Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1989, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1989, Blaðsíða 36
FR ÉTTAS KOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritst|órr» - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 i Frjálst,óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 1989. Afgirt svæði umhverfis spennana. DV-mynd S Sundahöfn: Grunur um PBC-mengun Grunur leikur á að hið hættulega eiturefni PCB sé að finna í rafmagns- spennum er legið hafa í Sundahöfn á athafnasvæði endurvinnslufyrir- tækisins Hringrásar um tíma. En fyrirtækiö mun hafa keypt spennana ~ af Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Sýni voru tekin úr þrem spennum á síðastliðinn föstudag og bentu nið- urstöður frumrannsóknar úr einu sýnanna til að um PBC-mengun gæti verið að ræða. Eiturefnið mun vera í olíu sem tappað er af spennunum fyrir endurvinnsluna. Ný sýni voru tekin úr spennunum á þriðjudag til frekari rannsókna og er fyrirhugað að kanna alla spenn- ana. Einnig hafa verið tekin sýni úr jarðveginum á athafnasvæði Hring- -^■rásar. Ef um PCB mengun er að ræða er þetta mjög alvarlegt mál. Efnið er mjög hættulegt og getur lítið magn vaíldiö krabbameini. Starfsmönnum Hringrásar hefur verið boðin læknis- skoðun hjá atvinnusjúkdómadeild Heilsuverndarstöövarinnar. -gh Loödýrarækt: 1,8 milljarðar Steingrímur J. Sigfússon land- búnaðarráðherra lagði fram greinar- -^gerö um stööu loðdýraræktarinnar á ríkisstjómarfundi í gær. Ef tryggja ætti áframhaldandi líf greinarinnar þyrfti ríkissjóður að gangast í ábyrgð fyrir um 300 millj- ónum af skuldum hennar í viðskipta- bönkum hennar, greiða niöur fóður- verð um 40 milljónir og endurgreiða söluskatt að andvirði um 70 til 500 milljónir. Auk þess þyrfti af afskrifa um 60 prósent af öllum fjárfestinga- lánum greinarinnar. Þau em nánast jafnhá heildarfjárfestingunni sem er um 3 milljarðar króna. Afskriftirnar gætu því numið allt að 1,8 milljörð- um. Björgunin í heild veltur því á um 2,2 til 2,3 milljörðum. Rikisstjórnin tók enga afstöðu til vanda loðdýraræktarinnar í gær. Ákvörðun í máhnu var frestað til næstu viku. -gse Ferðamenn hætt komnir í Ströngukvísl: if m m xm m Voni ferjaðir i land á kaðli - fólkið kalt, hrætt og þrekað þegar það komst til byggða Hópur af Svisslendingum var hætt kominn í gær þegar rúta, sem hann var í, festist í Ströngukvísl við Eldgjá í Vestur-Skaftafells- sýslu. Varð að bjarga fólkinu úr ánni á kaðli. Ekki urðu nein slys á því en það var orðið bæði kalt og þrekað þegar það komst í söluskál- ann í Hrifúnesi. Svisslendingamir, 22 talsins, vom í rútu frá Guömundi Jónas- syni. Þeir vom búnir að fara í Eldgjá og voru á leiðinni til baka þegar óhappið gerðist. Haföi ferðin gengið vel en þegar þeir lögðu aftur í Ströngukvísl hafði vaxið svo í henni að rútan festist Var mikill straumui’ í ánni og ferðamönnun- um því allar bjargir bannaðar. Urðu þeir að bíða þess sem verða vildi. Nokkra síðar bar svo að aðra rútu sem full var af ferðamönnum. Var þegar hafist handa við að bjarga Svisslendingunum. Tókst aö koma kaðli í rútuna úti i ánni og var Svisslendingunum síðan bjarg- að í land á streng. Að því loknu var farið með þá í söluskálann í Hrífu- nesi þangað sem önnur rúta frá Guðmundi Jónassyni sótti þá. „Jú, þeir voru hræddir, kaldir og hraktir þegar þeir komu hingaö sagöi Sigríöur Karlsdóttir sem tók á móti Svisslendingunum í sölu- skálanum. „Að vísu vom ferða- mennirnir, sem voru í hinni rút- unni, vel útbúnir og lánuðu þeim eitthvað af þurrum fötum. Þetta var ungt og hraust fólk en auðvitað bregður öllum sem lenda í svona löguðu.“ I nótt var fariö með dráttarbíl til aö freista þess aö draga rútuna upp úr ánni. Þaö tókst ekki þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. í morgun voru enn gerðar tilraunir til aö ná henni upp og þá meö aðstoð veghefils. Ekki haföi tekist að draga hana á á land þegar síðast fréttist. -JSS Brotist var inn í fyrirtækið Fiskanaust við Eyjarslóð í nótt og stolið þaðan peningaskáp. Einhver verðmæti munu hafa verið í skápnum, ávísanahefti og fleira. Mun ekki hafa verið stolið fleiru úr fyrirtækinu. Á myndinni sjást lögreglumenn við vettvangsrannsókn í morgun. DV-mynd S „Setuverkfall“ á Keflavíkur- flugvelli Starfsfólk Flugleiða í flugafgreiðsl- unni í Keflavík mun halda starfs- mannafund klukkan fjögur í dag til að mótmæla meintum brotum Flug- leiða á samkomulagi um fyrirkomu- lag á vöktum og sumarafleysingum. Meðan á fundinum stendur munu farþegar ekki komast úr landi. Óvíst er hversu lengi fundurinn stendur en hann gæti seinkað brottför þriggja ef ekki fjögurra flugvéla. Fundurinn er því nokkurs konar setuverkfall. Ástæðan fyrir óánægju starfsfólks- ins er að í samkomulagi þess við Flugleiðir segir að ef vaktafyrir- komulagi sé breytt skuli það ekki taka neitt af 'yfirvinnu frá starfs- mönnunum. Þetta samkomulag hef- ur gilt mörg undanfarin ár. Nú hafa Flugleiðir hins vegar ráðið starfsfólk sem tekur obbann af þeirri yfirvinnu sem verið hefur undanfarin sumur. „Flugleiðir hafa tafið fyrir lausn þessa máls eftir öllum mögulegum og ómögulegum leiðum. Þaðan hefur einungis komið ein tillaga til lausn- ar. Henni var hafnaö enda var hún fáránleg," sagði Magnús Gíslason, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja. -gse EM í bridge: Góðursigur á Dönum Eftir tvö slæm töp í síðustu um- ferðum sneri íslenska liðið við blað- inu og vann tvo góða sigra í gær á Dönum og Spánveijum. Danska sveitin, sem er í baráttunni um Evr- ópumeistaratitilinn, mátti þola stórt tap gegn íslendingum í 17. umferð, 8-22. Athyglisvert er að íslendingar hafa unnið allar toppsveitirnar sem þær hafa spilað gegn til þessa á mót- inu, en aftur á móti þurft að þola slæm töp gegn lakari þjóðum. Tvær efstu þjóðirnar áttust við í sautjándu umferð, Svíar og Pólverjar, og höfðu Pólverjar betur, 18-12. Munaði þá aðeins átta stigum á þeim. í átjándu umferð unnu íslendingar Spánverja, 19-11, og komst við þaö upp í 15 sæti með 256,5 stig. Svíar fengu 21 stig í þeirri umferð og Pól- verjar 18 og munar því 11 stigum á tveimur efstu þjóðum. Staðan er nú þessi þegar 6 umferöum er ólokið. Svíar eru með 346 stig í fyrsta sæti, Pólverjar í öðru með 335, Danir í þriðja með 323. í Fjórða sæti eru Frakkar með 307,5 stig, Grikkir í fimmta með 302,5 og Austuríkismenn á hæla þeirra með 301,5. íslenska sveitin á eftir að spila gegn 6þjóðum. ÍS LOKI Steingrímur J. virðist loðnari umlófanaenáhöfðinu! Veðrið á morgun: Þurrt um land allt Á morgun verður vestlæg átt á landinu. Á Suðvestur- og Vestur- landi verður skýjað en þurrt að mestu. Um austanvert landið verð- ur bjart. Hitinn vestanlands verður 9-12 stig en allt að 16 stig fyrir aust- an. OPIÐ ÖLL KVÖLD SKtoASHAann GÆÐI - GLÆSILEIKI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.