Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1989, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1989, Blaðsíða 27
 47- LífsstOl Ástæðan fyrir minnkandi kartöfluneyslu: Breytt Aöalástæðan fyrir minnkandl kartöfluneyslu á íslandi er ekki hátt verð eða léleg vara heldur breytt mataræði fólks. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar er grænmetis- verslunin Ágæti hf. og Hagvangur hf. stóðu nýlega að í sameiningu. Könnunin fór fram í júni. Af þús- und manna úrtaki á aldrinum 18-67 ára svöruöu 762. í ljós kemur að 27% HELSTU ÁSTÁÐUR FYRIR SAMDRATTI ' SKIPT EFTIR BÚSETU HLUTFALL I % BREYTT OE VERSNANDI ANNAD VEIT EKKI MATARAÐI DYRAR GAÐI HAGyANGUR HF Þetta súlurit sýnir hverjar fólk telur helstu ástæður fyrir samdrætti í kartöflu- neyslu. Ljósari súlurnar eru fyrir höfuöborgarsvæðið og þær dekkri fyrir landsbyggðina. Eins og sjá má telja fleiri úti á landi en á höfuðborgarsvæð- inu að aðalástæðan sé breytt mataræði. Hins vegar eru fleiri höfuðborgarbú- ar en landsbyggðarbúar þeirrar skoðunar að þaö sé vegna þess að kartöfl- urnar séu dýrar og lélegar. -með því að vejta upplýsingar Um vöruverð erlendís Neytendur, látum að okkur kveða! Neytendasamtökin hafa útbúið þennan litla upplýsingaseðil til að gera verð- samanburð á algengum vörutegundum hér á landi og erlendis. Verður þessi upplýsingaseðill látinn fylgja farseölum fólks sem er á leið út og þess vænst að það sjái sér fært að fylla seðilinn út í því landi sem það fer til. Upplýsingaseðilinn má síðan setja ófrímerktan í póst til Neytendasamta- kanna. Vörurnar, sem teknar eru fyrir, eru meðal annars mjólk, smjör, brauð, ostur, egg, kartöflur, kók og bjór. Verð þessara vörutegunda á ís- landi er gefið upp og síðan eru tveir dálkar svo að þeir sem vilja geti gef- ið upplýsingar frá tveim löndum. Meginmarkmið þessa átaks er að kanna hvort matvara sé dýrari á íslandi en annars staðar og þá hversu miklu dýrari. mataræði - ekki hátt verð aðspurðra borða minna af kartöflum en áður. Algengara er að kartöflu- neysla hafi minnkað á höfuðborgar- svæðinu en úti á landi. Sem aðal- ástæðu fyrir minnkaðri neyslu nefna flestir breytt mataræði. Er þar þá væntanlega bæði verið að tala um að annars konar meðlæti en kartöfl- ur er notað með mat og einnig að núorðið borða flestir eina heita mál- tíð á dag í staö tveggja áöur. Fólk var einnig spurt hvort það myndi auka neyslu á kartöflum ef þær væru boðnar á lægra verði. Þar sögðu 78,7% að þeir myndu ekki auka hana, 17,8% svöruðu játandi og 3,5% voru óákveðnir. Athygli vekur 72,2% þeirra sem fannst kartöflur almennt of dýrar áttu ekki von á aö auka neyslu þó þær yrðu lækkaðar. Að auki bjuggust aöeins 65,4% þeirra er töldu of hátt verð aðalástæðuna fyrir samdrættinum í neyslu viö að þeir myndu auka neysluna með lækkandi verði. Rúmlega þriðjurigur bjóst þó við að auka hana. Hvað varðar skoðanir fólks á holl- ustu kartöflunnar þá töldu flestir hana holla eða 92,3% aöspurðra. Rúmlega 22% töldu hana fitandi en 64% töldu að svo væri ekki. Hvað varðar samanburð á íslenskum og erlendum kartöflum fannst rúmlega 60% þær íslensku betri. Að sögn þeirra er að könnuninni stóðu telja þeir þessar niðurstöður sýna að lækkun á kartöfluverði mundi ekki skila sér í aukinni neyslu að neinu marki. „Við höfum enga patentlausn á þessu máli, að auka kartöfluneyslu, nema að stoppa þennan gegndarlausa áróöur gegn kartöflum. Meginástæðan fyrir háu Neytendur verði á íslenskum kartöflum er að milliliðir eru of margir og þaö mætti að sjálfsögðu laga,“ sagði Páll Guð- brandsson, formaður Landssam- bands kartöflubænda. Að sögn Sturlu Guðjónssonar hjá Ágæti hf. komu niðurstöðumar honum ekki á óvart. Hann sagði að innflutningur á kartöflum, sem er fijáls um þessar mundir, væri áhættusamur því tölu- vert væri um að Rannsóknastofnun landbúnaðarins stöðvaði farma vegna sjúkdóma í kartöflum. Algeng- ustu orsakimar em hnúðormur, hringrot og bjalla. Vegna þessara stöðvana má jafnvel búast við kart- öfluskorti síöar í sumar. þEIR SEM SEGJA AÐ KARTÖFLUR SÉU ALMENNT OF DÝRAR MUNU þEIR AUKA NEYSLU EF VERÐ LÁKKAR HAGUANGUR HF Það vekur athygli aó 72,2% þeirra er segja að kartöflur séu almennt of dýrar myndu ekki auka neysluna þótt verðið á þeim væri lækkað. Breyttar reglur um verðmerkingar - vegna strikamerkinga Neytendasamtökin hafa sent frá sér greinargerð þar sem segir að óhjákvæmilegt sé að endurskoða og herða núgildandi reglur um verð- merkingar. Er þetta álit samtakanna byggt á reynslu nágrannaþjóða okk- ar af strikamerkingum. í drögunum segir að allir þeir sem selja vörur beint til neytenda skuli merkja hvert stykki með einingar- verði. Seljendur þjónustu skuli aug- lýsa söluverðiö á svo áberandi hátt á sölustaðnum að auðvelt sé fyrir viðskiptamenn að lesa þaö. Þetta gildir jafnt um vörur sem eru til sýn- is í búðargluggum, sýningarkössum eða á annan hátt. Verðið má setja á vöruna sjálfa, á viðfestan miða eða á umbúðir vörunnar. í drögum að reglum um verðmerk- ingar í verslunum, sem nota strika- , merkingar, segir að merkja skuli hverja vöru með einingarverði á hillukanti eða verðskilti. Þar á að gefa upp á greinilegan hátt saman- burðarverð vörunnar, það er.verð fyrir hvert kg eða hvem fermetra til dæmis. Einnig er talið mikilvægt hér að samnota vörur séu á sama stað í versluninni til að auðvelda verðsam- anburð. Farið er fram á að á kassa- kvittun komi fram heiti vörunnar auk verðs. Að lokum er lagt til aö verði kaupandi krafmn hærri greiðslu við kassa en verðmerking segir til um þá skuli viðkomandi fá hlutinn ókeypis. -gh á veginn! Blindhæð framundan. Við vitum ekki hvað leynist handan við hana. Ökum eins langt til hægri og kostur er og drögum úr hraða. Tökuxn aldrei áhættu! yu^ERDAH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.