Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1990, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1990, Blaðsíða 29
LAUGARDAGtyR 3. FERRýAR 1990. 37 Handbolti unglinga Haukar deildarmeist- arar í 4. flokki kvenna - Grótta og KR upp í 1. deild Þaö var keppt í fjórum deildum í 4. flokkl kvenna um síðustu helgi. Víða var hart barist og margir leikir jafnir og sRemmtilegir og er það skoðun DV að miklar framfarir eigi sér stað í þessum flokki. Haukar tryggðu sér öruggan sigvur í 1. deildinni en stúlkurnar unnu alla andstæðinga sína sannfærandi og verður vafalaust erfltt að eiga við þær í vetur. Liðið spilar hraðan og skemmtilegan handbolta sem gaman er að horfa á. Hitt Hafnarfjarðarliðið, FH, tryggði sér annað sætið. Fram- stelpurnar urðu í þriðja sæti og UBK því fjórða. Þessi lið hafa öll tryggt sér sæti í úrslitunum í vor. Víkingur og Selfoss féllu en þau geta ennþá náð sæti í úrslitunum með því að verða í tveimur efstu sætunum í næstu töm sem verður eftir þrjár vikur. Grótta og KR taka sæti Víkinga og Selfyssinga í 1. deildinni í næsti törn. Þar með hafa þau einnig tryggt sér sæti í úrslitakeppninni sem leikin verður dagana 22. og 25. mars næst- komandi. í þriðju deild, en leikið var í Grindavík, tryggði Afturelding sér sigur en UMFG fylgir þeim upp í 2. deild. Ekki tókst að afla upplýsinga um 4. deildina. Haukastúlkurnar í 4. flokki kvenna virðast vera óstöðvandi í vetur en þær sigruðu í 1. deild örugglega um siðustu helgi og hafa þær því unnið deildina i tvígang í vetur. r % % •”**nairitfStirat » 1 jL . i jCll Stjarnan og FH, tvö efstu lið 1. deildar í siðustu umferð, urðu að gera sér annað og þriðja sætið að góðu að þessu sinni þar sem Valur hreppti fyrsta sætið nú. 4. flokkur karla: Óslitin sigurganga Vals í 4. flokki Valsmenn, sem komu upp úr 2. deild 4. flokks karla í síðustu umferð, héldu sigurgöngu sinni áfram er þeir báru sigurorð af öllum andstæðing- um sínum í 1. deild að þessu sinni. Stjarnan tryggði sér annað sæti deildarinnar með því að vinna alla andstæðinga sína nema Val en þessi tvö hð léku einmitt til úrslita í 5. flokki karla fyrir tveimur árum. Þrjú lið, FH, KR og Fram voru jöfn að stigum í þriðja til fimmta sæti með fjögur stig og þurfti að kanna innbyröis viðureign þessara þriggja hða til að finna út hvert þessara þriggja liða féhi í 2. deild. FH náði þriðja sætinu með því aö vinna Fram með fimm marka mun en tapa fyrir KR með einu marki. Framara, sem höfðu unnið KR, máttu bíða úrshta úr leik KR og Týr til aö fá úr því skorið hvort Fram eða KR féhu ásamt Týr í 2. deild. Það varð hlutskipti Framara þar sem KR tryggði sér sigur gegn Tý á síðustu mínútunni eftir að hafa verið undir allan leikinn en Týrarar unnu ekki leik að þessu sinni í 1. deild. í 2. deild unnu Víkingar og Reynir, Sandgerði sér rétt til þess að leika í 1. deild í næstu umferð en Haukar og Þór Vey. féUu í 3. deild. UBK og Selfoss urðu um miðja deild og halda þau sætum sínum í 2. deild. ÍA og Grótta urðu í tveimur efstu sætum 3. deildar og leika því í 2, deild í næstu umferð en HK og Ármann halda sætum sínum í defldinni á meðan UMFA og ÍR verða að gera sér að góöu að faUa í 4. deild. í Hveragerði tryggöu UMFN og Leiknir sér tvö efstu sæti 4. deUdar en UFHÖ, Fylkir og UMFG verða að gera sér að góðu að dvelja áfram í 4. defld. Stjaman sigraöi í annað sinn Um síðustu helgi var leikið að nýju eftir langt hlé í 2. flokki karla. Það bar til tíöinda að KA komst ekki suð- ur vegna veðurs og er í athugun hvort liðiö komi suður um næstu helgi og leiki þá við andstæðinga sína í 2. deild eða hvort liðið verði látið sitja yfir og leiki í 2. deild í næstu töm. Keppni í 1. deild fór fram í Vest- mannaeyjum og var um mjög jafna og skemmtilega keppni að ræða. Stjarnan varð deUdarmeistari öðru sinni en þeir þurftu að hafa fyrir því. Liðið gerði tvö jafntefli, viö Vík- ing og ÍBV, og fékk því 10 stig. FH varð í öðru sæti, fétt fengu 9 stig, tapaði fyrir Stjörnunni og gerði jafn- tefli við ÍBV. Heimamenn urðu í Umsjón Heimir Ríkarðsson og Brynjar Stefánsson þriðja sæti með 8 stig. Framarar í fjóröa-sæti meö 7 stig. Grótta náði 5. sætinu og bjargaði sér þar með'frá falli en Víkingar féUu ásamt ÍR en Víkingar fengu 2 stig en ÍR 1 stig. Keppni í 1. deUdinni var mjög jöfn og flestir leikirnir voru mjög jafnir og er ómögulegt að spá fyrir um hvaða Uð komi til með að standa uppi sem sigurvegari í vor. Valsmenn, sem féllu í síðustu törn, komust að nýju upp í 1. deild en þeir sigruðu 2. deildina. Það voru KR- ingar sem fylja þeim up. Þetta er þó með þeim fyrirvara að KA komst ekki til þess að leika sína leiki og þegar þetta er skrifað er ekki ljóst hvemig því máU lýkur. Stjömuhrap á Nesinu - en Víkingur varð deildarmeistari Víkingar höföu talsverða yfir- burði i 1. deild 2. flokks kvenna en stjömumprýtt Uð Stjörnunnar féll í 2. deUd. Víkingsstúlkurnar unnu flesta leiki sína létt að þessu sinni og verða þær aö teljast líklegir kandídatar til íslandsmeistaratitUs í vor. HeimaUðið, Grótta, tryggði sér annað sætið með því að bera sigur- orð af KR, 14-11, en þessi Uð urðu jöfn að stigum. Baráttan um fall í 2. deUd ásamt ÍR, sem vann ekki leik að þessu sinni, stóð á milh ÍBK og Stjörn- unnar. Stjarnan hafði unnið Gróttu og ÍR en ÍBK, sem hafði aðeins unnið ÍR, gat tryggt sæti sitt í 1. deUd með því að vinna Stjörnuna. Leikur þessara Uða var jafn á flestum tölum en Keflavíkurstúlk- urnar voru þó ávallt fyrri til að skora og báru þær sigurorð af Stjö- runni, 17-15. Það varð því hlut- skipti Stjörnunnar, sem hefur nokkrar landshösstúlkur innan- borðs, að falla óvænt í 2. deild ásamt ÍR. FH og Fram tryggðu sér sæti í 1. deild með.því að vera í tveimur efstu sætum 2. deUdar að þessu < sinni. FH vann Hauka og UMFA nokkuð létt en Framarar, sem höfðu gert jafntefli við Hauka, urðu að ná stigi gegn FH í síðasta leik deildarinnar. Stórkostleg mar- kvarsla og góðar varnir beggja liða gerðu leik þessara Uða ótrúlega spennandi og í hálfleik hafði Fram „helmings" forustu, 2-1, og endaði skemmtilegur leikur með jafntefli, 6-U. Haukar og UMFA veröa áfram í 2. deild. Um þessa helgi verður keppni kvenna, einnig verður leikið í 5. og aðrir velunnarar eru hvattir til haldiö áfram í 3. flokki karla og flokki karla og kvenna. Foreldrar að koma og fylgjast með.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.