Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1989, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1989, Blaðsíða 13
pðp'r t TITT. 0r JflÍíU: í MIÐVJKUDAGUR 12. JÚLl 1989. 1»IIIIllf f# V 13 Útlönd Slæmt fyrir heilsuna að vera í mafíunni Mafíósar þjást af meiri streitu en bisnesskarlar og líklegra er að þeir deyi frekar af hennar völdum en byssukúlu. Þetta er haft eftir meinafræðingi á Sikiley. Síðustu fjörutíu árin hefur Fran- cesco Aragona, sem er prófessor í réttarlæknisfræði við háskólann í Messina, kannað innviði mafíu- meðlimanna. Segir hann þá oft vera með þykkar slagæðar, biluð nýru, magasár, ófijóa og geðsjúka. Aragona segir að lifrin í þeim sé guileit, feit og að hún einkennist af krónískum glúkósskorti. Frá 1945 hefur Aragona rannsakað lík bæði sem réttarlæknir og vegna eigin rannsókna. Stöðugur straumur líka Stríð milh mafíuhópa í og um- hverfís Reggio Calabria, þar sem flest oíbeldisverk eru framin á allri ítahu, hefur séð prófessomum fyr- ir stöðugum straumi af líkum og hann og félagar hans kryfja hundr- uð hka á hveiju ári. Samkvæmt prófessomum hafa mörg fómarlambanna verið undir miklu álagi í langan tíma. Adrena- hn hefur stöðugt dælst út í blóðið, blóðsykurinn hefur minnkað og þrýstingur á hjartað aukist. Við slíkar aðstæður dregur smám sam- an úr ahri hormónastarfsemi og við það breytast öh efnaskipti. Hjartaslag undir þrítugu Á margan hátt em áhrifin svipuð og hjá þeim sem þjást af streitu í hefðbundnari stöifum þar sem engu að síöur gætir mikillar spennu. Að sögn prófessorsins er munurinn sá að glæponamir í máfíunni sýna streitueinkenni mjög ungir. Bisnesskarlarnir . fá hjartaslag um fimmtugt eða sex- tugt en mafíumeðlimimir undir þrítugu. Þeir sem em á flótta frá annað- hvort réttvísinni eða mafíunni þjást að öUum líkindum af mikilh streitu. Aragona segir þá oft vera fola, granna, borða óreglulega og nær undantekningalaust ófijóa. Bossarnir undantekning Mafíuleiðtogamir sjálfir verða hins vegar ekki margir varir við slík óþægindi. Þeir njóta mikiUar virðingar og eru hafnir yfir störf undirtyllanna sem felast í morðum og stríði um eiturlyf og yfirráð. Bossamir lifa oft kyrrlátu fjöl- skylduhfi, borða vel og eiga hóp af krökkum, að því er prófessorinn segir. Það er ekki erfitt að gera sér í hugarlund hvers vegna mafíósam- ir em áhyggjufuhir ef maður tekur með í reikninginn hversu dánar- tíðnin meðal þeirra er há og einnig hvemig „aftaka“ þeirra fer fram. í fyrra voru framin hundrað sextíu og fimm morð í Reggio Caiabria. Sem dæmi um eitt þeirra nefnir prófessorinn uiigan mann sem var drepinn á þann hátt að skrúfjám var rekið í hausinn á honum. Korkur í kjaftinn Stundum skUja morðingjamir eftir táknræn verksummerki eins og þegar korkur er skilinn eftir í munni uppljóstrara. Það þýðir að fórnarlambið hefði átt að halda kjafti. Uppáhaldsaðferðin i Calabr- ia er að skjóta fómarlömbin með afsagaöri haglabyssu sem gerir það að verkum að höfuð þeirra verður óþekkjanlegt. Þegar um leigumorð- ingja er að ræða nægir oft ein kúla. Þrátt fyrir að Aragona kryfíi hk fyrir yfirvöld finnst honum hann ekki vera sjálfur í hættu. Hann seg- ir mafíuna bera virðingu fyrir störfum hans. Það væri helst ef Mafíumeðlimir bak við lás og slá fyrir rétti í Palermo á Sikiley. Símamynd Reuter hann segði ekki satt sem hann una, sem er allt í kringum hann, gæti farið að óttast um líf sitt. er hann ánægöur með starf sitt. Og þrátt fyrir ofbeldið og streit- Reuter Fórnarlömb stríðs milli mafiuhópa á Sikiley. Mafiósar sem ýmist eru á flótta undan öðrum mafíuhópum eða réttvísinni bera mörg einkenni Streitu. Símamynd Reuter Flestir vilja Rafsanjani sem forseta Flestir íranir vilja Rafsanjani þing- forseta sem næsta forseta írans. ír- anska fréttastofan IRNA greindi í gær frá niðurstööum skoðanakönn- unar sem sýndu að 86 prósent að- spurðra myndu greiða atkvæði með Rafsanjani í kosningunum 28.júlí. Eini andstæðingur þingforsetans, Sheibani sem er fyrrum landbúnað- arráöherra, hlaut aðeins 11 prósent samkvæmt skoðanakönnuninni. Um leið og kosningamar fara fram verður þjóðaratkvæðagreiðsla um stjómarskrárbreytingar sem myndu hafa í för með sér aukið fram- kvæmdavald forsetans. Fráfarandi forseti, Ali Khamenei, hefur gegnt embætti forseta í tvö kjörtímabil og má samkvæmt lögum ekki bjóða sig fram til þriðja kjörtímabilsins. Forsætisráðherra írans, MmHos- sein Mousavi, og Ahmad Khomeini, sonur ayatohah Khomeinis, styðja* forsetaframboð Rafsanj anis. Reuter Rafsanjani, þingforseti og yfirmaður herafla írans. Simamynd Reuter Urval Tímarit fyrir alla Gerðu gott frí enn betra taktu Urval með 1 ferðma Ekkl fara I frí án makans x * Þetta er aðeins sýnishom af því sem er að lesa í Urvali núna. Askriftarsíminn er Náðu þér í hefti strax á næsta blaðsölustað. 27022 - Sá sem er leiöur á maka sínum eöa óhamingjusamur í hjónabandinu er miklu líklegri til að ráfa upp í ból annars staðar. - Það „finasta" núna vestanhafs er að úða dufti í sig sem ruglar dóm- greindina og veldur vimu. Skipulögð fæðihg - Sovétmenn hafa nú komið á ákveðnu skipulagi til þess að hjálpa kon- um með sígenga sjúkdóma að ganga með böm og fæða þau. - riú er búið að finna úpp pillu sem framkallar drauma hjá sofandi fólki og þykir hafa kollvarpað kenningum Freuds og Jungs. Draumapilla Alsæla - Sívaxandi vandamál

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.