, Aðalsteinn
Grímsson, sem sigraði Hákon
Georgsson eftir aö Hákon haföi
unniö tvo fyrstu leikina.
Dalvikurmeistarinn, Valdimar
Viðarsson, hlaut aö launum veg-
legan farandbikar auk verö-
launapenings en Arwill-billjard-
stofan gaf öll verölaunin.
Golf - U-landslið:
Tveir af
Króknum
kjörnir
Þórh. Asmundsson, DV, Saudárkróki:
Tveir ungir kylfingar af Sauð-
árkróki hafa verið valdir til æf-
inga með unglingalandsliðinu.
Það eru þeir Guömundur Sverris-
son og Öm Sölvi Halldórsson.
Hefur Örn Sölvi unnið sér rétt til
að keppa á stigamótum unglinga
sem fram fara í vor. Það eru íjög-
ur mót sem fara fram helgi eftír
helgi og gefa þau stig til lands-
liðs. Þess má geta að aðstaöa til
að stunda golf er nú erfið á
Króknum en eins og fram kemur
annars staðar á síðunni æfa kylf-
ingar frá Sauðárkróki á Borgar-
sandi.
Knattspyma:
Sigur og
tap hjá
ValíSviss
Valsmenn dvöldu í æfingabúð-
um í Sviss í síöustu viku og léku
þar tvo æfingaleiki.
Þeir töpuðu fyrst 1-2 fyrir Sig-
urði Grétarssyni og félögum í
Luzem á þriðjudag, en Luzern er
næstefst í þarlendu 1. deildinni.
Síðan sigruðu þeir 2. deildar lið
Baden á miövikudaginn, 2-0.
Atli Eövaldsson kom Val yfir
gegn Luzem en það var Sigurður
Grétarsson sem jafiiaði með
glæsilegu marki úr aukaspymu.
Heimamenn náöu síðan að
tryggja sér sigurinn.
Halldór Áskelsson og Atli skor-
uðu síðan mörkin í leiknum víð
Baden.
Baden er liðið sem Valsmaður-
inn Guðmundur Þorbjörnsson
lék með fyrir skömmu'.
Til stóð að Valur léki einnig
gegn Solothurn, félagi því sem
Valsmaðurinn Sævar Jónsson
lék með um hríð í Sviss, en frá
því var horfiö.
-VS