Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1989, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1989, Page 16
16 MÁNUDAGUR 8. MAÍ 1989. Spumingin Lesendur Heldur þú að sumarið sé komið? Völva Útsýnar Hjördís Sigurðardóttir nemi: Já, sennilega. Það er farið að rigna. Stefán Þórsson nemi: Já, það er kom- in sól fyrir norðan, þar sem ég á heima, eftir langt kuldakast. Ómar Waage bifreiðarstjóri: Nei, ekki alveg, það er alltof kalt enn þá. Bryndís Haraldsdóttir nemi: Já, rign- ingin bendir til þess. Hildur Pétursdóttir og Björk Þráins- dóttir: Já, snjórinn er loksins alveg að hverfa. Upp kemur talan 3! Pétur Guðmundsson skrifar: Þaö var eitt kvöldið nú fyrir stuttu að frétt Sjónvarpsins (RÚV) kom mér til aö hugsa sem svo: Já, það eru víð- ar völvur en hjá Vikunni, nú eru þeir á Sjónvarpinu búnir að koma sér upp völvu sem spáir í ferðamálin. Og hvers vegna ekki? Er ekki bara nauðsynlegt að einhveijir í atvinnu- rekstrinum taki sig til og reyni aö rýna í framtíðina með tilliti til rekstrargrundvallar í framtíðinni í sinni grein? Og þá á ég við einhverja sem eru starfandi í viðkomandi grein en ekki einhveija „sérfræðinga" sem Mikið úrval ferða er á markaðinum. - „Varla hafa feröaskrifstofurnar reiknað næstu gengislækkun inn í núgild- andi verð“, segir m.a. í bréfinu. eru svo engir sérfræðingar þegar öllu er á botninn hvolft. Ég verð að segja eins og er að mér fannst viðtalið í Sjónvarpinu sem ég er að vitna til vera eitt það besta sem lengi hefur sést á skjánum. Þarna var rætt við konu sem er framkvæmda- stjóri ferðaskrifstofunnar Útsýnar. Hvort sem konan hefur verið lengri eða skemmri tíma í „bransanum" hlýtur hún að hafa leyfi til að segja sína skoðun á málunum. Og hún hafði þetta að segja (laus- lega tilvitnað): Ég tel að hér sé of mikið af ferðaskrifstofum, og brátt verði ekki nema örfáar ferðaskrif- stofur. Aðspurð um fjölda þeira, kom upp talan 3 og nefndi síðan nöfn þeirra líklegustu. Þetta íinnst mér ekkert ólíkleg þróun við núverandi aöstæður og get tekið undir þessa spá. Eða hvemig skyldu ferðaskrifstof- ur hér ætla að standa af sér ríflega gengisfellingu í sumar eða snemma í haust (sennilega 15-20%), eftir að vera búnar aö selja ferðir í allt sum- ar á verði sem miðað er við núver- andi gengi? - Varla hafa ferðaskrif- stofumar reiknað næstu gengis- lækkun inn í núgildandi verð! Það hlýtur eitthvað undan að láta í svona árferði og ekki bara í ferða- málunum, heldur alls staðar, í öllum viðskiptum. Þaö er því ekkert óraun- hæft og allra síst ámælisvert þótt forráðamenn í atvinnurekstri láti freistast til að spá í spilin opinber- lega. Völva Útsýnar var einfaldlega í fararbroddi. Iðnskólinn og menntamálaráðuneytið Reiður iðnskólanemi skrifar: í Iðnskólanum í Reykjavík hefur verið haldið uppi um það bil hálfri kennslu síðan verkfaU HÍK hófst. Flest okkar sóttu tíma hjá kennurum í KÍ sem ekki voru í verkfalli í trausti þess að við fengjum að taka próf í þeim fögum sem þeir kenndu, enda munu kennarar vera skyldugir aö semja próf og leggja þau fyrir sína nemendur. En nú gerist undrið. Skólastjóri og menntamálaráðuneytið koma sér saman um að ekki sé hægt að halda próf af því að einhverjir kennarar sem eru í HÍK munu á fyrri önnum hafa verið prófstjórar! Það er ekkert prófstjóraembætti við skólann og skólastjóri getur látið hvaða kennara sem er taka að sér prófstjórn. Hann getur meira að segja sjálfur tekið að sér prófstjóra- störf, ef einhver þörf er þá á því. Skólasíjórinn er góður skákmaður og er með þetta alveg á tæru. Hann er bara hræddur viö HÍK-menn eða er á þeirra bandi. Menntamálaráö- herra er líka lafhræddur um að hann verði kallaður verkfallsbijótur og missi atkvæði kennara. Hann má hins vegar gjarnan vita þaö að nem- endur eru fleiri en kennarar - og hafa líka atkvæðisrétt. Til ökumanns á Range Rover bílnum: Þakka aðstoðina Ástríður Helga Helgadóttir hringdi: Ég var stödd í grennd við Broad- way fyrir nokkrum dögum og átti í erfiðleikum með bílinn minn sem er af Datsun gerð. Kom þá þar að ungur maöur á grábrúnum Range Rover bíl og hjálpaði mér svo að ég gat ekiö áfram á mínum bíl. Hann lét ekki þar við sitja heldur ók á eftir mér alla leið vestur að Landakotsspítala, þangað sem ég var að fara, til aö fullvissa sig um að ég kæmist alla leið, heilu og höldnu. Hann var boðinn og búinn til að að- stoöa mig frekar með bílinn en ég var komin á leiðarenda og lét það gott heita. - Þessum unga manni vil ég færa mínar bestu þakkir lesi hann þetta. Og gott er til þess að vita að svona fólk er enn til í hinni miklu umferð hér í höfuðborginni. Furðuleg staðsetning stúdentagarðanna Akuxeynngur taingdi: Nýlega hefur verið skýrt frá því að hefja eigi byggingu stúdenta- garða á Akureyri og ber að fagna þvi í sjálfu sér. Það er hins vegar fyrirhuguö staðsetning þessara stúdentagarða sem vekur athygli og er furðuleg svo ekki sé meira sagt. Byggja á stúdentagaröana við Skaröshlíð, eöa úti í Glerárhverfi. Háskólinn á hins vegar að vera til húsa á Brekkunni og þama á miili eru margir kilómetrar. Þetta þýðir að sjálfsögöu að stúdentamir þurfa að ferðast á milli i bifreiöum, en hefði ekki verið skynsamlegra að byggja stúdentagarðana einhvers staðar nærri skólahúsinu sjálfu? Það finnst okkur sem höfum verið að ræða þessi mál. Á Akureyri er heimavist Mennta- skólans á sömu lóð og skólahúsið og því þurfa að gilda aörar reglur þegar um Háskólann og stúdenta- garða er aö ræða? Gylfaginning Styrbjörn skrifar: Morgunblaöið hefur nú birt i sinni þriðju og viðhafnarmestu útgáfu, „Gylfaginningu hina nýju“ í þremur hlutum að vanda um auð- lindaskatt á sjávarútveg. Tilefni endurútgáfunnar er tor- ráðið. Afskaplega fáir iesa svona langlokur, hvað þá þegar þær birt- ast 1 þriðja sinn. Ennþá færri eru samþykkir því sem þar stendur - eða skifja boðskapinn yfirleitt. Eins og í Snorra Eddu, þá var Gyifi sá er ginntur er heldur fáfróð- ur og spumingar hans ekki aliar gáfulegar. Hins vegar er Eddu- Gylfi auðmjúkur og viðurkennir þekkingarskort sinn á meðan Mogga-Gylfi telur sig vita ailt miklu betur en viömælendur. - En báðir em þó illa ginntir. Er hvers vegna skyldi Gylfaginn- ing hin nýja og langa endurútgefin nú þegar Mogginn hefur auglýst takmarkanir á lesefni sera hann birtir? Ennfremur berjast tveir skjólstæðingar Moggans á Alþingi með lagafrumvarpi allra manna harðast gegn auðlindaskatti og miðstýringu Gylfaginningar, og hafa auðvitað fengið heiöursmeð- ferð í Mogganum, þrátt fyrir æp- andi innihaldsleysi. Getur hugsast að Mogginn viiji magna deilur um sjávarútveg? Skyldi samheldni í sjávarútvegi Mogganum ekki þóknanleg? - Hvemig er það annars, þýöir STYRMIR ekki bardagamaður, vígamaður? BSRB og ASÍ-samningar: Hvílíkur reginmunur! VR-félagi skrifar: Ég verð aö lýsa óánægju minni og hneykslan á hinum nýgerðu samn- ingum sem ASÍ-forystan gerði ný- lega. Ekki vegna þess að þeir hafi átt að vera allt aðrir en þeir sem gerðir voru við BSRB-menn, því lengra varð ekki komist í þessum áfanga miðað við ástand íslensks efnahagslífs um þessar mundir. Það er hins vegar mikið ósamræmi í þessum tveimur samningum sem sker í augu og er þeim samningamönnum sem stóðu í samningaviðræöum fyrir ASÍ að kenna. Ég á hér við ákvæðin sem er aö finna í 6. og 7. grein samningsins við ASÍ, þ.e. varðandi orlofsuppbótina og desemberuppbótina. - Hjá ASÍ er hin fasta orlofsuppbót að visu sú sama og hjá BSRB eða kr. 6.500 en hjá BSRB verður hún hærri vegna þess að orlofsuppbót kemur líka á yfirvinnu. Desemberuppbót svokölluð er líka mun hærri hjá BSRB-fólkinu eöa 30% miðað við 6. launaflokk sem er að mig minnir rúmar 70 þúsund krónur. Hjá ASÍ-félögunum verður hún aðeins föst upphæð enn einu sinni eða kr. 9.000. Þar sem þessar upphæðir eru í raun það eina sem út úr þessum samningum hefst sem nokkurt gildi hefur átti ASÍ-forustan hvergi aö hvika frá sömu orlofsupp- bót og desemberuppbót og samið var um hjá BSRB-mönnum, úr því að verið var að kalla þetta samninga til samræmis við þá er samið var um við BSRB. Desemberuppbótin t.d. er einna mest metin hjá BSRB-fólki og að vonum. En svona er þetta alltaf varðandi þessa ASÍ-samninga, alltaf skör lægri en aðrir samningar þótt í litlu sé. Ég held að nú megi fara aö skipta um samningamenn hjá ASÍ-félögunum, ekki síst hjá Landssambandi ís- lenskra verslunarmanna. Þetta er orðið staðnaö lið og langþreytt. Ég skora á félaga í VR og annars staðar að láta í sér heyra um þessi atriði samningsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.