Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1990, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1990, Blaðsíða 43
+ LAVGARDAGUR 3. FKBRÚ^R 1990. 51 Afmæli Ami Bj arnarson Árni Bjarnarson bókaútgefandi, Lyngholti 14C, Akureyri, verður áttatíu ára á morgun, 4. febrúar. Ámi er fæddur að Pálsgerði í Dals- ' mynni í Suöur-Þingeyjarsýslu. Hann vandist öUum sveitastörfum og gekk í bamaskóla sveitarinnar. Ungur að aldri gekk hann í ung- mennafélagið, sem faðir hans stofn- aði, og gerðist brátt athafnasamur í félaginu. Hann var snarpur glímu- maður en æfði sund um árabU. Árið 1934 synti hann m.a. yíir Akur- eyrarpoll, bæði fram og aftur. Um .tvítugt fór Árni til Akureyrar, lærði að aka bU, keypti sér vörubU og tók að sér að flytja allt efni tU brúar- gerðar í Höfðahverfi. Um skeið var hann viö nám í bifvélavirkjun á verkstæði Vilhjálms Jónssonar, samtímis tók hann hið meira öku- próf og stundaði akstur í nokkur ár. Jafnframt stofnaði hann ökuskóla og var fyrstur manna tU að aka frá Akureyri til Eskifjarðar. Árni átti fmmkvæði að því að akfær vegur var gerður norður í Fjörðu frá Grýtubakka að GUi í Hvalvatnsfirði og er vegurinn nefndur Árnavegur. Einnig átti hann frumkvæðið aö því að flugvöllur var gerður í Grímsey og Flatey. Árið 1944 gaf hann út fyrstu kennslubókina á íslensku um Pug, Læröu að fljúga, og ári síðar stofnaði hann félag til að koma á fót flugskóla á Akureyri ásamt Gísla Ólafssyni yfirlögregluþjóni. Á árun- um 1937^13 rak Árni mikla kartöflu- rækt og nokkra skógrækt á MógUi á Svalbarðsströnd. Árið 1939 keypti Ami bókaútgáfuna Eddu og setti á stofn bókaverslun með sama nafni. Rak hann bókaverslunina tU 1982. Ámi tók upp þá söluaðferð að halda bókamarkaði um allt land að kalla. Lágu leiðir hans aUt austur í Horna- fjörð og síðan vestur um Vestfirði og Vestur- og Suðurland, lengst til Víkur í Mýrdal. Ámi gerðist frétta- ritari fyrir blöðin Dag á Akureyri og um nokkurra ára skeiö var hann fréttaritari Vísis. Á árunum 1945-46 gaf hann út blaðiö Eddu og þá gaf hann út Laugardagsblaðið í nokkur ár. Árni stofnaöi einnig félag ásamt öðrum tU að kaupa og reka Prent- smiðju Björns Jónssonar. Var hann forstjóri þess fyrirtækis í nokkur ár. Stofnaði hann einnig bókbandsstofu sem rekin var í sambandi við prent- smiðjuna. Ámi dvaldi fjögur sumur í Kanada og Bandaríkjunum tU að vinna að eflingu samstarfs íslend- inga austan hafs og vestan og árið 1958 var hann skipaður af þáverandi forsætisráöherra formaður nefndar er vinna skyldi að framangreindu samstarfi og aö söfnun efnis í Vest- ur-íslenskar æviskrár. Jafnframt safnaði hann þar ýmsu efni, þjóö- sögum, æviþáttum og öðrum fróð- leik. Árni var einnig hvatamaður þess að stofnuð var deild úr Þjóö- ræknisfélagi Vestur-íslendinga á Akureyri 1965. Hefur hann frá upp- hafi verið í stjórn þess og formaður lengstum. Árið 1986 var Árni sæmd- ur guílmerki af Flugmálafélagi ís- lands fyrir störf hans að flugmálum og 1975 var hann sæmdur riddara- krossi fálkaorðunnar fyrir störf sín í þágu vestur-íslenskrar samvinnu. Árni kvæntist árið 1937 Gerði Sigmarsdóttur, f. 23.11.1911 á Mó- gih á Svalbarðsströnd. Foreldrar hennar voru hjónin Sigmar Jóhann- esson og Sigurlaug Kristjánsdóttir. Ámi og Gerður eignuðust fjögur börn. Þau em: Ásdís, skrifstofustjóri fyrir Sam- vinnuferðir-Landsýn á Akureyri, gift Eiði Sigþórssyni, verkstjóra í Slippstöðinni, og eiga þau þrjú böm. Hörður Bjarnar, smiður í Hafnar- firði, kvæntur Erlu Jónsdóttur, og eiga þau sex börn. Helga Sigrún, starfsmaöur í Út- vegsbankanum í Reykjavík, gift Sævari Frímannssyni, formanni Einingar á Akureyri, og eiga þau þrjúböm. Haraldur Sigmar, tæknifræðingur á Akureyri, kvæntur Þorbjörgu Traustadóttir, og eiga þau þrjú börn. Systkini Árna eru: Brynhildur Björnsdóttir, húsfrú á Akureyri, ekkja Ingjalds Péturssonar, sjó- manns frá Eskifirði, og eignuðust þau fjögur börn; Ragna Björnsdótt- ir, húsfrú á Akureyri, ekkja Ólafs Ólafssonar, innheimtumanns úr Hafnarfirði, og eignuðust þau fjögur börn; Sesselja Bjarnardóttir iðn- verkakona, búsett á Akureyri, og Björn Björnsson, hreppstjóri í Hrís- ey, kvæntur Guðrúnu Baldvins- dóttur verslunarmanni, og eiga þau sexbörn. Foreldrar Árna voru Björn Páls- son, f. 17.12.1882, b. í Pálsgerði í Dalsmynni, og Guðrún Sumarrós Sölvadóttir, f. 24.4.1878. Björn var sonur Áma, b. í Páls- gerði, Árnasonar, b. á Skarði, Jóns- sonar. Móðir Árna í Pálsgerði var Helga Jónsdóftir. Móðir Björns var Sesselja Þormóðsdóttir, b. í Borgar- gerði, Benediktssonar og Rannveig- Árni Bjarnarson. arBjörnsdóttur. Guðrún Sumarrós var dóttir Sölva, b. á Þverá í Ólafsfirði, Sæ- mundssonar, b. í Hvanndölum, Jónssonar. Móðir Sölva var Guðrún Tómasdóttir, b. á Möðruvöllum, Styrbjömssonar og Þuríðar Magn- úsdóttur. Móðir Guðrúnar Sumar- rósar var Ástríður Magnúsdóttir, b. á Hjaltastöðum í Svarfaðardal, Þorleifssonar, b. á Skáldalæk, Sig- urðssonar. Móðir Magnúsar á Hjaltastöðum var Ástríður Magnús- dóttir. Móðir Ástríöar, móður Guð- rúnar Sumarrósar, var Konkordía Ástríður Jónsdóttir, b. á Hánefs- stöðum, Þorsteinssonar og Salóme Jónsdóttur. Þorkell Bjömsson Þorkell Björnsson frá Hnefilsdal, fyrrv. bóndi, Keldulandi9, Reykja- vík, er áttatíu og fimm ára í dag. Þorkell er fæddur á Skeggjastöö- um á Jökuldal en ólst upp í Hnefils- dal. Hann gekk í Alþýðuskólann á Eiðum í tvo vetur og hóf búskap með foreldrum sínum í Hnefilsdal 1930. Þorkell og eiginkona hans bjuggu þar og víðar á Jökuldal og síðar í Eyjafirði fram til 1952 er þau fluttust tíl Akureyrar og bjuggu þar til 1959. Á Akureyri starfaði Þorkell hjá Ræktunarfélagi Norðurlands og síðar vikublaðinu Degi. Árið 1959 fluttu þau hjónin til Reykjavíkur og starfaði Þorkell þar hjá Mjólkurs- amsölunni sem húsvörður meðan aldur leyfði. Þorkell var hrepps- nefndarmaður á Jökuldal og gjald- keri hreppsins. Einnig var hann prófdómari við barnapróf. Þorkell ritaði kafla í bókina „Faðir minn bóndinn" og bók um þjóðlegan fróð- leik, „Af Jökuldalsmönnum og fleira fólki". Birst hafa viðtöl við Þorkel í „ Aldnir hafa orðið“, sem Erlingur Davíðsson skráði, og „Ef hðsinnt ég gætí“ sem Valgeir Sig- urðssonskráði. Þorkell kvæntíst þann 15.9.1932 Önnu Eiríksdóttur húsmóður, f. 8.3. 1907. Faðir Önnu var Eiríkur Sigfús- son, b. á Skjöldólfsstöðum á Jökul- dal, Eiríkssonar frá Kollsstöðum á Völlum. Kona Sigfúsar á Kollsstöð- um var Anna Sigríður Halldórs- dóttir frá Egilsstöðum á Völlum. Móðir Önnu var Ragnhildur Stef- ánsdóttír, b. í Kverkártungu, Árna- sonar, Guðmundssonar á Hofi í Mjóafirði. Móðir Ragnhildar var Ingveldur Sigurðardóttir, b. á Svínafelli í Hjaltastaðaþinghá, Jóns- sonar. Kona Sigurðar var Ragn- hildur Gísladóttir frá Hvanná. Bróð- ir Ragnhildar Stefánsdóttur var Magnús Stefánsson, öðru nafni Örn Arnarson skáld. Böm Þorkels og Önnu eru; Björn, f. 16.7.1933, rafvirkjameist- ari á Akureyri, kvæntur Oddnýju Óskarsdóttur húsmóður og eiga þau fimm böm. Anna Þrúður, f. 2.10.1936, deildar- stjóri hjá Reykjavíkurborg, gift Gunnari D. Lárussyni, verkfræðingi í Reykjavík, og eiga þau þijú böm. Eiríkur Skjöldur, f. 29.1.1938, stöðvarstjóri Mjólkursamsölunnar, kvæntur Sigrúnu Skaftadóttur hjúkrunarfræðingi, og eiga þau tvær dætur. Ingvi Þór, f. 25.8.1939, fram- kvæmdastjóri, búsettur í Kópavogi, kvæntur Hansínu Ástu Björgvins- dóttur kennara, og eiga þau þrjú börn. Þorkell áttí tíu alsystkini: Jón, f. 19.6.1903, látínn, b. á Skeggjastöðum á Jökuldal, kvæntur Önnu Gríms- dóttur og áttu þau tvær dætur; Guðný, f. 20.5.1906, látin, gift Stein- þóri Einarssyni kennara frá Djúpa- læk, látinn, og áttu þau þrjú börn; Ólafur, f. 7.9.1907, látinn; Stefán, f. 1.11.1908, fyrrv. forstjóri Mjólkurs- amsölunnar í Reykjavík, kvæntur Ingu Ólafsdóttur, og eiga þau tvö böm; Einar, f. 20.5.1910, dó í bernsku; Sigurður, f. 29.6.1911, lát- inn; Sigurborg, f. 12.8.1912, dó í bernsku; Sigríður, f. 25.1.1914, látin, gift Jóni Þórarinssyni, b. á Smára- grund á Jökuldal, látinn, þau áttu sex börn; Einar, f. 7.5.1915, látinn; og Helga, f. 7.7.1919, ekkja Ingvars Ingvarssonar, b. á Desjamýri, og áttuþausjöbörn. Foreldrar Þorkels voru Björn Þor- kelsson, f. 29.4.1880, d. 4.2.1959, b. og hreppstjóri í Hnefilsdal á Jökul- dal, og Guðríður Jónsdóttir hús- freyja, f. 28.11.1877, d. 4.7.1948. Bjöm var sonur Þorkels, b. í Klúku í Hjaltastaðaþinghá, Björns- sonar, b. í Klúku, Jónssonar, b. í Klúku, Bjömssonar, síðast á Ketils- stöðum, Eiríkssonar. Móðir Björns í Klúku var Sigríður Guðmundsdóttír frá Ásgrímsstöð- um, Hallssonar. Móðir Þorkels í Klúku var Áslaug Sigurðardóttir, b. í Njarðvík, Jónssonar prests, Brynjólfssonar, Markússonar, og Kristínar Maríu Sigfúsdóttur, prests á Ási, Guðmundssonar. Móð- ir Kristínar var fyrri kona Sigfúsar, Guðríður Jónsdóttir. Móðir Björns í Hnefilsdal var Guðný Ólafsdóttir, b. á Gilsárvelli, Stefánssonar, b. á Gilsárvelli, Ólafs- sonar, b. á Eyvindará, Jónssonar. Móðir Ólafs á Gilsárvelli var Steinunn, yfirsetukona og læknir, Þóröardóttir, b. á Finnsstöðum, Þorkell Björnsson. Gíslasonar. Móðir Guðnýjar var Sofiía Sigurðardóttir, b. í Skógum í Öxarfirði, Þorgrímssonar, b. í Skóg- um, Jóakimssonar, b. í Skógum, Sveinungasonar, ogRannveigar Gunnarsdóttur, Skíða-Gunnars, b. á Mýlaugsstöðum, Þorsteinssonar. Guðríður, móðir Þorkels, var dótt- ir Jóns, b. á Skeggjastöðum á Dal, Magnússonar, b. á Skeggjastöðum, Péturssonar. Móðir Magnúsar var Helga Ög- mundsdóttir en Ögmundur var bróðir Herdisar, konu Þorgeirs er Þorgeirsboh er kenndur við. Móðir Jóns á Skeggjastöðum var Guðný Stefánsdóttir, b. áGilsárvelh. Guðný var systir Ólafs, b. á Gilsár- velh. Móðir Guðríðar var Sigríður Jóns- dóttír, b. í Snjóholti, Einarssonar, b. í Mýnesi, Jónssonar, prests á Hjaltastað, Oddssonar. Móðir Jóns í Snjóholtí var Gróa yilhjálmsdóttír, b. á Ekkjufehi, Árnasonar. Móðir Sigríðar var Guðný yngri Sigfúsdóttir, prests á Ási í Fellum, Guðmundssonar, prests á Refstað, Eiríkssonar. Móðir Guðnýjar yngri var seinni kona Sigfúsar, Guðríður Hermannsdóttir frá Fagradal í Breiðdal, Einarsson- ar. Guðný yngri og Kristín María, langamma Björns í Hnefilsdal, voru því hálfsystur. afmælið 4. febrúar 90 ára 50ára Sigrún Guðbjörnsdóttir, Hrafnistu við Kleppsveg, Reykja- vík. 80 ára Sigríður Guðmundsdóttir, Kirkjubraut 16, Akranesi. Hún verður aö heiman á afmæhsdaginn. Guðmundur Tómas Guðmundsson, Hlíðarvegi 41, Kópavogi. Hafsteinn Lúðvíksson, Ytra-Vahholti, Seyluhreppi. Hjördis Aifreðsdóttir, BlikahólumlO, Reykjavík. Katrin Knudsen, Sandholti 24, Ólafsvík. María Sigurbjömsdóttir, Beykílundi 12, Akureyri. Þórir Þröstur Jónsson, Heiðvangi 16,Hehu. 75 ára 40ára Einar Jóhannsson, EyjaholtilOA,Garði. Sveinbjörg Jóhannsdóttir, Hlíðargötu 62, Fáskrúðsfirði. Þorbjörg Sigfinnsdóttir, Rauðumýri 13, Akureyri. 60 ára María E. Hjálmarsdóttir, Völvufehi 50, Reykjavík. Ámi Ómar Bentsson, Breiövangi 54, Hafnarfirði. Iðunn Anna Valgarðsdóttir, Álakvísl 24, Reykjavík. f var Herbertsson, Oddeyrargötu 15, Ákureyri. Jóhanna Georgsdóttir, Stífluseh 7, Reykjavík. Jón Ágúst Guðmundsson, Austurholti 5, Borgamesi. Sigrún Magnúsdóttir, Skaftalúíð 42, Reylqavík. Þórdís Kristjánsdóttir, Mávahlíð 25, Reykjavík. Blóm Shrcytingajr við ötl tældfacrí Gjafuvötytr Hásgögn Scntbua iim alÉt iiuttl Shui 40500 ^krautrítuö ætíaríöhispjöld oghUkomin ættíræáiþjómsta Gróórarstöóin GARÐSHORN íí við Fossvogstdr’Isjugarð Heillandi heimur fóstursins - hljóðnemi fylgist með lífinu í móðurkviði Úrval tímarit fyrir alla m

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.