Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1989, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1989, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 1989. 11 Utlönd Leiðtogafundur sjö helstu iðnríkja heims: Skuldabyrði þróunar- landa efst á baugi Bush Bandarikjaforseti og Thatcher, forsætisráðherra Breta, eru meðal þeirra sem taka þátt í leiðtogafundi sjö helstu iðnríkja heims sem hefst í París á föstudag. Simamynd Reuter Gífurleg skuldabyrði þróunar- landa mun án efa bera hæst á leið- togafundi sjö helstu iðnríkja heims sem hefst í París á föstudag. Frétta- skýrendur telja að leiðtogamir muni leita eftir pólitískri samstöðu um nýja greiðsluáætlun þróunar- landanna sem Nicholas Brady, ijár- málaráðherra Bandaríkjanna, hef- ur lagt fram. Himinháar fjárhæðir í greiðsluáætlun Bradys er gert ráð fyrir nokkrum afskríftum lána banka og annarra lánastofnana til þróunarlanda en þau nema 1,3 bil- ljónum dollara. Það svarar til 75 billjóna íslenskra króna, þ.e.a.s. 75 miiljóna milljóna. í áætluninni er gert ráð fyrir að bankar og lánastofnanir falh frá hluta krafna sinna en í staðinn gefi skuldaþjóðimar út skuldabréf með tryggari veðum. Áætlunin hefur mátt sæta nokk- urri gagnrýni. Segja sumir banka- menn að sú upphæð sem veija á til hennar á næstu ámm sé allt of lítil. Brady kveðst aftur á móti full- viss um gildi hennar og sagði í síð- ustu viku að flest fjölþjóðafyrir- tæki heföu þegar veitt samþykki sitt. Málefni Mexíkó Brady kynnti greiðsluáætlun sína fyrir nokkram mánuðum og ef því enji engin reynsla komin á framkvæmd hennar. En nú má búast við einhverjum breytingum þar á og munu málefni Mexíkó reynast fyrsta prófraunin. Mexíkó skuldar erlendum banka- stofnunum bæði langtíma- og skammtímalán, rúmlega fimmtíu milljarða dollara. Samningavið- ræður um greiðsluáætlun hafa staðið mánuðum saman án árang- urs. Nú virðist sem samningar séu í sjónmáh, samningar sem gera ráð fyrir 35 prósent afskriftum frá hendi bankastofnana. Náist slíkt samkomulag fyrir fundinn í París mun það reynast áætlun Bradys mikill styrkur. • Frekari vandkvæði Staða tveggja af skuldugustu þjóðum heims, Brasilíu og Argent- ínu, era ekki beint upplífgandi fyr- ir leiðtogana sjö. Brasilía frestaði nýverið greiðsl- um erlendra lána og í Argentínu lýsti hinn nýi efnahagsráðherra landsins, Miguel Roig, því yfir á sunnudag að landið væri í raun gjaldþrota. Þar í landi era erlendar skuldir upp á 3,5 milljarða dollara þegar gjaldfallnar. í heimalöndum leiðtoganna, Bandaríkjunum, Japan, Vestur- Þýskalandi, Frakklandi, Bratlandi, ítahu og Kanada, virðist efnahags- lifið standa nokkuð stöðugt. í Bandaríkjunum hefur hagvöxtur nú staðið í nokkur ár og vextir hafa lækkað. Verðbólga er á mi- sjöfnu stigi í löndunum sjö en allir era leiðtogamir sammála um að ihalda verði henni í skefjum. En leiðtogamir munu ræða fleira en skuldabyrði þróunarlanda. Bú- ast má við sameiginlegri yfirlýs- ingu þeirra um ástandið í Kína í kjölfar fjöldamorðanna á Torgi hins himneska friðar í síðasta mán- uði. Þá verða umhverfismál einnig ofarlega á baugi. Telja fréttaský- rendur að samningar um björgun regnskóganna, sem nú eru í mikilli hættu, sem og samningar um sam- eiginlegar rannsóknir á hættum, er steðja aö vistkerfi jarðar, náist á fundinum. v Reuter Nlartröð öryggisvarðanna Á föstudag rennur upp hápunktur hátíðahaldanna í Frakklandi í til- efni 200 ára afmæhs frönsku bylt- ingarinnar. Þann dag byrjar einnig leiðtogafundur sjö helstu iðnríkja heims í París. Þar með hefst mar- tröð franskra öryggisvarða sem og lífvarða þrjátíu þjóðarleiðtoga. Þrjátíu leiðtogar A föstudag verða þrjátíu þjóðar- leiðtogar saman komnir í París. Era þeir þar ýmist til að taka þátt í hátíðahöldunum eða leiðtoga- fundi helstu iðnríkja heims. Frakklandsstjóm hefur mátt þola mikla gagnrýni vegna tímasetning- ar þessara tveggja atburða. Segja margir Frakkar að nú hafi hátíða- höldunum verið breytt í martröð. Yfirvöld hrista aftur á móti slíka gagnrýni af sér. Fjögur hundrað og áttatíu franskir öryggisverðir vakta hvert skref leiðtoganna, maka þeirra og ráðherra, alls sextíu og sex manns. Auk þess koma flestir leiðtoganna með sína eigin öryggisverði. Það verður því ekki skortur á öryggis- vörðum í Frakklandi næstu daga. Engir opnir bílar Bush Bandaríkjaforseti, Thatch- er, forsætisráðherra Breta, ásamt leiðtogum Indlands, Pakistans, Fihppseyja og Egyptalands munu eiga nokkuð sameiginlegt þegar þau koma til Parísar; af öryggisá- stæðum verður þeim öllum bannað að aka um í opnum bílum. Frönsku öryggisverðirnir vona að enginn leiðtoganna taki upp á þvi að tölta um meðal almennings eins og Gorbatsjov Sovétforseti tók upp á þegar hann var í heimsókn þar í landi eigi alls fyrir löngu. „Gorbatsjov heföi reynst auðvelt skotmark," sagði einn franskur lögreglumaður. „Slíkar gönguferð- ir eru martraðir öryggisvarða." Gorbatsjov Sovétforseti reyndist frönskum öryggisvörðum erfiður. Hann tók nefnilega upp á því að tölta um götur Parísar þegar hann var þar í heimsókn, öryggisvörðunum til mikillar skapraunar. Simamynd Reuter Öryggisverðir Bush erfiðir viðfangs Einna erfiðastir viðfangs eru ör- yggisverðir Bush Bandaríkjafor- seta, segir yfirmaður frönsku ör- yggisvarðasveitanna. „Ef maður tæki þá á orðinu myndi Bush ferð- ast til Parísar í jámstyrktu fiska- búri,“ sagði hann. Hver leiðtogi fær aðeins að hafa með sér ákveðinn fjölda öryggis- varða. Þjóðarleiðtogar fá að hafa sex af sínum eigin vörðum, forsæt- isráðherrar fjóra en ráðherrar fá aðeins að hafa tvo af sínum eigin lífvörðum. Reuter Sumar- bústaða- fólk! í VÖRUHÚSIVESTUR- LANDS fáið þið allt sem þarf til að lagfæra og dytta að bústaðnum, auk matvöru, fatnaðar og til dægrastytting- ar: spil, bækur, blöð og videospólur. Komið við hjá okkur í sumar. VÖRUHÚS VESTUR- LANDS Birgðamiðstöð sumar- bústaðafólks VöruhúsMj^ Vesturlands Borgarnesi sími 93-71 200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.