Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1989, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1989, Blaðsíða 17
oíior 'i -itr. Qt annAmTVinmf MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 1989. Lesendur Þórsmörk: Náttúrufegurð fyrir alla að njóta Islendingar eiga Þórsniörk sameiginlega, ekki fáir útvaldir. Konráð Friðfmnsson skrifar: Margur ku geyma í huga sér skemmtilegar minningar tengdar Þórsmerkurferðum. Yfir þeim stað hvílir enda ljómi og svo hefur lengi verið. í minni vitund tengist nefnt svæði aðeins ærlegum fylliríum ungra sem aldinna en það er annað mál. Ég tek fram að hlettinn hef ég eigi séö né stigið niður fæti á. En hugðist gera á þessu bragarbót ásamt fleirum á dögunum. Ætluðum samt ekki lengra en að Krossá og skoða herleg- heitin þaðan sem mér skilst að sé unnt. Þjóðvegur númer eitt var því ekinn þar til kom að skilti sem merkt var Þórsmörk þar sem beygt var. Áttu menn nú von á að gatan væri greið framundan. Því var aldeilis ekki að heilsa og eftir hálfan kíló- metra í akstri, í mesta lagi, þótti ófært annað en að snúa við. Vildum nefnilega ei eiga á hættu að hreinsa púströr eða þviumlíkt undan far- kostinum. Sannleikurinn er sá að vegur þessi er ófær venjulegum bifreiðum. Ekk- ert nema urð og grjót mætti okkur. Aðeins sérbúin farartæki fara þar um, virðist mér. Ég rita þessar línur af þeim sökum að menn eru sífellt að grobba sig af hvað búið sé að framkvæma í Mörk- inni. Tyrfa hér, gróðursetja tré þar, gyrða o.s.frv. Já, lyfta Grettistaki. En hvað sem því verki öllu hður er brautin þangað hreinasta hörmung. Og það mjög sennilega viljandi gert svo Jón og Gunna villist ekki á stað- inn í óbreyttri Lödulús. Taki þar með aura frá sérleyfishöfum er bera einkaleyfi upp á vasann. Stimplað í bak og fyrir. Auðvitað eiga íslendingar Þórs- mörk sameiginlega, ekki fáir útvald- ir. Þess vegna ber að gera vegstæðið fært venjulegum fjölskylduvögnum er vilja njóta náttúrufegurðarinnar. Einnig ætti að brúa vatnsfalhð þar vegna of margra dauðsfalla í gegnum tíðina. Og að endingu þetta: Það hentar ekki öllum að ferðast með rútu. KYNNINGARVERÐ Tamura 5.16 SÍMKERFI Reglur seiri við skömm umst okkar fyrir Daglaunamaður skrifar: Ég varð mjög hissa þegar ég las það í blöðunum að Jóhann Karl Spánar- konungur hefði komið með spænska fjallaskinku og spánska pulsu með sér til landsins. Ekki vegna þess að mér þyki þessi matur fyrir neðan virðingu konunga heldur fyrir að ég hef staðið í þeirri trú að innflutning- ur á hráu kjöti væri bannaður. Ekki ahs fyrir löngu las ég einmitt lesendabréf í einhveiju blaðanna þar sem öldruð kona lýsti raunum sínum vegna ástar sinnar á pulsum. Á leið sinni til Þýskalands spurði hún toll- vörð hvort henni væri ekki heimilt að kaupa þýska pulsu og koma með heim. Tollvörðurinn hvað svo vera en þó með þeim skilyröum og pulsan væri soðin og henni fylgdi heilbrigð- isvottorð. Síðan lýsti konan raunum sínum. Bæði eru flestar góðpulsur borðaðar hráar og eins er erfitt að fá heilbrigðisvottorð með pulsum í matvöruverslunum erlendis. Reynd- ar veit ég ekki th þess að það sé auð- velt hérlendis þrátt fyrir þessar ský- lausu reglur. Konunni tókst á endan- um á fá vottorð fyrir ómerkilegri soðinni lifrarpulsu og flutti hana með sér heim. Ég hef ekki nokkra trú á að pulsan hans Jóhanns Karls hafi verið soðin og enn síður trúi ég að hann hafi farið að sjóða fjallaskinkuna sína. Þjóð hans tæki hann aldrei í sátt fyr- ir slíkan verknað. Ég furða mig hins vegar á því að hér skuli vera í gildi reglur sem okkur sjálfum þykja svo bjánalegar að við getum ekki horft framan í erlend stórmenni og sagt frá þeim. Það meira að segja mönnum sem hafa atvinnu sína af því að heim- sækja alls kyns skrítnar þjóðir og sem hafa það fyrir ófrávíkjanlega reglu að bijóta ekki venjur og siði þessara þjóða hversu annkanalegar sem þær kunna að vera. Getum nú boöið ódýr gæðasímkerfi frá Tamura í Japan sem henta bæði stórum sem smáum fyrirtækjum. Gerum föst tilboó í kerfi og uppsetning- ar. Nánari upplýsingar í síma 652505 ÍRANSIT Trönuhrauni 8, Hafnarfirði Ekki eru þessar pylsur af spænskum ættum en daglaunamaður hefði ekkert á móti því að fá að gæða sér á erlendum pylsum. MUNDU EFTIR EERÐAGETRAUIi Viö viljum minna á að skilafrestur í Ferðagetraun DV II, sem birtist i Ferðablaði DV 28. júní, er til 15. júlí. Misstu ekki af glæstum vinningi. í tilefrii 5 ára afmælis sins gefúr Framköllun sf., Lækjargötu 2 og Ármúla 30, fimmtán vinningshöfúm í Ferðagetraun DV II Wizensa alsjálfvirka 35 mm myndavél að verðgildi 3.500 kr. Framköllun sf. hefúr einnig í tilefni afmælisins tekið upp nýja þjónustu: Stækkanir á litfilmum í plakatstærð á 6 mínútum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.