Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1989, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1989, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 1989. 7 Fréttir Umsóknir Vestfirðinga í almenna húsnæðislánakerfinu: Þriðjungur sækir um til að kaupa eða byggja í Reykjavík Ef umsóknir manna til kaupa eða nýbygginga í almenna húsnæðis- lánakerfinu eru skoðaöar sést að aðeins 65,3% þeirra Vestfirðinga, sem sækja um lán í þessu kerfi, ætla' í raun og veru að byggja eða kaupa á Vestfjörðum. Því sem næst allir hinir sækja um lán til að byggja eða kaupa húsnæði í Reykjavík. Þessar tölur eru unnar upp úr skrám Húsnæðisstofnunar ríkisins um umsóknir frá 1. sept- ember 1986 til 31. desember 1987. Nýrri tölur hafa ekki verið unnar. Þessa sömu tilhneigingu má einnig greina í öðrum landshlutum og er næsta algengt að um þriðj- ungur umsókna landsbyggðar- manna sé til kaupa eða byggingar á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Norðurland eystra sker sig þó úr. Þá má geta þess að í húsnæðis- könnun, sem gerð var á síðasta ári fyrir Húsnæðisstofnun, kom í ljós að 5% landsbyggðarbúa eiga íbúð á höfuðborgarsvæðinu en 3% höf- uðborgarbúa eiga íbúð á lands- byggðinni. í sömu könnun kom í ljós að 75% höfuðborgarbúa telja of lítið framboð vera á verka- mannabústöðum og öðru félagsleg- um húsnæði í sínu byggðarlagi. Á landsbyggðinni telja um 60% íbúa slíkan skort vera í sínu byggðarlagi eða nokkru færri en í höfuðborg- inni. Ástæðan fyrir því að sérstaklega er litið á Vestfirðinga hér er sú að þeir hafa mjög kvartað yfir að bera skarðan hlut frá borði við úthlutun úr félagslega kerfinu. Þegar hins vegar er skoðaður hugur þeirra sjálfra til húsakaupa og húsbygg- inga á Vestfjörðum kemur í ljós að þriðjungur þeirra kýs að fjárfesta á höfuðborgarsvæðinu frekar en í heimabyggðinni. Af þeim Vestfirðingum sem ætl- uðu að kaupa húsnæði, og er þá áfram vísað til umsókna frá áður- greindu tímabili, ætluðu 33,1% að kaupa í Reykjavík eða á Reykja- nesi. Umsóknir tii nýbygginga voru færri en 24,2% Vestfirðinga ætluðu að byggja í Reykjavík eða á Reykja- nesi. -SMJ Félagslegar íbúðir: Hlutfallslega f lestar eru á Vestfjörðum - fæstar á Suðurlandi og Reykjanesi Samkvæmt tölum, sem koma fram í skýrslu vinnuhóps um félagslega húsnæðisláncikerfið, sem skilaði nið- urstöðu á fyrri hluta árs, þá eru fé- lagslegar íbúðir flestar á Vestfjörð- um. Sem hlutfall af heildaríbúðafjölda á Vestfjörðum eru þessar íbúðir 9,48%. Tekur nefndin reyndar fram að þetta hlutfall sé jafnvel enn hærra vegna þess að skráningu félagslegra íbúða sé ábótavant á ísafirði. Að undanfómu hafa heyrst kvart- anir út af úthlutun Húsnæðisstofn- unar í síðustu viku og hafa sveitar- stjómarmenn á Vestfjörðum talið óréttlæti felast í úthlutuninni. Sam- kvæmt þessum tölum virðist hlut- deild Vestfirðinga vera bærileg þegar á heildina er litið. Meðaitalshlutfall félagslegra íbúða fyrir landið allt er 5,94%. Fæstar em félagslegar íbúðir sem hlutfall af heildaríbúðafjölda á Suð- urlandi, 2,94% af öllu íbúðarhús- ' næði, og á Reykjanesi 3,07%. Ef mið- að er við félagslegar íbúðir á hveija þúsund íbúa þá er þetta hlutfall lægst á Reykjanesi, 9,39%. Hlutfali félagslegra íbúða er næst- hæst á Norðurlandi vestra, 8,09%. í 3. sæti er Austurland með 8,03%. Reykjavík er í 4. sæti með 7,34%. í 5. sæti er Norðurland eystra með 6,26%. Á Vesturlandi er þetta hlut- fall 4,15%. Samkvæmt nýlegri tilkynningu Húsnæðisstofnunar hafa verið byggðar um 6.500 félagslegar íbúðir síðan lög um Byggingasjóð verka- manna voru samþykkt fyrir 60 árum síðan. Á árunum 1965 til 1987 vom byggðar 42.000 íbúðir hér á landi. Þar af voru byggðar um 6.000 félagslegar íbúðir eða rúm 14% íbúðabygginga. -SMJ Flugvélin utan brautar á Fagurhólsmýri, DV-mynd Einar Rúnar Sigurðsson Flugvél ráðherranna fór út af brautinni Flugvél Landhelgisgæslunnar lenti á flugvelhnum á Fagurhólsinýri í Öræfum um kl. 14 sl. föstudag til að ná í sjávarútvegsráðherra íslands og Vestur-Þýskalands, Halldór Ás- grímsson og Wolfgang von Geldem, en þegar snúa átti vélinni við á braut- inni lenti hún út í lausum kanti og fór út af flugbrautinni. Ekki urðu slys á fólki eða skemmdir á flugvél- inni. Það þurfti að fá dráttarvél til að draga véhna aftur upp á brautina og tók þetta tilstand um tvær klukku- stundir. Einnig var jeppi með í drætt- inum. Rignt hafði fyrr um daginn og var jarðvegur gljúpur í kantinum þar semvélinfórútaf. -hsím Sauðárkrókur: Prestvlgsla á Hólum: Kosið um húsvörð í bæjarstjórninni Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkráki: Á fundi bæjarstjórnar Sauðár- króks nýlega var kosið leynilegri kosningu á milli umsækjenda um starf húsvarðar við gagnfræðaskól- ann. Venjulega liggja úrslit í shkum málum fyrir áður en til afgreiðslu bæjarstjórnar kemur en svo var þó ekki að þessu sinni. Umsækjendur um starfið voru sex og taldi skólanefnd þá aha hæfa tU starfans en lýsti sig fylgjandi því að trésmiður yrði ráðinn. Bæjarráð tók tiUit til ábendingar skólanefndar og trésmiðirnir Hreinn Jónsson og Sverrir Valgarðsson fengu hvor sitt atkvæðið í bæjarráði, einn bæjar- ráðsmanna sat hjá. í kosningunni í bæjarstjórn hlaut Sverrir síðan sex atkvæði á móti þremur og var því rétt kjörinn til starfsins. Á mettíma til Gjögurs Regína Thorarensen, DV, Gjögri: Gott veður hefur verið hér undan- farna daga, 9-11 stiga hiti og sól. Ég kom hingað tU Gjögurs 5. júlí ásamt tíu ára kaupamanni mínum í nýju Arnarflugsvéhnni sem er alveg dá- samlegt farartæki. Beingul að innan í lofti og á hhðum með rauðum sæt- um, svo hlýleg. GreinUegt að far- þegum leið vel í flugvéhnni og voru montnir að fljúga með henni. Þor- steinn Jónsson var flugstjóri, traust- vekjandi eins og allir flugmenn Arn- arflugs. Flugtíminn frá Reykjavík til Hólmavíkur tók 37 mínútur og eftir stuttan stans var flogið frá Hólmavík til Gjögurs á sjö og hálfri mínútu. Það er fljótasta ferð sem ég hef farið til Gjögurs en undanfarin 10 ár hef ég alltaf flogið þangað og þá með Arnarflugi. Fimmta vigslan á þessari öld Séra Kristján Björnsson, sóknar- og séra Guðni Þór Áraason, pró- prestur í Breiðabólstaðarpre- fastur á Melstað í Miðfirði. stakalh í Ilúnavatnsprófastsdæini, Séra Kristján Björnsson mun var vígður í Hóladómkirkju í þjóna í fjórum kirkjum. Þær eru á Hjaltadal á sunnudag. Séra Sigurð- Breiðabólstað, Víðidal, Vesturhópi ur Guðmundsson vígslubiskup og Vatnsnesi. vígði Kristján. Séra Einar Sigur- Séra Kristján mun vera fimmti björasson lýsti vígslunni. Vígslu- guðfræðingurinn og sá þriðji núlif- vottar voru séra Svavar Jónsson, andi sem vígður er í Hóladóm- sóknarprestur á Ólafsfirði, en hann kirkju á þessar öld. Hinir núlifandi þjónaði fyrir altari, séra Ágúst Sig- prestarnir era séra Svavar Jónssbn urðsson, sóknarprestur á Prest- en hann var vígöur 1986 og séra bakka í Hrútafirði, séra fiöálmar Ágúst Sigurðsson sem var vígður Jónsson, prófastur á Sauðárkróki, 1965. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.