Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1990, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1990, Blaðsíða 18
18pr LA®GARDÁGÍÍR%: FÍíBRÚ.WR 'l99Ó/ Veiðivon „Telja má víst aö það sé einkum kostur fyrir seiðin að vera stór þau ár sem sjávarhiti er lágur. Oftast fylgist aö kaldur sjór og sein vor- koma. Því má líta á þessi viðbrögð seiða við köldu og seinu vori sem aölögun að köldum sjó. Líklega má telja að á móti tiltölulega lítilli gengd viUtra sjógönguseiða sl. vor komi hlutfaUslega betri heimtur úr hafi. Þrátt fyrir þetta eru tæplega líkur á að náttúruleg framleiðsla muni skUa stórum smálaxagöngum sumarið 1990. Þegar Uða tók á vorið var hætt- an á lítilli náttúrulegri gönguseiða- framleiðslu orðin nokkuð ljós og þá var sleppt 16000 gönguseiðum af Mið- fjaðarárstofni á fjórum stöðum við ána. Þessar gönguseiðasleppingar gætu verulega bætt smálaxagengd í Miðfjaðarámar sumarið 1990,“ segir Tumi Tómasson, fiskifræðingur Norðurlandsdeildar Veiðimálastofn- unar á Hólum Hjaltadal. Þetta segir Tumi í verðskrá veiðifélags Miðfirð- inga sem nýlega var birt fyrir sumar- ið 1990. Tumi heldur áfram: „Verði voriö 1990 sæmilegt má reikna með að gönguseiðaframleiðsla verði þá segir Tumi Tómasson flskifræðingur með mesta móti.“ En í lokin segir Tumi: „Enn eigum við margt ólært um orsakir og eðli sveiflna í laxa- gengd." Dýrasti dagurinn í Miðfjaröará kostar 44.500 en sá ódýrasti 12.600. Á silungasvæðinu fyrir neðan Mið- fjarðarárbrú verður dagurinn seldur á 4000 þúsund. „Allt er aö verða fullt hjá okkur og bráöum verðum við að visa frá,“ sagði Stefán Hjaltested hjá Ármönnum er við komum við í iþróttahúsi Kennarahá- skólans um síöustu helgi. DV-mynd G.Bender Góð dorgveiði áður fyrr Ingvari Ingvarssyni á Múlastöðum, hinum ötula veiðiverði í Flókadalsá í Borgarfirði, þykir gaman aö renna fyrir fisk og hefur oft veitt vel en hann fór oft á dorg áður fyrr. Hann fór á Reyðarvatn og Grímsá. Einn veturinn fyrir nokkrum árum veiddi hann 1100 silunga en hin síðari árin hefur veiðin minnkað og Ingvar hef- ur fækkað ferðum. „Maður fer samt einn góðan veiðitúr á ári,“ sagði Ingvar í samtali við DV í vikunni. En veiði í Reyðarvatni hefur minnk- aö mikið hin síðari árin og er ekki svipur hjá sjón lengur. -G.Bender Bjargar stórlaxinn veiðisumrinu 1990? - mikið af fjögurra ára loðnu gengur til hrygningar „Ég hef þá trú að sumarið gefi lax- veiðimönnum stórlaxa en í mínu starfi sem útgerðarmaður og lax- veiðimaöur er mikið spáð í þessa hluti,“ sagði Gunnar Þór Ólafsson, útgeröarmaður hjá Miðnesi í Sand- gerði, í gærkvöldi en hann hefur veitt í ám eins og Laxá í Aðaldal og Sandá í Þistilfirði í mörg ár. Þessar ár gefa oft væna laxa á hveiju sumri. „Þetta er hugmynd hjá manni, maður hefur hugsað um þetta. Loðnan er laxfisk- ur, hún gekk seint til hrygningar og þvi gerir laxinn þaö ekki líka? Þetta hefur fylgst aö hin síöari árin. í fyrra var laxveiðin léleg og loðnan smá. Núna er loðnuveiöin að glæðast og virðist vera mikið af fjögurra ára loðnu sem gengur til hrygningar sem hefur ekki náð kynþroska í fyrra. Þetta sama gæti gerst meö laxinn, komið stærra hlutfall af vænni laxi í ámar, stórlaxar," sagði Gunnar Þór ennfremur. Fiskifræðingar hafa litlu viljað spá um veiðisumarið 1990 heldur tala um smálaxasumarið 1991. Ein af fræð- ingunum hjá veiðimálastofnun sagði við undirritaöan fyrir fáum dögum af hvorki kæmi mikið af smálaxi né stórlaxi. Ekki gott mál það. Þjóðarspaug DVískamm- deginu Úr segli Manni einum í Bolungarvík, sem var æði oft annars hugar, voru eitt sinn sagðar þær fréttir að seglskúta lægi viö bryggjuna. „Og er hún úr segli?“ spurði karlþá. Nefið „Mikið svakalega er hann Tóm- as Ámason, fyrrverandi ráð- herra, með stórt og mikiö nef,“ sagði kona ein. „Það er nú engin furöa,“ svar- aði bóndi hennar, „hann er nú einu sinni af HÁNÉFSstaðaætt- inni.“ Öðrumhvorummegin Vegir hér á íslandi eru margir hverjir vondir og jafnvel óak- andi. Á þetta einkum viö um sveitavegi. Maður nokkur, sem átti brýnt erindi á bæ einn í Hró- arstungu, spurði mann á Egil- stöðum hvemig vegurinn væri að bænum. „Það er allt í lagi með veginn,“ svaraði maðurinn, „ef þú passar þig bara á að fara öörum hvorum megin við Iiann." í kirkjugarðinum Gömul kona heyrðist eitt sinn segja eftirfarandi við aðra á svip- uðum aldri er þær vora staddar í Fossvogskirkjugarði: „Héma eigum viö nú báöar eft- ir að lenda ef okkur endist líf og heilsa." Gott málefni Pétri i Málaranum var eit sinn sögð sú frétt að ungur drengur heföi í óvitaskap sínum sopið á málefni frá Hörpu og oröið óglatt „Ja, hann hefur þá allavega lið- ið fyrir gott málefni,“ svaraði Pétur. Finnur þú fimm breytingar? 40 ©PIB COnHHACfH PIB C0MBMCIN - Ég er mjög ánægður með Jensen vegna samviskuseml hans; hann byrjaði hjá fyrirtækinu á botninum fyrir 28 árum og er þar ennþá! Nafn:........ Heimilisfang: Myndimar tvær viröast viö fyrstu sýn eins en þegar betur er aö gáö kemur í ljós að á myndinni til hægri hef- ur fimm atriðum veriö breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri mynd- inni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimil- isfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sig- urvegara. 1. Vasadiskó með bassa- mögnun að verðmæti kr. 5.900. 2. Vekjaraklukka að verð- mæti kr. 1.900. Vinningarnir eru úr Opus, Skipholti 7, Reykjavík. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 40 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Sigurvegarar fyrir þrítu- gustu og áttundu getraun: 1. Drífa Kristjánsdóttir, Goðahrauni 9,900 Vestmanna- eyjar. 2. Guörún Jónsdóttir, Víkurbraut 32, 240 Grindavík. Vinningarnir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.