Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1989, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1989, Blaðsíða 32
52 Jarðarfarir Þorbjörn Jóhannesson, kaupmaöur í Borg, lést 4. júlí. Hann fæddist 10. mars 1912 í Reykjavík. Foreldrar hans voru hjónin Jóhannes Jónsson og Helga Vigfúsdóttir. Þorbjörn stofnaði kjötbúöina Borg áriö 1931 og rak hana alla tíð síðan. Eftirlif- andi eiginkona hans er Sigríður H. Einarsdóttir. Þau hjónin eignuðust þrjú börn. Útfór Þorbjörns verður gerð frá Háteigskirkju i dag kl. 13.30. Gerhard Olsen flugvélstjóri lést 4. júli sl. Hann fæddist á Þormóðsstöð- um við Skeijafjörð 16. janúar 1922, sonur hjónanna Jentofts Gerhards Olsen og Ingiríðar Lýðsdóttur. Ger- hard réðst til Loftleiða 1944 og starf- aði óslitið hjá því og síðar Flugleiöum til 15. janúar sl. Eftirlifandi eigin- kona hans er Hulda Sæmundsdóttir. Þau hjónin eignuðust íjóra syni. Út- fór Gerhards verður gerð frá Breið- holtskirkju í Mjódd í dag kl. 13.30. Ingimar K. Jónasson, Hrauntungu 113, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík íimmtudaginn 13. júlí kl. 10.30. Gunnar Leó Þorsteinsson málara- meistari, sem lést 6. júlí, verður jarð- sunginn frá Breiðholtskirkju í Mjóddinni fimmtudaginn 13. júlí kl. 13.30. Andlát Guðmundur M. Einarsson, Ásheim- um, Eyrarbakka, andaðist að morgni 10. júlí í Sjúkrahúsi Suðurlands, Sel- fossi. Eiríkur Ólafsson loftskeytamaður varð bráðkvaddur þann 10. júlí 1989. Hermann Árnason frá Látrum, Aðal- vík, Drekavogi 20, Reykjavík, andað- ist að morgni mánudagsins 10. júlí á hjartadeild Landspítalans. Þorsteinn Guðlaugur Pálsson vél- virkjameistari, Vesturgötu 57a, lést í Borgarspítalanum 10. júlí. Ferðalög Útivistarferðir Miðvikudagur 12. júlí kl. 20 kvöldsigling aö Lundey. Brottför frá Viðeyjarbryggju, Sundahöfn. Þótt ótrúlegt sé er þama stór lundabyggð sem fáir hafa kynnst. Verð 500 kr„ frítt f. böm 12 ára og yngri. Munið miðvikudagsferðirnar i Þórsmörk. Brottfor kl. 8 að morgni. Dagsferð og fyr- ir sumardvalargesti. Munið tilboðsverð. Pantið tímanlega. í Lundeyjarferðina þarf ekki að panta. Sjáumst. MIÐVIKUDÁGUR 12. JÚLÍ 1989. Námskeið Námskeið hjá Hundaræktar- félagi íslands Dagana 18.-21. júlí efnir Hundaræktarfé- lag íslands til námskeiðs þar sem Roger Abrantes, atferlisfræðingur og 'sérfræð- ingur í þjálfun hunda með sérstök vanda- mál, heldur fyrirlestra og er með sýni- kennslu. Abrantes rekur svonefnda hundaþjálfunarstöð (Kynologisk Center) í Slagelse í Danmörku en þar er lögð sér- stök áhersla á að skilja atferli og hegðan hunda og leysa úr vandamálum sem skapast hafa hjá hundum vegna rangrar meðferðar eða rangs uppeldis. Einkunn- arorð Abrantes eru: Sálfræði fremur en valdbeiting. Námskeiðið verður haldið í félagsheimili Hundaræktarfélags ísiands í Súðarvogi 7. Það hefst 18. júli kl. 18 og stendur til kl. 22. Þá mun Abrantes fjalla um tjáningarmáta hundsins. Á miðviku- dag er námskeið frá kl. 20-22 og verður tekið fyrir afbrigðilegt atferli hunda. Á funmtudag milli kl. 20 og 22 sýnir Abrant- es hvemig hann beitir sálffaeði við þjálf- un hunda og verður þá sýnikennsla með fjórum hundum. Síðasti fyrirlesturinn er fóstudaginn 21. júli frá kl. 20-22 og ræðir hann þá um vandamálaþjálfun og fyrir- byggjandi aðgerðir. Öllum er heimil þátt- taka í námskeiðinu. Námskeiðsgjald er 2000 kr. Þátttöku ber að tilkynna á skrif- stofu Hundaræktarfélags íslands, sem er opin mánudaga til fóstudaga kl. 16-19, sími 31529, en einnig má tilkynna.þátt- töku í síma 37107. Happdrætti Happdrætti heyrnarlausra Dregið var í happdrætti heymarlausra þann 5. júlí sl. Vinningsnúmer em þessi: 1. 3619, 2. 14901, 3. 4544, 4. 5414, 5. 13571, 6. 3617, 7. 2996, 8. 6762, 9. 6681, 10. 499, 11. 11692, 12. 5102, 13. 4798, 14. 872, 15. 4267, 16. 6457, 17. 4318, 18. 6904, 19. 33, 20. 4676, 21. 6395, 22. 3347. Vinninga má vitja á skrifstofu Félags heymarlausra, Klapp- arstíg 28, alla virka daga, sími 91-13560. TiXkyniiingar Safnaðarferð Fríkirkjunnar í Reykjavík verður farin 15. og 16. júli nk. á Snæfells- nes og í Breiðafjarðareyjar. Gist verður í Stykkishólmi. Lagt af stað frá Fríkirkj- unni laugardagimi 15. júlí kl. 9. Miðar seldir í versluninni Brynju, Laugavegi 29. Upplýsingar um ferðina veita Eygló Viktorsdóttir í s. 32564, safnaðarprestur í viðtalstima í s. 14579 og Berta Kristins- dóttir í símum 82933 og 29188. ísboltar hf. í Hafnarfirði 1. júní sl. var formlega opnað nýtt fyrir- tæki, ísboltar hf. að Strandgötu 75, Hafn- arfirði. Fyrirtækið, sem er í eigu ís- lenskra aðila með eignaraðild hollenska fyrirtækisins Borstlap b.v., sérhæfir sig í innflutningi og sölu allra tegunda bolta og festinga. Að auki er boðið upp á gæða- verkfæri frá vestur-þýska fyrirtækinu Gedore og úrval rafmagnsverkfæra, bora snittverkfæra o.fl. Þegar frá upphafi verður á boðstólum landsins mesta úrval festinga þar sem strax verða yfir 15.000 vörunúmer á lager. Allar festingar verða frá Borstlap í Hollandi. ísboltar hf. selja bæði í heUdsölu og smásölu og gefm hef- ur verið út ítariegur vörulisti á íslensku sem þegar hefur verið sendur út í 2000 eintökum. Fullkomið tölvuvætt birgða- bókhald og vikulegar vömsendingar munu tryggja viöskiptavinunum fyrsta flokks þjónustu. Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins fær tölvubúnað Lionsklúbbiuiim Týr í Reykjavík færði Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins ný- verið að gjöf fullkomna tölvu af gerðinni Apple Macintosh ásamt prentara og öðr- um fylgibúnaði. Tölva þessi er ætluð til nota fyrir starfsfólk stofnunarinnar, einkum við gerð meðferðar- og þjálfun- aráætlana fyrir fötluð böm. Meginhlut- verk Greiningar- og ráðgjafarstöðvar rík- isins er athugun, rannsókn og greining á fötluðum, sem og ráðgjöf, t.d. við svæðis- stjómir um málefni fatlaðra. Lionsklúbb- urinn Týr hefur stutt ötullega viö starf- semi Greiningarstöðvarinnar. Hefur klúbburinn margsinnis fært stofnuninni gjafir, svo sem hjálpartæki fyrir fatlaða og búnað til myndbandagerðar, auk þess sem klúbbfélagar hafa lagt af mörkum vinnu við snyrtingu umhverfis og útileik- tæki. Tapað fundið Síamsköttur týndur Síamsfressköttur (bluepoint) hvarf frá Sjafnargötu 4. Hann er ómerktur en svar- ar nafninu Felix. Ef einhveijir hafa orðiö varir við hann eða vita hvar hann er nið- urkominn þá vinsamlegast látiö vita í síma 16142. Menning Robyn Koh semballeikari. Einar K. Einarsson gítarleikari. Hugnæm hljóðblanda Listasafn Sigurjóns Ólafssonar þriðjudg 11. júlf kl. 20.30. Einar K. Einarsson gitarleikari og Robyn Koh semballeikari léku verk eftir Ponce, Þorkel Sigurbjörnsson, Áskel Másson og Boccherini. Semball og gítar eru hugnæm hljóðblanda. Erfitt er að ímynda sér nokkuö gróft veröa úr samsöng þeirra. Þau haía þó sjaldan átt sam- leið í sögunni: Um það leyti sem farið var að semja tónlist fyrir gítar varð semballinn hvarvetna að vikja fyrir fortepíanóinu. Það er naumast fyrr en á þessari öld að eitthvað er samið sérstaklega fyrir svona dúett. Úr því verður oftar en ekki ííngerð og hæversk tónlist. Þessi hljóðfæraskipan hæfir ekki tónlist andstæðna og átaka. Enda hét síðasti kaflinn í sónötu Ponces „Allegro non troppo e piacevole", Hratt, en ekki um of, og geðþekkt. Leikur þeirra Einars og Robynar var þægilegur. Það þýðir auðvitað að hann var öruggur og músíkalsk- ur. Þau hófu tónleika á Prelude Tórúist Atli Ingólfsson eftir fyrmefndan Manuel Ponce sem var Mexíkani. Verkið var að vissu leyti eins og Bach gamli, les- inn úr nokkurri fjarlægð og gegn- um steint gler. Flutningurinn var góður en í seinna verki Ponces, Sónötu, vantaði kannski áræði til að gera eitthvað við þessa tónlist þegar hún hefur hneigð til að grána. í fiori (blómum) veltir Þorkell Sigurbjörnsson fyrir sér hvað þessi hljóðfæri geta spunnið í samein- ingu. Kemur í ljós að það er marg- víslegt svo frásögnin af því tekur engan enda. Það var ágætt að heyra verkið tvisvar og sýndu Einar og Robyn tilþrif í leiknum og góðan skilning á innihaldi þess. Kansóna Áskels Mássonar er ljúflingslag og bíðum við eftir kvik- myndinni sem verðskuldar það að titillagi. Flutningur þess var helsti alvarlegur. Svona lag er ekki hægt að spila með sama hugarfari og Bach prelúdíu. Síðast fengum við að heyra Introduction and Fandango eftir Boccherini. Þetta er umskrift á kafla úr einum gítarkvintetta hans, og hljómar mætavel í þessari gerð. Þama var leikið af ánægju svo birt- an flóði um salinn. Slíkt hljómar vel í þessum sal. Þetta var sumarleg efnisskrá. Megi sumur Einars K. Einarssonar og Robynar Koh verða mörg. Atli Ingólfsson Kynvilltur klæðskiptingur Arnold (Torch Song Trilogy) Aðalhlutverk: Harvey Fierstein, Matt- hew Broderick Leikstjóri: Paul Bogart Handrit: Harvey Fierstein Sýnd i Laugarásbiói Hverjar era drottningar nætur- innar? í augum klúbbgestanna er það ekki spurning. Þeir eru kynnt- ir hver á fætur öðrum og gestimir klappa þeim lof í lófa. Já, þeir era klæðskiptingar og kynvilltir að auki. Einn þeirra kallast Virginia Ham en er í raun Arnold Beckoff (Harvey Fierstein). Hann er frá- brugðinn vinum sínum að því leyti að hann' vill eingöngu fast sam- band, en honum hefur ekki gengið vel í þeim efnum hingað til. Eftir •eina sýninguna fer hann ásamt einni „drottningunni" á bar fyrir kynvillta. Þar hittir Amold kenn- arann Ed (Brian Kerwin). Ed er fyrir bæði kynin, en það aftrar því ekki að ástarsamband myndast á milli þeirra. Arnold og Ed eiga margar ánægjulegar stundir sam- an, en Ed á erfitt með að viður- kenna kynvillu sína fyrir öðrum. Þetta veldur því að hann slítur sambandinu við Amold og giftist vinkonu sinni. Amold á virkilega erfitt fyrst eftir samvistarslitin. Nokkrum áram seinna kynnist Arnold Alan (Matthew Broderick), en minnugur sambandsins við Ed, þá vill Amold ekkert með Alan hafa í fyrstu. Þegar hann hefur sannfærst um ást Alans þá hefja þeir sambúð. Pabbi Amolds deyr Kvikmyndir Hjalti Þór Kristjánsson og Arnold og Alan fara í jarðarför- ina. Móðir Arnolds (Anne Banc- roft) er ekki mjúkmál við son sinn, enda hefur hún aldrei sætt sig við líferni hans. Lífið heldur áfram með gleði- og sorgarstundum. Arn- old og Alan fá kynvilltan ungling í fóstur, en áður en það verður, þá er Alan myrtur. Arnold er drengn- um sem móðir og reynir að ala hann sómasamlega upp. Mamma Arnolds er að koma í heimsókn, en hún veit ekki um uppeldissoninn. Arnold og móðir hans rífast enn og aftur yfir háttalagi og lífemi Arnolds, og komast að einhvers konar málamiðlun. Kynvilla er og hefur verið við- kvæmt mál í allri umfjöllun, enda átti Harvey Fierstein í mesta basli með að fá fjármagn til að koma þríleiknum (sem myndin byggir á) á svið. Það haföist fyrir rest árið 1978 og 1982 komst „Toich song trilogy" loks á Broadway. Kvik- myndatilboðin streymdu til hans en allir vildu breyta handritinu á einn eða annan hátt. Loks fann Fierstein aðila sem voru tilbúnir að gera mynd eftir handritinu. Handritið tekur á kynvillu á mjög jákvæðan hátt. Það reynir ekki á neinn hátt að útskýra hvers vegna fólk er kynvillt, heldur tekur á bar- áttu kynvillings fyrir því að vera viðurkenndur og virtur eins og hann er. Efnið er alvarlegt en með- ferðin á því er laus við alla væmni og vellu og handritið er einnig fullt af gamansemi sem gerir myndina að hinni bestu skemmtan. Leikur er með afbrigðum góður, svo og leikstjórn, og leggja leikaramir allt í hlutverkin. „Arnold" er eftirtekt- arverð kvikmynd sem kvik- myndaáhugamenn ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Stjörnugjöf: *** Hjalti Þór Kristjánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.