Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1989, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 8. MAÍ 1989.
15
„Ef þú bara giftist"
Allir viðurkenna, að skattheimta
er nauðsynleg til að standa undir
margvíslegri þjónustu í þjóðfélag-
inu. Fæstir eru hins vegar fyllilega
ánægðir með framkvæmd hennar
og hvernig byrðunum er skipt milh
manna. Og því miður finnast sann-
arlega dæmi um óréttlæti og mis-
munun í skattalöggjöf okkar. Hér
skal bent á eitt slíkt dæmi, sem ber
að leiðrétta.
Millifærsla persónuafsláttar
Árið 1985 var sett í lög um tekju-
skatt og eignarskatt ákvæði, sem
heimilar millifærslu ónotaðs per-
sónuafsláttar milh hjóna. Þannig
getur framteljandi bætt 80% af
ónotuðum persónuafslætti maka
við persónuafslátt sinn og fengið
þannig verulega lækkun á tekju-
skatti. Sama gildir um karl og konu
í óvígðri sambúð að uppfyhtum
ákveðnum skilyrðum.
Kvennalistakonur voru andvígar
þessu ákvæði á sínum tíma og vildu
heldur nýta það fé, sem þannig er
fært á milli, th hækkunar á barna-
bótum, enda í 'mörgum tilfellum
einmitt um það að ræða, að annað
foreldrið er tekjulágt eða tekjulaust
vegna þess að það helgar sig
umönnun eigin barna.
Hvað með einstæða
foreldra?
Auk þess bentum við á, aö með
þessu ákvæði væri gert upp á milli
sambúðarforma, þar sem það nýtt-
ist aðeins hjónum eða karii og konu
í viðurkenndri sambúð.
Hvað með systkini á sama heimih
með sömu skiptingu tekna? Hyað
með óskylda aðila af sama kyni?
Og hvað með einstæða foreldra,
sem búa með uppkomnum börnum
sínum?
Þessi rök og önnur voru léttvæg
fundin í þinginu, sem samþykkti
þessa lagabreytingu með miklum
meiri hluta. í þjóðfélaginu virtist
nokkuð almenn ánægja með þetta
ákvæði, sem sannarlega kemur sér
vel á heimilum með verulega mis-
skiptar tekjur.
„Efsonurinn væri
eiginkona“
Nú hefur hins vegar runnið upp
fyrir mörgum það óréttlæti, sem
KjaUaiinn
Kristín Halldórsdóttir
þingkona Kvennalista
felst í því að gera á þennan hátt
upp á milli sambúðarforma. Um
þetta hefur að vísu ekki mikið ver-
ið ritað, en þeim mun meira rætt,
einkum meðal einstæðra mæðra,
sem upp th hópa berjast í bökkum
og eiga bágt með að sjá réttlætið í
því, að nýting ónotaðs persónuaf-
sláttar þurfi að helgast af kynferð-
islegu sambandi karls og konu.
í kjallaragrein í DV í okt. sl. benti
Herbert Guðmundsson á, að hann
og sonur hans mundu borga u.þ.b.
125 þús. kr. hærri beina skatta það
árið en ef sonur hans væri eigin-
kona hans og aðstæður að öðru
leyti hinar sömu. Herbert hafði
rætt máhð ítarlega við ríkisskatt-
stjóra og fengið skrifleg svör við
ýmsum spurningum ásamt út-
reikningum, sem hann sendi al-
þingismönnum til þess að vekja
athygli þeirra á óréttlætinu.
Eftir 16 ekki meir
Skattalöggjöfm tekur að sönnu
tillit til aðstæðna einstæðra for-
eldra með því að þeir fá töluvert
hærri barnabætur en foreldrar í
sambúð. En barnabætur faha niður
við 16 ára aldur, og þá eru í flestum
tilfellum nokkur ár þangað til þess-
ir einstaklingar eru orðnir sjálfum
sér nógir, hvað þá að þeir séu þess
megnugir að leggja eitthvað til
heimilisins.
Flest ungt fólk stundar nú nám
fram eftir aldri til undirbúnings
lífsstarfl sínu og nýtur á meðan
margs konar stuönings frá foreldr-
um, svo sem ókeypis fæðis og hús-
næðis eða beinnar fjárhagslegrar
aðstoðar. Slíkt þykir öllum sjálf-
sagt, en er misjafnlega auðvelt eftir
aðstæðum. Mörgum einstæðum
foreldrum er það erfitt og jafnvel
ókleift.
Frumvarp Kvennalistans
Það mundi auðvelda einstæöum
foreldrum að styðja börn sín til
náms og annars undirbúnings und-
ir líflð, ef þeim væri heimilt að
nýta ónotaðan persónuafslátt
barna sinna, sem eiga hjá þeim lög-
heimili, en einmitt það leggja
kvennahstakonur til í frumvarpi,
sem til umfjöllunar er á Alþingi.
Fengist það samþykkt væri það
stórt skref í réttlætisátt.
Kristín Hálldórsdóttir
Þessi rök og önnur voru léttvæg fundin í þinginu, sem samþykkti þessa lagabreytingu með miklum meiri hluta.
„Nú hefur hins vegar runniö upp fyrir
mörgum það óréttlæti, sem felst 1 því
að gera á þennan hátt upp á milli sam-
búðarforma.“
Laun fyrir menntun
- hvers vegna?
Mig hefur oft furðað á því hvers
vegna fólk skilur ekki að sómasam-
leg greiðsla þarf að koma fyrir það
að hafa lagt á sig langt háskólanám
í sjálfs sín þágu og þjóðarheildar-
innar. Mun ég reyna að svara því
í mæltu máli hvers vegna menn
þurfa að fá greiðslu fyrir langt
skólanám.
1. Meðan á langskólanámi stendur,
sem er 4-6 ár að loknu stúdents-
prófi, hafa menn lítil sem engin
laun en safna frekar skuldum.
Aö loknu prófi eru menn því
25-26 ára gamlir. Sé um sérnám
að ræða bætast viö 2-3 ár.
2. Vegna þess að starfsævi er mun
styttri hjá þeim sem ljúka há-
skólanámi heldur en þeirra sem
fara út í atvinnulífið strax að
loknu grunnskólanámi, fram-
haldsskólanámi eða iðnnámi er
nauösynlegt að bæta upp launa-
missinn með hærri launum.
3. Laun þurfa að vera verulega
hærri en meðallaun til þess að
launatap vegna þess sem greinir
í 1. og 2. náist.
Kjallariim
Gísli G. ísleifsson
lögfræðingur
Bilið aldrei brúað
Við sjáum alls staðar í kringum
okkur hverju launamismunurinn á
fyrstu starfsárunum veldur. Nær-
tækt er að nota mitt eigið dæmi í
þessu skyni. Þegar ég útskrifaðist
úr háskóla 25 ára, að verða 26 ára,
var ég eignalaus en skuldlítiil
vegna'mikillar vinnu með námi.
Synir mínir þrír, sem voru 25-27
ára fyrir tveimur árum, áttu tveir
íbúðir og bíl en sá yngsti var ennþá
við framhaldsskólanám og störf og
átti ekki eignir en hinir tveir eru
iðnaðarmenn. í dag á einnig sá
yngsti, nú 26 ára, íbúð. Þessi frá-
sögn mín er ekkert einsdæmi slík
dæmi er að finna allt í kringum
okkur.
En við sjáum í hendi okkar að
ekkert réttlæti er í því að halda
þeim sem lagt hefur á sig háskóla-
nám - því að háskólanám er erfið
vinna - á svo lágum launum að
hann fái aldrei náö að brúa launá-
bil það sem ég hef lýst hér að ofan.
Sú skoðun hefur heyrst og ekki
síst nú á verkfallstímabilinu að
háskólamenn séu afætur sem hafi
fengið pám sitt ókeypis og greitt
af láglaunahópum. Því er til að
svara að nemendur í háskóla
greiða af tekjum sínum skatta eins
og annað fólk og að námi loknu því
meira sem þeir eru hærra launað-
ir. Sem betur fer geta ahir komist
í þennan „afætuhóp" þar sem
menntun er ekki lengur forréttindi
útvaldra heldur tiltæk öllum sem
hafa til þess vhja og áhuga að fást
við það.
Hvað með söluskattinn?
Að lokum smáhugleiðing um það
hvernig ríkið getur greitt starfs-
mönnum sínum hærriiaun. í blöð-
um má lesa þessa dagana að ríkis-
sjóður hafi verið rekinn með 800
milljón króna afgangi fyrstu 3 mán-
uði ársins, einkum vegna betri
heimtu á söluskatti.
Jafnframt má lesa það í blöðum
að 3,1 mhljarður króna sé gjald-
fallinn og útistandandi af sama
skatti. - Hvenær gerðist það að
ekki var lengur refsivert að taka
fé ófrjálsri hendi úr eigin vörslu?
Hvernig væri að láta þá sem ekki
skila söluskatti vita að nú yrði við-
urlögum þeim sem fjárdrættinum
fylgja beitt. Fengi ríkissjóður þá
ekki þessa milljarða sem hægt yrði
að nota til þess að greiða sómasam-
leg laun þegar það er nú einnig
haft í huga að ríkið tekur sennilega
um % af greiddum launum th baka
í beinum og óbeinum sköttum?
Reykjavík, í verkfalli 30. apríl 1989
Gísli G. Isleifsson lögfræðingur
„Sú skoðun hefur heyrst og ekki síst
nú á verkfallstímabilinu að háskóla-
menn séu afætur, sem hafi fengið nám
sitt ókeypis og greitt af láglaunahóp-
um.