Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1989, Side 18
18
MÁNUDAGUR 8. MAÍ 1989.
Upp með launin - niður með svindlið
Nú er enn einu sinni deilt um
launakjör. Sumir telja kjarabar-
áttu vera úrelt og tilgangslaust
þjark enda hefur reynst útilokað
að semja um réttlát laun og ríkis-
valdið ógildir flesta samninga áður
en blekið er þornað. En hvar stæði
launafólk á íslandi og í nálægum
löndum ef það hefði ekki barist fyr-'
ir bættum kjörum í 100 ár? Hvar
væri velferðarríkið þá?
Heiðarlegt fólk, sem stundar
vinnu sína af alúð og gi'eiðir gjöld
sín undanbragðalaust, er orðið
langþreytt á því lifa við mun
þrengri kost en þeir sem svíkja og
svindla.
Ráð til að verða ríkur
Launataxtar eru yfirleitt allt of
lágir. Það verður enginn ríkur af
því að vinna vel og heiðarlega á
almennum launatöxtum. Sam-
kvæmt launatöxtum ættu lang-
flestir landsmenn að hafa undir
100.000 kr. á mánuði og líklega
helmingurinn undir 60.000 kr. Samt
fá fjölmargir mörg hundruð þús-
und á mánuði og allt upp í milljón.
Hvernig er hægt að fá mörg hundr-
uð þúsund í tekjur á mánuði?
Gott ráð er að gera ekki neitt
annað en aö eiga fé á vöxtum. Ef
ég ætti 10 milljónir í verðtryggðum
skuldabréfum á 10% vöxtum hefði
það gefið meiri nettótekjur á síð-
asta ári en allt mitt puð sem launa-
vinnumaður með 7 ára háskóla-
menntun og 12 ára starfsreynslu
hjá ríkinu.
Annað gott ráð er að skammta
sér launin sjálfur. Það geta eigend-
ur fyrirtækja. Jafnvel þótt fyrir-
tækið sé á hausnum er eins víst að
eigandinn/forstjórinn sé með tífalt
hærri laun en taxtar verkafólks.
Hagsmunasamtök eigenda fyrir-
tækja, VSÍ, telja gjöi’samlega
ómögulegt að hækka launataxta
KjaUarinn
Þorvaldur Örn Árnason
líffræðingur og námsstjóri
verkafólks um 10%. Þó að fyrirtæk-
ið fari á hausinn hafa eigendurnir
oftast nær ,allt sitt á þurru og eru
óðar komnir með annað fyrirtæki.
Flest getum viö ekki skammtað
okkur laun. Við verðum að semja
um þau við aðra eða láta aðra
skammta okkur þau. Þannig verða
til launataxtar sem eru eins og áður
sagði allt of lágir. Ef launamaður
ætlar að þéna vel á heiöarlegan
hátt verður hann að vinna mikla
yfirvinnu og aukavinnu. Það getur
ungt, hraust og barnlaust fólk en
fyrr eða síðar bitnar það á félags-
og flöldskyldulífl og börnunum
þegar þau koma í heiminn. Til
lengdar .jvemur slíkur þrældómur
niður á heilsunni og gæðum vinn-
unnar og er því dýru verði keyptur.
Annað ráð er að semja um yfir-
borganir. Þótt margir atvinnurek-
endur vilji alls ekki hækka taxtana
eru þeir til í að yfirborga einstaka
starfsmenn. Stundum er yfirborg-
unin í formi yfirvinnu sem ekki
þarf að vinna. Þannig fá þeir meira
vald yfir starfsmönnum, hafa ráð
þeirra í hendi sér. Þegar kreppir
að vinnumarkaðinum, eins og um
þessar mundir, dregur mikið úr
yfirborgunum eins og lesa má um
í fréttum.
Þeir launamenn, sem eru tilbúnir
að misbjóða réttlætiskennd sinni,
eiga margra kosta völ. Einn er sá
að vinna á mörgum stöðum sam-
tímis. Það er talsvert stundað þó
að það sé að sjálfsögðu svindl og
svínarí. Margir yfirmenn láta eins
og þeir sjái það ekki éða beinlínis
sætta sig viö að njóta aðeins til
hálfs starfskrafta manns sem er
ráðinn í „fullt“ starf því hann er
einnig í „fullu“ starfi hjá öðrum.
Fáir þeirra sem þannig eru tvöfald-
ir í roðinu eru tveggja manna mak-
ar til vinnu, fleiri eru í raun hálf-
drættingar en á tvöföldum hlut.
Hvað um launamisréttið
margumtalaða?
Svindlarar þurfa ekki hærri
launataxta. Þeir geta bara aukið
svindhð til að drýgja sínar tekjur,
í sátt við yfirboðara sína og án þess
að heyja nein verkföll. Þeir heiðar-
legu, sem skila vel þeirri vinnu sem
þeir eru ráðnir til, þurfa hins vegar
mun hærri taxta ef þeir eiga að
hafa efni á heiðarleikanum.
Fjármálaráðherra og atvinnu-
rekendur hafa hneykslast mjög á
því háskólamenntaða starfsfólki
ríkisins sem háir erfitt verkfall tfi
að þoka launatöxtum sínum upp.
Jafnvel þótt verkfallsmenn fengju
ýtrustu óskir sínar uppfylltar væru
þeir á langtum lægri launum en
eigenda- og forstjóragengið sem
skammtar sér laun og hlunnindi
sjálft. Þeir yrðu með tvöföld og allt
upp í þrefold laun ófaglærðs verka-
fólks en ekki tíföld eins og forstjór-
arnir og fyrirmennirnir.
Það ríkir mikið launamisrétti.
Það birtist skýrast í því að ófaglærð
verkakona skuli fá undir 50 þús-
undum á mánuði á meðan forstjóri
hennar fær meira en hálfa milljón.
Veruleg launahækkun háskóla-
menntaðra ríkisstarfsmanna einna
myndi að vísu auka misréttið milli
þeirra og ófaglærða launafólksins
en það myndi hins vegar draga úr
misréttinu milli þeirra og forstjór-
anna/eigendanna.
Núverandi ríkisstjórn á skildar
þakkir fyrir tilraunir sínar til að
draga úr vaxtaokri því sem fyrri
ríkisstjórn Steingríms Hermanns-
sonar átti hvað drýgstan þátt í að
magna upp. Það er þetta vaxtaokur
sem er að setja mörg fyrirtæki og
heil byggðarlög á hausinn, ekki
launakostnaður. En frammistaða
núverandi stjórnar í launamálum
er henni til lítils sóma. Vonandi
verður þar breyting á.
Bætt laun og betri siði!
Ríkið og atvinnurekendur ættu
að sjá sóma sinn í því að greiða
almennileg laun. Þá fengju þeir
betra vinnuafl, samkeppnishæfar
afurðir og mannlífið yrði langtum
betra. Það er engum í hag til lengd-
ar að níðast á fólki og mergsjúga
það. En þeim ósóma linnir ekki
meðan hreyfing launafólks leyfir
það. Þeirra er að taka frumkvæðið
líkt og BHMR gerir nú. BSRB og
Sókn hafa frestað vandanum fram
á haust með skammtímasamning-
um um nær óbreytt ástand.
íslenskt launafólk, jafnt ófaglært
sem langskólagengið, þarf að sam-
einast um fáar meginkröfur, eitt-
hvað í þessum dúr:
★ Lægstu launataxtarnir verði
tvöfaldaðir (engin sultarlaun).
★ Allir miðlungs- og háir taxtar
hækki svipað ýtrustu kröfum
BHMR (réttlátt launabil, ekki
launamisrétti).
★ Verkstjórn verði bætt og aukið
eftirlit með því að allir skili
þeirri vinnu sem um er samið
(bættur vinnuandi, engin vinnu-
svik, yfirvinnuoki aflétt).
★ Aukið eftirlit með því að fyrir-
tæki fari að lögum, skili opin-
berum gjöldum og greiði undan-
bragðalaust í lífeyrissjóði. Lög-
um verði breytt til að greiða fyr-
ir slíku eftirliti. Við ítrekuð brot
verði forráðamenn fyrirtækja
sviptir leyfum til atvinnurekstr-
ar.
Ef allar þessar breytingar fylgjast
að gengur dæmið upp fjárhagslega.
Aðalávinningurinn yrði bætt sið-
ferði, betra mannlíf og allt önnur
skilyrði fyrir uppvaxandi kynslóð
- ávísun á blómlegri framtíð.
Hér með er auglýst eftir stjórn-
málamönnum og verkalýðsforingj-
um sem hafa vit og kjark til að
knýja fram slíka breytingu.
Þorvaldur Örn Árnason
„Þeir launamenn, sem eru tilbúnir aö
misbjóða réttlætiskennd sinni, eiga
margra kosta völ. Einn er sá að vinna
á mörgum stöðum samtímis.“
Fjárhagsbasl Ríkisútvarpsins
Þau hörmulegu tíðindi hafa
spurst út að fjárhagslegt heilsufar
RÚV sé nú alvarlegra vandamál en
nokkru sinni fyrr. Gullkistur gal-
tómar og götóttar og 500 milljóna
úttekt að mestu í óleyfi í kaupfélagi
samfélagsins.
Er þetta ekki stórkostlegt? með
stuttu millibili réttir þessi stofnun
út loppuna eftir meira gulh og afar-
kostum heitið ef ekki er brugðið
við skjótt, þaö er eins og þetta
minni á skra... og litlafingurinn
eða hvað?
Svo virðist sem takmarkalaus
eyðslusemi, vankunnátta í fjár-
málastjórn og hagkvæmnismati,
setji nú alvarlegra mark sitt á
stjómun þessa fyrirtækis okkar en
nokkru sinni fyrr.
Rás 2 veröi leigð
Vandræðakálfurinn rás 2, er átti
að ganga sjálfala, hefir fyrir löngu
verið tekinn á hús og fóðurbætis-
skammtur til hans aukist jafnt og
þétt. Hér er um hjákátlegt offram-
boð að ræða í útvarpsrekstri,
skipuleggja ætti samsetningu efnis
á rás 1 á annan hátt og leggja rás
2 niður. Þetta virðist svo sem margt
fleira vera kjánalegur flottræfils-
háttur þjóðar sem kann ekki að
sníða sinn stakk eftir stærö og á
aldrei fullkomlega fyrir útgjöldum.
Eftir að hafa lagt rás 2 niður, eig-
um við ennþá eftir 13-14 útvarps-
stöðvar víðs vegar á landinu og
tvær sjónvarpsstöðvar. Þetta virð-
ist þokkalega vel að verki staðið
hjá þjóð sem er aðeins 250 þúsund
manns eða sem svarar til íbúatölu
við meðalstóra götu í stórborg.
Að minnsta kosti tvær einkaút-
varpsstöðvar eða fleiri hafa þjónað
og geta þjónað fjölbreyttum næst-
urhávaða og að auki allgóðu efni
af ýmsu tagi að viðbættu næturút-
KjaHarinn
Jón Gunnarsson
fyrrv. bóndi og vélstjóri
varpi RÚV á rás 1. Sendikerfi rásar
tvö ætti að leigja einhverri eða ein-
hverjum frjálsu stöðvanna, enda
áður boðið þeim þótt ekki væri
staðið viö neitt þegár til átti aö taka.
Innheimtan
Ekki yerður sagt að innheimtu-
deild RÚV sé verulega traustvekj-
andi, ekki alls fyrir löngu var talið
að útistandandi afnotagjöld frá
fyrra ári og áður væru um 200
milljónir kr. Eiga skilvísir viö-
skiptamenn á þessu ári að greiða
þessa smámuni f. skuldarþrjótana?
Bæta má viö að ótölulegur fjöldi
manna eru orðnir sérfræðingar í
því aö komast hjá að greiða afnota-
gjöld og eru margvíslegar aðferðir
notaðar.
1) Sjónvarps- og útvarpstækjum er
smyglað með skipum og flugvélum,
aöeins lítill hluti þeirra kemst á
skrá.
2) Sjónvarpstæki eru afskráð sem
ónýt, siðan seld eða gefin án til-
kynningarskyldu.
3) Svokallaðir flatskjáir (Monitor-
ar) og stórir tölvumyndskjáir eru
tengdir beint við myndband og þar
með komið allt sem þarf til að taka
á móti mynd og hljóði.
4) Þeir sem selja notuð sjónvarps-
tæki eru ekki mjög nákvæmir í til-
kynningarskyldu og þeir sem
kaupa gleyma gjarnan réttu nafni
og heimilisfangi.
5) Ef pabbi og mamma eiga ekki
nema eitt sjónvarpstæki þá kaupir
maöur bara annað á þeirra nafn.
6) Þá mun einnig vera nokkuð um
aö menn komist yfir og taki
ófrjálsri hendi nöfn og nafnúmer
einhverra manna, láti skrá tækin
á þá, staðgreiði síðan tækið, kvitti
næst fyrir með með ólæsilegu klóri.
Hundeltir
í framhaldi af þessu eru þess
dæmi aö þeir menn sem hafa orðið
fyrir svona nafnastuldi hafa vérið
hundeltir, jafnvel árum saman af
lögfræðingum og umboðsmönnum
RUV.
Innheimtudeildinni mun lítið
hafa orðið ágengt að hafa upp á
ræningjum þessum þrátt fyrir
allmikinn sérkostnað, nokkurs
konar „stormsveitarmenn" hafa
þrammaö að kvöld- og nætulagi að
grunsamlegum íbúðum og húsum
í Reykjavík og víðar og fylgst með
hvort 1 gluggum sæjust þeir bláu
vafurlogar er sjónvarpstæki hreyta
út úr sér.
í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá
sl. ári varöandi RÚV má sjá ýmis-
legt sem er næstum ótrúlegt að
geti átt sér stað í rekstri þessa fyrir-
tækis er veltir milljörðum króna á
ári. Er þetta ef til vill dæmigert
varðandi fyrirtæki í almennings-
eign? Hér skulu tekin nokkur atriði
úr skýrslunni.
Yfirstjórn fjármála RÚV er harð-
lega gagnrýnd, bókhald fært eftir
óstaðfestum gögnum í veigamikl-
um atriðum. Þá segir að hagdeild
hafi sinnt illa hlutverki sínu og
erfiölega hafi gengið að ráða hæft
fólk til starfa, þrír viðskiptafræð-
ingar hafi hafið störf þar síðast-
liðna átta mánuði, en alhr hætt
störfum af einhverjum ástæðum.
Um innheimtudeildina segir svo
í skýrslu Ríkisendurskoðunar.
Deildin sinnir hlutverki sínu illa.
Stofnskrá er ábótavant, vinnu-
brögð ómarkviss og eftirlit lélegt,
viðurlögum sem byggja á innsiglun
viðtækja og eignarhaldssviptingu
er yfirleitt ekki beitt, slæleg vinnu-
brögð á deildinni leiöa til verulegs
tekjumissis hjá stofnuninni. Varð-
andi innheimtukerfi RÚV segir að
eftirlitsþættir kerfisins séu ófull-
nægjandi og að hvorki séu fyrir
hendi kerfislýsingar né notenda-
handbók. Þá er upplýst að 65 stööu-
gildi séu án heimildar o.fl. Ekki
mjög traustvekjandi upplýsingar
eða hvað.
Innheimtudeild
verði lögð niður
Eigendum þessa fyrirtækis, kon-
um og körlum á íslandi, verður ef
til vill á að spyrja í hvað mörg ár
svona vinnubrögð hafa viðgengist
sem Ríkisendurskoðun lýsir hér að
framan. Það virðist helst svo að
þetta fyrirtæki sem veltir milljörð-
um króna á ári og hefir 37CM00
manns í sinni þjónustu, noti ein-
hvers konar happa- og glappa aö-
ferð og ágiskunarformúlur í stað
bókhalds. Það er sjáanlegt að inn-
heimtudeildina þarf að leggja niður
svo fljótt sem hægt er og taka upp
aðra aðferð við innheimtu, mark-
vissari, sanngjarnari og mun ódýr-
ari.
Þessi aðferð væri í stuttu máli sú
aö allir sem hafa náð skattskyldu-
aldri greiði sjónvarps- og útvarps-
gjald og sé það innheimt með öðr-
um gjöldum viðkomandi persónu.
Það er vitað að flestir sem eru
komnir til vits og ára nota þessa
þjónustu, við þetta gætu afnota-
gjöldin lækkað allmikið, kostnaður
við innheimtudeildina mundu
hverfa að mestu, draugatækin falla
sjálfvirkt inn í dæmið, og „storm-
sveitarmenn" verða óþarfir.
Afruglarar auðveld lausn
Víst er svo myndlyklakerfi (af-
ruglun) tiltölulega auðveld lausn,
og ef til vill sú sanngjarnasta. Það
fer ekki hjá því að mörgum finnist
oft helst til mikiö um leigu á gerv-
ihnattarásum erlendis frá, stund-
um dögum saman, og oft tilkostnaö
svo sem um miUjónaþjóð sé að
ræða.
Oft er þaö fjölmennt lið frá ís-
landi sem tröllríður jarðskorpunni
út og suður ef eitthvað finnst sem
ætti hugsanlega að geta réttlætt
slíkan gusugang. Það virðist svo
sem að það komi bara málinu ekki
við þótt hægt sé að fá þokkalegan
skammt af sama efni í gegnum al-
þjóðlegar fréttastofur fyrir lítið
gjald um tækjabúnað í Reykjavík.
Full ástæða er tU að hvetja sem
flesta útvarps- og sjónvarpsnotend-
ur til að koma skoðunum sínum á
framfæri á þeim vandræðagangi
sem um er að ræða í þessari stofn-
un okkar og þeim órétti sem not-
endur eru beittir með núverandi
fyrirkomulagi í innheimtu afnota-
gjalda o.fl. áður en ný útvarpslög
verða hrist saman að lokinni end-
urskoðun.
Jón Gunnarsson