Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1990, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. íslenzk stöð á heiðinni Keflavíkurflugvöllur er ekki á skrá, er birzt hefur í bandarískum dagblöðum um nokkra tugi bandarískra herstöðva heima og erlendis, sem til greina kemur að leggja niður eða minnka. Þetta endurspeglar, að vöflur- inn á heiðinni er ekki herstöð í hefðbundnum skilningi. Lítið er um varnir á Keflavíkurflugvelli. Tómt mál er að tala um, að þar sé varnarlið íslands. Að vísu eru til ráðagerðir um að flytja þangað hermenn að vestan á hættutímum. Æfingar af því tagi hafa reitt suma landa okkar tfl reiði og verið öðrum tilefni gamanmála. Foringjar heimsveldanna tveggja hafa að undanfórnu keppt í tiflögum um samdrátt herja sinna í Evrópu. Nýjasta tiflaga George Bush Bandaríkjaforseta er um fækkun niður í tæplega 200 þúsund hermenn á hvora hflð. Þessu hefur verið afar vel tekið í Sovétríkjunum. í rauninni eru heimsveldin búin að missa tök á þróun- inni. Nýjar ríkisstjórnir í Austur-Evrópu eru sem óðast að senda Sovétríkjunum skilaboð um, að hernámslið þeirra eigi að fara heim sem fyrst. Ekki verður séð, að Sovétríkin ætli neitt að tregðast við brottfór. Þar á ofan eru hinar nýju ríkisstjórnir í Austur- Evrópu að boða samdrátt í eigin herafla. Ungverjaland hefur boðað 17% samdrátt, Tékkóslóvakía 15%, Búlgar- ía 12%, Austur-Þýzkaland 10% og Pólland 4%. Þetta er byrjunin á hröðu andláti Varsjárbandalagsins. Nokkur Evrópuríki Atlantshafsbandalagsins eru þeg- ar byrjuð að skipuleggja svipað undanhald á sviði víg- búnaðar. Belgía varð fyrst til og reiknað er með, að Holland og Danmörk fylgi fljótlega á eftir. Öllum ríkis- stjórnum bráðliggur auðvitað á peningunum í annað. Stærsta máflð í hruni vígbúnaðar er svo sameining Þýzkalands. Greinilegt er, að Austur-Þýzkaland er að sogast inn í Vestur-Þýzkaland. Það þýðir, að sovézki herinn verður að fara frá Austur-Þýzkalandi og senni- lega bandaríski herinn einnig frá Vestur-Þýzkalandi. Bush og Gorbatsjov verða að hafa sig alla við í sím- tölum um ný tilboð til að hafa undan þróun, sem þeir ráða ekki við. Sameinað Þýzkaland verður að vísu ekki hlutlaust, heldur vestrænt. En það mun haga málum á þann veg, að ekki verði túlkað sem ógnun við austrið. Einu herstöðvarnar, sem eiga framtíð fyrir sér, eru eftirlitsstöðvar. Búast má við, að fjölþjóðlegir samningar um niðurskurð vopnabúnaðar feli í sér ströng ákvæði um gangkvæmt eftirlit með efndum. Slíkt verður talið líklegt til að auka hernaðarlegt öryggi Evrópu. Málsaðilar þurfa að mæla flutninga með herlið og hergögn og aðrar hreyfingar, sem hugsanlega gætu boð- að hættu. Þeir þurfa að hafa eftirlitsmenn hver hjá öðr- um til að fylgjast með heræfingum og ennfremur með umsaminni eyðingu vopna og fækkun í herjum. Reikna má með, að eftirlitsstöð á borð við Keflavíkur- flugvöll eigi framtíð fyrir sér í heimi hernaðarlegrar hláku. Þar hefur verið fylgzt með ferðum hernaðar- tækja í lofti, á sjó og í sjó. Slíkt eftirlit verður sennilega taflð alveg eins nauðsynlegt í náinni frarntíð. Hins vegar er líklegt, að framkvæmd eftirlitsins geti breytzt. Til dæmis kemur til greina, að samið verði um, að þar verði fufltrúar Sovétríkjanna til eftirlits með eft- irflti Bandaríkjanna. Einnig opnast betri möguleikar en áður á þátttöku og frumkvæði af hálfu íslands. Bezt væri, að íslendingar tækju smám saman við sem mestu af því eftirflti, sem hernaðarlegir hagsmunaaðilar telja hæfilegt á Norður-Atlantshafi í framtíðinni. Jónas Kristjánsson Þýska ráðgát- an blasir á ný við Evrópu Tvær heimsstyrjaldir hafa öðru fremur hrjáð heimsbyggðina á þessari öld. Báðar áttu upptök sín í hjarta Evrópu, eftir að Þýskaland varð þar ráðandi afl. Hildarleikim- ir tveir áttu sér margþættan að- draganda, en ekki fer milli mála aö ástand og ríkjandi viðhorf í Þýskalandi voru meginástæða til að hremmingamar skullu yfir. Feigðarflanið kristallast í bæði skiptin í annars ólíkum leiðtogum Þýskalands, Vilhjálmi II. keisara 1914 og Adolf Hitler 1939. Sigurvegaramir, sem réðu niður- lögum Hitlers-Þýskalands 1945, skiptu landinu á milli sín í hernámssvæði sem síðan urðu úr tvö aðskilin ríki en bæði setin er- lendum herjum. Utan um þau mynduðust svo í rauninni hemað- arbandalögin tvö, Atlantshafs- bandalag og Varsjárbandalag, sitt undir fomstu hvors risaveldis. Staða sovéska hemámsliðsins í Austur-Þýskalandi var notuð til að réttlæta sovéska hersetu í öðmm löndum Mið- og Austur-Evrópu. Vera Vestur-Þýskalands í Atlants- hafsbandalaginu var öðram banda- lagsríkjum, og sér í lagi Bandaríkj- unum, trygging fyrir að stjómin í Bonn tæki ekki að höndla á eigin spýtur viö Sovétstjómina um breytta stöðu mála í Mið-Evrópu, til að mynda sameinað, hlutlaust Þýskaland. Nú hefur fjögurra áratuga póh- tísk og hernaðarleg kyrrstaða rask- ast á einu misseri. Friðsamlegar byltingar hafa steypt af stóh eins flokks veldi sovéthollra hópa í öh- um ríkjunum sem búa við sovéska hersetu, þar á meðal Austur- Þýskalandi. Til stendur að stað- festa skiptin th fjölflokkakerfis með skoðanafrelsi, málfrelsi og samtakafrelsi í frjálsum kosning- um á fyrra misseri þessa árs. Að frumkvæði Ungveijcdandsstjórnar eru hafnar viðræður við Sovét- stjómina um skjóta brottfór 65.000 manna sovéthers frá Ungverja- landi. Nýja stjórnin í Tékkóslóvak- íu hefur óskað eftir viðræðum með sama markmiði um vem 70.000 manna sovéthers þar í landi. Lech Walesa sagði fulltrúa Sovétstjórn- arinnar, sem kominn var að und- irbúa opinbera heimsókn pólska verkalýðsleiðtogans til Moskvu, að ein forsendan fyrir að færa sam- skipti Póllands og Sovétríkjanna á nýjan, hehbrigðan gmndvöh væri brottför 40.000 sovéthermanna úr landinu. En um Póhand hggja aðdráttar- leiðir 380.000 manna hemámsliðs Sovétríkjanna í Austur-Þýska- landi. Á veru þess þar veltur samn- ingsstaða Sovétsljómarinnar við vesturveldin um skipan mála í Erlendtíðindi Magnús Torfi Ólafsson Mið-Evrópu í lok kalda stríðslns. í Ijósi fyrri reynslu þarf enginn að furða sig á að Sovétmenn séu ekki áfjáðir í að sjá Þýskaland sam- einaö á ný. Og sama máh gegnir reyndar um vesturveldin. Banda- ríkjastjóm lætur til dænus í veðri vaka að skhmáli af hennar hálfu fyrir sameiningu Þýskalands sé að það verði eins og það leggur sig aðhi að Atlantshafsbandalaginu, og má geta nærri að slík krafa er ekki sett fram til að greiða fyrir samein- ingu. Ekki bætir úr skák að sameining- armáhð hefur dregist inn í kosn- ingabaráttu í báðum þýsku ríkjun- um. Helmut Kohl, kanslari Vestur- Þýskalands, reyndi að eigna sér og sínu hði sameiningarmálstaðinn, þegar hann setti fram sameining- aráætlun án samráðs við banda- menn sína í Atlantshafsbandalag- inu. Þeim fannst fátt um, og nú er komið á daginn að vesturþýskir kjósendur eru ekki ýkja ginnkeypt- ir fyrir einhhða aðgerðum, sem við ríkjandi aðstæður hljóta að hafa þær afleiöingar fyrst og fremst að grafa undan völtu stjómkerfi Aust- ur-Þýskalands. í fylkisþingskosningum í Saar á sunnudag vann sósíaldemókratinn Oskar Lafontaine stórsigur, en hann hafði kveðið upp úr um það í kosningabaráttunni, að fásinna væri að halda áfram að ívilna að- fluttum frá Austur-Þýskalandi með forgangi í útvegun húsnæðis og úthlutun tryggingabóta, eftir að fólkið hefur ekki lengur neina kúg- un aö flýja, heldur kemur ein- vörðungu í ábataskyni. Þessi boð- skapur féll í svo góðan jarðveg, að Lafontaine sneiddi ekki aðeins verulega af fylgi stjómarflokk- anna, heldur hélt fylgi Græningja og Lýðveldisflokks þjóðrembu- sinna svo lágu að hvorugur kom manni á þing. Þykir nú einsýnt að sósíaldemókratar geri shkan sigur- vegara að kanslaraefni í kosning- um th Sambandsþingsins, sem verða ekki síðar en í desember. Eftir yfirlýsingu Mikhahs Gor- batsjovs í vikunni samfara fundi hans með Hans Modrow, forsætis- ráðherra Austur-Þýskalands, hgg- ur fyrir aö stjómir allra fjögurra hemámsvelda viðurkenna rétt Þjóðverja th sjálfsákvörðunarrétt- ar og sameiningar. En hjá leið- togum ahra þessara ríkja fylgja skilmálar um að fyrst þurfi að búa trygghega svo um hnúta að öflugt Þýskaland valdi ekki glundroða og ófamaði í Evrópu eina ferðina enn. í því efni hta menn einkum th tveggja stofnana. Önnur er Evr- ópubandalagið, þar sem sameigin- legur markaður hlasir við og stefna hefur verið tekin á samhæfingu í peningamálum og þar með í raun- inni einnig um meginatriði efna- hagsstefnu. Hins vegar er Helsink- iráðstefnan um öryggi og samstarf í Evrópu, sem nær til ahra ríkja álfunnar, jafnt í hernaðarbanda- lögum og utan þeirra. Þar sjá menn vettvang th að fyrirbyggja óvissu og óstöðugleika meðan milhbhs- ástand ríkir. Eftir stendur að þýsku ríkin mynda hervæddasta svæði á hnett- inum að öllu óbreyttu, og aðkomu- herir ráða þar gereyðingarvopnum sem hvor beinir að öðmm. Eftir því sem 'ráðstöfunum th takmörkunar á öðrum vopnabúnaði miðar verð- ur torveldara að fá Þjóðveija til að sætta sig við óbreytt ástand um ófyrirsjáanlega framtíð. Talsmenn beggja risavelda hafa á síðustu dögum leitast við aö sinna þessu atriði. Oleg Grinevski, aðal- fulltrúi Sovétríkjanna í viðræðun- um í Vínarborg um takmörkun hefðbundins herafla í Evrópu, reið á vaðið í viðtali við fréttamann Washington Post. Skýrði hann frá því að sovétstjómin væri fús til að semja um algera brottför erlendra heija úr Evrópulöndum á næstu fimm árum. George Bush Bandaríkjaforseti tók sama mál sérstaklega fyrir í fyrstu skýrslu sinni th Bandaríkja- þings um ásigkomulag ríkjabanda- lagsins. Þar kvaðst hann hafa falið fuhtrúum Bændaríkjanna í Vínar- borg að leggja th að margfalda áður ráðgerða fækkun í bandarískum og sovéskum herafla í bandalags- ríkjum hvors um sig. Hámark yrði lækkað úr 275.000 mönnum undir vopnum í 195.000 hjá hvoram. í stórum dráttum þýddi þetta þriðj- ungs fækkun bandarísks herhðs í Evrópu en fækkun um tvo þriðju í sovésku herhði utan eigin landa- mæra. Magnús Torfi Ólafsson Mikhail Gorbatsjov visar Hans Modrow, forsætisráðherra Austur-Þýskalands, til sætis á fundi þeirra i Kreml á þriðjudag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.