Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1989, Síða 4
4
LAUGARDAGUR 8. JÚLf 1989.
Fréttir
Jóhann Karl og Soffia til NesjavaUa og Þingvalla:
Gufustrókar og Þingvallasil-
ungur með drottningarsósu
Konungshjónin stöldruðu aðeins við hjá útsýnisskífunni á Þingvöllum í gær. A leiðinni niður aö Almannagjá
virtist eitthvað fyndið hafa fokið milli konungs og Jóns Baldvins utanríkisráðherra. Listmálarinn Baltasar,
sérlegur fylgdarmaður Spánarkonungs, sést aftan viö þá félaga. DV-mynd Brynjar Gauti
MUWDU EFTIR
FERÐAGETRAUH
Við viljum minna á að skilafrestur í
Ferðagetraun DV II, sem birtist í
Ferðablaði DV 28. júní, er til 15. júlí.
Misstu ekki af glæstum vinningi.
í tilefni 5 ára afmælis síns gefúr Framköllun sf„
Lælgargötu 2 og Armúla 30, fimmtán
vinningshöfúm í Ferðagetraun DV II
Wizensa alsjálfvirka 35 mm myndavél að
verðgildi 3.500 kr.
Framköllun sf. hefúr einnig í tilefni afmælisins
tekið upp nýja þjónustu: Stækkanir á litfilmum í
plakatstærð á 6 minútum.
Jóhann Karl Spánarkonungur og
kona hans, Soffia drottning, fóru í
Þingvallaferð með viðkomu á
Nesjavöllum á síðasta degi heim-
sóknar sinnar til íslands.
Veður var heldur þungbúið en
þurrt þegar konungshjónin komu
akandi að Nesjavöllum í rútu þar
sem einnig voru forseti íslands, frú
Vigdís Finnbogadóttir, og fylgdar-
hð konungshjónanna.
Á leiðinni tíl Nesjavaha stoppaði
rúta gestanna svo þeir gætu htíð
betur á hesta sem urðu á vegi
þeirra. Þar var einnig htill hvolpur
sem Soffia drottning virtíst hrifin
af. Tók hún hvolpinn í fangið,
kjassaði hann og kysstí. Þegar
komið var aö Nesjavöhum stoppaði
hópurinn á stæði ofan við svæðið
en lét sér nægja að njóta útsýnisins
frá rútunni meðan leiðsögumaður
fræddi hann á því sem fyrir augu
bar.
Konungshjónin ákváðu þó að
bregða sér út úr rútunni við
stærstu holuna á Nesjavöllum þar
sem gríðarlegur gufustrókur æddi
með ógnarlegum drunum upp úr
jörðinni. Vegna hávaðans heyröust
ekki orðaskil en konungshjónin
virtust gagntekin af þessum fitons-
krafti sem leyndist í iðrum jaröar.
Frá Nesjavöhum var haldið til
Almannagjár á Þingvöhum þar
sem Heimir Steinsson fræddi gest-
ina um sögu og landafræði Þing-
vaUa.
Loks héldu konungshjónin til
Valhallar þar sem snæddur var
hádegisverður í boði forsætisráð-
herrahjónanna, Steingríms Her'-
mannssonar og frú Eddu Guð-
mundsdóttur.
Þar stóð Óskar Hreinsson mat-
reiðslumeistari fyrir matseldinni. í
forrétt fengu gestimir grafinn lax
og humarsúpu. Aðalrétturinn var
að sjálfsögðu ÞingvaUasUungur
með drottningarsósu og í eftírrétt
voru íspönnukökur með Grand
Marnier.
Konungshjónin héldu frá Þing-
vöUum um hálffjögurleytið og lá
leiðin beint til KeflavíkurflugvaUar
þar sem þota beið eftír að fljúga
konungi og drottningu heim. Var
fyrstu heimsók Spánarkonungs til
islands þar með lokið.
-hlh
Nesjavellir eru að verða fastur viðkomustaður þjóðhöfðingja á ferðum
þeirra til Þingvalla. Jóhann Karl Spánarkonungur og Soffia drottning
komu þar einnig við til að hrífast af þeim ógnarkrafti er leynist undir
hrauninu. DV-mynd Brynjar Gauti
Sæplast hættir við kaup á Plasteinangrun:
Hluthafafundur
feHdi tillöguna
Á aðalfundi Sæplasts hf. á Dalvík
þann 2. júlí síðasthðinn voru samn-
ingar um fyrirhuguð kaup Sæplasts
á öhum hlutabréfum í Plasteinangr-
un hf. á Akureyri og um sameiningu
félaganna bomir undir atkvæði.
Samningamir vom hins vegar
fehdir einróma og kemur því ekki til
fyrirhugaðrar sameiningar Sæplasts
og Plasteinangrunar. Að minnsta
kosti ekki aö sinni.
Ástæður þessarar ákvörðunar
stjómar Sæplasts em þær að á síö-
ustu vikum hafa komið fram upplýs-
ingar sem sýna að hagur Plastein-
angrunar er annar en gert hafði ver-
ið ráð fyrir. Taldi stjóm Sæplasts að
þar með væm forsendur sameining-
ar félaganna brostnar. Ekki hefur
veriö tekin ákvörðun um áfram-
haldandi viðræður á milli fyrirtækj-
anna. -SMJ