Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1989, Side 29
MÁNUDAGUR 8. MAÍ 1989.
Iþróttir
..................
' ' 'V
■ ■ ..
DV-mynd EJ
FylMsmenn:
Alls-
lausir á
æfingar
Knattspyraumönnunum í l.
deildar liöi Fylkis barst á dögunum
góö gjöf. Stuðningsmannahópur
félagsins lét setja upp læsta skápa
í búningsklefa þeirra í félagsheim-
ilinu viö Fylkisvöll og hveijum
leikmanni var afhentur sinn skáp-
ur með öllum æfmgaútbúnaði,
búningum og skóm.
Nú geta Fylkismenn komið „alls-
lausir“ til æflnga og leikja því æf-
ingagallarnir verða þvegnir íyrir
þá í félagsheimilinu og bíða tilbún-
ir í skápunum þegar þeir mæta
næst.
Með þessu hefur Fylkir stigið
stórt skrcf í áttina til þess aö laga
aöstoðu knattspyrnumanna sinna
í átt til þess sem gengur og gerist
hjá erlendum atvinnufélögum.
Segja má að hér sé um að ræða
góða byrjun á keppnistímabilinu
en eins og kuiuiugt er leika Fylkis-
menn í fyrsta skipti í 1. deild í sum-
ar og spila heimaleiki sína á gras-
vellinum í Árbæ sem tekinn var í
gagnið á síðasta ári.
-VS
• Aðkoman fyrir leikmenn Fylkis er snyrtileg og með þessari fram-
kvæmd er þeim gert lífið þægiiegra. DV-mynd EJ
Fimleikar:
Bylgjurnar og
Reykskýin unnu
tromphópakeppnina
Tromphópakeppni í fimleikum var
haldin um fyrri helgi og var keppt í
tveimur aldursflokkum, 10-14 ára og
15 ára og eldri. í yngri flokknum sigr-
uðu Bylgjur frá Gerplu, hlutu 27,13
stig. í öðru sæti urðu Regnbogarnir
frá Björkum með 25,24 stig og í þriðja
sæti lentu Svart og bleikt frá Gerplu
með 25,23 stig.
í eldri hópnum sigruðu Reykskýin
frá Björkum með 28,69 stig en í öðru
sæti höfnuðu Svefnpurkur úr Stjörn-
unni með 24,87 stig. Einungis tveir
hópar kepptu í eldri aldursflokknum
en sjö í þeim yngri. Þessi keppni var
söguleg að því leyti að þetta var í
fyrsta skipti sem keppni af þessu tagi
er haldin hér á landi.
Keppt var í dýnustökkum, tram-
pólínstökkum og stökkum yfir hest
og eins í samsetningu gólfæfmga og
er það 6-12 sem keppir sem heild.
Það er skylda að keppa á öllum
áhöldum og allur hópurinn verður
að keppa á gólfi en velja má sex úr
hópnum til að keppa á áhöldum.
Hóparnir sem sigruðu fengu auk
verðlaunapeninga fagra bikara sem
verða farandbikarar. Að keppni lok-
inni voru allir sammála um að þetta
væri mjög skemmtilegt keppnisform
sem ætti vel við yngri jafnt sem eldri
aldurshópa.
-JKS
Þorbjörn
þjálfar
Valsliðið
Þorbjörn Jensson hefur
verið ráðinn þjálfari íslands-
meistara Vals í handknattleik
fyrir næsta keppnistímabil og
tekur við af Pólverjanum
Stanislav Modrowski sem
hefur þjálfað Valsmenn síð-
ustu tvö árin.
Þorbjörn, sem kom heim frá
Svíþjóð og var aðstoðarmaö-
ur Modrowskis í vetur, auk
þess sem hann lék lykilhlut-
verk í varnarleik Vals, ætlar
að hætta að spila sjálfur og
einbeita sér að þjálfun liðsins.
Þó er sennilegt að hann spili
með B-liði Valsmanna sem
leikur í 2. deild á næsta
keppnistímabili.
-VS
29
Stálhurðir
Einangrun:
Polyurethane
Innbrennt lakk
í litaúrvali
Yfir 300
uppsettar
um land allt
Leitið tilboða
ASTRA
Austurströnd 8
s. 61-22-44
ELSA HALL,
Langholtsvegi 160, sími 68-77-02.
Svæðameðferðog létt rafmagnsnudd
ásamt acupunchurmeðferð með lacer
Sérhæfing við bólgu í herðum, baki og höf-
uðverk.
HAR-UÐi
(Hair Mist)
Hair Mist er úðað í hárið og er
hægt að greiða hárið í 2-3 mínútur
eftir að úðað er.
Mjög hentugtfyrirtískuhárgreiðslur.
HÁRGREIÐSLUSTOFAN
KLAPPARSTlG
SlMI 13010
HAGFRÆÐINGUR
Hjá fjárlaga- og hagsýslustofnun er laus til umsókn-
ar staóa yfirhagfræðings.
Starfið tengist vinnu við fjárlagagerð, m.a. mati á
áhrifum verðlags- og launaþróunar og vinnu við
tölvukerfi sem notuð eru við fjárlagavinnsluna, felur
ennfremur í sér vinnu við athuganir og úttektir á ríkis-
fjármálum. Nauðsynlegt er að viðkomandi sé talna-
glöggur og hafi áhuga á tölfræði.
Við mat á umsóknum verður lögð áhersla á þekkingu
og reynslu við skyld störf.
Umsóknum, er greini frá menntun og fyrri störfum
umsækjanda, skal skilað til fjárlaga- og hagsýslu-
stofnunar, Arnarhvoli, eigi síðar en 16. maí nk.
Fjármálaráðuneytið, fjárlaga- og hagsýslustofnun.