Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1989, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1989, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 1989. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (1 )27022 - FAX: (1 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 900 kr. Verð I lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr. Slegist um kökubita Húsnæðismálastjórn hefur úthlutað tveimur og hálf- um milljarði króna til byggingar félagslegra íbúða. Þessi úthlutun hefur orðið tilefni til mikils uppþots svokall- aðra talsmanna landsbyggðarinnar sem telja að sín byggðarlög hafi borið skarðan hlut frá borði. Þeir telja að Reykjavík og höfuðborgarsvæðið hafi notið góðs af úthlutuninni langt umfram eðhleg hlutföll. Það skrítna við þetta mál er að húsnæðismálastjórn hefur ekki birt úthlutun sína opinberlega og gagnrýnin byggist á sögu- sögnum og æsifréttum. Hún er þar að auki taugaveikluð í þeim skilningi að engin málefnaleg rök liggja að baki upphrópunum um að landsbyggðin sé afskipt í þessari úthlutun. Hér verður ekki farið að metast um það hverjum beri mestur réttur. Sjálfsagt er víða þörf fyrir byggingu félagslegra íbúða enda mundi fljótt koma upp gagnrýni á milli dreifbýlislandshluta ef einn fær meira en aðrir. Eða hver getur sagt til um það hvort réttlátara sé að veita Hornafirði forgang fram yfir Patreksíjörð? Hvort er þörfm meiri á Suðurlandi eða Norðurlandi eystra? Hins vegar hefur verið bent á að í Reykjavík er biðlist- inn eftir félagslegum íbúðum lengstur. Þar eru tólf um hverja eina íbúð. Enda gefur það augaleið að í þétt- býhnu hér syðra eru vandamálin flest og þangað leita flestir sem þurfa á aðstoð hins opinbera að halda. Það er heldur ekki hægt að líta einangrað á eina til- tekna úthlutun. Ef menn vilja gagnrýna úthlutun hús- næðismálastjórnar og skoða hana í samhengi verður að taka lengra tímabil th athugunar. Þá verða menn sömuleiðis að taka mið af byggðaþróun og búferlaflutn- ingum, enda verður fólkið í landinu sjálft að fá að ráða hvar það býr en ekki kerfið, húsnæðismálastjórn eða valdið að ofan. Stjórnmálamenn verða að horfast í augu við þá staðreynd. Annars vekur þessi deila upp vangaveltur um þá margendurteknu reynslu að úthlutun á lánum, fyrir- greiðslu eða forréttindum hefur spillingu í för með sér. Hvarvetna, þegar hið opinbera tekur ákvarðanir um ívilnanir til eins um fram aðra, þegar fjármagn, íbúðir eða forgangur er skammtaður, kahar það á mismunun og ranglæti. Hér er verið að skipta köku sem hvergi er nógu stór. Hér er verið að niðurgreiða íbúðarhúsnæði fyrir ákveðinn hóp þjóðfélagsþegna. Hér er verið að úthluta lánum á betri kjörum en gengur og gerist á hin- um almenna markaði. Hér er verið að rífast um það hveijir eigi að njóta fríðinda og velþóknunar fram yfir það sem aðrir njóta. Félagslega íbúðakerfið, verkamannabústaðir og leiguhúsnæði á vegum sveitarfélaga er nauðsynlegt fyr- ir það fólk sem ella stendur á götunni og þarf á aðstoð að halda sökum efnaleysis, hjúskaparstöðu eða annarra báginda. En þetta kerfi hefur farið úr böndum eins og svo margt annað sem í upphafi var vel meint. Þar gæt- ir óhófs og öfga og þess eru dæmi að verkamannabústað- ir séu fínasti flottræfhshátturinn í viðkomandi byggðar- lagi. Kostnaðurinn er líka eftir því og veldur oft meiri byrðum og erfiðleikum fyrir þiggjendurna heldur en fyrirgreiðslan sem í upphafi átti að vera th að létta undir með húsráðendum. Stjórnmálamenn og fulltrúar sveitarfélaga eiga að leggja niður dehur um það hvort þetta byggðarlagið eða hitt fái einni íbúðinni meira en önnur. Nær væri að skoða fyrirkomulag verkamannabústaðakerfisins í hehd sinni og koma því aftur niður á jörðina. Ellert B. Schram Matarskatturinn er lagður að fullu á garðyrkju- og gróðurhúsaframleiðslu. Hvers á grænmetið að gjalda? Þegar stjórnvöld tóku þá ákvörö- un í ársbyrjun 1988, að forgöngu þáverandi fjármálaráöherra, Jóns Baldvins Hannibalssonar, aö leggja söluskatt á matvæli þá átti sér stað grundvallarbreyting í skattheimtu- aðferðum ríkisvaldsins. Söluskatt- ur haföi ekki verið innheimtur af búvöru undangengin 10 ár. Matarskatturinn hækkar verð matvæta Reynslan af þessari skattkerfis- breytingu er öli hin hörmulegasta. Matvælaverð hefur hækkað og valdið samdrætti í sölu ýmissa af- uröa. Kaupmáttur heimilanna hef- ur rýrnað af þessum sökum því að enda þótt reiknað hafl verið út að framfærslukostnaður myndi ekki hækka þá er fólk ekki alltaf að kaupa sér klósett og hnífapör sem lækkuðu í verði um sama leyti og maturinn hækkaði. Til að draga úr áhrifum sölu- skattsins á matvæli var ákveðið aö endurgreiða hann aö hluta eða öllu af flestum tegundum matvæla. Af nýmjólk og dilkakjöti í heilum og hálfum skrokkum er skatturinn endurgreiddur að fullu, á öðrum kjöttegundum eru verðáhrif hans ca 12-15% og á unnar kjöt- og mjólkurvörur leggst hann af þeim mun meiri þunga eftir því sem var- an er unnin meira. Af fiski er einungis innheimt um 10% skatthlutfall, þ.e. í raun er lagður 10% skattur á fisk. Þar er því tvöfalt skattþrep i framkvæmd. Matarskattur á garðyrkju- og gróðurhúsaafurðir Á kartöflur, garðyrkju- og gróð- urhúsaframleiðslu er matarskatt- urinn lagöur að fullu. Hann hækk- ar því verð þessara afuröa um 25%. Flestum ætti að vera kunn sú um- ræða sem hefur farið fram um verð á kartöflum og áróður hagsmuna- aðila og málpípa þeirra fyrir inn- flutningi á kartöflum. í þeim áróö- Kjallarinn Gunnlaugur Júlíusson, hagfræðingur Stéttarsambands bænda urssöng er þess gætt að minnast aldrei á að matarskatturinn sé lagður að fullu ofan á verö þessara afurða. Af kartöflum eru innheimt- ar til ríkisins um 200 milljónir króna og af garöyrkju- og gróður- húsaafurðum um 100 milljónir með álagningu matarskattsins. Það er harla undarleg pólitík að íþyngja þessum afurðum með skattlagningu umfram aörar teg- undir matvæla, sérstaklega þar sem hollustugildi þeirra er óum- deilt, á sama tíma og sköttum var létt af sykri. Framleiðsla þessi hef- ur einnig mikið gildi fyrir atvinnu- uppbyggingu á ákveðnum svæðum landsins þar sem aðstæður eru hagstæðar. Ylræktarbændur, sem selja sína uppskeru í gegnum uppboðsmark- að, höfðu ekki möguleika á að velta skattinum út í gegnum verðlagið. Á síðasta ári nam verðhækkun afurð- anna vegna matarskattsins áhka upphæð og nam eðlilegri verð- hækkun vegna verðbólgu. Þvi stóðu viðkomandi bændur frammi fyrir því að taka á sig að greiöa skattinn að mestu leyti úr eigin vasa eða hækka vöruna ella um ca 50% milh ára. Þetta hefur leitt af sér að fjárhagsstaða framleiðenda í þessari búgrein er orðin mjög al- varleg. Endurskoða verður skatt- heimtuna Það er ljóst aö með tilliti til þeirr- ar reynslu sem fengin er af inn- heimtu matarskattsins verður að endurskoðaþað kerfi hið bráðasta. Árásir á landbúnaðinn hafa marg- faldast með tilkomu matarskatts- ins því að nú er endurgreiðsla hans kölluð styrkur til landbúnaðarins af áróðursmeisturum þeirra sem vilja flytja matvæh inn frá útlönd- um. Matvæli hafa orðiö dýrari fyr- ir neytendur sem þýðir minnkaða eftirspurn og þeim er einnig stór- lega mismunað eins og fram kemur hér að framan. Mál er að linni. Gunnlaugur Júlíusson „Af kartöflum eru innheimtar til ríkis- ins um 200 milljónir króna og af garö- yrkju- og gróðurhúsaafurðum um 100 milljónir með álagningu matarskatts- ins.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.