Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1989, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1989, Qupperneq 16
16 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1989. íþróttir Frétta- stúfar Landsbankamót 5. flokks í knattspyrnu fer fram á Akranesi dagana 28.-30. júlí. Þá munu Skagamenn einnig halda mót fyrir 6. flokk sem nefnist Fanta-mótið. Þetta mót hét reyndar HlC-mótið í fyrra en hefur nú breytt um nafn. Fanta-mótið fer fram 18.-20. ágúst. Þátttökutilkynningar þurfa að berast Akurnesingum fyrir 21. júlí nk. Öldungamót í Rangárvallasýslu ““ A sunnudag fer fram öldungamót á Strandavelli í Rang- árvallasýslu, fyrir karla 65 ára og eldri og konur 55 ára. Golfklúbburinn á Hellu sér um mótið. í karlaflokki verður keppt um Hauks og Hermanns bikarinn til heiðurs þeim Hauki Baldvinssyni og Hermanni Magnússyni sem báöir eru heiöursfélagar klúbbsins á Hellu. í kvenna- flokki verður keppt um Gyðu- bikarinn sem ber nafn eigin- konu Hermanns. Leiknar verða 18 holur í báðum flokk- um með forgjöf af rauðum teig- um. Ýmis aukaverðlaun verða og í boði. Mótið hefst klukkan 8 á sunnudag en skráning er í síma 98-78208 milli klukkan 13 og 20 á laugardag. Öldungarnir líka á ferð á Hólmsvellinum Kylfmgar í öldunga- flokki verða einnig í sviðsijósinu á Hóims- velli í Leiru um helg- ina. Þá fer fram Leirumótiö, árlegt mót öldunga og verður keppt í tveimur flokkum, 50-55 ára og 55 ára og eldri. Leiknar verða 18 holur og verður bytjaö aö ræsa keppendur út klukkan níu á laugardagsmorgun. Byrjar íslandsmótið fyrr en nokkru sinnf íslandsmótiö í golfi veröur viðameira en nokkru sinni fyrr í ár en mótiö fer aö þessu sinni fram á Hólmsvelli í Leiru síðustu dagana í þessum mánuðL Til skamms tíma hófst mótið jafhan á miðvikudögum en stanslaus aukning á þátttak- endafjölda hefur gert það aö verkum aö undanfarin ár hefur mótið hafist á þriöjudegi. í ár mun mótið hins vegar hefjast á mánudegi og ljúka á laugardeg- inum á eftir. Hvertfóru Austur- Þjóðverjarnir þrír? ""** Ekkert er vitaö um afdrif þriggja aust- ur-þýskra knatt- spyrnumanna sem hurfu í Svíþjóð á dögunum. Austur-þýska liðið Wistmut Aue kom til Svíþjóöar á mánu- daginn og hefur æft þar í landi síðan. Fyrirhugaður var æf- ingaleikur viö sænska liðiö Örgryte i gær. Þegar forráða- menn sænska liðsins ætluðu að sækja leikmenn austur- þýska liðsins vantaði skyndi- lega þrjá leikmenn. Lögreglan hefur ekkert heyrt firá mönn- unum en talið er líklegt að þeir hafi farið til Vestur-Þýskalands frá Svíþjóð og hyggist setjast þar að. Wistmut Aue lék gegn Val í Evrópukeppninni árið 1987 og í liðinu eru þrír lands- liösmenn. „Vonandi komnir á beina braut“ - KA sigraði Keflavík, 2-1 Gylfi Kristjánsson, DV, Akuxeyn: „Þetta var ekki búiö fyrr en dómar- inn flautaði leikinn af. Viö erum von- andi komnir á beinu brautina, það sást a.m.k. í fyrri hálfleik hjá okkur að við getum spilað, en botninn datt úr þessu í síðari hálfleik,“ sagði Haukur Bragason, markvöröur KA, eftir að Akureyrarliðið hafði unnið ÍBK 2:1 á Akureyri í gærkvöldi. KA er því áfram í humátt á eftir efstu liðunum, en ÍBK í ströggli neðan til í deildinni. ÍBK verður þar áfram með leik eins og í gærkvöldi. Það vantar ekki að það er reynt að berjast , en viljinn er oftast meiri en getan. Áberandi galli á liðinu er „miðjan“ sem er svo gott sem dauð og þaö þurfa Suðurnesja- menn að laga ef þeir ætla að verða í 1. deild að ári. KA þurfti ekki toppleik til að hirða stigin sem voru í boði í gær. Liðið lék • Þorvaldur Örlygsson skoraði bæði mörk KA gegn Keflavik. Þó snarpan leik framan af fyrri hálf- leik, og uppskeran var tvö mörk. Það fyrra skoraði Þorvaldur Ör- lygsson á 24. mínútu. Jón Grétar Jónsson var þá felldur inni í vítateig og Þorvaldur var öryggið uppmálað er hann tók vítaspyrnuna sem Guð- mundur Haraldsson dæmdi. Þorvaldur var svo aftur á ferðinni á 34. mínútu. Þá renndi hann sér upp kantinn, kom boltanum vel fyrir markið og þar var Ormarr bróðir hans mættur og skoraði. Ormar sem- sagt „kominn á blað“ hjá KA. KA-menn bökkuðu í síðari hálfleik, án þess þó að „pakka“ í vömina. Miðjuspihð hjá Keflvíkingum var hins vegar svo dapurt að þeir náðu ekki að nýta sér stöðuna og segja má að engin hætta hafi skapast við mark KA. ÍBK skoraði þó, Kjartan Einarsson á 66. mínútu með snyrti- legu skoti frá vítatéig „upp úr engu“. Eftir það mark var engu líkara en að einungis væri formsatriði að ljúka leiknum. Yfirburðamaður í þessum leik var Erlingur Kristjánsson í vörninni hjá KA. Þorvaldur Örlygsson var sterk- ur framan af, sömuleiðis Bjarni Jónsson, og KA-liðið getur gert stóra hluti ef það kemur rétt innstillt í leiki sína. Keflvíkingarnir voru í ströggli, og verða það áfram ef þeir ná ekki að binda Uð sitt saman. Varla er hægt að nefna einn öðrum fremri eftir þennan leik, en ástandið á eflaust eftir að batna hjá ÍBK, t.d. ef skap leikmanna lagast og Uðið leikur heil- steyptari fótbolta. Dómari var Guðmundur Haralds- son. Honum hefur oft tekist betur upp en að þessu sinni, en fær þó tvær stjömur af þremur sem í boði voru. Baráttusigur hjá Þórsurum - er þeir unnu Skagamenn, 1-2 Sigurgeir Sveinsson, DV, Akranesi: Þórsarar fögnuöu gífurlega í leiks- lok er þeir höfðu lagt lið ÍA á útiveUi í gær, 1-2. Þórsarar voru greinilega komnir til að berjast til sigurs og höfðu að þessu sinni erindi sem erf- iöi. Lið ÍA hefur gengið afleitlega aö hala inn stig á heimavelh en hins vegar betur úti. Það er þó ekki hægt að segja að sigur Þórs hafi verið sanngjarn. Jafntefli heföi gefið rétt- ari mynd. Júgóslavinn Bojan Tanevski skor- aöi mark strax i 6. mínútu er hann fékk knöttinn óvænt á vítateig. Þramaöi hann knettinum út við stöng og í netið. Næsta hálftímann voru Þórsarar aðgangsharðari en heimamenn og á 24. mínútu skoraðu þeir sitt annaö mark. Af marki þessu var töluverð rang- stöðulykt því að línuvörður, Guð- mundur Maríusson, haföi meiri hug á að skipta sér af hvatningarorðum Þórsara á varamannabekk en að sinna leiknum. Þetta nýtti Kristján Kristjánsson sér faglega og komst einn að vítateig og gaf á Hlyn Birgis- son sem skoraði, 0-2. Heimamenn tóku nú við sér og fóru að sækja stíft og mark þeirra kom á 40. mínútu þegar Arnar Gunnlaugs- son gaf góða sendingu á Alexander Högnason sem skoraði með góðu skoti. Sóttu Skagamenn stíft til leikhlés en án árangurs. í síðari hálfleik sóttu Skagamenn nær látlaust og fór leikurinn að mestu fram á vallarhelmingi Þórs. Þar var hins vegar fyrir Júgóslavinn Luca Kostic í banastuði og stjórnaði sínum mönnum af röggsemi. Þá varði Baldvin einnig mjög vel. Inni á milli áttu Þórsarar nokkrar vænlegar skyndisóknir sem gáfu þó ekki mark. Bestu leikmenn ÍA voru Guðbjöm Tryggvason og Haraldur Ingólfsson. Bestur Þórsara var Luca Kostic ásamt Hlyn Birgissyni og Kristjáni Kristjánssyni. Maður leiksins: Luca Kostic, Þór. Dómari: Sveinn Sveinsson & Luca Kostic var góður að vanda. t l.deild f staðan J W' ',,MWW',W,Wx£U i ;',a,',íÍ,xW,WW"^■,, ■: Staðan í 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu eftir leikina í gær- kvöldi er þannig: Víkingur-Fram..........0-2 KA-Keflavík............2-1 Akranes-Þór............1-2 Valur........8 5 1 2 9-3 16 Fram.........9 5 1 3 12-8 16 FH...........9 4 3 2 13-9 15 KA...........9 4 3 2 13-9 15 KR...........8 4 2 2 14-11 14 Akranes......9 4 1 4 11-12 13 Þór..........9 2 3 4 9-13 9 Keflavík.....9 2 3 4 9-14 9 Víkingur....9 2 2 5 13-13 8 Fylkir......9 2 1 6 7-18 7 Markahæstir: Pétur Pétursson, KR..........6 Hörður Magnússon, FH.........6 Guðmundur Steinsson, Fram....6 Bjöm Rafnsson, KR............5 Ántony Karl Gregory, KA......4 Goran Micic, Víkingi.........4 Kjartan Einarsson, ÍBK.......4 • Næsti leikur er í kvöld en þá mætast toppliðin KR og Valur á KR-vellinum klukkan 20. Þar með lýkur 9. umferð og mótið er hálfn- að. • Það gekk oft mikið á í leik Víkings og Víkings sækir hér hart að Viðari Þorkelss skipti Víkinga í síðari hluta íslandsmótsir - sigraði ^ Eftir sigur Fram gegn Víking: toppbaráttan verður hlutskipt en fallbaráttan Víkinga. Frar Víkinga í Fossvoginum og eru Valsmanna í toppsæti 1. deildar en Va] Víkingar eru hins vegar í fallsæti sem Leikur hðanna hófst með miklum hamagangi og eftir 20 mínútur höfðu Framarar skorað tvivegis og voru óheppnir að skora ekki þrívegis. Ómar Torfason átti gott skot í þverslá og á 10. mínútu skoraði Pétiu Ormslev fyrra mark Fram með föstu skoti í bláhom Víkingsmarksins. Tíu mínútum síðar skoraði Guðmundur Steinsson annað mark Fram er hann tók knöttinn við- stöðulaust á lofti eftir aukaspyrnu Péturs Ormslev. Eftir þetta áhlaup Framara í byriun tóku Víkingar við sér og Andri Marteins- Komast KR-ingar í ______ - Stórleikur á KR-vellinum er KR m; I I I kvöld verður stórleikur deildar en nokkur tími er síðan þeir I jT* 1 í 1. deild íslandsmótsins í voru þar siðast. 1 knattspyrnuerKRmætir Með leik KR og Vals lýkur 9. Val á heimavelli sínum í umferð íslandsmótsins og er mótið vesturbænum. Með sigri 1 kvöld þar með hálfiiað. Gera má ráð fyrir geta KR-ingar skotist í toppsæti 1. hörkuleik á KR-vellinum í kvöld en

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.