Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1989, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1989, Síða 27
MUGARDAG5JR)g.1 Stlhí' Í989. 39 & .? íy >* jí. >, ~ " !•! v i1 '■>■ M M! Sigi var í ein 18 ár einn fremsti atvinnumaöur Þjóðverja í knatt- spymu og efnaðist vel á þessum tíma. Samkvæmt heimildum blaðs- ins á hann stóreignir í Þýskalandi sem hann hefur haft ærinn starfa við undanfarin ár. Aðspurður hvort hann væri rík- ur yppti hann bara öxlum og sagði: „Hvað er að vera ríkur? Jú, ég hafði gott upp úr fótboltanum á sín- um tíma en ríkidæmi er afstætt." Tilboðið frá tyrkneska liðinu Gal- atasary hljóðaði upp á tæpar níu milljónir króna í árslaun, auk ann- ars konar fríðinda. Þau laun eru með því besta sem knattspyrnu- þjálfarar í Evrópu fá. Voru það launin sem réðu ferðinni hvað hann varðaði? Sigi hugsar sig um og verður svarafátt. „ Já og nei. Þetta er fyrst og fremst skemmtilegt tækifæri," svaraði hann. „Þetta er eitt besta félagshð Evrópu í dag og hefur staöið sig mjög vel.“ Sigi hefur verið talsvert gagn- rýndur fyrir áð fylgjast ekki nóg með íslenskri knattspyrnu og deildarliðunum. Hann hefur held- ur ekki búið hér fyrir utan fyrsta sumarið sem hann tók við landslið- inu. Þá fylgdist hann vel með og til stóð að nota hann til að leiðbeina þjálfurum og fleira. En þegar til kom reyndist áhuginn ekki vera mikill fyrir því að hann skipti sér af knattspymunni hér fyrir utan það að stjórna landsliðinu. En svo hafa heyrst gagnrýnisraddir frá félögunum um að hann sinni þeim ekki nóg. Þumbaralegur og fúll Einn viðmælandinn orðaði það svo að hann væri þumbaralegur og fúll í garð íslenskra knatt- spymumanna annarra en þeirra sem væru með honum í landshð- inu. Svo er annar sem sagði að hann einbhndi ahtof mikið á at- vinnumennina, aðrir kæmust hreinlega ekki að. „Hann er það hlédrægur að það er spuming hve vel hefði verið hægt að nýta hann meira en hefur verið gert. Hlédrægnin háir honum mjög,“ segir Gylfi Þórðarson, for- maður landshðsnefndarinnar, en að ósekju hefði hann mátt vera ívið meira héma. Hann getur verið ákaflega stífur og ósveigjanlegur en þegar maður kynnist honum og kemst inn fyrir skehna getur hann verið skemmtilegur og fuhur af „Þetta eru mínir strákar. Ég elska þetta lið. Þeir hafa gefið mér mjög mikið,“ segir Siegfried Held. húmor. Þeir leikmenn sem hafa komist inn í hðið era þar. Það er erfitt að komast inn í liðið hans en þaö er líka erfitt að detta úr því.“ Ath Eðvaldsson telur hann hafa verið óragan við að hleypa nýjum ungum strákum inn í hðið og segir að það hefðu ekki margir gert. „Þeir strákar sem hann hefur tekið nýja inn í hðið hafa svo stað- ið sig eins og hetjur,“ segir Ath, „hann veit alveg hvað hann er að gera. Hann er með eindæmum skipulagður. Það er aht skipulagt, meira að segja þegar hann blikkar augunum." En um íslenska knattspyrnu seg- ir Sigi: „íslensk knattspyrna er í mjög sérstakri aðstöðu. Hér er aðeins leikin knattspyrna í 4 mánuði á ári. Því er ekki hægt að búast við að hér séu toppspilarar á hveiju strái. Á íslandi em bara áhuga- mannahð og koma leikmennirnir eftir langan vinnudag th æfinga og keppni. Erlendis gengur aht líf knattspymumannsins út á bolt- ann. Hann hugsar, lifir, hvhist og borðar fyrir fótboltaxm. En ég hef mikla trú á að nokkrir ungir strák- ar héma geti náð langt í knatt- spymu ef þeir bara æfa sig nóg og einbeita sér að íþróttinm. Ég man nú ekki nöfn þessara phta en get nefnt th dæmis tvíbur- ana frá Akranesi (Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni). Þeir virðast hafa aht í það að verða toppleikmenn. Svo er bara að sjá hvemig þessir ungu strákar vinna úr hæfheikum sínum. Það kemur margt annað inn í en bara tæknileg geta. En þetta „Hjá honum er allt skipulagt, meira islenska landsliðsins, sem hér sést að segja þegar hann blikkar augunum," segir Atli Eðvaldsson, fyrirliði ásamt Siegfried og Sigurði Jónssyni. er ekkert sem kemur af sjálfu sér heldur er þetta erfið vinna.“ Þetta eru mínir strákar Það fer ekki á milli mála að Sigi hefur líkað vel að starfa með ís- lenska landshðinu. Hann ítrekar á meðan á spjallinu stendur, það sem hann hefur sagt áður, að hann elski þetta hð. Það er auðheyrt á honum að íslensku landshðsstrákamir hafa gefið honum mikið. „Ég hef átt yndislega tíma héma. Ég ht á landsliðsstrákana sem mína eigin stráka. Þeir leggja mjög hart að sér. Það hafa allir verið thbúnir að leggja mikið á sig í hvert sinn er við hittumst. Það hefur verið frábært. Þess vegna höfum við get- aö lagt mikið í að mæta sterkum hðum og hefur okkur vegnað ágæt- lega. En ahtaf má gera betur. Ég hef margra ára reynslu í fótbolta en hef vart rekist á hð sem hefur eins mikinn baráttuvhja og ís- lenska hðið. Núna erum við í und- ankeppninni fyrir heimsmeistara- mótið og tel ég okkur eiga jafn- mikla möguleika og hvert annað hð. Ég á örugglega eftir að sakna íslensku strákanna en þó ekki strax þar sem við erum ekki hættir1 aö starfa saman,“ segir Sigi. Aðspurður hvort einhver einn ísienskur leikmaður skeri sig úr hvað varðar hæfileika kveðst hann ekki geta svarað því. „Það er' eins og að vera beðinn að svara því hvert barna minna ég elskaði mest. Ég get ekki gert upp á mihi þeirra. Þetta eru ólíkir strákar og hver með sinn sérstaka hæfileika. Saman mynda þeir góða heild,“ segir Sigi. „Þegar ég kom hingað fyrst sá ég að þeir léku enskan fótbolta og stundum var bara sparkað og rutt. En minn fótbolti er öðruvísi. Ég reyni að útskýra vel tæknhegu hliðina. Það þarf að nota „kolhnn“ í þess konar fótbolta ekki síður en kraftinn og lætin. Ég lagöi mest upp úr því aö strákamir æfðu sig í að halda boltanum lengur og breyta hraðanum í leiknum.“ Sigi kveðst ekki þekkja tyrknesk- an fótbolta mikið fyrir utan að hann þekkir dáhtið th tyrkneska landshðsins. „En ég hef ekki hugmynd um hvemig fótbolti er leikinn úti hjá hðunum. Það verður bara að koma í ljós.“ Fjölskyldan, tennis og skídi Á meðan Sigi hefur stjómað ís- lenska landshðinu hefur hann haft ágætis tíma th að sinna áhugamál- um sínum sem hann segir vera fjöl- skylduna og tennis. Einnig hefur skíðaíþróttin tekið talsvert af tóm- stundum hans. Hann rabbar í góða stund um tennis sem hann segist vera nokkuð sleipur í. Wimbledon- mótið á hug hans þessa dagana og auðvitað em það Þjóðveijamir Graf og Becker sem hann bindur mestar vonir við. Tvítugur sonur hans þykir orðinn meira en efn- hegur í tennis en hann gaf aha drauma um að ná langt í fótbolta upp á bátinn þegar hann var aðeins 14 ára. Þá sleit hann hðböndin í öðrum ökklanum og þá er hægt að gleyma öhum stórum draumum á fótboltavellinum segir Sigi. Eins og hann segir verður aht að vera fuh- komlega í lagi. Nú er fjölskyldan væntanlega í óða önn að búa sig undir flutningana suður th Tyrk- lands. En Sigi tekur þar th starfa um miðjan júh. Hann segist hlakka th að komast í meiri hita og segir suðrænt loftslag eiga vel við sig. „Það er auðvitað visst rót sem fylgir því þegar einhver hættir störfum en það kemur ahtaf maður í manns stað,“ segir Ath. Aðrir viðmælendur héldu að það yrði ekki erfitt að finna nýjan þjálf- ara fyrir íslenska landshðið. Landshð íslands hefur vakið mikla eftirtekt vegna góðrar frammi- stöðu, því er það áht manna að það verði eftirsóknarvert að fá að kom- ast hingað og þjálfa hðið. „En hann á örugglega eftir að sakna okkar,“ segir Ath. „Ég hef sagt við hann að eigi hann einhvem tíma eftir að skrifa 400 síðna ævi- sögu verði 350 síður um íslenska landshðið." Texti: Rósa Guðbjartsdóttir £ * £ & £ & & * & * £ *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.