Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1990, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1990.
Fréttir
10 milljóna króna reiðskáli risinn í nágrenni ReiðhaUarinnar:
„Ég byggði þennan skála með
hagkvæmnina að leiðarljósi“
100 milljóna króna ófrágengin Reiðhöllin er steinsnar frá
- - ■
--------
Hundrað milljóna króna Reiðhöllin er enn ófrágengin og talið að fullur frá-
gangur kosti tugi milljóna. Eftir gjaldþrot Reiðhallarinnar hf. var höliin sleg-
in Stofnlánadeild, Framleiðslusjóði og Búnaðarbankanum fyrir 70 milljónir.
Hún er nú leigð út til reiðkennslu og hestasýninga. DV-mynd Brynjar Gauti
:í. t t l' «... . "i .............■-*
■-% I
Steinsnar frá er Jörfi Sigurbjörns Bárðarsonar. Þar rekur hann reiðskóla
í 550 fermetra fullbúnum skála sem kostaði innan við 10 milljónir að byggja.
Hafði Sigurbjörn að eigin sögn hagkvæmnina að leiðarljósi.
DV-mynd Brynjar Gauti
„Ég gerði mér grein fyrir því sem
mig vantaði og byggði þennan skála
með hagkvæmnina að leiðarljósi.
Skálinn átti aö þjóna þeim tilgangi
sem honum var ætlaður, að vera
aðstaða fyrir reiöskóla og tamningar.
Ég hef ekki tekið kostnaðinn við
bygginguna alveg saman en er nokk-
uð viss um að hann fer ekki upp fyr-
ir 10 milljónir" sagði Sigurbjörn
Bárðarson hestamaður í samtali við
DV.
Á þrettándanum opnaði Sigurbjörn
Jörfa, 550 fermetra reiðskála í hest-
húsahverfmu í Víðidal. Skálinn er
með steyptum veggjum upp í um eins
og hálfs metra hæð en er stálgrindar-
hús að öðru leyti. Allir útveggir eru
einangraðir.
Skálinn lætur ekki mikið yfir sér,
er byggður yfir gerðið við hesthús
Sigurbjöms. Þegar inn er komiö
blasir við stór og mikill salur þar sem
reiðkennsla fer fram hvern dag. Þá
er einnig kennslustofa í skálanum
með plássi fyrir 20 nemendur. Eftir-
spum eftir tímum hjá Sigurbirni er
gífurleg og að sögn hans er upppant-
að langt fram í tímann.
„Það var gífurleg þörf fyrir skála
eins og þennan, ekki síst þar sem
Reiðhöllin var lokuð. Reyndar kem-
ur Reiðhöllin þessu dæmi ekkert við
en lokun hennar flýtti óneitanlega
eitthvað fyrir framkvæmdum. Ann-
ars vakti ég allan.tímann yfir fram-
kvæmdunum þannig að hlutirnir
fóm aldrei úr böndunum. Þannig var
tryggt að þessi framkvæmd þjónaði
tilgangi sínum og dæmið gekk upp.“
Reiðhöll á 100 milljónir
Athygli DV var vakin á skála Sig-
urbjöms og einnig þeirri staðreynd
að steinsnar frá stæði Reiðhöllin,
mun stærra hús, lokuð eftir gjald-
þrot. Reiðhöllin hf„ sem stóð að baki
byggingu hennar, varð gjaldþrota á
síðasta ári. Skuldir námu þá um 100
milljónum króna. Reiðhöllin er langt
frá því að vera fullfrágengin og er
talið að framkvæmdir við fullnað-
arfrágang hennar muni kosta tugi
milljóna. Þannig á eftir að ganga
endanlega frá þakgluggum, einangr-
un veggja, hurðum, ofaníburði og lóð
umhverfis húsið, svo eitthvað sé
nefnt.
Það kemur fram í máli þeirra sem
DV hefur rætt viö að umsjón fram-
kvæmda við byggingu Reiðhallar-
innar hafi verið á mörgum höndum
og þeir sem unnu að hönnun og bygg-
ingu hennar hafi fengið að leika laus-
um hala í of ríkum mæli. Reiðhöll-
inni var ætlaö að sinna margþættu
hlutverki. Þar átti að vera reiðskóli,
reiðsýningar, sölusýningar eða
markaðstorg fyrir hestamenn og al-
mennar vörusýningar. Fram að
þéssu hefur hún verið lokuð og að
áliti sumra sorglegt minnismerki um
framkvæmdagleði sem byggðist á
fjárhagslega mjög veikum grunni.
Tekjuáætianir hrundu
„í upphafi var gert ráð fyrir að
bygging Reiðhallarinnar myndi
kosta um 45 milljónir. Hins vegar
brugðust allar áætlanir fljótt og á
endanum voru skuldimar komnar í
100 milljónir króna. Megniö af því
var fjármagnskostnaður þar sem
lánin voru ekki greidd," sagði Kári
Arnórsson, formaður Landssam-
bands hestamanna og stjómarmaður
í Reiðhöllinni hf. áður en hún varð
gjaldþrota. Kári hefur nýlega undir-
ritaö leigusamning þar sem Reið-
höllin er leigð Reiðskólanum hf. til
1. maí. Reiðskólinn hf. er nýstofnað
félag sem að standa Landssamband
hestamanna, Félag hrossabænda,
Félag tarnningamanna, Hestaíþrótta-
félagið og hestamannafélögin á
Reykj avíkursvæðinu.
„Áætlanir um tekjuöflun hrundu
og því sýnt í hvað stefndi. Menn
gerðu ráð fyrir tekjum af sýningum
og ýmsum uppákomum í húsinu auk
starfrækslu reiðskóla en þessar tekj-
ur sáust aldrei í þeim mæli sem gert
var ráö fyrir. Kom ýmislegt til eins
og þegar lögreglustjóri bannaði allar
samkomur í höllinni eftir klukkan
sjö á kvöldin frá október til apríl að
báðum mánuðum meðtöldum. Það
var vegna þess að einir tónleikar fóru
úr böndunum. Þá var Landbúnaðar-
sýningin 1987 höllinni þung í skauti.
Framkvæmdum fyrir hana var flýtt
mjög og lagt í mikinn kostnað. Tekj-
umar af sýningunni urðu aftur á
móti engar, gagnstætt því sem menn
bjuggust við. Þá varð hlutafé ekki
eins mikið og reiknað var með. Einu
tekjurnar á síðasta ári voru af hesta-
sýningum um helgar og því ekki
skrýtið að Reiöhöllin yrði gjald-
þrota.“
- Hefði ekki verið nær að flýta sér
hægt og sníða sér stakk eftir vexti?
Var ekki nóg að byrja á aðstöðu fyr-
ir reiðkennslu og byggja síðan við í
áfóngum?
„Jú, sjálfsagt, en menn sáu fyrir
■sér fjölbreytta nýtingu hallarinnar
og tekjur þar af til að standa undir
afborgunum af lánum.“
- Menn bera gjarnan saman fram-
kvæmdir Sigurbjörns og Reiðhallar-
innar og sjá fyrir sér hagkvæmni
annars vegar og bruðl hins vegar.
„Það er ekki sanngjarnt að bera
þetta tvennt saman þar sem tilgang-
urinn er ekki alveg sá sami. En það
má kannski segja að menn hafi byggt
um of á tekjuhugmyndum sem ekki
stóðust. Sigurbjörn hefur takmark-
aðri notkunarhugmyndir og getur
því betur sniðið framkvæmdirnar
alveg að þeim.“
-hlh
íslendingar fengu happdrættisvinning þegar dregið var í riðla í Evrópukeppninni:
Gætu fengið 30 milljónir
- fyrir leikina gegn Spánverjum og Frökkum
Knattspyrnusamband Islands ætti að
fá einar 30 milljónir í sinn hlut fyrir
sölu á sjónvarpsréttinum á heima-
leikjum íslands í Evrópukeppni
landsliða. Eins og DV hefur áður
skýrt frá er dreifingarfyrirtæki, sem
Gunter Netzer rekur, búið að leggja
fram verðskrá á leikjum og er tilbúið
að borga KSÍ 12-14 milljónir fyrir
sjónvarpsréttinn að hvorum leik,
gegn Spáni og Frakklandi.
Þegar dregið var í riðla fyrir keppn-
ina í Stokkhólmi í gær kom í ljós að
ísland er í 1. riðli ásamt Spáni,
Tékkóslóvakíu, Frakklandi og Alba-
níu. Leikirnir fara fram í ár og á
næsta ári en sigurliöið í riðlinum fer
í úrslitakeppni um Evrópumeistara-
titilinn sem fram fer í Svíþjóð sumar-
ið 1992.
Happdrættisvinningur að
fá Spán og Frakkland
Heimaleikirnir við Spán og Frakk-
land eru sannkallaðir happdrættis-
vinningar því að þeir ættu alls aö
gefa af sér á bilinu 24-28 milljónir
en leikir við Austur-Evrópuþjóðir
eru metnir á 900 þúsund. Þó má bú-
ast við aö áhugi verði á Spáni og
Frakklandi fyrir heimaleik íslands
við Tékkóslóvakíu og þá ætti upp-
hæðin þar að hækka.
ísland hefur áður mætt Spáni,
Frakklandi og Tékkóslóvakíu í stór-
móti og þá tekið stig á heimaveUi,
bæði gegn Frökkum og Tékkum. ís-
land hefur hins vegar aldrei leikið
knattspymulandsleik gegn Albaníu,
lokaðasta landi Evrópu.
„Mjög sáttir
meðdráttinn"
„Við erum mjög sáttir með dráttinn
í riðlakeppninni, einu vonbrigðin eru
að fá Albani sem mótherja. Við því
er ekkert að segja og á heildina litið
emm við mjög ánægðir. Svona fljótt
á litið lítur þetta einnig vel út hvað
varðar íjárhagshliðina," sagði Egg-
ert Magnússon, formaður KSÍ, í sam-
tali viö DV skömmu eftir dráttinn í
Stokkhólmi í gær.
20. febrúar koma fulltrúar allra
þjóöanna saman til fundar í París og
þá verða leikdagar í riðli íslands
ákveðnir. Ljóst er þó að riðlakeppnin
hefst strax á þessu ári.
Sovétmenn og ítalir
saman í riðli
Riðlarnir í Evrópukeppninni 1990-
1992 líta þannig út:
1. riöill: Spánn, Tékkóslóvakía,
Frakkland, ísland og Albanía.
2. riðill: Rúmenía, Skotland, Búlg-
aría, Sviss og San Marino.
3. riðill: Ítalía, Sovétríkin, Ung-
verjaland, Noregur og Kýpur.
4. riðill: Júgóslavía, Danmörk,
Austurríki, Norður-írland og Fær-
eyjar.
5. riðill: V-Þýskaland, Belgía, A-
Þýskaland, Wales og Luxemburg.
6. riðill: Holland, Portúgal, Grikk-
land, Finnland og Malta.
7. riðill: England, írland, Pólland
og Tyrkland.
Allt stefnir í harða keppni um efsta
sætið í flestum riölanna, ekki síst í
þeim þriðja, þar sem tvær af bestu
þjóðum Evrópu, Ítalía og Sovétríkin,
mætast. Tvær þjóðir em nú með í
fyrsta skipti, Færeyjar og San Mar-
ino, og Færeyingar lentu einmitt
gegn „herraþjóðinni", Dönum. Þeir
mega ekki leika á heimavelli, geta
ekki boðið upp á lögleg vallarskilyrði
en rætt hefur verið um að þeir leiki
heimaleiki sína í Svíþjóð.
Bo Johansson ráðinn
landsliðsþjálfari íslands
Eggert Magnússon, formaöur KSÍ,
og Ellert B. Schram, heiðursformað-
ur sambandsins, fóru til Stokkhólms
qg voru viðstaddir þeegar dregið var.
í leiðinni gengu þeir frá ráðningu
Svíans Bo Johanssons sem næsta
landsliðsþjálfara íslands. Hann var
ráðinn til tveggja ára en að einu ári
liðnu verður samningurinn endur-
skoðaður. Þetta samkomulag var
gert með fyrirvara um samþykki
stjórnar.
Johansson kemur
eftir hálfan mánuð
„Bo Johansson kemur til íslands eft-
ir hálfan mánuð til skrafs og ráða-
gerða við stjórn KSÍ. Við munum
setjast niður með Svíanum og ræða
hvernig starfi hans verður háttað hér
á landi. Við leggjum til að hann hafi
hér búsetu frá mars til október. Þessi
mál munu þó skýrast betur þegar við
förum að ræöa saman,“ sagði Eggert
Magnússon, formaður KSI.
„Við ætlum að leggja það til viö
þjálfara tveggja efstu höa á síðasta
Islandsmóti aö þeir velji hvor um sig
16 manna leikhóp sem myndi síðan
leika innbyrðis í leik á gervigrasvell-
inum 18. febrúar. Bo Johansson
verður þá kominn til landsins og
fylgist meö leiknum. Það er nauðsyn-
legt að koma þessum leik á því að
þá sér Johansson úr hverju hann
hefur að moða hvað varðar þá leik-
menn sem leika hér á landi,“ sagði
Eggert Magnússon ennfremur í
spjallinu við DV.
Eggert vildi láta það koma fram að
það hefði verið mikill styrkur í því
að hafa Ellert B. Schram viðstaddan
í Stokkhólmi. Ellert væri óumdeilan-
lega vel þekktur og virtur innan
knattspyrnuhreyfingarinnar í Evr-
ópu.
Sömu mótherjar
í ólympíukeppninni
Um leið var gengið frá riðlum fyrir
forkeppni ólympíuleikanna en þar
keppa leikmenn fæddir eftir 31. júlí
1969. Riðlarnir í þeirri keppni eru
áþekkir og íslenska liðiö mætir þar
sömu íjórum þjóðunum. -VS/JKS
Þorsteinn Pálsson:
Fagna nýjum
grundvelli
„Forystumenn Iaunþega og
vinnuveitenda hafa með mjög af-
gerandi hætti tekiö fram fyrir
hendurnar á ríkisstjóminni. Þeir
hafa lagt hér nýjan efnahags-
gmndvöll. Eg fagna því sérstak-
lega. Ég tel að þetta séu mjög
merkir samningar að því leyti,“
sagði Þorsteinn Pálsson, formaö-
ur Sjálfstæðisflokksins, um ný-
gerða kjarasamninga.
„Það er ljóst að veröbólga verö-
ur mun lægra en orðið heföi ef
stjórnarstefnunni hefði verið
fylgt. Það er lika Ijóst að þrátt
fyrir að þessir samningar feli í
sér kaupmáttarrýrnun verður
hún mun minni en hún hefði orð-
iö ef stjórnarstefnunni hefði verið
fylgt því að ríkisstjómin stefndi
aö 5 prósent kjaraskeröingu eins
og frani kom í þjóðhagsáætlun
og forsendum fjárlaga. Þaö er líka
mjög athyglisvert að þessír samn-
ingar takast þrátt fyrir að ríkis-
stjórnin hafi unniö gegn þeim
sérstaklega með gífurlegum
skattahækkunum. Ég lít svo á að
nú sé það hið stóra verkefni Al-
þingis að grípa fram fyrir hend-
umar á ríkisstjórninni og koma
i veg fyrir að þær miklu skatta-
hækkanlr sem hún á eftir að fá
samþykktar á Alþingi nái fram
að ganga. Þar á ég meðal annars
við orkuskattnm,“ sagði Þor-
steinn.
-gse