Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1989, Qupperneq 6
6
LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1989.
Útiönd
Eltt fómarlambanna í Jerúsalem
á flmmtudag. Slmamynd Reuter
Samtök öfgasmnaöra múha-
meðstrúarmanna lýstu sig í gær
ábyrg fyrir morðunum á fjórtán
manns á fimmtudag en þá ók
Palestínumaöur langferöabifreiö
út af Tel Aviv-hraöbrautinni í
ísrael af ásettu ráöi.
í yfirlýsingu, sem samtökin
sendu alþjóðafréttastofu í Beirút,
segir að einn meölima þeirra hafi
drýgt „hetjudáð“ er hann greip í
stýrið á bifreiðinm með þeim af-
leiöingura að hún fór út af. Þá
vara samtökin ísraelsk yfirvöld
við því að vinna tilræðisraannin-
um, tuttugu og átta ára gömlum
Palestínumanni, eða fjölskyldu
hans roeln og kváðu stefhu
sfiómvalda einungis mundu hafa
í för með sér frekari blóðsúthell-
ingar.
Maðurinn sem valdur var að
slysinu var einn tæplega 30 far-
þega sem slösuðust þegar bifreiö-
in fór ut af. Hann var yfirheyrður
af lögreglu í gær þar sem hann
liggur á sjúkrahúsi. Hann hefur
veriö dæmdur til fangavistar á
meðan rannsókn málsins stendur
yfir.
Lögregla skýrði frá þvi i gær
að tveir hinna látnu væru ferða-
menn frá Kanada.
Logreglumenn beittu táragasi í
Jerúsalem í gær til að dreifa hópi
reiðra ísraela sem grýttu bifreiö-
ar Palestínumanna í hefndar-
skyni fyrir tilræðið. Þá réðust
nokkrir ísraelar að bifreið Shim-
onar Peres fjármálaráðherra þar
sem hann var á leið til jaröarfar-
ar eins fómarlambanna. Peres
slapp ómeiddur.
Reuter
■k w _ *
skógarelda
Nokkur hætta er talin á að
skógareldar geti brotist út í Dan-
mörku vegna langvarandi þurrka
og mikilla hita. Ganga sumir jafn-
vel svo langt aö segja að skógar
og ræktuð svæöi líkist einna heist
púðurtunnu þar sem einn neisti
gætí komið af stað stórbruna.
Enn hafa eldar ekki brotist út í
skóglendi Danmerkur en kæmi
Öl þess er bætta á óbætanlegu
ijónL
Segja starfsmenn Skógar- og
náttúrustofiiunarinnar aö þeir
óttist mest kæruleysi ferðaianga
með sigarettuglóð. Reykingar og
opnir eldar eru bannaðar í skóg-
um Danraerkur frá l. mars til 31.
október ár hvert.
í Sviþjóð eru þurrkamir hvað
verstír í suðurhluta landsins en
stórtjón í landbúnaði.
En þaö er víðar en í Skandinav-
íu sem hitar plaga íbúana. Hita-
og tvsimur að bana í Júgósiavíu
Bewtttr, Tt ag Bitiau
Tveir þeirra sem voru fundnir sekir i réttarhöldunum á Kúbu. Til vinstri er Arnaldo Ochoa Sanchez en hann
er fyrrum yfirmaöur herja Kúbu í Angóla og Eþíópiu. Til hægri er Jorge Martinez Valdez höfuösmaður.
Símamynd Reuter
Fíkmefnahneykslið á Kúbu:
Fjórir dæmdir
til dauða
Herdómstóll á Kúbu dæmdi í gær
fióra menn til dauða og aðra tíu til
fangavistar fyrir aöild að stórfelidu
fíkniefnasmygli. Meðal þeirra sem
hlutu dauðadóm er hershöfðinginn
Amaldo Ochoa Sanchez sem sakaður
hefur verið um aö hafa veriö leiðtogi
kúbanskra embættismanna sem
smygluðu fíkniefnum til Bandaríkj-
anna.
Dómaramir reðu ráðum sínum í
tvo daga áður en þeir felldu dóm í
þessu máii sem er alvarlegasta spill-
ingarmálið sem komið hefur upp í
valdatíð Castros. Hinum valdamikla
innanríkisráðherra landsins, Jose
Abantes, var vikið úr embætti vegna
þessa sem og yfirmanni flugmála,
Vicente Gomez Lopez.
Ochoa er fyrrum yfirmaður herja
Kúbu í Angóla og Eþíópíu. Hann tók
þátt í byltingunni árið 1959 og var
einn af dyggustu stuöningsmönnum
Castros. Hann er einn fárra sem hlot-
iö hefur æðstu viðurkenningu sem
veitt er á Kúbu, hetjuorðuna.
Allir sakborninganna voru ýmist
embættismenn öryggismála Kúbu
eða hersins. Þeir voru fundnir sekir
um fiársvik og að hafa aðstoðað kol-
umbísku samtökin Medellín við aö
smygla sex tonnum af kókaíni til
Bandaríkjanna. Var sagt aö þeir
heföu notað flugvelli á Kúbu til aö
millilenda flugvélum er hlaðnar voru
fíkniefnum. Taliö er aö þeir hafi þeg-
iö rúmlega þijár milljónir dollara í
mútur.
Reuter
Palme-máliö:
Nýtt vitni gaf sig fram
Nýtt vitni hefur gefið sig fram í
Palme-málinu og segist hafa séð hinn
ákærða í úthverfi Stokkhólms
skömmu eftir aö moröiö var framið.
í samtali við fréttamenn sagði Hans
Ölvebro, yfirmaður rannsóknar lög-
reglunnar í málinu, aö vitnið, rúm-
lega fimmtugur maður, hefði verið
tekið til yfirheyrslu á fimmtudags-
kvöld. Ölvebro kvaöst aftur á móti
ekki vilja tjá sig um trúverðugleika
framburðar mannsins.
Hiö nýja vitni segist hafa séð hinn
ákæröa á jámbrautarstöð í úthverfi
Stokkhólms milli kl. 23.40 og 24.00
morðkvöldið og kveöst viss um að
maöurinn sem hann sá væri ákærði.
Hið nýja vitni mun þó ekki veröa
kallað til að bera vitni við réttar-
höldin. Þeim lýkur á mánudag én þá
mun veijandi flytja lokaræðu sína. Á
fimmtudag fór saksóknari fram á
lífstíðardóm yfir ákærða.
„Veröi ákæröi fundinn sekur væri
mögulegt aö kalla til nýja vitnið í
frekari réttarhöldum,“ sagði
Ölvebro. Verjandi hins ákærða mun
líklega áfrýja sektardómi.
í réttarhöldunum á fimmtudag
kvaðst veijandi hafa fengiö nýjar
upplýsingar er stutt gæti frásögn
eina vitnisins í réttarhöldunum sem
gefið hefur hinum ákæröa fjarvistar-
sönnum morðkvöldiö. Kvaðst hann
mundu nota upplýsingamar í loka-
ræöusinni. TTogReuter
KVARTMÍLUKEPPNI
sunnudaginn 9. julí kl. 14.00.
Keppendur veröa aö mæta fyrir kl. 12.00.
Keppnin er háö þurru veðri.
ATH.: Nýr tímamælingarbúnaöur af
fullkomnustu gerö vígöur.
33V
Viðræðurnar
ganga vel
Viðræður fulltrúa Atlantshafs-
bandalagsins og Varsjárbandalags-
ins um fækkun hefðbundinna vopna
ganga vel og munu fulltrúamir brátt
hefja vinnu við uppkast að samn-
ingi, var haft eftir einum fulltrúa
þess síðamefnda í gær. Þó greinir
fulltrúana enn á um einstök atriði,
sagöi hann.
Stórveldin hafa skipst á að leggja
fram tilboð um fækkun hefðbund-
inna vopna. Nýverið kynntu fulltrú-
ar Varsjárbandalagsins nýtt tilboð.
Þar er m.a. gert ráð fyrir enn frekari
fækkun skriðdreka Varsjárbanda-
lagsins í framvarðarlínu en Nato fór
fram á og að liðsauki skriðdreka-
sveita Sovétríkjanna veröi staðsettur
í Sovétríkjunum en ekki á landa-
mærunum við Pólland eins og falist
hefur í afstöðu Sovétmanna hingað
tíl.
Hlé verður gert á viðræöunum frá
miðjum júlí til 5. september.
Reuter
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóösbækurób. 14-18 Úb
Sparireikningar
3jamán. uppsögn 15-20 Vb.Úb
6mán. uppsögn 16-22 Vb
12mán.uppsögn 18-20 Úb
18mán. uppsögn 32 Ib
Tékkareikningar, alm. 3-9 Ab.Sp
Sértékkareikningar 4-17 Vb.Ab
Innlán verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1-2 Vb
6mán. uppsögn 2,5-3 Allir
Innlánmeðsérkjörum 27-35 nema Sp Ab
Innlán gengistryggð
Bandaríkjadalir 8-8,75 Ab
Sterlingspund 11,75-13 Lb.Bb,-
Vestur-þýsk mörk 5,25-6 Ib.Vb,- Sb Sb.Ab
Danskarkrónur 7.75-8,25 Lb.lb,-
Vb.Sp
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverötryggð N)
Almennirvíxlar(forv.) 30,5-34,5 Sb
Viöskiptavixlar(forv.)(1) kaupgengi
Almennskuldabréf 33-37.25 Sb
Vióskiptaskuldabréf(1) kaupgengr Allir
Hlaupareikningar(yfirdr.) 34.5-39 Lb
Utlán verötryggö
. Skuldabréf 7,25-8,75 Lb
Útlán til framleiðslu
Isl. krónur 27,5-37 Úb
SDR 10-10,5 Lb
Bandaríkjadalir 11-11,25 Allir
Sterlingspund 15,75-16 nema Úb • Allir'
Vestur-þýsk mörk 8,25-8,5 nema Úb Úb
Húsnæðislán 3.5
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 42,8
MEÐALVEXTIR
Överötr. júli 89 34,2
Verötr. júlí 89 7.9
ViSITÖLUR
Lánskjaravísitalajúlí 2540 stig
Byggingavisitalajúll 461,5stig
Byggingavisitalajúlí 144,3stig
Húsaleiguvísitala 5%hækkun 1. júli
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa veröbréfasjóöa
Einingabréf 1 4,015
Einingabréf 2 2,227
Einingabréf 3 2,621
Skammtimabréf 1,383
Lífey/isbréf 2,019
Gengisbréf 1,791
Kjarabréf 3,988
Markbróf 2,11R
Tekjubréf 1,724
Skyndibréf 1,211
Fjölþjóöabréf 1,268
- Sjóösbréf 1 1,928
Sjóösbréf 2 1,544
Sjóösbréf 3 1.362
Sjóösbréf 4 1,135
Vaxtasjóösbróf 1,3555
HLUTABRÉF
Söluverö aö lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Sjóvá-Almennar hf. 300 kr.
Eimskip 360 kr.
Flugleiðir 175 kr.
Hampiöjan 164 kr.
Hlutabréfasjóöur 128 kr.
lönaöarbankinn 157 kr.
Skagstrendingur hf. 212 kr.
Útvegsbankinn hf. 135 kr.
Verslunarbankinn 145 kr.
Tollvörugeymslan hf. 108 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavixlum
og viðskiptaskuldabréfum, útgefnum af
þriðja aðila, er miöað við sérstakt kaup-
gengi, kge.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb = Búnaðarbankinn, lb = lðnaöar-
bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóö-
irnir.
Nónari upplýsingar um peningamarkað-
Inn birtast í DV á flmmtudögum.