Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1990, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1990, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1990. Kvikmyndir Tom Selleck og Saklausi maðurinn Tom Selleck er kannski helst sá leikari í dag sem minnir á stóru stjörnurnar fyrr á árum - stór og myndarlegur, ekki ósvip- aður sjálfum Clark Gable. Þar aö auki hefur hann ágæta leikhæfi- leika. Hann er einnig sá sem margir hefðu viljað sjá leika Ja- mes Bond. Selleck hefur því alla burði til að slá almennilega í gegn og skrá nafn sitt í sögu Holly- wood. Það hefur þó ekki tekist þótt vissulega teljist hann með vin- sælustu leikurum í dag. Þrátt fyr- ir margar kvikmyndir hefur að- eins ein mynd með honum slegið í gegn, Three Men and the Baby. Selleck sló fyrst í gegn í sjón- varpsþáttunum Magnum P.I. þar sem hann lék hinn kæruleysis- lega Thomas Magnum. Varð hann fljótt vinsælasti sjónvarps- leikarinn í Bandaríkjunum. Braut hans í kvikmyndaheim- inum hefur ekki verið jafngreið- fær. Eins og áður sagði á hann að baki aðeins eina kvikmynd sem slegiö hefur í gegn. Aðrar myndir hans hafa nær allar mis- tekist að einhverju leyti þrátt fyr- ir að hann hafi oft fengið góða dóma fyrir leik sinn. í nýjustu kvikmynd sinni, The • Innocent Man, er horfln sú létta persóna sem heillað hefur áhorf- endur hvaö eftir annað í gaman- sömum ævintýramyndum og í staöinn er kominn Jimmie Rain- wood sem ákærður er fyrir glæp sem hann hefur ekki framið. Það Tom Selleck er eftirsóttur leikari. A innfelldu myndinni sést hann ræða við Peter Yates, leikstjóra The Inno- cent Man. er hinn þekkti leikstjóri, Peter Yates, sem leikstýrir myndinni. The Innocent Man fjallar fyrst og fremst um réttlæti. Tveir lög- regluþjónar, sem eru að leita að glæpamönnum, brjótast inn á heimili Jimmie Rainwood og, særa hann og eiginkonu hans. Þegar þeir uppgötva að þeir hafa farið í vitlaust hús ljúga þeir blákalt að hann sé sá seki sem þeir voru að eltast við til að forða sérfráskömm. Jimmie Rainwood er sendur í fangelsi og þar uppgötvar hann fljótlega að þær reglur, sem hann hefur lifað við utan fangelsis- múranna, duga ekki innan þeirra. Hann aðlagast hiutunum með aðstoð eins fangans sem F. Murray Abraham leikur. En breytingin er mikil á manninum sem fór inn í fangelsið og þeim semferþaðanút. Við kvikmyndina voru notuð tvö fangelsi, annað fyrir útiatriði og hitt fyrir inniatriðin. Fangels- in, sem notuð voru, hafa verið lokuð í nokkurn tíma og fengu því kvikmyndagerðarmennirnir að aöhafast þar eins og þeir vildu. Þess má geta aö handritshöfund- urinn, Larry Brothers, byggir mörg fangelsisatriðin á eigin reynslu en hann hefur setið í fangelsi. Er þetta fyrsta kvik- myndahandrit hans. Hlutverk Jimmie Rainwood er Jimmie Rainwood (Tom Selleck) og Virgil Caine (F. Murray Abraham) stytta sér stundir í fangelsinu. stórt stökk fyrir Tom Selleck sem hingað til hefur nær eingöngu leikið léttvæg hlutverk. Þetta er í fyrsta skipti sem hann tekst á við dramatískt hlutverk sem krefst meira en aö vera sjarm- erandi. Selleck á að baki farsælan feril sem leikari. Hann var á árunum 1980-1988 einhver alvinsælasti sjónvarpsleikarinn í Bandaríkj- unum og þrátt fyrir misjafnt gengi í kvikmyndum fær hann mörgtilboð. í hlutverki Thomasar Magnum skapaði hann persónu sem hann endurtók svo í nokkrum kvik- myndum með misjöfnum ár- angri. Má þar nefna High Road to China, Runaway, Lassiter og nú síöast Her Alibi. Þótt hér hafi verið um spennumyndir að ræða var aldrei langt í húmorinn og það var þessi faldi húmor sem framleiöendur Three Men and a Baby sáu þegar þeir völdu hann í eitt aðalhlutverkiö í þeirri mynd. Eftir að vera búinn að sýna hvað í honum bjó í léttvægum sakamálamyndum og gaman- myndum var skiljanlegt að Selleck vildi reyna sig i drama- tískum hlutverkum. Þótt dómar hafl yflrleitt veriö honum hag- stæðir er varla hægt að tala um stórsigur hjá honum. Þykir The Innocent Man vera góð afþreying en lítið meira. Undir öruggri stjóm Peters Yates tekst að skapa trúverðuga mynd sem er best í atriðum innan fangelsis- múranna. Það nýjasta, sem er að frétta af Tom Selleck, erað hann hefur aftur leitað á náðir ævintýra- mynda og hefur nú nýlokið leik í Quigley Down Under sem tekin eríÁstralíu. -HK JODIE FOSTER ætlar að leik- stýra sjálf næstu kvikmynd sinni. Foster, sem vann óskars- verölaunin sem besta leikkona í fyrra fyrir leik sinn í The Ac- cused, er ákveðin í aö leikstýra Little Man Tate strax og hún hefur lokið við aö leika í þrill- emum The Silence of the Lambs sem Jonathan Demme leikstýrir. Fjallar LittleMan Tate um samband móður og sálfræðings. Foster sjálf mun leika móðurina. Foster, sem er aðeins tuttugu og sjö ára, hefur leikið i k vikmyndum frá því hún var barn og var um tíma barnastjarna. Þekktasta hlut- verk hennar sem bamastjama er í myndinni Taxi Driver. Hún hefur einnig lokið háskólanámi frá hinum virta Yaleháskóla. ★ ★ ★ ★ STEVEN SPIELBERG er þekkt- ur fyrir allt annað en að gera ódýrar kvikmyndir. Hann til- kynnti þó fyrir stuttu að hann vonaðist til leikstýra næst kvik- mynd þar sem kostnaður væri áætlaður i kringum 5 milljónir dollarar (310 milijónir íslensk- ar). Sú upphæð þy kir ekki mik- il á Hollywoodmælikvarða, Myndin er byggð á æsku hans sjálfsogerþað systír hans, Anne Spielberg, sem skrifar handritið. Þess má geta að hún er meðrithöfundur hinnar vin- sælu Big. Spielberg segir að það sé ekkert í sinni æsku sem gefi tilefni til að gera dýra kvik- mynd. „Anne hefur aðeins skrifað litla og huglj úfa sögum um okkur systkinin og móður okkar. Ég mun taka myndina upp í Cincinnati þar sem at- burðirnir urðu. Mun ég reyna að gera myndina fyndnari en hinir raunvemlegu atburðir gefatilkynna.“ ★ ★★★ BARRY LEVINSON er uppal- inn í Baltimore og þar lét hann fyrstu kvikmynd sína, Diner, gerast. Og aftur hélt hann til Baltimore þegar hann gerði Tin Men. Og þangað er hann kom- inn enn eina ferðina til að gera næstu kvikmynd sína, The Family (vinnutitiU), sem er fyrsta kvikmynd hans eftir Ra- in Man. Fjallar myndin um inn- flytjendur sem koma til Balti- more árið 1916 þar til aðskilanð- ur Qölskyldunnar verður á sjö- unda áratugnum í kjölfar mik- illar velgengni. Ekki verða stjörnur á borö við Dustin Hoff- man og Tom Cruise í aðalhlut- verkunum heldur minna þekkt- ir leikarar þó ekki sé alveg frá- gengiö hverjir það verða. Le- vinson skrifar einnig handrit- iö. ★ ★★★ PETER WEIR, sem svo eftir- minnilega minnti okkur á til- veru sína með Death Poet Soci- ety, er þegar tekinn til við aðra kvikmynd, Green Card. Og það sem vekur ef til vill mesta for- vitni er að aðalhlutverkið leik- ur franski leikarinn Gerard Depardieu sem hingað til hefur ekki leikið í myndum með ensku tali. Leikur hann fransk- an tónlistarmann sem kemur til New York í leit aö handriti. Hvort þetta er stökkpallur Ðep- ardieu yflr í amerískar kvik- myndir kemur ekki í ljós fyrr en seint á árinu en þá verður myndin frumsýnd. Annað aðal- hlutverkið leikur Andi.e Mac- Dowell sem sló eftirminnilega í gegn í Sex, Lies and Video- tapes.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.