Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1989, Blaðsíða 12
12
MÁNUDAGUR 8. MAÍ 1989.
Útlönd
Kosningar í Bolivíu
Pétur L. Pétuisson, DV. Barcelona:
Spænska stjórnin hefur selt hergögn til Lesotho í nafni þróunarhjálp-
ar. Málið hefur vakið almenna hneykslun hér á Spáni, þrátt fyrir að að-
gerðin hafi veriö í fullu samræmi við lög.
Spænska stjórnin seldi hergögn með aðstoð lána úr sjóði til þróunar-
hjálpar til þriðja heimsins. Nánar tiltekið er um tvær flugvélar að ræða
og hljóöaöi lániö upp á fimm milljónir Bandaríkjadala. Lániö ber tvö
prósent vexti og skal greiöast upp á 15 árum. : '
Þetta mun ekki í fyrsta sinn sem spænska ríkisstjómin notar slík ián
til að liðka fyrir hergagnasölu þótt erfitt sé að sannreyna einstök tilvik.
Þó leikur grunur á að hergögn hafi veriö seld á þennan hátt til Egypta-
lands og Marokkó. Bent er á að samkeppnin í hergagnasölu sé slík aö
vonlaust sé að selja þau án slíkra lána enda er ekkert sem bannar að þau
séu notuð í þessum tilgangi.
Olfver North er ekki af baki dottinn þrátt fyrir dóm i iran-kontra máiinu.
Tveir þingmenn demókrata krefjast þess nú að þáttur Bush forseta i
íranmálinu verðí gerður opinber.
Símamynd Reuter
Tveir þingmenn demókrata á Bandaríkjaþingi kröfðust þess i gær að
þáttur Bush forseta í íran-kontra vopnasöluhneykslinu yröi gerður opin-
ber. Þingmennirnir, Lee Hamilto og David Obey, kváðust ekki telja ljóst
hvert hlutverk Bush var á meöan hann gegndi embætti varaforseta. Sér-
staklega benda þeir á upplýsingar sem komið hafa fram í yfirheyrslunum
yfir Oliver North, fyrrum embættismanni stjómarinnar, um að Bush
hafi samið við Honduras um að aðstoð við kontraskæruliðana á þeim
tíma er bandaríska þingið bannaöi aöstoð viö þá.
Hneykslun vegna vopnasölu
Gonzalo Sanchez, frambjóðandi stjórnarinnar í Bóliviu, á kjörstað i gær.
Símamynd Reuter
Fyrrum leiðtogi bóhvíska hersins, Hugo Banzer, var í morgun með
nauma forystu í talningu atkvæða í forsetakosningum sem haldnar vom
þar í landi í gær. Þegar búið var aö telja 30 prósent hafði Banzer hlotiö
32 prósent en Gonzalo Sanchez, frambjóöandi stjómarinnar, var með 26
prósent. Frambjóðandi vinstri manna, Jaime Paz, var með 21 prósent.
Fréttaskýrendur búast ekki við að neinn frambjóðenda hljóti helming
atkvæða í kosningunum í gær en 50 prósent þarf til sigurst. Því beinast
augu allra að þingkosningunum sem fram fóru samhliða forsetakosning-
unum. Nema einhver forsetaframbjóöenda hljóti meirihluta mun þingið
í ágúst kjósa á milli þeirra þriggja sem hljóta flest atkvæöa.
Fréttaskýrendur segja aö hver svo sem niðurstaðan verði sé ljóst aö
lýðræðið muni vinna sigur í þessum kosningum. Kosningaþátttaka var
góð.
Flugslys í Svíþjóð
Óttast er um líf 16 manns, 14 farþega og tveggja flugmanna, sem voru
um borð í sænskri farþegaflugvél sem hrapaði í morgun. Vélin var í
áætlunarflugi frá Stokkhólmi að Oskarshamn og lagði af stað frá Stokk-
hólmi klukkan 8.401 morgun aö sænskum tíma.
Vélin hrapaöi í aöflugi aö Oskarshamnflugvellinum í suðausturhluta
Svíþjóðar. Astæður slyssins eru ekki kunnar. \
„Það voru 14 farþegar og tveir flugmenn um borð í véliniji," sagði flug-
umsjónarmaður á Oskarshamnflugvellinum í samtali við Reuter-frétta-
stofuna í morgun. „Eftir þvi sem við vitum nú lifði enginn slysið af.“
Hvað vissi Bush?
JUSTICI
Fimm grunaðir meðlimir hóps djöfladýrkenda voru handteknir í gær eftir nær mánaðar eltingaleik lögreglu í Banda-
rikjunum og Mexíkó. Leiðtogi hópsins var myrtur. Simamynd Reuter
Leiðtogi djöfla-
dýrkenda myrtur
Leiðtogi eiturlyfjahrings og hóps
djöfladýrkenda var í gær skotinn til
bana af einum áhangenda sinna og
lauk þar með um mánaðarlangri,
umfangsmikilli leit lögreglu í Banda-
ríkjunum og Mexíkó að honum.
Adolfo de Jesus Constanzo, leiðtogi
hóps sem stóð fyrir vítæku eitur-
lyfiasmygli og djöfladýrkun, gaf ein-
um meðlimi hópsins skipun um að
skjóta sig frekar en komast undir
manna hendur að sögn lögregluyfir-
valda í Mexíkó í gær. Þá handtók
lögreglan fimm meðlimi hópsins og
lét Constanzo lífið þegar til bardaga
kom á milli hópsins og lögreglu.
Yfirvöld bæði í Bandaríkjunum og
Mexíkó höfðu leitað Constanzo síöan
um miðjan aprílmánuð þegar fiölda-
gröf með leifum fimmtán fórnar-
lamba fannst á býli einu í norður-
hluta Mexíkó. Nokkur líkanna sýndu
merki misþyrminga. Lögregla komst
fljótlega að því að hópur eiturlyfia-
smyglara stóð fyrir morðunum. Hóp-
urinn stundaði svokallaða Santeria-
dýrkun sem felur í sér dýrafórnir.
En hópurinn fórnaði mannslífum á
hinn hroðalegasta hátt til að tryggja
sér vernd djöfulsins fyrir smyglstarf-
semi sína. Nokkur fórnarlambanna
voru myrt í hefndarskyni fyrir eitur-
lyfiasölur er fóru úr skorðunum.
Meðal þeirra sem handteknir voru
á laugardag var María Aldrete Vill-
arreal, sem auk þess að vera unnusta
Constanzo, var talin ein norna hóps-
ins.
Reuter
Genscher segir kalda stríðinu lokið
Gizur Haigason, DV, Reersnæs:
V-Þjóðverjar standa fast við þá
kröfu sína að Nato hefii hið bráð-
asta samninga við austurblokkina
um skammdrægu eldflaugarnar og
fresti þvi endurnýjun þeirra
skammdrægu kjarnaflauga sem nú
eru staösettar í V-Þýskalandi.
Bandaríkin og Bretland hafa
undanfarna daga beitt öllum mögu-
legum ráðum við Vestur-þjóðverja
þess að fá þá til að falla frá þessari
ákvörðun sinni. Bæði löndin hafa
lýst því yfir að þau séu andvig
samningum við Sovétríkin eins og
er og vilja endurnýjun eldflaug-
anna strax.
Utanríkisráöherra V-Þýskalands,
Hans-Dietrich Genscher, sagöi í
gær við opnun vináttuviku Banda-
ríkjanna og V-Þýskalands að kalda
striðinu væri endanlega lokið.
Hann sagði að Nato-ríkin myndu
verða sammála á toppfundinum í
lok mánaðarins og þar myndi
mörkuð sú stefna sem yki á öryggi
milli austurs og vesturs og því
væri ekki hægt að útiloka niður-
skurð ákveðinna hergagna.
Varnarmálaráðherra Bandaríkj-
anna, Dick Cheney, lét þau orö falla
í gær að hann fengi ekki séð livem-
ig bandarískir hermenn gætu varið
Evrópu án skammdrægra kjam-
orkuflauga.
Morðinginn fundinn
Lögreglumenn, er rannsaka morð-
ið á tveimur leiötogum Kanaka á
Nýju Kaledoníu, era þeirrar skoðun-
ar að morðingi Jean-Marie Tjibaou
sé byssumaður sá sem liggur nú á
sjúkrahúsi vegna skotsárs er hann
hlaut á flótta undan lögreglunni.
Byssumaðurinn, Tangopi, hefur nú
verið sakaður um morð og morðtil-
raun.
Þegar Tjibaou og aðstoðarmaður
hans^Yeweine vora skotnir til bana
viö minningarathöfn á fimmtudag-
inn var ekki strax ljóst hver hefði
skotið Tjibaou. Það þykir hins vegar
ljóst núna. Annar byssumaður, Wea,
bauö báða leiðtogana velkomna til
athafnarinnar sem var haldin til
minningar um þá sem féllu í umsátri
lögreglunnar um helli í fyrra þar sem
lögreglumönnum var haldið í gísl-
ingu. Wea heilsaði Tjibaou með
handabandi, snéri sér síöan að Yew-
eine og skaut hinn síðarnefnda.
Skömmu síðar var Wea skotinn af
sérsveit lögreglunnar.
Reuter
Forsætisráðherra Frakka, Michel Rocard, annar frá hægri, var viðstaddur
útför hinna tveggja myrtu leiðtoga Kanaka, Jean-Marie Tjibaou og Yeweine
Yeweine, á Nýju Kaledoníu í gær.
Símamynd Reuter