Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1989, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1989, Blaðsíða 34
LÁtf GÁRDÁGURM. fJÖLÍ' 1989. 46 Lífestm_____________________ Breiðafj arðareyj ar: Töfraheimar fugla og álfa - á siglingu um Breiöafjörð A undanfórnum árum hefur verið unnið að því að byggja upp góða þjón- ustu fyrir ferðamenn á Snæfellsnesi. Þar er nú að finna fjölbreyttari af- þreyingu fyrir ferðamenn en viðast hvar annars staðar á landinu. Má í því sambandi nefna hestaleigur, veiðileyfi, góða gistiaðstöðu, útsýnis- siglingar um Breiðafjörð með Eyja- ferðum eða Flóabátnum Baldri og jöklaferöir með snjóbíl frá Ólafsvík. „Fólk hefur ekki komið á Snæfells- nes nema þaö bregði sér út i Flatey íag á siglingu um Breiðafjörðinn," varð gömlum manni í Stykkishólmi að orði þegar verið var að ræða hvað ferðafólk gæti tekið sér fyrir hendur þar í bæ og eru þaö orð að sönnu. Það varð því úr að ferðablaðið fór með Eyjaferðum í siglingu um Breiðaíjörð, sannarlega nokkuð sem verður ógleymanlegt í minningunni. Tvenns konar ferðir Hægt er að velja á milli tvenns konar ferða með Eyjaferðum, annars vegar að sigla út í Flatey og stoppa þar eða að fara í Suðureyjasiglingu en þá er siglt milli eyjanna. Á meðan á siglingunni stendur gefst gott tæki- færi til að virða fyrir sér fuglalífið í eyjunum. Á Breiðafirði verpir um helmingur þeirra varpfugla sem verpa á ís- landi, eða 37 tegundir. Sjófuglar eru algengastir, má þar nefna fýl, díla- skarf, toppskarf, æðarfugl, svartbak, hvítmáf, ritu, kríu og lunda og fleiri tegundir. Það verpa einnig þrjár mjög sjaldgæfar tegundir í Breiða- íjarðareyjum: helsingi, haförn og þórshani. Fyrir þá sem vilja er hægt að sam- eina þessar ferðir, fara fyrst í Flatey og halda svo í Suðureyjasiglingu. Klukkutíma stím Það er um klukkutíma sigling frá Stykkishólmi til Flateyjar. Það getur verið slæmt í sjóinn á leiðinni þar Vedrid í útlöndum HITASTIG iGRÁÐUM jft Byggt á veSurfréttum Veðurstofu Islands kl. 12 á hádegi, föstudag Akureyri 9' Evrópa Reykjavík Bergen 19' Þórshöfn 12' Helsinki 27‘ Glasgow 23° Kaupmannahöfn Stokkhólmur29' Berlín 32' Frankfurt 28' Feneyjar 26' Barceloná 26' Madrid 29' Algarve Mallorca 31 Malaga 30' Heiðskirt Léttskýji Hálfskýjaö Montreal 22' Chicagó 24' Orlando 24' DVJRJ y Rigning Þrumuveöur Snjókoma Skúrir 16 til 20 20 til 25 25 til 30 30 stig eða m. Skarfarnir héldu áfram að una glaðir viö sitt þó að baturinn sigldi alveg upp að bjarginu. DV-myndir GVA sem víða eru þungir straumar í firð- inum. Fólk þarf þó ekki að vera hrætt við sjóveiki þar sem bátarnir, sem notaðir eru í eyjasiglingarnar, fara vel í sjó. Ef ferðamenn eru á hinn bóginn hræddir viö sjóveiki geta þeir einfaldlega farið í apótekið og fengið sér sjóveikipillur eða sjóveikiplástur. Tveir bátar eru í förum hjá Eyja- ferðum, það eru Hafrún og Brimrún. Sá fyrrnefndi tekur um 60 farþega en sá síðamefndi 20. Við lögðum í hann á Hafninu. Skip- stjóri var Óskar Eyþórsson en hann er jafnframt leiðsögumaður í útsýn- issiglingunum enda mjög fróður um sögu og náttúru eyjanna. Um 2.500 eyjar Breiðafjörðurinn er þakinn eyjum og skerjum. Lengst af hafa þær verið taldar óteljandi og enn þann dag í dag greinir menn á um hversu marg- ar þær era í raun þvi áhöld eru um hvað telja skuli eyju og hvað ekki. En þegar menn tala um einhverja ákveðna tölu er yfirieitt talið að þær séu um 2.500. Ein af annarri Á leiðinni til Flateyjar koma eyj- amar í ljós, ein af annarri, Elliðaey, en þar er stærsta ritubyggð á Breiða- firði, Stagley, sem státar af gamalli verstöð, Bíldsey, þaöan sem Pétur Einarsson, mesti flyðrukarl á Breiðafirði á seinni tímum, var. Af öðram eyjum á leiðinni má nefna Bjamarey, sem var ein aðal- verstöð Breiðaíjarðareyja fram und- ir miöja þessa öld, auk þess sem eyj- amar era sögufrægar mjög. Þá glittir í Fagurey en þar bjó Sturla Þórðarson sagnaritari á síð- asta áratug ævi sinnar en hann lést árið 1248. Er meðal annars talið að hann hafi ritað þar íslendingasögu sína og ef til vill fleiri bækur. Og svo mætti halda áfram að telja eyjamar. Eyjan sem tíminn gleymdi Þaö er áð í tvo klukkutíma í Flatey og ferðamönnum er boðið upp á leið- sögn um eyjarnar. Skráðir íbúar í Flatey era einungis fimm og hafa þeir lífsbjörg sína af fiskveiðum, dúntekju og fuglaveið- um ásamt sauðfjárbúskap en um 200 ær era í eyjunni. Sagt hefur verið að Flatey sé eyjan sem tíminn gleymdi og þaö er margt til í þvi. Hún var eitt helsta menning- arsetur íslendinga á síðari öldum. Og þangað má rekja marga strauma íslenskrar menningar sem lögðu granninn að því þjóðfélagi sem við þekkjum í dag. Tröllaendi Hafrún leggur að bryggju á Trölla- enda en á bryggjunni stendur frysti- hús sem byggt var um 1950 þegar menn ætluðu sér aö reka útgerð frá Flatey. Rekstur hússins gekk vel í tvö ár en þá hvarf fiskurinn af miðunum og síðan hefur frystihúsið að mestu staðið autt. í dag er einungis lítill hluti hússins nýttur af ábúendum í eyjunni. Um leið og ferðalangar ganga frá borði tekur Helga Harðardóttir leið- sögumaður á móti ferðamönnum og gengur með þeim um þann hluta eyjarinnar sem þeim er heimilt að ganga um. A vorin og fram eftir sumri er stór hluti eyjarinnar friðað- ur fyrir aUri umferð ferðamanna til að vernda hið viðkvæma og sérstæða fuglalíf hennar. Við göngum áfram og í átt að húsa- þyrpingunni á eyjunni eða þorpinu. Á leiðinni eru nokkur siglingamerki en stefnan er tekin á kirkjuna. Hún var byggð 1929 og er einkum merki- leg fyrir tvennt: Listamaðurinn Balt- asar skreytti hvelfmgu kirkunnar árið 1965 og lýsa myndirnar atvinnu- og menningarsögu eyjarinnar. Kirkj- an var ekki hituð i mörg ár og þvi skemmdust lofskreytingarnar fljót- lega og era nú á sumum stöðum mik- ið til flagnaðar af. Þegar gamla kirkjan í Flatey var rifin fannst milli veggja i kirkjunni Maríulikneski sem talið er um 900 ára gamalt. Er það nú til sýnis í kirkj- unni. Skammt frá kirkjunni stendur Bókhlaðan, byggð 1864, sú elsta Á sumrin dvelur tjöldi fólks í Flatey og þar er mikil paradis fyrir böm.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.