Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1989, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1989, Blaðsíða 6
6 Fréttir Móðurtölvan geymir enn einhverjar upplýsingar. Þegar hún hefur verið tæmd verður henni fleygt á haugana. DV-mynd JAK Þarna gefur að líta hluta af gamla búnaðinum sem fer nú að öilum lík- indum á haugana. Starfsmaður tölvudeildar, Arnar Bragason, var einmitt að bæta i staflann þegar Ijós- myndari DV smellti þessari mynd af. SÍS kaupir nýjan tölvubúnað: Rúmlega hundrað tölvu- skjám hent á haugana „Aðalatriðið er að nú erum við komin með staðlaðan hugbúnað, sem ætti aö opna okkur allar leiöir inn í framtíðina," sagði Ragnar Pálsson, forstöðumaður Tölvudeildar Sam- bands islenskra samvinnufélaga. Að undanfomu hefur verið unniö við að setja upp nýtt tölvukerfi hjá Sam- bandinu í stað þess gamla, sem oröið er úrelt. Að sögn Ragnars hafa verið keyptir 170 skjáir og 4 deildartölvur. Er um eins konar móðurtölvur að ræða, sem verða staðsettar í hinum ýmsu deildum. Áður var notuð ein móður- tölva fyrir allt kerfið. „Aðalmálið er það, að nú kaupum við hugbúnað í stað hins gamla sem við hönnuðum sjálfir," sagði Ragnar. „Þetta hefur mikla hagræðingu í fór með sér - til að mynda fækkum við fólkinu sem starfar við tölvumálin úr 28 í 10. Við ljúkum væntanlega við að setja kerf- ið upp um miðjan þennan mánuö, og þá eigum við bara eftir að losa okkur við gömlu móðurtölvuna. Það eru enn einhverjar upplýsingar inni á henni sem við eigum eftir að ná út, en síðan verður henni fleygt.“ Aðspurður um hvað gert yrði við gamla búnaðinn sagði Ragnar að honum yrði að líkindum fleygt. IBM tæki flesta gömlu skjáina upp í þá nýju, en þeir væru orönir úreltir svo ekki væri annað að gera en að fleygja þeim. Sama máh gegndi um diska og aðra fylgihluti. Ragnar sagði að SÍS hefði raunar getað selt nokkra skjái, en megniö færi á haugana. Alls væru þetta 150 skjáir, sem fylgt hefðu gamla búnaðinum. Aðspurður um hversu mikið nýi tölvubúnaðurinn kostaði Sambandið kvaðst Ragnar ekki vilja nefna nein- ar tölur í því sambandi. Þær mætti alltaf rangtúlka og því vildi hann ekki gefa þær upp. -JSS Sjávarútvegsráðuneytið: Bindur báta við bryggjur Niu af fimmtán bátum, sem sjávar- útvegsráöuneytið setti í veiðibann vegna vanskila á aflaskýrslum, hafa nú skilað af sér skýrslum og haflð veiðar að nýju. Hinir sex eru enn í banni sem stendur fram að næsta sunnudegi. Ef þeir hafa skilað af sér skýrslum fyrir þann tíma geta þeir átt von á því að verða sviptir afla- heimildum. Að sögn Arna Kolbeinssonar, ráðu- neytisstjóra sjávarútvegsráðuneytis- ins, greip ráðuneytiö til þess ráðs aö setja veiðibann á þessa báta í fyrra- dag vegna ítrekaðra vanskila. Vegna samdráttar afla í ár mun ráðuneytið leggja þyngri áherslu á að útgerðar- menn skili af sér aflaskýrslum á rétt- um tíma. -gse Eyðni hefur greinst hjá fimmtíu og þrem Fimmtíu og þrír einstaklingar á íslandi hafa greinst með eyðnismit, samkvæmt upplýsingum frá land- læknisembættinu. Af þeim hafa tólf greinst með eyðni, þ.e. lokastig sjúk- dómsins, og af þeim eru fimm látnir. Kypjahlutfall eyðnismitaðra er um það bil ein kona fyrir hverja 5-6 karl- menn og kynjahlutfall þeirra sem veikst hafa af eyðni er ein kona fyrir hveija 5 karlmenn._________ Dýralæknlr Af þeim sem smit hefur greinst hjá eru þrjátíu og sex hommar eða 67,9%. Næstfjölmennastir eru fíkniefna- neytendur, átta talsins eða 15,1%. Þá hefur greinst smit hjá fjórum blóð- þegum og fjórum gagnkynhneigðum einstaklingum. Flestir hinna smituðu eru á aldrin- um 20-29 ára eða tuttugu og sjö. Á aldrinum 30-39 ára eru þrettán og átta 40-49 ára._________-JSS í Reykjavík: Það voru Friðgeir Sörlason byggingameistari og Albina Thordarson og Guðfinna Thordarson arkitektar sem hlutu fyrstu verðlaun t samkeppni um byggingu tveggja leikskóla sem byggingadeild Reykjavíkurborgar efndi til á dögunum fyrir hönd Dagvistar barna. Davíð Oddsson borgarstjóri af- henti verðlaunin, sem námu 500.000 krónum, og var myndin tekin við það tækifæri aö Kjarvalsstöðum i fyrradag. DV-mynd JAK Stefnumótun EFTA gagnvart Júgóslavíu: Er í meginatriðum eins og ég lagði fyrir Ellefu sækja Ellefu umsóknir um stöðu héraðs- dýralæknis í Reykjavík höfðu borist landbúnaðarráðuneytinu í gærdag. Umsóknarfrestur um stöðuna rann út á mánudag og því ekki loku fyrir það skotið að einhverjar umsóknir um stöðuna eigi eftir að bætast við. Að sögn Sveinbjörns Eyjólfssonar, deildar- stjóra í landbúnaðarráðuneytinu, er því ekki tímabært að birta nöfn um- sækjenda. -hlh Flugleiðir: Bóka farþega á verkfallsdagana Flugleiðir taka niður bókanir í verkfallsins kæmi yrði reynt með áætlunarflug sitt dagana 18. og 19. öllum mögulegum hætti að koma júlí þrátt fyrir boðaö verkfall flug- fólki á áfangastað. Hins vegar gæti freyja. Á farskrárdeild Flugleiða fólk átt von á einhverjum seinkun- fengust þær upplýsingar að ef til um. -gse - segir Hannes Jónsson sendiherra „Þaö er greinilegt aö tilgangur- inn með þessum skrifum Sæmund- ár í Alþýðublaðinu er ekki göfug- ur. Rógskrif Sæmundar um mig í Vísi árið 1980 voru afgreidd á sín- um tíma pg hann haföi engan sóma af því. Ég hef engu við það aö bæta,“ sagði Hannes Jónsson sendiherra en í Alþýðublaðinu í gær rifjaði Sæmundur Guövinsson blaðamaður upp skrif sín um emb- ættisstörf Hannesar hjá EFTA árið 1980. Telur Sæmundur þar að Hannes hafi farið langt út fyrir embættisskyldu sína og túlkaö stefnu sem gekk þvert á stefnu ís- lenskra stjórnvalda þá. Hannes var þá sendiherra íslands hjá EFTA. „Það er hins vegar rétt að það komi fram að þróun EFTA-Júgó- slavíusamstarfsins hefur í megin- atriðum verið í samræmi við þau sjónarmið sem ég túlkaði 1980. EFTA-ráðið hefur verið einhuga í áratug um stefnuna í því máli. Meira þarf ég ekki að segja varð- andi það.“ Hannes aftekur að hann hafl gert nokkuö í því máli sem ekki var í samræmi við sjónarmiö íslenskra stjórnvalda eftir að stefna þeirra varmótuð. -SMJ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 1989. Sandkom dv Hver erÁki? Þeirsem hlustuöuáút- varpslýsingar fráfótbolta- mánudags- kvöldiðvfrjafa mannaeyjum er. iVkj vakti Varskotiðí Aka? Umsjón: Slgurjon Egllsson Sumarbústaðir á Kunningi Sandkorns, sombýráPat- reksfirði, var stóryrturþegar hannvaraö ræöaumvand- ræðihrað- fivstihússinsá staðnum.Hann hafðiáhyggjur afþvíaðfrysti- husið faari a uppboo og togararnir líka. Hann taldi að þá væri fótunum kippt undan íbúunum. Patreksfirð- ingurinn sagðist sjá einn möguleika, ef alltfæriá verstaveg, tilþessað fá eitthvað fyrir eigur sínar - en hann var sá að einhverjir fengjust til að kaupa íbúðarhúsin á Patreksfiröi og geraþauaðsumarbústöðum. Hann taldi litlar likur á að húsin yrðu seld ttl fbúðar allt áriö. Heita má að ófært sé tíl Patreksfj arðar sex til átta mán- á ári. Viðraæiandi Sandkoms sagði að í versta falli hefði hann þijú hundruð fermetra sumarbústað til einhver hefði þá áhuga. leikjumá aðvitahver Áki í Vest- athyglierhann var að lýsa lokamínútum í leik heimamanna og Sljörnuleikmanna úr Garöabæ. ÞegarÁki hóflýsinguna var leiktíminn við það aö renna út. Búiðvarað vísaeinum Eyjamanni af leikvelli og staöan varþrjú tvö fýrir gestina. Á síðustu minútu leiks- ins geröist eitthvað sem Áki gat ekki skýrt frá. Markmanni Sfjörnunnar var vikiö af leikvelli og dæmd var vítaspyrna - en hvað gerðist vita hlustendur ekki - og ekki heldur Áki. Áki sagöiokkuraðTómas Ingi Tómasson, sem er sonur Tómasar Pálssonar þjálfara, ætti að spyraa. Þetta vissi Áki mætavel. Hann lýsti því þegar Tómas Ingi hljóp að boltan- um og sgyrnti. Svo heyrðist ekki meira í Aka heldur aöeins væl og brotliljóð. Georg Magn ússonútvanis- maðurspuröií bemniútsend- ingu hvoil það gætiveriðað Tómaslngi skotiðí spyrnunni. Fleirigetgátur heyrðust lil Stjömunnar og varið vítið moð sím- ann í höndunum. Eins ímynduðu menn sér að Áki, sem sannur heima- maður, hefði orðið reiður yfir fram- kvæmd spymunnar og barið í borð með þeim afleiðingum aö fiarskipta- tækin heíðu gefið. Hitt er ljóst að ekki heyrðist meira í Áka og hann gat þvi aldrei sagt áheyrendum frá því h vemig fór ura vítaspyrau þeirra Eyjamanna. Fyrir þá sem ekki vita var vítiö variö. Hvort Áki varði vítíö veröur ekki látíð uppi hér. Hafnarfjarðar- brandari íblaöinu Ijaröai-póstin- um,semgefið er ut 11 lafnar- firði.máoft finnaágæta Hafharíjarðar- brandara. í einublaðinu varsagaaf hafnfirskum vömbílstjóra sem nýlega hafði fengið nýjan vöm- bfl. Nýi bíllinn var vel útbúinn ýms- um tæknibúnaði. Meöal annars vora í honum loffbremsur. Hafhflrski vö- rubílstjórinn vildi reyna lofbrems- umar þar sem hann hafði ekki áöur átt bfl nitð þannig búnaöi. Bilstjórinn ók þvi fram afKrýsuvikurbjarginu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.