Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1989, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1989, Blaðsíða 10
M.®VIKUDAGURr12,,J^.^§9, 10 Útlönd North áfrýjar „Er óhætt að faka með sér aðstoðarmann?“. Túlkun Luries á dómnum yfir North. Fyrrum embættismaður þjóöaröryggisráðs Bandaríkjanna. Oliver North, kvaðst í gær ætla að áfrýja dómnum sem hann hlaut vegna aðild- ar aö Iran-kontra hneykslinu. Orörómur haíði veriö á kreiki um aö North myndi ef til vill ekki láta veröa af hótun sinni um að áfrýja eftir að hann í síðustu viku slapp við fangelsisdóm. North hlaut skilorðsbundinn dóm, sekt upp á 150 þúsund dollara auk þess sem honum var gert að vinna tólf hundruö klukkustund- ir 1 þegnskylduvinnu. North var fundinn sekur um aö hafa eyðilagt leynileg skjöl, reynt að hylma yfir vopnasölu til írans og fiutningi ágóðans til kontraskæruliða í Nicaragua. Palestínskt nýra í gyðing Fjölskylda palestínsks drengs af Gazasvæðinu, sem lést þegar bygging hnmdi yfir hann, hefur gefið gyöing og araba nýru hans. Skýrt var frá þvi í dagblaöi í gær aö faðir drengsins hefði heimilað nýrnaflutninginn eför að reynt haföi verið í þrjá daga en án árangurs að halda lífi í drengnum. Rollunum sleppt Kaupmenn i Paris reyna aö græða á öllu sem tengja má byltingaraf- mælinu. Þessi Parisardama kynnir hér byltingarsmokka. Simamynd Reuter Stiórnendur hátíðahaldanna vegna byltingaraftnælisins í París hafa ákveðið aö hætta við skrúðgöngu þúsund kinda eftir breiðgötunni Champs-Blysées á fóstudaginn. Hugmyndin ura að hafa með rollur var ein af mörgura skringilegum sem litið hafa dagsins ljós við skipulagningu hátíðahaldanna. Búist er við að ein milfjón manns muni koma til að horfa á skrúð- gönguna eftir írægustu breiðgötu Parisar á föstudagskvöid. Áhyggjur vegna stjórnarkreppu Bandaríkjastjórn hefur tjáð sljórnmálaleiðtogum í ísrael að hun vonist til að Verkamannaflokkurinn segi sig ekki úr samsteypustjórninni. Þetta kom fram í dagblaöinu New York Times í morgun. Haft var eftir ónafttgreindura bandarískum embættismönnum að banda- risk yfirvöld óttuöust að ef Verkamannaflokkurinn færi úr stjóminni myndi það grafa undan tilraunum til að koma á kosningum meöal Palest- ínumanna á herteknu svæðunum. Bandarísk yfirvöld álíta að kosning fulltrúa Palestínumanna sé besta leiðin til að koma á samningaviðræðum milliþeirraogísraela. Keuter Heppinn ökumaður vörubil sem reyndi aö komast undir brú en mistókst. simamynd Reuter höfninni í Leeds í gær þar sem öll starfsemi lá niðri eftir aö verkfall hafnarverkamanna skall á. Stmamynd Reuter . 1 I rí .. I -•■v, / j L Ak. | , T , I J 1 ' 1 h KJ., - * - J í A Jl A 1 Hafnarverkfall í Bretlandi Verkfall breskra hafnarverka- manna skall á í gær og vöruðu leið- togar þeirra við að það gæti staðið yfir í sex mánuði. Embættismenn segja að það myndi ekki hafa áhrif á efnahag landsins. Boðað hafði verið til verkfalls í sex- tíu höfnum þar sem ekki er lengur í gildi samningur við yfirvöld um ævi- langa ráðningu rúnúega níu þúsund hafnarverkamanna. Gerðar voru ráðstafanir til að beina flutningum um fjöratíu hafnir þar sem ekki hafði verið boðað til verkfalls. Viðræður milh talsmanna ríkis- reknu járnbrautanna og félags járn- brautarstarfsmanna fóra út um þúf- ur í gær og því búist við að sólar- hringsverkfall starfsmanna myndi lama samgöngur um Bretland í dag í fjóröa skiptið á einum mánuði. Reuter Skæruliðar hafna vopnahléi Afganskir skæruliðar höfnuðu í gær fiögurra daga einhliða vopnahléi stjómarinnar í Kabúl samtímis því sem þeir tfikynntu um gagnárás á bækistöð sem þeir misstu í hendur stjómarhermanna í síðustu viku. Najibullah forseti hafði boðað til vopnahlésins frá og með miðnætti síðastliðna nótt í tilefni pílagríma- ferðarinnar til Mekka. Sögðu tals- menn skæraliða að þeirra hátíðahöld myndu fara fram þegar stjórn múha- meðstrúarmanna væri tekin viö af Najibullah. Talsmaður stjórnarinnar í Kabúl sagði að afganskir hermenn hefðu rétt til að verjast árásum á meðan á vopnahlé stendur. Heimildarmenn úr röðum skæra- liða sögðu að stjórnarhermenn hefðu á mánudagskvöld gert árásir til aö ofna aftur þjóðveginn milh Kabúl og Jalalabad sem skæruliðar hafa haft á valdi sínu frá 4. júlí. í gær neituðu skæruhðar ábyrgð á dauðsföllum óbreyttra borgara í eld- flaugaárásum skæruliða á Kabúl á mánudag. Yfirvöld segja að þrjátíu manns hafi látið lífið og hundrað sextíu og sjö særst. í yfirlýsingu frá skæraUðum segir að þeir hafi ein- ungis skotið á vopnageymslu. Eld- flaugarnar, sem hæft heföu íbúðar- hverfi, hefðu verið frá hemum. Reuter Sir Laurence Olivier lést í gær, 82 ára að aldri Símamynd Reuter Sir Olivier látinn Breski leikarinn Sir Laurence Olivier lést í gærdag, áttatíu og tveggja ára að aldri. Sir OUvier hafði háð harða og langa baráttu við krabbamein og hjartveiki. Að sögn umboðsmanns hans lést Sir OUvier í svefni. Sir Olivier var einn þekktasti leik- ari Breta. Á sextíu ára ferU lék hann hvort sem var á sviði eða á hvíta tjaldinu. Hann tók þátt í uppfærslum á 121 leikhúsverki og lék í 58 kvik- myndum. Fyrir kvikmyndaleik sinn hlaut hann tvenn óskarsverðlaun. Yngri kynslóðin man hann best í kvikmyndum eins og Marathon Man frá árinu 1975 eða Jazz Singer frá árinu 1980. Olivier var án efa best þekktur fyr- ir túlkun sína á Shakespeare. Segja margir gagnrýnendur að túlkun hans á verkum meistarans hafi verið hápunktur leikferUs hans og að eng- inn, hvorki fyrr né síðar, geti leikið slíkt eftir. Eftir því sem heUsu hans hrakaði dró Sir Olivier sig æ meir í hlé frá leikhúsinu en hélt þó áfram að leika í kvikmyndum. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.