Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1989, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1989, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 1989. 15 Tómatahaugar Því sem ekki stenst gæðakröfur er hent. Þegar ég var í útlandinu fór ég oftast vikulega á grænmetis- útimarkaðinn í næsta nágrenni. Þá var stór innkaupakerra fyllt af alls konar grænmeti og ávöxtum sem endast átti vikuna fyrir íjölskyld- una. Það var veisla í höllinni á hverjum degi. Það var alltaf aug- lýst einhver tegund á tilboðsverði og fór það eftir því af hverju var mesta framboð hverju sinni. Hvað var ræktað mest. Það voru líka til margir flokkar af mismunandi góðu grænmeti. Ekki síst tómötum. Það var 1. flokkur, 2. flokkur og 3. flokkur sem maður notaði þá mest í salat(og var alveg hræódýr. Hollustufæðan vart kaupandi Mikið skýtur það skökku við að hér heima á Fróni, þar sem við ís- lendingar erum ailir orðnir meiri og minni grænmetisætur, skuli þessi hollustufæða yfir hásumarið vera svo dýr að hún er vart kaup- andi. Ég var að lesa grein í Mogganum þar sem forráðamenn Sölufélags garðyrkjumanna láta hafa það eftir sér að þeir vilji selja allt grænmeti sem kemur í hús. Það sé sárast fyr- ir framleiðandann ef því er lient enda sé hann búinn að strita yfir þessu í vetur. Þeir halda því fram að neytendur verði að treysta því að verðið fylgi framboðinu vegna KjaUaiiim Erna V. Ingólfsdóttir hjúkrunarfræðingur þess að menn sem framleiða vöru séu ekki að því til þess að henni sé hent heldur til þess að hún sé not-' uð. Menn eru ekki að eyða hálfsárs- vinnu í eitthvað sem hent er á haugana. Svo bæta forráðamenn Sölufé- lagsins við. „Við höfum hins vegar ákveðnar gæðakröfur og því sem ekki stenst þær er hent. Markaður- inn í sumar hefur hins vegar sjald- an hagað sér eins einkennilega. Þrátt fyrir verðlækkanir hefir ekki verið um aukið sölumagn að ræða og sem dæmi um það seldist senni- lega minna af tómötum, t.d. núna á 150 krónur, en rétt fyrir hvíta- sunnuhelgina á 270 krónur.“ Ég bara spyr si svona. Er þetta nú einhver mælikvarði á sölu á tómötum? Hvítasunnan er löng helgi og þá eyðir fólk kannski ofur- htið meira fyrir sjálft sig en eha. Tómatar voru meira nýnæmi þá en nú og sem betur fer hefur annað grænmeti en tómatar lækkað ofur- htiö í verði núna eins og t.d. kína- kál. Gúrkur voru líka á sæmhega góðu verði. Við grænmetisætur tökum eftir þessu og það þarf eng- inn að segja mér að ekki hafi veriö selt meira af gúrkum þegar þær voru á þokkalega lágu verði en nú þegar verðið hefur aftur farið upp. Myndi ekki rýra söluna Haldið þið nú ekki, kæru forráða- menn, að við myndum kaupa þriðja flokks tómata í salatið okkar væru þeir á hóflegu verði? Það myndi ekki rýra neina sölu á tómötunum ykkar sem sneiddir eru ofan á brauð eða notaðir á annan hátt. Við grænmetisætumar (með meiru) myndum hiklaust kaupa þriðja flokks tómata á 80-100 krón- ur kílóið auk þeirra tómata sem væru seldir á 260 krónur kílóið. Það er ekki hægt að bera grænmeti saman við aðra fæðu. Þar sem lög- máhð er: Því meira sem þú borðar því gildari verður þú. Menn gildna bara sárahtiö, ef nokkuð, viö meira grænmetisát og meltingin verður betri. Þessar ákveðnu gæðakröfur, þetta ákveðna vit, sem forráða- menn af öllu tagi þurfa að hafa fyr- ir fólki, segir: „Ef tómatar eða ann- að grænmeti stenst ekki ákveðnar gæðakröfur fer það á haugana hvað sem tautar og raular.“ Góðir háls- ar, forráðamenn. Skoðið þið bara kassana sem eiga að innihalda 1. flokks tómata. Tínið þið sjálfir úr þeim fyrsta flokks tómatana, 2. flokks tómatana og 3. flokks tómat- ana og sjáið hvað selt er á fullu verði sem 1. flokks vara. Skyldi vera þarna eitthvað innan um sem ekki stenst gæðakröfur? Skemmir það ekki innihaldið í öllum kassan- um? Er þetta þá bara ekki allt sam- an haugamatur? Gefið þið okkur tækifæri til aö velja og hafna sjálf. Leyfið okkur að treysta því að verðið fylgi fram- boöi. Gerið þið verulegt átak og seljið grænmeti á mjög lágu verði. Grænmeti sem þið annars hendið á haugana. Þið getið veriö vissir um að sala á grænmeti eykst held- ur en hitt. Veitið okkur þann lúxus að geta haft ódýrt grænmeti í allan mat. Með lágu verði eykst át á grænmeti og þið seljið helmingi meira. Erna V. Ingólfsdóttir Það er ekki hægt að bera grænmeti saman við aðra fæðu.“ Hverju skal trúa? Þá er páfinn kominn og farinn en eftir situr íslensk þjóð með ríkis- rekna kirkju, presta og preláta sem' halda afram að boða orð Bibhunn- ar. Á tímum upplýsingar, mennt- unar og velmegunar hafa áhrif kirkjunnar manna á daglegt líf dvínað til muna. Þeir eru varla orðnir annað en skrautbrúður sem segja nokkur vel vahn orð á hátíð- arstundum. í raun má segja að ís- lendingar séu orðnir afhuga kirkj- unni því kirkjusókn er dræm og aðeins örfáir hta á Biblíuna sem heilagan sannleika. Þeir eru þó of fáir sem hafa stigið skrefiö til fuhs og sagt sig úr þjóð- kirkjunni eða viöurkennt að þeir séu trúlausir. Líklega vilja það fæstir því það er svo hentugt aö eiga guð í rassvasanum ef í nauð- irnar rekur og hann er svo ljóm- andi huggulegur á tyhidögum. Hvort þessi guð er Guð Biblíunnar eða ekki er aukaatriðið í hugum fólks. Auk þess er afstaða trúleys- ingjans ekki betur skihn en svo að hann er annaðhvort álitinn eitt- hvað skrítinn eða hreinlega vondur maður og siðlaus. Alvarleg hugsun sjaldgæf Alvarleg hugsun um eilífðarmál- in er nefnilega sjaldgæf hér á landi og í því felast bæði kostir og gallar. Kostirnir eru þeir að kirkja og trúarofstæki á erfitt uppdráttar en galhnn er sá að án ígrundunar get- um við ekki losað okkur endanlega við þessa óþörfu og skaðlegu hug- mynd um æðri veru. Það má þó segja fólki til afsökunar að forsend- ur til alvarlegrar íhugunar um trú- mál eru ekki fyrir hendi á íslandi því allur málflutningur um trúmál er einhhða, hér heyrist aðeins mál- staður kirkjunnar sem í margar aldir var einráður kúgari. Að ráðast gegn slíkri stofnun er ekki að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur og því láta flestir kyrrt liggja. En í eilífðarmálunum gUdir ekkert hálfkák, hvorki hjá einstakhngum eða þjóð. Annað- hvort er alvara á bak við trúaijátn- ingu eða ekki. Þegar páfi var á Þingvöllum þuldu kirkjunnar menn upp nýj- ustu útgáfu af Níkcujátningunni. En það verður aö teljast líklegt að KjaUarinn Reynir Harðarson áhugamaður um íslenska sögu, menningu og reisn ekki hafi allir hlustendur getað sagt með hreinni samvisku að þeir trúi þeim ósköpum sem í henni fel- ast. En kannski var enginn að hugsa um innihald textans sem fluttur var. Athöfnin á Þingvöllum og öll heimsókn páfa var jú fyrst og fremst umbúðirnar, bæði í fjöl- miðlum og hugum fólks. Ég þykist vita að til eru þeir menn sem trúi að til hafi verið maður að nafni Jesú fyrir 2000 árum, þó lík- legra sé að svo hafi ekki verið. Og að sumir trúi því jafnvel að hann hafi verið getinn af anda en ekki orðið til líkt og náttúran býður. Af bhndri trúgirni halda þeir hörð- ustu að píndur og grafinn hafi þessi sami maður þremur dögum síðar risið upp frá dauðum og stigið upp til himna. En ég á bágt með að halda að slíkt sé algengt hér á landi, a.m.k. meðal yngra fólksins. Menn líta á ’Jesú fýrst og fremst sem ágætis náunga, sem boðaði við- kunnanlega siðfræði, en ekki guð- lega veru. En ég skal hundur heita ef þeir eru margir sem fahast á það ótrú- legasta og ógeðfelldasta í þessari játningu sem kirkjunnar menn smíðuðu, að menn bókstaflega trúi á hehaga og almenna kirkju! Hafi menn nokkra nasasjón af gjörðum kirkjunnar í gegnum aldimar og snefil af sjálfsvirðingu geta menn ekki játað trú á þá stofnun. Til að menn geti endurmetiö hvað felst í Níkeujátningunni er rétt að lesa hana. Að vísu er þetta leiðinleg lesning nema menn gæti að því að frekar líkist hún galdraþulu frum- stæðra manna en heimsmynd upp- lýstra nútímamanna. Skoði menn játninguna í því ljósi er nefnilega dáhtið skoplegt að sjá fyrir sér fyr- irmenn þjóðarinnar sitja undir þessari bábilju skrúðklæddra far- ísea. Hingað og ekki lengra Það er timi til kominn að menn rísi upp og segi hingað og ekki lengra. Við eigum ekki að láta draga okkur á asnaeyrunum öllu lengur. Kirkjan hefur aldrei þurft að standa fyrir máh sínu hér á landi, katólskunni var þröngvað upp á okkur af Noregskonungi og lúterskunni af Danakonungi. Nú þegar við erum loksins orðin sjálf- stæð þjóð ber þjóðkirkjunni að sýna fram á tilverurétt sinn. Er guð tÚ? Og hversu áreiöanleg er Bibl- ían? Það fer illa á því að hlaða fiár- munum undir eina kirkju og trú en boða jafnframt trúfrelsi í landinu. Það er tvískinnungur af versta tagi og er illt afspurnar. í fyrsta lagi þarf að meta hvort nokkur trúarbrögð eigi rétt á al- mannafé. Er ástæða til þess að rík- isstjórnir þessa heims séu að skipta sér af því hvaða væntingar þegnar þeirra hafi um næsta heim eða íhlutun æðri máttarvalda í þess- um? Getur ríkisstjórn gert upp á „Það er undantekning ef trúleysingi kveður sér hljóðs og gagnrýnir trú og kirkju.“ „Hvert sem litið er má sjá kirkjur gnæfa við hirnin." milli trúarbragða svo vit sé í? A hvaða vogarskál ber að láta trúar- brögðin svo að við fáum séð hver þeirra eru heppilegust eða hvort þau eru óþörf með öllu? í öðru lagi þurfum við að meta kristnina. Islendingar hafa verið kristnir, að nafninu til, í 990 ár. Líf hvers manns er svo mengað af áhrifum kristninnar að hann á erf- itt með að meta hana á raunsæjan hátt. Sem börn erum við skírð og fermd, við sjáum presta gefa saman hjón og jarða þá látnu og allar helstu hátíðir barnshugans eru tengdar þessari trú. Hvert sem htið er má sjá kirkjur gnæfa við himin. Auk þessa virðist æðsta stjórn landsins ekki treysta sér til að hefia þingstörf fyrr en hún hefur setið, undir áminningu prestastéttarinn- ar sem hún eltir síðan úr dómkirkj- unni í þinghúsið. Börn reka upp stór augu Það er undantekning ef trúleys- ingi kveður sér hljóðs og gagnrýnir trú og kirkju. Svo hljótt er um þessa menn að börn reka upp stór augu ef þau heyra að shkir menn séu til. Ef menn heyra sýknt og heilagt aðeins aðra hhð málsins er ekki von á því að margir leiti að hinni hliöinni. í shkri stöðu er ofur eðlilegt að 92% þjóðarinnar séu enn í þjóðkirkjunni. Þessu má líkja við trú fólks á stjörnuspeki, miðla, fljúgandi furðuhluti, skrímsl, andalækning- ar og þess háttar. Enda voru það kirkjunnar menn sem komu inn í landið trú á alls konar hindurvitni í dýrhngasögum sínum. Hafi fólk ekki aðgang að óbijáluðum skrif- um er sýna fram á blekkinguna sem meðmælendur þessarar vit- leysu fá stöðugt að halda fram er ekki nema von að fáir verði til þess að sjá í gegnum hana. Fari menn í bókabúð eru hihurnar fuhar af bókum sem segja frá hinum villt- ustu fiarstæðum líkt og þar væri hehagur sannleiki á ferðinni en þrátt fyrir dauðaleit finnst ekki ein einasta bók sem bendir á blekking- una að baki. Slíkar bækur eru þó th pn einhverra hluta vegna virðast þær ekki hljóta náð fyrir augum bókakaupmanna. Eins er um trú- máhn. Hvert sem htið er eru bækur og sjónvarpsþættir sem lofa og hyha kristna trú en hinn málstað- urinn er furðulega fyrirferðarhtill. En þrátt fyrir þetta veröum við að krefiast þess af okkur sjálfum og ríkisvaldinu að metið sé nú upp á nýtt hvort það beri að halda kristni sem ríkistrú (eða öllu held- ur þjóðtrú). Er ekki tími til kominn að rífa af sér ok vanans og helgi- slepjunnar og hta gagnrýnum aug- um á trúna og hennar fylgifiska? Ég enda þetta erindi mitt á vísu Þorsteins Erhngssonar sem lýsir mætavel minni reynslu af hindur- vitnum samtímans: Ég veit þó sitt besta hver vinur minn gaf og vhjandi blekkti mig enginn; en til þess að skafa það allt saman af er ævin að helmingi gengin. Reynir Harðarson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.