Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1989, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1989, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 1989. dv Fréttir Mikið gengissig að undanfómu: Fiskvinnslan enn rekin með halla „í grófum dráttum er fiskvinnslan enn rekin með einhveijum halla," sagði Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar. Eins og fram kom í DV í gær hefur gengi íslensku krónunnar sigið um 7 prósent á undanfornum tveimur mánuðum. Þórður sagði að á móti auknum tekjum fiskvinnslunnar af þessum sökum kæmi að sérstakri endurgreiðslu á söluskatti hefði ver- ið hætt 1. júní og auk þess hefðu verð- bætur á freðfisk verið lækkaðar úr 5 í 4 prósent. Samanlagt lækkaði þetta tekjur fiskvinnslunnar um 2 prósent. Auk þessa hefðu orðið ýmsar kostn- aðarhækkanir hér innanlands. Fis- kverð hefði til dæmis hækkað um 4,2 prósent í byrjun júní. „Þetta hefur reyndar mjakast dálít- ið í rétta átt en það er enn halli á greininni,“ sagði Þórður. Eins og margsinnis hefur komið fram í DV gáfu stjórnvöld forsvars- mönnum fiskvinnslunnar það loforð í samningaviðræðunum í lok apríl að útflutningsatvinnuvegunum yrði tryggð viðunandi rekstrarafkoma á samningstímanum. Samkvæmt um- mælum Þórðar Friðjónssonar hefur stjórnin ekki staðið við loforð sitt enn þrátt fyrir að hún hafi lækkað gengið um 7 prósent á samningstímanum. -gse Hin nýja deild Kaupfélags Borgfiróinga sem ber nafnið KB-Bónus. Rekstrar- aðili nýju Bónusverslananna krefst lögbanns á nafnið KB-Bónus. Bónus og KB-Bónus fyrir sýslumann: ísaldi hf. krefst lög- banns á nafnið KB-Bónus Fyrirtækið ísaldi hf. hefur krafist lögbanns á nafniö KB-Bónus, sem er nafn á nýrri afsláttarverslun Kaup- félags Borgfirðinga í Vöruhúsi Vest- urlands. ísaldi hf. rekur Bónusversl- animar sem opnaðar hafa verið að undanfomu. Jóhannes Jónsson í ís- aldi hf. telur nafnið KB-Bónus brjóta gegn lögmætum hagsmunum síns fyrirtækis. Báðir aðilar hafa tilkynnt merki sitt til vörumerkjaskrár, ísaldi á undan, en hvorugt merkið hefur þó verið skráð ennþá. Málið var tekið fyrir hjá sýslu- manni Mýra- og Borgarfjarðarsýslu í gær og er úrskurðar að vænta á næstunni. „Þessi verslun hjá okkur heitir alls ekki Bónus heldur KB-Bónus, eins og kemur vel fram í merki verslunar- innar. Bónus þýðir að mínu mati af- sláttarverslun. Þessi nýja verslun er deOd í kaupfélaginu - vörumarkaður sem rekinn hefur verið í mörg ár en nú með nýju sniði. Við teljum bónus- orðið alþjóðlegt orð sem notað er mjög mikið. í Þýskalandi heita sam- bærilegar verslanir til dæmis bónus eða súperbónus. Við emm ekki að skerða hagsmuni neins með þessu nafni og finnst ekki að hægt sé að fá einkarétt á nafninu bónus frekar en orði eins og afsláttur," sagði Þórir Páll Guðjónsson, kaupfélagsstjóri 1 Borgamesi, í samtali við DV. -hlh Verkfall hafnarverkamanna í BrefLandi: Minna flutt út af gántafiski Um helmingi minna af gámafiski var flutt út til Bretlands í síðustu viku en vanalega vegna yfirvofandi verkfalls hafharverkamanna þar en verkfalliö skall á síðastliðinn mánudag. í venjulegri viku fara utan um 600 til 800 tonn. í síðustu viku flutti skip Sambandsins um 300 til 350 tonn til Peterhead í Skot- landi og var flskurinn síðan keyrð- ur niöur til Humber-svæðisins. Ekki er enn ljóst hversu mikið verður flutt út í þessari viku. Eira- skip hefur uppi ráðagerðir um að flytja út gámafisk til hafna í Skot- landi og yrði sá fiskur síðan keyrð- ur niður á markaðina í Englandi. Verkfall hafnarverkamannanna nær til flestra en ekki allra hafna i Bretlandi. Það er stofnað til þess vegna lagasetningar sem feliir úr gildi æviráðningu hafnarstarfs- manna. Talið er að verkfallið geti farið út um þúfur þar sem ekki rík- ir full samstaða um það. Að sögn Hafsteins Ásgeirssonar hjá Skipaþjónustu Suðurlands í Þoriákshöfn, sem er einn stærsti útflytjandinn á gámum, hefur hann ekki hvatt menn til að leggja inn fisk til útflutnings hjá sér. Hann sagðist hins vegar ekki hafa trú á að verkfallið héldi lengi áfram. Ef það gerði það væri hins vegar hægt að finna hafnir sem ekki væru lam- aðar vegna verkfallsins og flytja fiskinn út þangað. Hjá Faxamarkaði í Reykjavík fengust þær upplýsingar að verk- fallið hefði ekki haft nein áhrif á framboð þar enn sem komið væri. Framboð hefði verið gott undan- farnar vikur og í síðustu viku hefði ekki mátt merkja aukið framboð þrátt fyrir helmingi minni útflutn- ing á gámafiski til Bretlands. Astæða þess getur meðal annars falist i því að margir þeirra báta sem selt hafa fisk í gámum eru langt komnir með kvóta sína. Þeir nafa þvi margir hætt veiöum þar til í haust að verð tekur aö hækka ytra. -gse PHILCO^ PHIUPSt 1 1 ■’ ' i y v ^ sa PHiLiPS ARG 176 Kælir: 170 Itr. Frystir: 10 Itr. (") Samtals: 180 Itr. PHILIPS ARG 191 Kælir: 255 Itr. Samtals: 255 Itr. -----55 í PHILIPS ARG 259 Kælir: 179 Itr. Frystir: 45 Itr. Samtals: 224 ttr. PHILCO FR240 Kælir: 223,5 Itr. Frystir: 16.5 Itr. Samtals: 240 Itr. PHILIPS ARG 273 Kælir: 307 Itr. Frystir: 30 Itr (") Samtals: 370 Itr. ------59.5 — PHILIPSARG275 Kælir: 245 Itr. Frystir: 65 Itr. Samtals: 310 Itr. veraáftííí œ PHILIPS ARG 278 Kælir 310 ttr. Frystir: 100 Itr. Samtals:410ltr. 55 — PHILCO FR 260 Kælir: 210 Itr. Frystir: 50 Itr. Samtals: 260 Itr. PHILIPS ARG 284 Kælir: 270 Itr. Frystir: 120 Itr. Samtals: 390 Itr. PHILIPS ARG 710 Kælir: 246 Itr. Frystir: 24 Itr. Samtals: 270 Itr. Útsölustaðir: K.F. Borgfirðinga Borgamesi Póllinn ísafirði K.F.V. Húnvetninga Hvammstanga K.F. Húnvetninga Blönduósi K.F. Skagfirðinga Sauðárkróki PHILIPS ARG 274 Kælir: 210 Itr. Frystir: 55 Itr. Samtals: 265 Itr. Aðalbúðin Siglufirði Akurvík Akureyri Bókav. Þ. Stefánssonar Húsavík Elís Guðnason Eskifirði Mosfell Hellu Samkaup Njarðvíkum PHILIPS ARG 283 Kælir:210ltr Frystir: 170 Itr. Samtals: 380 Itr. PHILCO FR 320 Kælir: 280 Itr. Frystir: 50 Itr. Samtals: 330 Itr. GS> Heimilistæki hf • SætúniS • Kringlunm • SIMI691SOO SIMI691S20 ’rw'T 1/áetowbSveýýVtíle^ísaMtuKjfim PHILIPS 265 Kælir: 235 Itr. Frystir: 65 Itr. Samtals: 300 Itr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.