Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1989, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1989, Blaðsíða 29
í FJI ri HITO/ rTJXIVm MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 1989. 49 Á skaganum tzu i Japan fyrir sunnan Tokýo hafa orðið átján þúsund jarðskjálftar frá júnílokum. Slys verða á fólki öðru hverju og þykir þvi þörf á að vera undir jarðskjálftana búinn ef því verður við komið. Þessi japönsku dagheimiiisbörn eru látin æfa sig í setja upp hlífðarhettur sér til vemdar. Símamynd Reuter Kælingar þörf Heitt hefur verið í miðvesturhluta Bandaríkjanna að undanförnu og hafa heilbrigðisyfirvöld hvatt veikburða og aldraða til að fara varlega. Ungling- arnir í St. Louis í Missouri kunna ráð til að flýja hitann, sem að undanförnu hefur farið yfir 30 gráður, og verða sér úti um kærkomna kælingu í vatni frá brunahana. Simamynd Reuter Erlend myndsjá Engin aldurstakmörk Þessi aldraði Spánverji sýndi það á dögunum að hann getur tekið dansspor eins og margur sem yngri er. Hann gerði sér dagamun eins og allir aðrir ibúar Pamplona i hátíðahöldunum þar og tók greinilega þátt í þeim af lífi og sál. Simamynd Reuter Raddirnar þagnaðar Mel Blanc, þúsund radda maður- inn, er nú látinn, 81 árs að aldri. Blanc skapaði raddir fjögur hundruð teiknimyndafigúra og gat hermt eftir sex hundruð öðr- um, svo sem ýmsum dýrum, manneskjum og jafnvel bíl. Það var fyrir rúmlega hálfri öld eða 1937 að Bianc, sem var túbu- leikari, var spurður að því hvort hann gæti hermt eftir drukknu nauti og svaraði hann þvf ját- andi. Þar með var lifsstarfið ráð- iö. Símamynd Reuter Gripið í spil Umferð er nú aftur leyfð milli austurhluta Beirúts þar sem kristnir búa og vesturhlutans þar sem múhameðstrúarmenn ráða ríkjum. Biðin getur þó oröið löng áður en menn komast á áfangastað og þá getur verið gott að taka upp spilin eins og þessir vörubílstjórar og fjölskyldur þeirra gera í skugganum af bílunum. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.