Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1989, Blaðsíða 8
8
' MÁNUDAGUR 8. MAÍ 1989.
Viðskipti
100 milljóna
hagnaður Essó
Olíufélagið hf., Essó, ásamt dóttur-
fyrirtækjum hagnaðist um 100 millj-
ónir króna eftir skatta á síðasta ári.
Velta Essó var rúmir 5 milljarðar á
síðasta ári sem er tæplega 20 pró-
senta aukning frá árinu áður en það
er einmitt sama tala og verðbólgan
nam á milli áranna.
Fram kom á aðalfundi félagsins,
sem haldinn Var á dögunum, að Olíu-
félagið hf„ Essó, er langstærsta olíu-
félag landsins með um 45,28 prósent
af markaðnum. Um 280 starfsmenn
unnu hjá félaginu á síðasta ári.
Eigið fé Olíufélagsins ásamt dóttur-
fyrirtækjum var í lok síðasta árs
tæplega 2,2 milljarðar króna. í stjórn
Essó sitja þeir Kristján Loftsson, for-
maður, Magnús Gauti Gautason,
Karvel Ögmundsson, Oddur Sigur-
bergsson og Sigurður Markússon.
-JGH
Olíufélagið hf„ Essó, ásamt dótturfyrirtækjum var með um 100 milljóna
króna hagnað á síðasta ári.
Átta milljóna tap á
stærstu fóðurstöðinni
Þórhallur Ásmundss., DV, Sauðárkróki:
Stærsta fóðurstöð landsins, Mel-
rakki á Sauðárkróki, tapaði 8 milljón-
um króna á síðasta ári. Fóðurfram-
leiðslan í fyrra var 4200 tonn sem var
500 tonnum minna en áætlað var.
Átta aðilar á sölusvæði Melrakka
hættu loðdýrabúskap á síðasta ári,
sjö í Skagafirði og einn í Húnaþingi.
Engir hafa bæst í hópinn.
Þær breytingar urðu á stjórn Mel-
rakka á aðalfundi félagsins að Árni
Guðmundsson tók við formennsku
af Marteini Friðrikssyni og sæti
Marteins í stjórninni tók Ágúst Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri Út-
gerðarfélags Skagfirðinga. .JGH
THE CENTRAL INSURANCE LTO
Ársreikningur
1988
32. REIKNINGSAR
Tryggingamiðstöðin hf. Gott gengi á siðasta ári.
Tryggingamiðstöðin
græddi 40 milljónir
Tryggingamiðstöðin hf. skilaöi
um 40,5 milljóna króna hagnaöi
fyrir skatta á síðasta ári. Reiknaðir
skattar eru um 12,5 milijónir þann-
ig aö endanlegur hagnaður fyrir-
tækisins er um 28 milljónir króna.
Hreinar tekjur af iðgjöldum á
árinu 1988 námu um 580 milljónum
króna en tjóngreiðslur námu hins
vegar um 726 milljónum króna. Það
vantaði því um 146 milljónir króna
upp á að iðgjöld dygðu fyrir tjónun-
um á síöasta ári. A árinu 1987 var
þessi taia um 53 milljónir.
Aðrar tekjur Tryggingamið-
stöðvarinnar eru umboðslaun og
ijármunatekjur. Hreinar tekjur af
umboðslaunum námu um 43 millj-
ónum og hvorki meira né minna
en um 270 milljónum af fjármuna-
tekjum. Skrifstofukostnaður var
um 91 milljón króna.
Tryggingamiðstöðin er þriöja
stærsta tryggingafélag landsins,
næst á éftir Vátryggingafélagi ís-
lands hf. og Sjóvá-AImennum hf.
Athyglisverö bók:
Fyrsti íslenskaði
töflureiknirinn
Athyglisverð bók í íslensku við-
skiptalífi kom út á dögunum. Það er
bókin töflureiknirinn Plan Perfect
sem er fyrsti íslenskaði töflureiknir-
inn.
Höfundur Plan Perfect bókarinnar
er Matthías Magnússon en það er
Tölvufræðslan sem gefur bókina út.
Matthías er jafnframt höfundur
Word Perfect bókarinnar sem notið
hefur mikilla vinsælda. Plan Perfect
er systurforrit Word Perfect.
Fjölmargar skýringarmyndir og
verkefni eru í bókinni. I henni má
finna hugmyndir og ráð um þaö
hvernig beita má ýmsum möguleik-
um töflureiknisins á lausn hagnýtra
verkefna. Bókin er 150 blaðsíður að
stærð. -JGH
Handboltasamningurinn handsalaóur. Frá vinstri Ólafur B. Thors, forstjóri
Sjóvá-Almennra, Jón Hjaltalín Magnússon, formaóur HSÍ, og Einar Sveins-
son, forstjóri Sjóvá-Almennra.
Boltamenn tryggja sig
Matthias Magnússon, höfundur Plan
Perfect bókarinnar. Matthías er jafn-
framt höfundur bókarinnar um rit-
vinnsluforritið Word Perfect sem
kom út fyrir nokkrum árum.
DV-mynd S
Samstarfssamningur á milh
Sjóvá-Almennra og Handknattleiks-
sambands íslands hefur verið undir-
ritaður og handsalaöur. Samningur-
inn gengur út á að Sjóvá-Almennar
slysatryggir öll 10 landshð HSÍ við
landsliösæfingar, í landsleikjum og á
landsliösferðalögum. Jafnframt
verður tryggingafélagið einn helsti
stuðningsaðili heimsmeistarakeppn-
innar árið 1985.
-JGH
Varaflugvöllur á Sauðárkróki:
munur á 200
milljónum og 700
Þórhallur Ásrrumdsson, DV, Sauðárkröki:
„Mér hefur verið skýrf frá þessari
niðurstöðu og veit um óánægju bæj-
arstjórnar Sauðárkróks með skýrsl-
una og hlut Alexandersflugvallar þar
en tel ekki rétt að ég aðhafist annað
í máhnu en það að óska eftir því við
höfunda skýrslunnar að þeir komi
norður til viðræðna við bæjar-
stjórn," sagði Steingrímur Sigfússon
samgönguráðherra þegar varaflug-
vallarmálið bar á góma á opnum
stjómmálafundi í Miðgarði nýlega.
Bæjarstjóm Sauðárkróks barst
nýlega bréf frá flugmálastjóra, Pétri
Einarssyni, en hún hafði óskað eftir
nákvæmri úttekt á því hvað gerð
Sauðárkróksflugvallar hefði kostað á
núvirði. Niðurstaðan kemur fram í
bréfi flugmálastjóra. Hún er 94 millj-
ónir og er inni í þeirri tölu einnig
malbikun flugvallarendans sem gerð
var á árinu 1983.
Bæjarfulltrúar á Sauðárkróki hafa
bent á að kostnaður vegna lengingar
Alexandersflugvallar upp í 2700
metra, eins og ráðgert er að varaflug-
völlurinn á Egilsstöðum verði, sé
stórlega ofáætlaður. Þeir segja það
algjörlega út í hött að miða við að-
stæður á Egilsstöðum þegar verið sé
að áætla kostnað vegna lengingar
Alexandersflugvallar. Hér séu að-
stæður allt aðrar, t.d. mikill meiri-
hluti efnis rétt við völlinn. Það sé því
æði breitt bil frá tæpum 200 milljón-
um upp í 700.
Félagsstofnun stúdenta á Akureyri:
Bygging fjölbýlis-
húss er að hefjast
Gyifi Kristjánascm, DV, Akureyri:
, Jiörfin fyrir þessa byggingu eöa
lausn á húsnæðisvanda stúdenta á
Akureyri meö öörum hætti er
geysileg. Grundvöliurinn fyrir því
aö háskólinn hér á Akureyri geti
vaxið og dafnað er að hér sé hús-
næði fyrir stúdenta,“ segir Sigurð-
ur P. Sigmundsson, formaöur Fé-
lagsstofnunar stúdenta á Akureyri.
Stjóm Félagsstofnunar stúdenta
á Akureyri hefur ákveðið að taka
tilboöi tveggja fyrirtækja í bænum
um byggingu fjölbýlishúss en þessi
fyrirtæki eru SS Byggir og Möl og
sandur. Tilboð þessara fyrirtækja
í bygginguna hjjóðaöi upp á 66
milíjónir og á húsið að vera tilbúið
til notkunar 1. október í haust.
Húsið, sem mun rísa við Skarðs-
hlíð, verður fjölbýlishús á þremur
hæöum. I því verða 14 einstaklings-
herbergi, 4 paríbúðir, fjórar 2ja
herbergja íbúðir og tvær 3ja her-
bergja íbúðir.
„Þörfm fyrir húsnæði fyrir stúd-
enta hér í bænum er svo mikil aö
það er ljóst að hér er aðeins um aö
ræða fyrsta áfanga í byggingarmál-
um okkar,“ sagði Siguröur. „Viö
þurfum strax aö byggja annað hús
en ætlum að koma þessu af staö
fyrst."
Sigurður sagði að 85% kostnaöar-
ins viö byggingu hússins kæmi í
gegnum húsnæðismálakerfið en
15% þyrfti Félagsstofnun stúdenta
að fjármagna.
Félagið stundar alhliða tryggingar
en sérsvið þess tengist mest sjávar-
útvegi. -JGH
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækurób. 14-15 Vb.Ab,- Sp.Lb
Sparireikningar
3jamán. uppsögn 14-17 Vb
6mán. uppsögn 15-19 Vb
12 mán. uppsögn 15-16,5 Ab
18mán. uppsögn 32 Ib
Tékkareikningar.alm. 3-8 Vb.lb,-
Ab.Sp,- Lb
Sértékkareikningar 4-17 Vb
Innlan verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1-2 Vb
6mán. uppsögn 2-3 Allir nema Úb
Innlánmeð sérkjörum 23.5-27 Lb.Bb,- Úb.Vb,- Sb
Innlángengistryggð
Bandaríkjadalir 8,75-9 lb,V- b.Ab.S-
Sterlingspund 11,75-12 Sb.Ab,- Vb.Bb
Vestur-þýskmörk 4,75-5,5 Ab
Danskarkrónur 6,75-7,5 Bb.Sp
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvíxlar(forv.) 25-27.5 Lb
Viðskiptavixlar(forv.) (1) kaupgengi
Almennskuldabréf 26.5-30 Lb.Úb
Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir
. Hlaupareikningar(vfirdr.) 28,5-31 Lb
Utlan verðtryggð
. Skuldabréf 7.25-9.25 Lb.
Utlán til framleiðslu
Isl. krónur 25-29,5 Lb
SDR 9,75-10 Lb
Bandaríkjadalir 11,75 Allir
Sterlingspund 14,5-14,75 Sb
Vestur-þýsk mörk 7,75-8 Allir nema
Húsnæðislán 3,5 Sb
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 33,6
MEÐALVEXTIR
Överðtr. mai 89 27,6
Verðtr. mai 89 7,9
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitala maí 2433 stig
Byggingavísitala maí 445stig
Byggingavisitalamaí 139 stig
Húsaleiguvísitala 1,25% hækkun 1. april
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Einingabréf 1 3,783
Einingabréf 2 2,109
Einingabréf 3 2.475
Skammtímabréf 1,307
Lífeyrisbréf 1,902
Gengisbréf 1.697
Kjarabréf 3,767
Markbréf 1,998
Tekjubréf 1,666
Skyndibréf 1.146
Fjölþjóðabréf 1.268
Sjóðsbréf 1 1,817
Sjóðsbréf 2 1,493
Sjóðsbréf 3 1,286
Sjóðsbréf 4 1,070
Vaxtasjóðsbréf 1.2770
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Sjóvá-Almennar hf. 278 kr.
Eimskip 340 kr.
Flugleiðir 162 kr.
Hampiðjan 158 kr.
Hlutabréfasjóður 122 kr.
Iðnaðarbankinn 147 kr.
Skagstrendingur hf. 247 kr.
Útvegsbankinn hf. 134 kr.
Verslunarbankinn 134 kr.
Tollvörugeymslan hf. 103 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum
og við-skiptaskuldabréfum, útgefnum af
þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaup-
gengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnu-
banki kaupa viðskiptavlxla gegn 31%
ársvöxtum og nokkrir sparisj. 30,5%.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb = Búnaðarbankinn, lb=lðnaðar-
bankinn, Lb= Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkað-
inn birtast i DV á fimmtudögum.