Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1989, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1989, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 1989. Spumingin Hefurðu ferðast með Herjólfi? Hákon Sigþórsson: Nei, ég man alla- vega ekki eftir því. Valborg Baldvinsdóttir: Já, það eru nokkur ár síðan ég fór með Herjólfi og það var bara nokkuð skemmtileg sjóferð. Teitur Guðmundsson: Nei, en ég á örugglega eftir að ferðast með hon- um. Höskuldur Arason: Já, ég fór með Herjólfl hvitasunnuhelgina ’86. Mjög ánægjuleg ferð. öm Torfason: Nei, en ég ætla með honum nú um verslunarmannahelg- ina. Lesendur Kranabflar í miðbænum en ekki í Krinqlunni Sönnum miðbæjarvini finnst allt of mikið um kranabíla í miðbænum. Sannur miðbæjarvinur hringdi: Hvemig stendur á því að kranabíl- amir em daginn út og inn niðri í miðbæ en láta aldrei sjá sig í Kringl- unni? í miðbænum verður fólk að borga 50 krónur í stöðumælana, og ef það er svo óheppið að vera fimm mínút- um lengur í burtu en tíminn leyfir á það á hættu að búið sé að fjarlægja farartækið þegar það kemur aftur. Það sama gildir ef bílnum er á ein- hvern hátt illa lagt. Annað er uppi á teningnum í Kringlunni. Kranabílamir láta aldr- ei sjá sig á þeim slóðum og hreyfa ekki við bílum þar þó þeim sé svo illa lagt að hætta stafar af. Einnig láta þeir bifreiðir, sem er ólöglega lagt við Suðurlandsbrautina, alveg eiga sig. Mergur málsins er sá að kranabíl- arnir eru ekki jöfnum höndum í Kringlunni og . miöbænum. Það mætti ætla að það væm samantekin ráð hjá lögreglunni að láta Kringluna alveg eiga sig. Aftur á móti flæma svona ofsóknir fólk úr miðbænum. Það verður skilyrðislaust að komast á jafnrétti í þessu máli. Eitt skal yfir aúa ganga. Ómerktir plast- pokar seldir Svana hringdi: Dóttir mín fór um daginn og versl- aði hjá Sveini bakara í Hamraborg 14 héma í Kópavoginum. Það væri ekki í frásögur færandi ef hún hefði ekki þurft að borga fyrir plastpokann sem hún fékk undir vömmar en hann var ekki með merki Land- vemdar á hankanum. Mér finnst það ekki ná nokkurri átt að kaupmenn skuii komast upp með að taka fimm krónur fyrir plast- poka sem em ómerktir og veit ég ekki betur en að slíkt sé með öllu óleyfilegt. Svar Sveins bakara DV hafði samband við Svein bak- ara og spurðist fyrir um hvort það væri rétt að hann seldi í verslunum sínum poka er væm ekki merktir Landvemd. Kvað Sveinn það vera rétt að hann seldi plastpoka sem væm merktir sér en eldd Landvernd. í byijun, þegar sala pokanna hófst, hefði hann ekki selt þá og hefði það leitt til þess að fólk hefði hamstrað pokana í versl- unum hans, sérstaklega þar sem matvörabúðir vom í grennd. Runnu pokamir svo hratt út að ekki hefði verið annað að gera en byrja aö selja þá til að stöðva hamstrið. Sveinn sagði að þeir peningar, er kæmu í kassann vegna pokasöluxm- ar, rynnu í sjóð og væri hann ákveð- inn í að láta upphæöirnar ganga til einhvers góðgerðarfélags á höfuð- borgarsvæðinu. Hvaða félag þaö yrði væri ekki ákveðið enn. Að lokum sagði Sveinn að í versl- unum sínum væru til skijáfplast- pokar sem væm alveg jafnstórir og hinir og stæðu þeir viðskiptavinun- um til boða án gjalds. Svar Landverndar Á skrifstofu Landvemdar fengust þær upplýsingar að eitthvaö væri um það að kaupmenn seldu poka sem ekki bæru Landvemdarmerkið. Rynnu peningamir því beint í þeirra eigin vasa. í slíkum tilfellum hefði Landvemd samband við Kaup- mannasamtökin sem síðan hringdu í viðkomandi kaupmann. Lagalega séð geta kaupmenn selt ómerkta poka en helst ekki á sama verði og Landvemdarpokamir era vseldir á, þ.e.a.s. á fjórar eða flmm krónur. Siðferðislega væri ekki gaman að vita af svona háttalagi og gæti Land- vemd líflð gert í málinu. Hefur þó fólk verið mjög duglegt við að láta vita um ómerkta poka sem eru seldir. Annars hefur söfnunin gengiö ipjög vel, betur en búist var viö, og hafa 97% verslana verið skilvísar er kemur aö innheimtu. Ein sem vinnur í míöbænum vill láta opna bílastæði Alþingis. Fyrirspurn til bæjarstjórnar Settjarnarness Þriggja barna móðir skrifar: að leyfa því að róla og moka. Við Ég bý á Seltjamamesinu og mig fáum ekki að fara með þau inn á langar til að fá svör bæjarsfjómar gæsluvellina og vera með þeim. Seltjamarness við nokkmm Hvemig væri að nota peningana, spumingum. sem viö borgum í gatnagerðargjöld Hvar eiga böm, sem búa hér, aö af lóðum héma, til aö útbúa leik- leika sér? Þau sem eru ekki á leik- svæði? Það er nýtt hverfi að byggj- skólum og dagheimilum geta ast í Bollagörðum fyrir einbýlis- hvergi veriö. Það er ekkert opiö hús, en ekki gert ráð fyrir leik- leiksvæði norðan megin og eitt lítiö svæði þar. vestan megin sem bömin, sem búa Ég vildi fá að vita hvort það væri lengra firá, geta ekki farið á vegna á döfinni að breyta þessu svo að umferðargötu sem þarf að fara yfir. manni finnist þess virði að byggja Það er greinilega ekki gert ráö fyr- héma og búa með böm á Nesinu. ir að böm séu heima hjá sér á dag- Þeir sem bjóða sig fram i næstu inn. kosningum ættu aö huga að þessu í Lambastaðahverfi er gæsluvöll- máli. Það myndu margir gefa þeim, ur en ekkert opiö leiksvæöi. Ég get sem lofiiðu aö bæta úr þessu, at- ekkert farið með eins árs barn tfl kvæði sitt. Hvað varð um tímaritið Líkamsrækt og næring? Hulda hringdi: í september 1988 gerðist ég áskrif- andi að tímariti er nefndist Líkams- rækt og næring. Ég hef þó aldrei fengið eitt einasta eintak af því. Þegar ég gerðist áskrifandi borgaði ég 1.745 krónur sem var ársáskrift. Var mér lofað að mér myndu berast sex eintök af tímaritinu en þrjú tölu- blöð höíðu þegar komið út. Ég hef ítrekað reynt að hringja í þau símanúmer sem gefin vora upp á kvittuninni en enginn svarar. Ég hef heldur ekki haft spurnir af því að blaðið hafi dagað uppi og því lang- ar mig nú til að vita hvað hafi orðið um tímaritið. Bílastæði Alþingis Ein sem vinnur í miðbænum hringdi: Ég vinn niðri í miðbæ og er með þá fyrirspurn hvort ekki sé hægt að hafa bílastæði Alþingis opin. Eins og allir vita sárvantar bíla- stæði í miðbænum og það ergir mann mjög að sjá bílastæði Alþingis standa svo tfl ónotuð í tvo eða þijá mánuði. í gær voru fjórar eða fimm bifreiðir á stæðinu en í morgun, þegar ég mætti í vinnuna, hafði aðeins einum einmana bíl verið lagt þarna. Á bílastæðinu væri sjálfsagt hægt að leggja um 30 bílum. Margra vandi væri leystur ef stæðið yrði opnaö almenningi á þeim tíma sem þing- menn okkar hafa ekki þörf fyrir það.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.