Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1989, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1989, Blaðsíða 5
MIÐVÍKUDAGUR 12. JÚLÍ 1989. 5 Fréttir Bátsþjófnaður kemst upp vegna auglýsingar: Rannsóknarlögreglan hafði leitað í þrjú ár „Þetta er tilflnnanlegt tjón fyrir okkur. Við höfðum eytt miklum tíma og fjármunum í að gera við bátinn en nú hirðir fyrri eigandi bátsins hann án þess að við fáum neitt fyr- ir,“ sagði Hörður Erlendsson á Nes- kaupstað en hann varð fyrir því ásamt kunningja sínum að kaupa hraðbát sem síðan reyndist stolinn. Hörður keypti bátinn í fyrrasumar á 250.000 krónur eftir að báturinn hafði verið til sölu um þriggja mán- aða skeið á Neskaupstað. Var bátur- inn tekinn til gagngerar endurnýjun- ar enda sagði Hörður að hann hefði verið illa farinn og bilaður. Fyrir skömmu ákváðu þeir Hörður að selja bátinn og auglýstu hann með mynd í DV. Skömmu síðar hafði rannsókn- arlögreglan samband við Hörð en þá hafði fyrri eigandi þekkt bát sinn sem stohð var 1986. Bátnum hafði þá verið stolið úr bátakví Snarfara í Reykjavík þetta sumar. Hafði hann verið settur upp á kerru og festur aftan í bíl og keyrð- ur þannig í burtu. Virðist rannsókn- arlögreglan ekki hafa haft hugmynd um hvar bátinn væri að finna þar til áðumefnd auglýsing var birt. „Við vitum alveg hver þjófurinn er og munum að sjálfsögðu reyna að krefja hann um söluverðið en ég er ekkert allt of bjartsýnn á að það tak- ist,“ sagði Hörður. -SMJ Báturinn umdeildi þekktist á mynd. Laugaland í Holtum: Fjörutíu erlend börn í sumarbúðum Hér á landi em nú stödd fjörutíu erlend böm. Þau dvelja í sumarbúð- um að Laugalandi í Holtum á vegum CISV sem rekur alþjóðlegar sumar- búðir barna. Að sögn Gunnars Sigurjónssonar munu börnin dvelja hér í mánuð eða til 28. júlí. Þau koma frá öllum heims- álfunum nema Afríku en einhver þeirra em af afrísku bergi brotin. Öll börnin eru ellefu ára og að sjálf- sögðu eru fararstjórar með þeim, nítján talsins. CISV rekur nú 50-60 sumarbúðir um allan heim. Fyrirkomulagið er á þann veg að hvert aðildarland getur sent fjögur böm í senn í búðimar. Þar una bömin sér við leiki og störf en gera einnig ýmislegt til að kynna land sitt og þjóð. Til dæmis eru hald- in svokölluð þjóðarkvöld öðm hvoru. Þá klæða bömin sig í þjóðbúninga Litlu erlendu gestirnir brugðu sér í Kringluna í gær og skoðuðu fjölmargt sem þar bar fyrir augu. DV-mynd JAK landa sinna, syngja þjóðlög og dansa svo opið nús að Laugalandi og þá þjóðlega dansa. Þann 22. júlí verður munu hópamir kyrma lönd sín. „Höfuðtnarkmiðið níeð starfsemi þessara sumarbúða er að stuðla að friði í heiminum í gegnum kynningu og með skilningi," sagði Gunnar. „Börn á þessum aldri eru ekki farin að tileinka sér þá fordóma sem ein- kenna fullorðið fólk. Þau em ekki orðin mótuð og því er mjög gott að ná til þeirra. Þau komast til dæmis að því að hóparnir em mjög líkir innbyrðis, þótt börnin tah óhk tungumál og komi frá mismunandi löndum." íslensk börn fara einnig í sumar- búðir erlendis á vegum samtakanna. Nú eru til dæmis fjórir hópar staddir í Japan, Bandaríkjunum og á Norð- urlöndum. Þá fara tíu íslenskir ungl- ingar væntanlega til Þýskalands á vegum þeirra á næstunni. -JSS ölvuhar|akstur alens o$ HVERAGERÐI OPNUNARTÍMAR MAÍ-SEPT. ALLA VIRKA DAGA KL. 13-19 ALLAR HELGAR OG FRÍDAGA KL. 12-20 ARNARFLUG Lágmúla 7 Sími: 84477 Austurstræti 22 Sími: 623060 Flugstöð Leifs Eiríkssonar Sími: 92-50300 Stórfelld lækkun á ) viðskiptaferðum \ , V Á Gullfarrými fyrir aðeins kr. 30.950 Viöskiptaferöir eru oftast nokkuö dýrar því þeir sem feróast í slíkum erindum geta yfirleitt ekki notfært sér afslátt- arfargjöld flugfélag- anna. Þeim fjölgar stööugt sem gera sér grein fyrir hversu hagkvæmt er að fljúga með wmmmmgammmmaamamm Arnarflugi til Amst- erdam, hvort sem viðskipti þeirra eru á meginlandinu eóa í fjarlægum heims- hornum. Til að koma til móts við þennan hóp hefur Arnarflug nú lækkað annafargjald sitt stór- lega. Þú feröast á Gullfarrými, með þeirri frábæru þjón- ustu sem í því felst. Og þú hefur aðgang aö setustofum í Keflavík og Amst- erdam. Með þessu eru við- skiptaferðirnar orðn- ar bæði þægilegar OG ódýrar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.