Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1989, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1989, Blaðsíða 30
.oæj litn, ,si HUO/.«rj/C-v-3'fM MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 1989. Sviðsljós Ólyginn sagði... Karólína prinsessa neitar statt og stöðugt að brestir séu komnir í hjónabandið. Illar tungur segja að hún sjáist æ oftar í félagsskap gamals vinar frá Par- ísarárunum, glaumgosans Patrick Neuhaus. Patrick þessi er nægilega gamall til að vera pabbi hennar og segir sjálfur að sögur um náið samband þeirra séu út í hött. Ástæðan fyrir því að þau sjáist svona oft saman sé bara sú að Karólina heimsæki París oft. Rainier fursti tekur undir þetta og bendir á að Patrick sé einfaldlega hinn fullkomni leiðsögumaður. Lafði Díana hefur helgað sig mjög mörgum málefnum og hefur brennandi áhuga á ýmsum framfaramálum. En hún vinnur alveg rosalega mikið og mun meira en aðrir í kóngafjölskyldunni, segja þeir sem til þekkja. Faðir hennar hef- ur miklar áhyggjur af heilsufari hennar og segir að hún geti vart haldiö þessu áfram mikið lengur. Hún er líka alltof horuð, segir pabbi og sjáanlegt að allt þetta höfðingjastúss gengur mjög nærri henni, líkamlega og and- lega. Svo halda allir að það sé bara dans á rósum að vera prins- essa. Marlon Brando er aftur á móti vel haldinn likam- lega og ekkert lát á kílóasöfnun hans. Þetta fyrrum kyntákn horf- ist í augu við kílóin 155 og segist líða mjög vel. Hann lék nýverið í kvikmynd og sagði, þegar um- framþungi hans barst í tal, að leikarar væru bara eins og annað fólk - feitir og mjóir og allt þar á milli. Fregnir herma að áhyggjur. hans af dótturinni, Petru, 18 ára, séu aðalástæðan fyrir þessari holdasöfnun. Þegar leiðindin sækja á hann leggst hann bók- staílega í át og hættir ekki fyrr en birtir á ný. Þorbjörg Grímsdóttir átti 8 börn en þrjú eru enn á lífi. Þau eru, talið f.v., Aðalbjörn, Guðrún og Stefán. Elsti Reyk- yíkingur- inn 100 ára Laugardaginn 8. júlí varð elsti innfæddi Reykvíkingurinn, Þor- björg Grímsdóttir, hundrað ára. Þorbjörg fæddist að Litla-Seli, þar sem nú heitir Vesturgata 59. Árið 1915 giftist Þorbjörg Aðalbirni Stef- ánssyni prentara og hófu þau bú- skap að Skólavörðustíg 24b. Öll börn þeirra, átta talsins, fæddust á Skólavörðustígnum en af þeim eru þrjú enn á lífi. Afkomendur Þor- bjargar og Aðalbjarnar eru í dag 86 talsins. Aðalbjörn lést árið 1938. Seinni maður Þorbjargar var Þor- steinn Jónsson sjómaður en hann lést 1958. Þorbjörg og afkomendur héldu vinum og vandamönnum veglega veislu á Hótel Sögu á af- mælisdaginn. Innanmein Madonnu Madonna er moldrík en getur ekki , kastað upp. Þessar stórkostlegu fréttir koma fram í nýlegri bók í Ameríku sem hefur að geyma viðtöl við fjölda frægra manna og kvenna. „Þegar ég var barn var maginn í mér óttalega viðkvæmur og ég kast- aði upp af minnsta tilefni, einkum ef ég var hrædd,“ segir þokkadísin. Og hún heldur áfram: „Nú er hins vegar svo komið fyrir mér að ég get alls ekki kastað upp. Einu sinni borð- aði ég fullan poka af flögum og það stoðaði ekki einu sinni að reka putt- ana ofan í kok.“ Þau eru fleiri gullkornin sem hrjóta af vörum Madonnu í viðtals- bókinni. Til dæmis segist hún dást að sjálfri sér í spegli hvenær sem færi gefist og þar fram eftir götunum. Fombílar á ferð Um helgina fóru félagar i Fornbílaklúbbnum i ökuferð um höfuðborgina á btlum sínum. Þessi gljáfægða glæsikerra er komin á fimmtugsaldur og ekki annað að sjá en að hún beri aldurinn vel. Billinn er stolt eiganda síns og þykir jafnvel fallegri en þegar hann kom fyrst á göturnar. DV-mynd Brynjar Gauti Þau er að hætta hjá kaupfélaginu. Frá vinstri Siggi Magg, Kiddi Sölva, Fjóla og Sölvi Sölva. DV-mynd Þórhallur ÞórhaJlur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki: Nýlega lauk starfsdeginum hjá átta gamalgrónum starfsmönnum Kaupfélags Skagfirðinga og af því tilefni var þeim haldið hóf í síðdegi- skaffinu einn daginn og afhentar bókagjafir fyrir heilladrjúg störf. Elstur þessara starfsmanna er Jóhann Sólberg Þorsteinsson, fyrr- verandi samlagsstjóri, 79 ára og hefur starfaö hjá KS í 44 ár. Sigurð- ur Magnússon er aðeins yngri í árinu og hann hefur unnið hjá kaupfélaginu af og til í 45 ár. Bræð- urnir Kristján og Stefán Sölvi Sölvasynir, eru vélstjórar í Fiskiðj- unni, Kristján 77 ára og hefur unn- ið hjá KS í 42 ár en Sölvi, 74 ára, í 39 ár. Þeir hafa þó ekki alveg hætt störfum, ætla að leysa vélstjórana af eftir þörfum. Guttormur Óskarsson gjaldkeri er á 73. aldursári og hefur starfað hjá KS í 43 ár, Valgarð Björnsson, starfsmaður á rafmagnsverkstæði, á að baki 34ja ára starfsferil en skemur hafa starfað Helgi Sigurðs- son, starfsmaður í fóðurblöndu, og Fjóla Kristjánsdóttir. Ástæðan fyrir því að þessir starfsmenn láta nú af störfum er stjórnarsamþykkt, sem gerð var fyrir rúmu ári, þess efnis að aldurs- mörk starfsmanna kaupfélagsins verði framvegis 70 ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.