Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1990, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1990, Blaðsíða 15
'EATTGXRDAGUR 3. FEBRÚAR 1990. 15 Stöð tvö hefur um langt skeið sýnt sjónvarpsþætti, sem nefnast Bjargvætturinn á íslenzku. Þetta eru bandarískir þættir. Bjargvætt- urinn er reiðubúinn til að svara ákalb hvers þess, sem er í vanda. Þar hefur einkum verið um að ræða stúlkuböm, sem lenda í háska. Einhver rænir þeim eða sit- ur um líf joeirra. Þættimir hafa verið vinsæbr. Bjargvætturinn tekur yfirleitt ekkert fyrir þjónusta sína. Hann auglýsir í blööum. Nú hafa kjarasamningar tekizt hér heima við þorra launþega. Og svo vib til, að þar er á ferð maður, sem yfirleitt er einnig kabaður Bjarg- vætturinn. Sumir segja þetta í glensi. Aðrir meina þetta og líta upp tb þessa manns. Vissulega á Einar Oddur Kristjánsson stærstan þáttinn í kjarasamningunum. Hann hefur lengi stefnt að ein- hverri lausn í efnahagsmálum, sem breyti frá fyrri stefnu. Tómt sukk Lítum á, hvernig staðan hefur verið. Viö bjuggum við mikið góð- æri fyrir 2-3 ámm. Þá hefði verið gott tækifæri. Við höfðum árum og áratugum saman lent í skuldafeni gagnvart útlöndum. Komandi og upprennandi kynslóðir verða að greiða þann reikning. í góðærinu hefðu landsfeðurnir getað safnað handa þjóðinni. En þess i stað var eytt gifurlega í óarðbærar fram- kvæmdir. Dúsur voru áfram gefnar til óarðbærs landbúnaðar og hvers kyns óarðbærra gæluverkefna. Þetta var dýrt spaug. Varla geta menn gert sér fulla grein fyrir, hve mikiö fór í súginn við þetta fram- ferði landsfeðranna. Við gagnrýn- um núverandi ríkisstjórn. Sjáb- stæðisflokkurinn blómstrar sam- kvæmt skoðanakönnnunum. En getum við vitað, hvort það reyndist þjóðinni affarasæba að breyta um stjóm? Svo ætti að vera. En reynsl- an sýnir, einkum frá hinum nýlegu tímum góðærisins, að oft virðist btlu skipta, hver flokkurinn eða hverjir flokkanna sitja í ríkisstjórn. Vandinn er nefnilega sá, að alhr flokkarnir eru bundnir fyrir- greiðslupóbtík. Albr eru þeir á valdi einhverra þrýstihópa. Það á við í samsteypustjórnunum, að þótt einn flokkurinn vbji eitthvað laga, þá koma bara aðrir flokkar og tryggja áframhaldandi sukk. Við þekktum, hvernig þetta var í góð- ærinu. Halbnn á ríkissjóði var gíf- urlegur, þótt vissulega hefði átt að vera unnt að reka ríkissjóð halla- lausan við þær aðstæður. Ríkis- halbnn jók á verðbólgu, sem var mikb. Menn muna varla þann tíma, að verðbólga hafi hér á landi verið eitthvað svipuð og í sambæri- legum löndum. Við munum frá góðærinu og árunum þar á undan, hvemig verðbólgan innanlands gerði tíðar gengisfelhngar óhjá- kvæmilegar. Ekki þýðir að halda gengi föstu, þegar útflutnings- greinar riða tb falls og verðbólga hér er miklu meiri en í viðskipta- löndum okkar. Við þekkjum hinn mikla viðskiptahalla, sem við höf- um strítt við vegna verðbólgunnar. Nú hafa samningar verið gerðir við þorra launþega. Spurningin verð- ur, hvort út úr þeim samningum kemur eitthvað það, sem breytir þessari vitleysu landsfeðranna. Vissulegga vekja samningarnir vonir - að minnsta kosti í þessum efnum. Lítið fyrir láglaunafólk Einar Oddur, Bjargvætturinn svokabaði, er höfuðpaur þeirra samninga, sem enn hafa náðst. En hefur hann þá eins og kobegi hans í henni Ameríku reynzt bjargvætt- er enn óséð, hvernig úr þeim verð- ur spilað. Þar hvbir mikið á stjórn- völdum. Vissulega er ekki gæfulegt fyrir álit á stjórnarstefnunni, að hún leggi af stað með þriggja til fjögurra milljarða ríkishalla, halla sem gæti orðið miklu meiri. í samn- ingunum er gert ráð fyrir rýrnun kaupmáttar í ár. Gert er ráð fyrir um 7 prósent verðbólgu. En ríkið gæti aukið þá verðbólgu með sín- um ríkishalla. Ríkið gæti svindlað, eins og fólk hefur vanizt, og hækk- að opinbera þjónustu umfram það, sem gert er ráð fyrir á þessum degi. Staðreyndin hefur oftast orðið, að landsfeðurnir eru býsna forhertir í sbkum efnum. Síðan koma laun- þegasamtökin og mótmæla. Þau halda fjölmenna útifundi. Lands- menn mótmæla. En samt hefur reynslan orðið sú, að mótmæbn falla dauð og ómerk. Landsfeðurnir hafa samt farið sínu fram - með frekju. Núllió Niðurstöður kjarasamninganna eru svokölluö núb-lausn. Það þýðir til dæmis, að kaupmáttur vex ekki heldur rýrnar frekar en hitt. Þetta er ekki niðurfærsluleið. Það var hugmynd bjargræðisnefndarinnar, sem Einar Oddur var potturinn og pannan í fyrir tæpum tveimur árum, að farin yrði niðurfærslu- leið. Þá yrði lækkað verðlag og kaupgjald. Þá leið fór minnihluta- stjórn Alþýðuflokksins 1959 - með fulltingi Sjálfstæðisflokksins. Um niðurfærsluleiðina þá er að segja, að henni var illa tekið í fyrstu. Síð- ar snerust æ fleiri á sveif með henni. Niðurstaða var, að kratar unnu fylgi á þessari aðferð. En í hittiðfyrra reyndist ekki póbtískur grundvöllur fyrir niðurfærsluleið. Spurningin er nú, hvort aðstæður séu fyrir núll-lausninni. Það kemur til dæmis í ljós í verkalýðsfélögun- um næstu daga. Vissulega má gera ráð fyrir, að almenningur hefði viljað komast lengra. Fólk vildi meiri kjarabætur, meiri kaup- hækkanir, en slíkt hefði bara hefnt sín. Á tímum minnkandi fram- leiðslu má í bbi vel við una, að þessi leið lítilla hækkana var valin. Því verður að segja, að samninga- menn unnu sitt starf vel. Þetta er vissulega ekki í fyrsta sinn á síðari árum, sem samningamenn Al- þýðusambandsins sýna ábyrgð. Því miður hafa sbkir menn fyrr á árum oft fengið hnífinn í bakið. Aðrir hafa brugðizt. Leiðin nú er komin úr hug- myndabanka Einars Odds og fé- laga. Vel væri, ef fólk í verkalýðs- félögunum samþykkti þessa leið, þegar til kasta þess kemur. Við megum ekki hætta að svo búnu. Við verðum að reyna þessa leið til þrautar. Almenningur er ekki í stakk bú- inn til átaka á vinnumarkaði. ' Það yrði ekki heldur tb neins annars en áð minnka framleiösl- una frekar, auka verðbólgu og herða á gengisfelhngum. Nú eru vonir til þess, að ein- hverju megi bjarga, komist aðbar ekki upp með sviksemi. Á þessu stigi er því ástæða tb að taka samningunum vel, hversu stór orð sem menn vilja nota. Von- andi kemur ekki tb þess, að bjarg- vættur breytist í háðsyrði. Einar Oddur Kristjánsson hefur gott lag á að heilla menn, eins og hann fékk smám saman samningamenn á sitt band. Viö verðum í lengstu lög að vænta þess, að þessi tbraun hans takist. En mörg ljón eru á veginum. Hættan er einkum sú, að í hópi þeirra, sem bera ábyrgð á samning- unum, reynist menn, sem bregðast, þegar að þeim kemur. Haukur Helgason Einar Oddur ásamt bændaforingjanum Hauki Halldórssyni. Einar er talinn bjargvættur en bændur hafa sitt á þurru. Bjargvættir þar og hér gleymum þó ekki sök landsfeðr- anna, sem hafa með vitlausum ákvörðunum aukið á kreppuna. Við höfum búiö við tvenns konar böl: Annars vegar hefur fram- leiðsla minnkað - hins vegar hefur því fé, sem samt hefur verið tb, verið sóað. Jafnvel svokallaður Bjargvættur getur ekki hindrað sóun fjármuna, sem stjórnvöld standa fyrir. Með samningunum eru byrðar lagðar á ríkissjóð. Ekki væri neitt vit í öðru en aö mæta þeim með niðurskurði ríkisút- gjalda. En þar rekst hver ráðherr- ann á annan, hver flokkurinn á annan. Þá komum við aftur að spurningunni um, hverju eða hveijum hafi verið bjargaö með þessum samningum. Láglauna- fólkið mun áfram um hríð lepja dauðann úr skel. En vonir hafa að minnsta kosti vaknað um, að nú muni takast að koma efnahag þjóð- arinnar úr lægðinni, þegar á líður. Það er þó abtaf gott aö hafa von- ina. Samningarnir eru um margt tímamótasamningar, en aubvitað ur bágstaddra? Hefur hinum fá- tæku verið bjargað? Nær björgunin til einstæðra foreldra, eUilífeyris- þega og öryrkja? í samningunum eru bætur handa sumu fólki, auk hinna almennu kauphækkana. En viðurkenna verður, aó slíkar bætur ná skammt. Samningamenn ætluð- u sér að fá fram kjarabætur með því að halda búvöruverði nær óbreyttu, með því að halda verði á opinberri þjónustu nær óbreyttu og með lækkun vaxta. Þetta er þungamiðjan. Með þessu er ætlun- in að ná verðbólgunni niður á það stig, sem er í viðskiptalöndunum. Þá væri mikið unnið. Þá ætti að vera unnt að komast hjá gengis- febingum. Gengislækkun veldur auðvitað í sjálfu sér verðbólgu hér innanlands. Þetta hefur verið víta- hringur. Samningamenn vonast tb að komast út úr honum. Við færum þá allt í einu að búa við stöðugleika í efnahagsmálum. Sá stöðugleiki gerði framfarir mögulegar, um leið og við komumst út úr verstu krepp- unni. Hagspekingar segja, að kreppunni ljúki, um leið og fáum eitt ár, þar sem sjávarafli minnki ekki. Minnkun sjávarfangs hefur verið undirstaða kreppunnar. En Laugardagspistill Haukur Helgason aðstoðarritstjóri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.