Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1990, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1990, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1990. Slagæö borgarinnar væri hægt að kalla Miklubraut á íslensku, hana sker Népkotárság en hún er talin ein fegursta gata borgarinnar. Hún end- ar viö Hetjutorgið þar sem ríkisóper- an er til húsa og mörg listasafnanna eru. Handan torgsins er stærsta úti- vistarsvæði borgarinnar með dýra- garði, sirkus og tívolí. Suður af torg- inu ,er Alþýðuleikvangurinn sem rúmar hundrað þúsund áhorfendur. Við Rákóczistræti, sem einnig liggur þvert á Miklubraut, eru stórar versl- anir og góð hótel. Kastalahæðin í Búda er frá miðöld- um og ber byggingarlistin svipmót þeirra. Hún teygir sig upp hæð út frá Keðjubrú. Þar er gamla konungs- höllin frá síðari hluta átjándu aldar og Matthíasarkirkjan frá síðari hluta þrettándu aldar. Margrétareyja er í Dóná, nálægt miðborginni. Hún er þjóðgarður í miðri borg. Þar eru rósagarðar, sundlaugar og hið stór- kostlega Grand Hotel. Menningarborg Borgin er mikil menningarborg og þar hafa margir heimskunnir Usta- menn shtiö barnsskónum, Bela Bart- ók, Zoltán Kodály og Franz Liszt eru meðal þeirra sem borgin hefur fóstr- að. Þar eru 83 söfn, 25 leikhús, tvær óperur, tónUstarháskóli, Vigadó kon- serthöUin og á sumrin eru víða um borgina starfrækt útileikhús. í mars er haldin mikil vorhátíð í Búdapest þar sem Ustagyðjan er dýrkuö. I tíu daga er boðið upp á fjölda listvið- burða af ýmsum toga, innlenda jafnt sem erlenda. Á haustin er sömuleiðis ár hvert haldin mikU Ustahátíð í borginni þá lögð er höfuðáhersla á aö sýna það sem hæst ber á sviði Usta nútímans. Iðar af lífi Búdapest iðar af lífi. Hún er að sumu leyti ekki ósvipuð öðrum stór- borgum heimsins. Þar er aö finna kínverska, ítalska, japanska og franska matsölustaði og bráðlega mun McDonalds keöjan opna þar matsölustað. Hins vegar þykir ung- verskur matur mjög góður, sérílagi þykir hann kitla bragðlauka þeirra sem vilja sterkan mat. Ungverskt gúUas, fiskisúpa og paprikukjúkling- ur með núölum er meðal þess sem aUir ættu að bragða og ekki má gleyma ungverska bjórnum sem þykir einhver sá besti í heimi. KafS- húsin eru kapítuU út af fyrir sig og LífsstOl Borgin er mikil menningarborg það getur verið gott að tylla sér niður á eitt sUkt við stræti sem iðar af mannlífi og virða það fyrir sér. Það er hægt að skreppa í óperu eða leik- hús og síðan á næturklúbb og skemmta sér þar fram á rauðan morgun eða skreppa í spUavíti og freista gæfunnar. Það er hægt að leggja stund á ýmsar íþróttir, leigja sér hesta eða fara í skoðuna^ferðir um borgina. Daglega eru skipulagðar margar mismunandi og mislangar ferðir um borgina og nágrenni henn- ar. Leiðsögn í þeim ferðum er á er- lendum tungumálum, þýsku, frönsku eða ensku. Hagnýtar upplýsingar GjaldmiðiU landsins kallast fortin- ur. íslendingar, sem hyggjast heim- sækja Ungverjaland, þurfa vega- bréfsáritun áður en þeir fá að fara yfir landamæri landsins. í utanríkis- ráðuneytinu er hægt að fá umsókn- areyðublöð fyrir vegabréfsáritun, síðan þarf að fylla þaö út og hafa handbærar tvær ljósmyndir. Hægt er að fá vegabréfsáritun á flugvelUn- um í Búdapest og tekur það um klukkustund. Þeir sem koma tíl landsins akandi geta einnig fengiö sömu þjónustu á landamærastöðv- unum en þeir sem koma til landsins með lest þurfa að hafa orðið sér úti um áritun áður. Ferðalangar þurfa einnig hafa vísan samastað áður en þeir halda yfir landamærin auk þess sem ferðamenn, sem koma tíl lands- ins, þurfa að tilkynna ef þeir hyggj- ast skipta um aðsetur á meðan á dvöl þeirra stendur. En samfara mik- ilU þíðu í Austur-Evrópu hefur aUur aðgangur ferðafólks að austantjalds- löndunum orðið mun frjálslegri og því er ekki víst nema reglan um að fólk þurfi að hafa tilbúnar upplýsing- ar um fast aðsetur sé að breytast. SAS býður um þessar mundir flug- far fram og til baka til Búdapest á 27.460 krónur. SAS sér einnig um að finna hótel fyrir viðskiptavini sína en hótel er hægt að finna í mörgum verð- og gæðaflokkum í Búdapest. Norræna ferðaskrifstofan býður upp á 5 og 7 daga ferðir tíl borgarinn- ar. Sex daga ferð, miðað við einstakl- ing í tvíbýU, kostar frá 33.500 krónum upp í 45.200 krónur. Vikuferð kostar frá 35.900 krónum fyrir manninn og upp í 51.650 krónur. InnifaUð er flug, gisting og morgunveröur. Hægt er aö fá ýmsar hagnýtar upp- lýsingar hjá þessum aðUum um land og þjóð auk þess sem hægt er að hafa samband við Budapest Tourist, 1051 tér 5, s. 173551.225726. -J.Mar Ferðafélag íslands: Á göngu um Reynisvatnsheiði Ferðafélag íslands efnir til göngu um Reynisvatnsheiði á morgun, 4. febrúar. Skammt utan við Reykja- vík, austur af Smálöndum og norð- an Rauðavatns, eru faUeg heiöal- önd er nefnast Reynisvatnsheiði. Heiöin er grágrýtissvæöi sem er frægt og fergt af ísaldarjöklum á fleiri en einu skeiði. Því er hún mjög greiðfær fyrir göngumenn. Nokkrar misgengislínur skera svæðið um þvert frá norð-norð- austri tU suð-suðvesturs, en lítiö ber á þeim nema við nánari athug- un. Berggrunnurinn er þó á hreyf- ingu og á einum stað er nýleg opin gjá eftir endUöngum kapalhrygg. AUmikil misgengissprunga liggur þvert í gegnum golfvöllinn fyrir innan Grafarholt og í henni er góð og gjöful Und sem nefnist BuUaugu. Lindin er nú nýtt fyrir Vatnsveitu Reykjavíkur. Vestast í heiðinni er aUstór og ævafom eldgigur sem nú er grasi og lyngi vafinn skálardal- ur. Þar í kring em allháar brúnir sem rísa 40-50 metra yfir botn dals- ins. Af þessum brúnum er gott út- sýni yfir suðurhluta Faxaflóasvæð- Á göngu á Reynisvatnsheiði. Esja í baksýn. isins, frá Esju tU HengUs og Reykja- nesfjallgarðs, en einnig sést vel tU höfuðborgarinnar. Mjög auðvelt er að haga göngu eftir veðmm og vindstööu, en skemmtilegast er að ganga frá austri tU vesturs. Á Reynisvatnsheiði em góðar gönguleiðir fyrir aUa káta krakka frá fjögurra ára aldri upp að átt- ræðu. Brottför í Ferðafélags- gönguna er kl. 13 frá Umferðarmið- stöðinni, austanmegin og á sama tíma verður skíðagönguferð í Innstadal, eitt besta skíðagöngu- land í nágrenni höfuöborgarinnar. 41 INNANHÚSS- ARKITEKTÚR í frítíma y ðar með bréfaskriftum Engrar sérstakrar undirbúningsmenntunar er krafist til þátttöku. Spennandi atvinna eða aðeins til eigin nota. Námskeiðið er m.a. um húsgögn og húsgagnaröðun, liti, lýsingu, list, þar tilheyrir listiðnaður, gamall og nýr stíll, blóm, skipulagning, nýtísku eldhús, gólflagnir, vegg- klæðningar, vefnaðarvara, þar tilheyrir gólfteppi, hús- - gagnaefni og gluggatjöld ásamt hagsýni o. fl. Ég óska án skuldbindingar að fá sendan bækling yðar um INNANHÚSS-ARKITEKT-NÁMSKEIÐ. Nafn........................... Heimilisfang Akademisk Brevskole Jyllandsvej 15 • Postboks234 2000 Frederiksberg • Kobenhavn • Danmark DV 01 03 89

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.