Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1989, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 8. MAÍ 1989.
11
Utlönd
Palestínumenn á vesturbakkanum gengu fylktu liði til hátiðahalda á laugardaginn. Á Gazasvæðinu kom hins vegar
til harðra átaka milli Palestínumanna og ísraelskra hermanna. Símamynd Reuter
Útgöngubann
á Gazasvæðinu
ísraelska lögreglan beitti táragasi
til þess aö dreifa rúmlega þrjú
hundruð manns sem safnast höfðu
saman fyrir utan heimili hermanns
sem talið er að palestínskir þjóðern-
issinnar hafi myrt. Hrópaði mann-
fjöldinn slagorð að aröbum.
Útgöngubann var í gær sett á um
fjögur hundruð og þijátíu þúsund
Palestínumenn á vesturbakkanum
og Gazasvæðinu í kjölfar harðra
átaka á laugardaginn. Þá myrtu ísra-
elskir hermenn þrjá araba og særðu
hundrað ijörutíu og tvo.
ísraelskir hermenn fundu í gær lík
failhlífarhermannsins Afi Sasportas
sem grafið var í skóglendi í suöur-
hluta ísraels um 15 kílómetra frá
Gazasvæðinu. Sasportas hvarf í febr-
úar síðasthðnum er hann var á leið
heim til sín til Ashdod. Lík hans
fannst er verið var að leita að öðrum
hermanni sem hvarf á sömu slóðum
í síðustu viku.
Lögreglan í Ashdod fékk í gær liðs-
auka til að koma i veg fyrir hefndar-
aðgerðir gegn Palestínumönnum og
til þess að stöðva bíla Palestínu-
manna á leið til bæjarins. Margir
Palestínumenn frá Gazasvæðinu
vinna í Ashdod.
Yasser Arafat, leiðtogi Frelsissam-
taka Palestínumanna, hefur farið
fram á fund Öryggisráðs Sameinuðu
þjóðanna í tilefni morðanna á Palest-
ínumönnunum á Gazasvæðinu á
laugardaginn.
Reuter
Hafna tilmælum um hryðjuverk
Palestínumenn hafa harðlega
hafnað tilmælum Rafsanjanis, for-
seta íranska þingsins og líklegs eftir-
manns Khomeinis, um að fram-
kvæma hermdarverk gegn Vesturl-
öndum til þess að neyða ísraelsmenn
frá herteknu svæðunum. Rafsanjani
hvatti á fóstudaginn Palestínumenn
til þess að myrða Vesturlandabúa,
ræna flugvélum, skemma eignir
Bandaríkjamanna víðsvegar um
heim og sprengja í loft upp vestrænar
verksmiðjur.
Talsmaður Shamirs, forsætisráð-
herra Israels, sagði að ekki ætti að
taka trúanlega yfirlýsingu Palestínu-
manna. Talsmaður ísraelska utan-
ríkisráðuneytisins benti einnig á að
Frelsissamtök Palestínumanna,
PLO, hefðu ekki fordæmt morðin á
tveimur öldruðum gyðingum sem
stungnir voru til bana í Jerúsalem í
síðustu viku.
ísraelsk yfirvöld líta á PLO sem
hryðjuverkasamtök og aðstoðar-
menn Shamirs segja að Arafat hafi
verið að ljúga þegar hann lýsti því
yfir að stofnskrá samtakanna, þar
sem lýst er yfir eyðileggingu ísraels,
væri ógild.
Sérfræðingar segja að Rafsanjani
hafi verið að styrkja stöðu sína
heima fyrir meðal róttækra er hann
hvatti til þess að fímm Vestur-
landabúar yrðu myrtir fyrir hvern
Palestínumann sem fellur á herte-
knu svæðunum. Forsetakosningar
fara fram í ágúst í íran Og í gær lýsti
núverandi forseti írans, Ali Khame-
nei, yfir stuðningi við framboð Rafs-
anjanis.
Reuter
Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar
DROPLAUGARSTAÐIR
heimili aidraðra, Snorrabraut 58
Starfsfólk óskast til sumarafleysinga.
Hjúkrunarfræðingur og sjúkraliðar á hjúkrunardeild.
Hjúkrunarfræðingur á vistdeild.
Starfsfólk í eldhús.
Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 25811 frá
kl. 9-12 f.h. virka daga.
LOGTOK
Eftir kröfu gjaldheimtustjórans í Reykjavík og að
undangengnum úrskurði verða lögtök látin fara fram
án frekari fyrirvara á kostnað gjaldenda, en ábyrgð
Gjaldheimtunnar, að átta dögum liðnum frá birtingu
auglýsingar þessarar fyrir eftirtöldum gjöldum:
Vanskilafé, álagi og sektum skv. 29. gr. laga nr.
45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda, sbr. 14.
gr. laga nr. 90/1987 fyrir 1.-3. greiðslutímabil 1989
með eindögum 15. hvers mánaðar frá febrúar 1989
til aPríl 1989 Reykjavík 2. mai 1989
Borgarfógetaembættið í Reykjavík
* T«t tOVi *CftCTt«M
Bolir með myndum
Kr, 1,450.-
□ George Michael
□ Wham
□ Siggi Sixpensari
□ Black Sabbat II
□ UB 40
□ Van-Halen
□ Killing Joke
□ Dead or Alive
□ King
□ Kiss
□ Maradona
□ Whitney Houston
□ Bruce Lee
CllC
Skólavörðustíg 42, sími 11506.
□ Eurythmics
□ Iron Maiden
□ Ninja , ■
□ Thompson Twins
□ AC - DC
□ Stray Cáts
□ Rolling Stones
□ Prince
□ Phil Collins , .
□ David Bowie
□ Zodiac
□ Tina Turner
Aldrei meira
úrval
0*
HAPPDRÆ1TIDVALARHEIMILIS ALDRADRA SJÓMANNA
Eílum stuðning við aldraða. Miði á mann fyrir hvern aldraðan.
1