Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1990, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1990, Blaðsíða 31
I 4- LAUGAWÍAGÖR 35 PEBRTsAU 1990. 5 í I > > ) I í vesturviking - Smekkleysa ræður kynningarstjóra í Bandaríkjunum I nýliönum mánuði var stödd hér á landi Jo nokkur Cavanaugh, kvensnift af keltnesku bergi brotin sem Smekkleysa hefur ráðið til aö sinna sínum málum í Vesturheimi. Jo var ráðin nú um áramótin en áður starfaði hún sem fram- kvæmdarstjóri Alternative Tentatíles Records (Dead Kennedys og fl.) í San Fransisco og á þeim fróma stað mun hún halda sig í framtíðinni því aðalstöðvar Smekkleysu í Bandaríkjunum verða settar niður þar. Poppsíðan spjallaði við Jo Cavanaugh á dög- unum og innti hana fyrst eftir til- komu samstarfs hennar og Smekk- leysu. „Ég var stödd á New Music Seminar í New York sl. sumar og sá þá nokkur af Smekkleysubönd- unum á sviði. Kraftur þeirra og ferskleiki hreif mig svo ég setti mig í samband og síðan hafa mál þróast á þennan veg.“ I hveiju verður starf þitt fólgið? „Það má segja að þetta verði nokkuð skylt því sem ég var að gera hjá Alternative Tentacles, þó má segja að aðaláherslan hjá Smekkleysu verði til að byrja með á kynningarstarf. Reyna að und- irbúa jarðveginn fyrir væntanlega markaðssetningu á hljómsveitun- um Bless, Risaeðlunni, Bootlegs og Ham. í því sambandi er mikilvægt að reyna að fá þessar hljómsveitir utan til tónleikahalds því Banda- ríkjamenn vilja helst ekkert kaupa fyrr en eftir að hafa séð og heyrt viðkomandi." Ekki var Jo viss um að Ham ætti greiða leið að hjörtum Bandaríkja- manna, væri meira á bresku hn- unni, en hún fór ekki leynt með aðdáun sína á Bless og Risaeðlunni sem hún taldi hafa alla burði til að „meika“ það vestra. „Á New Music Seminar fékk ég slatta af plötu Risaeðlunnar til að dreifa í popp-pressuna á vestur- strönd Bandaríkjanna. Þar féllu menn í stafi og lá við slagsmálum um þau eintök sem til vorú. Þetta gefur ástæðu til bjartsýni. Þessa dagana er veriö að hljóðblanda nýja plötu Risaeðlunnar sem vænt- anleg er í útgáfu í vor og þar heyr- ist mér frábært efni á ferðinni. Það sem Bless er að gera lofar einnig góðu en stór plata með þeim er væntanleg næsta haust.“ Um möguleika Bootlegs sagði Jo að þar væri á ferð tónlist sem gæti selst vel án þess að til kæmi mikil kynn- ing, markaðurinn fyrir Speed Met- al í Bandaríkjunum væri gríðar- lega stór. Af orðum Jo Cavanaugh að dæma virðist bjart framundan hjá Smekkleysu, þar er vaxtabroddur- inn í íslenska rokkinu. Tækifærin til að gera rósir virðast fyrir hendi hjá fyrrtöldum hljómsveitum, ef þær hafa áhuga og þrek til. Að lok- um má geta þess að það verður Rough Trade í Bandaríkjunum sem kemur til með að verða dreifmgar- aðili fyrir Smekkleysu vestra. í faðmlög- um við þögnina - Depeche Mode hugsar sér til hreyfings Það hefur vakiö furðu margra sú tryggð sem hljómsveitin Depeche Mode hefur haldið við óháða útgáfu- fyrirtækið Mute í Bretlandi. í 9 ár hefur hljómsveitin dælt á markað átta breiðskífum sem allar hafa farið inn á topp 10 í Bretlandi og tuttugu smáskífum sem allar fóru inn á topp 20. Þannig hefur Depeche Mode skapað sér nafn sem sem eitt vinsælasta óháða bandið í sögunni. Hljómsveitarmeðlimir senda gylli- boð risafyrirtækjanna til foðurhú- sanna með þeim orðum að sköpunar- frelsið sé þeim dýrmætara en svo að þeir selji sig kaupsýslumönnum á vald. Nú eru hðin tvö og hálft ár síðan síðasta breiðskífa Depeche Mode kom á markað, platan „Music for the Masses". Reyndar sendi hljómsveitin frá sér tónleikaplötuna „101“ í fyrra en samhhöa henni var frumsýnd samnefnd bíómynd sem sýnir hljóm- sveitina í leik og starfi. Það ríkir því talsverð eftirvænting nú þegar væntanleg er ný plata með Umsjón: Snorri Már Skúlason Depeche Mode. „Vialator" ku hún kallast og kemur á markað 19. mars. Mánudaginn 5. febrúar fá aðdáend- ur hljómsveitarinnar þó htilræði tíl að orna sér við, en þá verður útgefið smáskífulagið „Enjoy the Silence". Þar er á ferð hinn dægilegasti bragur sem sýnir hljómsveitina í sínu fin- asta formi. Sunnudagur til sælu Fyrst nýjar plötur eru til umræðu er rétt að geta frammistöðu bresku hljómsveitarinnar The Sunday’s en hún sendi frumburð sinn „Reading, Writing and Arithmetic” frá sér um miðjan janúar og fór platan beint í 4. sæti vinsældahstans. Árangur sem Rough Trade-menn hafa ekki átt aö ina bera með sér ferska strauma. stjörnu í heimi rokktónhstar, en Poppsíðan ætlar að freista þess að meira um það eftir hálfan mánuð. ná einkaviðtali við þessa rísandi fagna síðan The Smiths var og hét. Breska popp-pressan ber The Sunda- y’s á höndum sér og segir hljómsveit- Hljómsveitín Lush skilur eftír ör. - það verður fleira gott til í eldhúsum en matur Hljómsveitin Lush frá' Lundúnum er tvær Miki og Emma hófu afskipti sín um að enginn heyrði til þeirra, nefni- þeirra. í dag eru þær heilinn í einni ágætt dæmi um þetta, en fraukurnar af tónhst þar sem þær voru fullvissar lega í eldhúsinu heima hjá annarri af efnilegri hljómsveitum Bretlands. Lush sendi seint á síðasta ári frá sér plötuna „Scar“ sem opinberar 6 hug- arsmíðar þeirra vinkvenna. Tónhst hljómsveitarinnar er hæfi- lega tyrfin nýbylgja í ætt við Throw- ing Muses og My Bloody Valentine. Smekkleg laglína leynist á bak við vegg af hljóðum. Eftir því sem kynn- in verða nánari hrynja múrarnir og eftir stendur góður vinur. Ekki er þessi lýsing alghd þegar Lush á í hlut því sumar lagasmíð- anna verða beinlínis ágengar við fyrstu kynni. Það sem einkum gefur tónlist Lush karakter er hugguleg meðhöndlun á kvenröddum, sér- staklega í rólegri lögunum en þar eru ' þær látnar fljóta líkt og dulúðug dalalæða. Hhómsveitarmeðhmir sem eru fjórir eru lítið fyrir aö lýsa eða skil- greina tónhst sína, segja hana lýsa sér best sjálfa. Textagreining Emmu og Miki ristir ekki djúpt. Miki segist yrkja um fólk í víðasta skilningi þess orðs á meðan Emma er upptekin af sjálfri sér, semur um það sem hún þekkir best, eigin hug- arheim. Þó verður að ætla að stórskáld for- tíðarinnar hafi einhver áhrif því % hljómsveitarinnar lesa bókmenntir við ónefndan skóla í Lundúnum. Hvað sem því hður þá standa tón- hst og texti sem sterk heild, áherslur í flutningi aldrei of né van og fyrir vikið stendur platan Scar sem dá- indi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.