Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1990, Blaðsíða 48
ar— w-—
*“ r-1 EZL
A S K O T I Ð
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
ist eða e'r notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn.
Rit&t|órn * Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Simi 27022
Frjálst,óháð dagblað
LAUGARDAGUR 3. FEBRUAR 1990.
Skógræktin
kostar
~ smölun á
afréttum
Aö sögn Jóns Loftssonar skógrækt-
arstjóra er nokkuð algengt aö Skóg-
rækt ríkisins taki þátt í kostnaði
vegna smölunar á afréttum. Sagði
Jón að það væri vanalega vegna þess
að hefö væri fyrir því að jarðir þær,
sem eru í eigu Skógræktarinnar,
kostuðu sinn hluta af smölun í við-
komandi sveitum.
„Það eru ákveðin landslög að jarð-
irnar verða að taka þátt í fjallskilum
. J»g því er deilt niður á bæi eftir því
hvað menn eru með stórt bú. Þó að
menn séu ekki með neitt bú er hægt_
aö leggja þá kröfu á þá að þeir
smali,“ sagði Jón og bætti við: „Ég
tók hins vegar aldrei í mál sem skóg-
arvörður hér fyrir austan að við tæk-
um þátt í þessu en um leiö gerði ég
mér grein fyrir rétti bænda. Skóg-
ræktin á óumdeilanlega hiut í afrétt-
inum sem þetta fé gengur á.“
- En finnst þér rétt að Skógræktin
kosti þetta af sínu fé?
-'V„Ég held ég vilji svara þessu með
því að ræða um sauðfjárræktina í
heild. í gegnum aldirnar hefur hún
verið rekin meö þessari ótakmörk-
uðu beit en það er auðvitað hlutur
sem aldrei gengur upp. Þetta hefur
ivergi gengið upp í heiminum og það
væri með ólíkindum ef það ætti að
tanga upp á okkar viðkvæma landi.
?að sjónarmið er þess vegna að ná
ylgi að stjórnuö beit' sé það sem
coma skal. Fyrr en það gerist náum
/iö hvorki tökum á framleiðslunni
íé því vandamáli sem gróðureyðing
i íslandi er,“ sagði Jón.
-SMJ
NÝJA
SENDIBÍLASTÖÐIN
68-5000
Úti að aka
í 40 ár
Nýtt númer:
68 60 90
FM 90,1 - útvarp með sál.
LOKI
Það ætti að vera auðvelt fyrir
Sólnes að skera niður glæsi-
jeppa ráðuneytis sem ekki er til!
Fjárlög skorin niður
um einn milljarð
- mikil deila í uppsiglingu milli ráðherranna vegna niðurskurðarins
, „Það er ljóst aö skera verður
fjárlög ársins 1990 niöur um einn
milljarð króna. Málið er að sjálf-
sögðu viðkvæmt og þess vegna vil
ég ekki greina frá því hvar skorið
verður niður fyrr en ég hef kynnt
samráðherrum mínum tillögurnar.
Ég get þó staðfest að hugmyndin
er að skera niður nokkra liði flár-
laga um 50 til 100 milljónir króna
hvern. Síðan almennt hlutfall af
öörum liðum," sagði Ólafur Ragnar
Grímsson fjármálaráðherra í sam-
tali við DV í gær.
Stærsti liðurinn í þessum niður-
skurði verður uppbygging Bessa-
staðastofu. Tii hennar átti að verja
200 milljónum króna í ár. Það verk
heyrir undir Steingrím Hermanns-
son forsætisráðherra. Hann sagðist
í gær hafa látið endurskoða það
mál að undanfömu. Nefhdin sem
annast uppbygginguna hefur lagt
til að sparað verði með því að hægja
á verkinu.
„En það er ekki nóg sem þeir
hafa lagt til og því mun ég halda
fund með þeim strax eftir helgina.
En menn verða þá líka að gæta
þess að forsetasetrið verður ekki
nothæft um einhvern tíma,“ sagði
Steingrimur.
Hann vildi ekki skýra frá hvar
annars staðar yrði skorið niður.
„Þetta er svo viðkvæmt mál á
milli ráðuneyta að ég vil ekkert um
það segja hvar helsti niðurskurð-
urinn verður fyrr en tillögur fjár-
málaráðherra hafa verið kynntar,"
sagði Steingrímur.
Samkvæmt heimildum DV er
mikil deila í uppsigiingu milli ráðu-
neyta og ráðherra vegna niður-
skurðarins. Enginn þeirra vili
missa spón úr aski sínum.
Svavar Gestsson menntamála-
ráðherra sagði í samtali við DV að
ekki yrði hróflað við því fé sem
ákveðið hefur veriö að fari í við-
gerðir á Þjóðleikhúsinu og að hann
legði ráöherrastóiinn þar undir.
Hann sagði ennfremur að svo hefði
verið tálgað utan af menntamála-
ráðuneytinu að þangað yrði ekki
meira sótt.
Þetta mun einnig vera álit allra
annarra fagráðherra á stöðu mála
1
.
Sigurbjörn Bárðarson, tamninga- og hestamaður, hefur byggt 550 fermetra reiðskála fyrir innan við 10 milljónir
og rekur þar reiðskóla. Með hagkvæmnina að leiðarljósi hefur Sigurbirni tekist að fá enda til að ná saman. Sigur-
björn sést þarna með þremur nemendum sinum. Sjá einnig bls. 2 DV-mynd Brynjar Gauti
Þung færð á
Vestfjörðum
Færð var mjög slæm víðast hvar á
Vestijörðum í gærkvöldi. Á ísafirði
var verið að ryðja götur en það verk
gekk seint vegna fannfergis. Fært
var til Bolungavíkur og Súðavíkur
en Botnsheiði og Breiðadalsheiði
höfðu ekki verið ruddar vegna veð-
urs. Því var ófært yflr til Suðureyrar
og Flateyrar. Að sögn lögreglunnar
á ísafiröi var ekki hætta á snjóflóðum
yfir byggð en gusur gætu lent á veg-
um eins og Óshlíöarvegi.
Ekki var fært inn í skíðaland ís-
firðinga og ekki vitað hvenær það
yrði.
Samgöngur milli Grímseyjar og
lands hafa verið stopular vegna veð-
urs. Hafði mjólk ekki komist til eyj-
arinnar frá því á fimmtudag fyrir
viku og því mjólkurskortur. Kvarta
Grímseyingar yfir slælegri þjónustu
í samgöngum og mjólkursendingum
en mjólk er send til þeirra aðeins
einu sinni í viku.
-hlh
Veðrið á sunnudag og mánudag:
Fer að snjóa aftur fyrir vestan
Á sunnudag veröur austan- og norðaustanátt og hiti nálægt frostmarki. Slydda eða rigning verður við suðurströndina en dálítil él á víð og dreif
í öðrum landshlutum.
Á mánudag verður norðan- og norðaustanátt um vestanvert landið en austan- og suðaustanátt um landið austanvert, snjókoma á Vestíjörðum og
á Norðurlandi vestra en snjó- eða slydduél á víð og dreif sunnan- og austanlands.