Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1989, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1989, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 1989. Fréttir Hvalfj arðarströnd: Ný hitaveita tekin í notkun „Þettaereittmestafraniíiaramál sem siöan var tekin í notkun sl. veituna sagði Jón aö áætlaður sem unnið hefur verlö aö í hreppn* laugardag. Þjju heimili hafa nú kostnaðurviðfyrstaáfangahennar um um langan tíma. Það má segja verið tengd við hana en til stendur heföi verið áætlaöur 17 milljónir. að þetta sé ný sókn til bjartari aö halda framkvæmdum áfram og Heföi sú áætlun nokkum veginn framtíðar og betra raannlífe í sveit- leggja veituna alla leið að Strönd. staðist Þar af greiddi fiskeldisfé- inni,“ sagöi séra Jón Einarsson í Jón sagði að hitaveitan myndi ná lagið Strönd 7 'A railljón en hrepp- Saurbæ á-Hvalflaröarströnd þegar til um 30 heimila þegar hún væri urinn afganginn. Heildarkostnaður DV ræddi viö hann ura nýja hita- fullgerð. Einnig myndi hún þjóna væri áætlaður 38-40 milljónir, auk veitu sera tekin var í notkun í sveit- kirkjunni, félagsheimilinu, veit- hlutar Strandar sem næmi 7 millj- inni íyrir skömmu. ingastaðnum Ferstiklu og sumar- ónum. Til aö flármagna fram- Það eru Hvalflarðarstrandar- bústaðahverfl í héraðinu. Þá væri kvæmdimar fengi hreppurinn lán hreppur og fiskeldisfélagið Strönd í athugun að nota heita vatnið til úr lánasjóði sveitarfélaga. Einnig sem eiga hitaveituna. Þessir aðilar atvinnuuppbyggingar, svo sem yl- myndi stofnlánadeild landbúnað- stóðufyrir því fyrir tveim árura aö ræktar. Einnig væri fyrirhugaö aö arins lána 'A milljón til hverrar boraö var eftir heitu vatni í landi geraátakí feröamannaþjónustu, til jarðar sem tengdist hitaveitunni. Hrafnabjarga viö Hrafnagil. Gáfu dæmis með því að byggja sundlaug -JSS tilraunaboranir svo góðan árangur við félagsheimilið. aö ráðist var í að leggja hitaveitu Aðspurður um kostnað viö hita- Aðsóknarmet í Trékyllisvík Regína Thoiarensen, DV, Gjögri; Leikfélag Hólmavíkur sýndi Landabmgg og ást eftir Loft Guð- mundsson í félagsheimilinu í Tré- kyllisvík laugardaginn 8. júlí. 189 manns sáu leiksýninguna og höfðu gaman af. Leikritið var sýnt tvívegis, klukkan fimm og níu um kvöldið. Leikfélagiö hefur sýnt leikritið 12 sinnum á ýmsum stöðum síðasta hálfa mánuðinn og alls staðar verið vel tekið. í Árneshreppi vom slegin öll aðsóknarmet en mikið af aðkomu- fóUd héma núna í sumarhústöðum.c LeUcritið er vel leikið og erfitt að gera upp á miUi leikaranna tíu. Magnús Rafnsson leikur bmggarann og fer á kostum og einiúg er Anna Jóna Snorradóttir snjöU sem Pía frænka á Króknum. Mér er sagt að hún sé þrítug en leikur sjötuga konu, sem vill gera gott úr öllu, og er næst- um óskUjanlegt hve hún gat breytt sér í eldri konu. Lærðir leikarar hefðu ekki gert betur. Leikstjóri er Aronía Óladóttir, búsett í Bjamar- firði á Ströndum. Já, mikið getur ólært fólk leikið vel og skemmt fólki með sínum með- fæddu hæfileikum. Ég held það mættj hætta í nokkur ár að kenna leikUst og spara með því mikinn peú- ing því fólkið í strjálbýlinu er svo flölhæft og óstressað. Ámeshrepps- búar em Leikfélagi Hólmavíkur þakklátir fyrir komuna. Eftir kvöldsýninguna söng Átt- hagafélag Strandamanna í eina klukkustund, síðan var ball sem stóð til kl. flögur um nóttina og vildu flest- ir að haldið yrði áfram ennþá leng- ur. Ámeshreppsbúar bíða nú rólegir eftir túnsprettu en kal er mikið í tún- um. Meðan grasiö grær á' að fara að halda áfram með kirkjubygginguna nýju og er meiningin að gera hana fokhelda ef guð lofar öldungadeild- ^inni sen^að byggingunni stendur. áramót ættismanna til þess að ganga til samninga við norrænu flugfélögin og önnur flugfélög sem fljúga til Norðurlandanna þannig að ofan- greint reykingabann gangi í gildi 1. janúar næstkomandi. -JSS Norðurlandaflug: Reykingabann eftir Heilbrigðis- og félagsmálaráðherr- ar Norðurlandanna hafa farið þess á leit við flugfélögin, sem fljúga á milli ofangreindra landa, að frá og með næstu áramótum verði áætlunar- ferðir innan Norðurlanda, sem taka 100 mínútur eða meira, reyklausar. Samþykkt þessa efnis var gerð á fundi ráðherranna sem haldinn var í Bergen fyrir skömmu. Norrænu flugfélögin, SAS, Flug- leiðir og Finnair, hafa tekið jákvætt í þessi tilmæli ráðherranna. Ákveðið hefur verið að setja á fót nefnd emb- Kaupfélag Dýrfirðinga á Þingeyri. DV-myndir Reynir Breytlngar á rekstri Kaupfélags Dýrfirðinga: Mikið í húfi fyr- ir byggðarlagið Reynir Traustason, DV, Flateyii: Kaupfélag Dýrfirðinga hefur átt í erfiðleikum aö undanfómu eins og reyndar flest öll fiskvinnslufyrirtæki í landinu. Fjárhagsleg endurskipu- lagning stendur yfir hjá fyrirtækinu, þar sem rekstrarfyrirkomulagi er breytt á þann veg að Fáfnir hf, út- gerðarfyrirtæki kaupfélagsins, yfir- tekur . rekstur fiskvinnslunnar. Kaupfélag Dýrfirðinga rekur áfram verslunina og þjónustugreinamar. Þá stendur til að selja helminginn í öðmm tveggja togara Þingeyringa, Framnesi ÍS. Magnús Guðjónsson kaupfélags- stjóri sagði í samtali við DV að ef aimennur rekstrargmndvöllur fisk- vinnslunnar yrði lagfærður þá væri hann bjartsýnn á að rekstur fyrir- tækjanna komist í eðlilegt horf. Hjá Kaupfélagi Dýrfirðinga starfa um 200 manns eða rúmlega 70% Þingeyringa og er það ljóst að mikið er í húfi fyrir byggðarlagið að takist að rétta af hag fyrirtækjanna. Magnús Guðjónsson kaupfélags- stjóri. I dag mælir Dagfari__________________ Presturinn í fangelsið Upplýst var um daginn að rann- sóknarlögreglan hefði sett bann við því að fangapresturinn kæmist inn í fangelsin. Astæðan mun sjálfsagt vera sú að presturinn hafi verið talinn hættulegur fóngunum eða þá fangarnir hættulegir prestinum. Annars hefðu þeir ekki viljað banna prestinum að heimsækja fangageymslumar. Eitthvað á að hafa farið á milli fanganna og preststins sem lögreglunni líkaði ekki og varla hafa það verið guðs- orðin eða bænimar. Mönnum hef- ur hingað til ekki verið meinaður aðgangur að fangelsum vegna guðsorðanna. Út af fyrir sig hlýtur presturinn að vera ánægður með þá afstöðu lögreglunnar að hann megi ekki undir neinum kringumstæðum gista fangageymslumar. Flestir mundu vilja vera í þeim sporum prestsins. Það eru mikil forréttindi í siðuðu réttarríki að hafa skilríki upp á þaö að ekki megi stinga manni inn og ekki megi einu sinni hleypa honum inn fyrir dyr í tukt- húsunum. Margur ótíndur glæpa- maðurinn mundi glaður þiggja svo- leiðis vottorð og haga sér 1 sam- ræmi við þaö. Sakadómur Reykjavíkur varð við þeirri beiðni lögreglustjóra að setja bann á prestinn og þeim úrskurði var vísaö til saksóknara. Úrskurð- urinn var skilyrtur þannig að ef saksóknari sæi ekki ástæðu til að rannsaka máhö félh bannið niður. Eitthvaö mun fangaprestur hafa amast við þessum úrskurði þótt undarlegt megi virðast. Hann vildi fá honum hnekkt, þótt flestir aðrir heföu unað vel við þá ákvörðun að láta banna sér aðgang að fangels- um. Nú hefur verið tilkynnt að sak- sóknari hafi ekki séð ástæðu til rannsóknarinnar. Hann þurfti ekki einu sinni að rannsaka hvort hann þyrfti að rannsaka bannið sem rannsóknarlögreglan haföi sett á prestinn. Saksóknari er greinilega mikill guðsmaður og hefur það heldur ekki í skipunarbréfi sínu að rannsaka vegi guðs. Fangaprestur- inn er því frjáls ferða sinna og get- ur bæði gengið út og inn um fang- elsin. Hitt er annað mál að þótt sak- sóknari telji ekki ástæðu til &ð rannsaka prestinn eöa háttalag hans, þegar hann heimsækir fang- elsin og spjallar við fangana, er ekki þar með sagt að rannsóknar- lögreglan uni við þau málalok. Ef rannsóknarlögreglan er sjálfri sér samkvæm og álítur prestinn hættulegan fóngunum eða fangana hættulega prestinum þá hlýtur lög- reglan að gera sínar ráðstafanir til að hafa stranga gæslu á klerki í hvert skipti sem hann kemur í heimsókn. Ekki væri úr vegi að hafa á honum hlerunartæki og fylgjast þannig grannt með því að presturinn fari sér ekki að voða. Eða þá að presturinn geri ekki fóngunum mein. Þetta er mikið hættuástand. Væri ekki ráð fyrir rannsóknar- lögregluna að ráða bandaríska sjónvarpspredikarann til þess að reka illa anda úr fangelsunum og losa fangaprestinn og fangana við þann grun sem þeir hafa á sér þeg- ar presturinn kemur í heimsókn. Sagt er að þessi predikari hafi sér- stakan mátt til að frelsa fólk frá illum öndum og raunar fylgir aö fólkið endurfæðist í guði við snert- inguna eina. Hingað til hefur Dagfari haldiö að fangamir væru vandamáhð og það væri hlutverk réttvísinnar að koma þeim til betri manns. Nú er komið í ljós að lögreglan hefur ekki áhyggjur af fóngunum, nema þegar presturinn er í heimsókn. Sem þýð- ir að presturinn veldur mestum vandræðunum, enda var það hann sem settur var í bannið en ekki fangamir. Bandaríski sjónvarpsp- redikarinn veröur að vita um þetta vandamál löggæslunnar, vegna þess að í Bandaríkjunum eru það fangarnir sem valda uslanum en ekki prestarnir. Prédikarinn má ekki fara mannavillt. Þá getur hann tekið feil á föngunum og prestinum. Niðurstaðan er sú að rannsókn- arlögreglan hefur ekki vald yfir ferðamáta klerksins. Ríkisaksókn- ari treystir sér heldur ekki til að taka í taumana. Fangamir sjálfir sitja varnarlausir í fangageymsl- unum. Presturinn getur farið sinna ferða óáreittur. Illir andar geta leikið lausum hala. Það hlýtur að ríkja algert neyðarástand í fanga- geymslunum meðan presturinn gengur laus. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.