Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1990, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1990, Blaðsíða 24
.24 LAUGARDAGUR 3; FEBRÚAR 1990. Einar Oddur Kristjánsson, bjargvætturinn: Stýrir fjöreggi Flateyringa - og lætur sig afkomu þjóðarbúsins miklu skipta Fyrir rúmu ári gekk hann undir heitinu Bjargvætturinn frá'Flateyri en þá gegndi hann formennsku í nefnd sem fjallaði um leiðir til bjarg- ar bágri efnahagsstöðu þjóðarbúsins. Nú er Einar Oddur Kristjánsson for- maður Vinnuveitendasambandsins og aðfaranótt föstudagsins skrifaði hann undir sína fyrstu kjarasamn- inga fyrir hönd umbjóðenda sinna. Þessi íjörutíu og sjö ára gamli Vest- íirðingur er þekktur fyrir að láta skoðanir sínar umbúðalaust í ljós en segist sjálfur ekki sækjast eftir nein- um vegtyllum. Hann hefur á síðasta einu og hálfu ári viðrað hugmyndir sínar varðandi efnahagsmál og þykja margar hverjar nýstárlegar. „Einar Oddur er einfaldlega Vest- firðingur og það segir töluvert," svar- aði Pétur Sigurðsson, formaður Al- þýðusambands Vestfjarða, þegar hann var spurður um manninn og viösemjandann Einar Odd. „Sem at- vinnurekandi er hann frekar harður maður sem er lítið fyrir það aö ansa þessu beth okkar, eins og hann kallar það, og flokkar það undir smámuni. Hann vill afgreiða aðalatriðin fljótt og vel. Hann er ekkert ákaflega þolin- móður þó hann hafi sýnt það núna í samningagerðinni. ‘ ‘ Nýkominn af frystihúsgólfinu Einar hefur verið varaformaður Vinnuveitendafélags Vestfjarða í mörg ár og hefur Pétur starfað mikið meö honum áð samningagerð. Þeir unnu saman, ásamt öðrum, aö breyt- ingu á vinnufyrirkomulagi í frysti- húsunum á Vestfjörðum sem hefur víða verið tekið upp. Kerfið kallast hlutaskiptakerfi og vinna allir starfs- menn frystihússins saman í bónus í stað þess að áður kepptist hver ein- staklingur við. „Það er svo stutt síðan Einar Oddur kom af frystihúsgólfmu og því skilur hann allar aðstæður verkafólksins mjög vel. Hann heldur mjög góðum persónulegum tengslum við hvern starfsmann og er ekki hinn fjarlægi yfirmaður. Hann hefur farið með þessa reynslu inn í forystu Vinnu- veitendasambandsins. Hann er langt frá því að vera pappírsdýr heldur vill stjórna með nálægð viö hvem og einn.“ Orðheldinn maður Pétur segir að Einar eigi mjög gott með að fá starfsfólkið til að vinna saman að hag fyrirtækisins. Fisk- vinnslufyrirtækin á Vestfjörðum geti ekki skoðast sem séreign þó þau séu á nafni einstaklinga heldur séu þau hluti af hverju byggöarlagi. Því sé afar nauðsynlegt að atvinnurekandi og verkafólk eigi gott samstarf. „í viðkynningu er Einar mjög skemmtifegur maður og ákaflega létt yfir honum. Hann er líka vel þjálfað- ur í félagsmálum og á gott með að koma fyrir sig orði,“ sagði Pétur. „Maður veit líka að það sem hann segir stendur og það er ómetanlegt fyrir okkur. Við þurfum varla skrif- legan samning því við vitum að orð hans halda.“ Hugmyndaríkur og sveigjanlegur Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, var í forystu fyrir launþega innan Alþýðusambandsins í þessari samn- ingagerð. Hann hefur því setið gegnt Einari Oddi klukkustundum saman síðustu daga. „Það er ekki auövelt að segja að maður eigi gott samstarf við einhvern hinum megin við borðið en ég get sagt að ég hafi átt góð sam- skipti við Einar Odd. Það er auðvitaö Ijóst að hart hefur verið deilt og hann kann fyrir sér í því að deila. En hann er hugmyndaríkur og sveigjanlegur og það eru góðir kostir í samninga- viðræðum," sagði Ásmundur. „Ég hugsa að í- þessari samningalotu núna hafi hann þjálfast mjög í þolin- mæði. Ég get ekki sagt um það hvort hann sé í raun óþolinmóður því kynni okkar eru fremur stutt en áður en sest var aö samningaborði lét hann hafa eftir sér í fjölmiðlum að samningagerð ætti að drífa af sem fyrst. í samningum sitja ekki tveir menn við borð og semja sín á milli heldur eru þetta stórir hópar báöum megin og því geta samningaviðræður tekið langan tíma.“ Málefnalegur andstæðingur í samningalotum sitja menn ekki allan tímann hver gegnt öðrum og þrátta um kaup og kjör. í hléum er gjaman fitjað upp á öðrum umræðu- efnum og jafnvel reynt að slá á létta strengi. „Einar Oddur er léttur og hress í viðmóti þegar staðið er upp frá samm ingaborðinu. Það er auðvelt að sitja við hliðina á honum og rabba við hann um óviðkomandi hluti,“ sagði Ásmundur og bætti við að sem and- stæðingur væri hann málefnalegur. Hann taldi einnig að við þessa samn- ingagerð hefði Einar Oddur öðlast reynslu sem kæmi honum til góða síðar meir. „Til þess að samskipti geti gengið vel milli samningsaðila þurfa þeir sem eru í forystu að hafa traust sinna umbjóðenda. Ég er nokkuð sann- færður um það að Einar Oddur nýtur þess trausts og hefur í þessari samn- ingagerð styrkt stöðu sína innan yinnuveitendasambandsins,“ sagði Ásmundur Stefánsson. Skemmtilegur gestgjafi Eiríkur Guðmundsson, húsasmið- ur á Flateyri, á lítið fyrirtæki sem vinnur mikið íyrir frystihúsið Hjálm. Auk þess eru þeir góöir kunningjar, hafa starfað saman innan Sjálfstæð- isflokksfélagsins á Flateyri og börn þeirra eru félagar. „Samstarf okkar hefur veriö með miklum ágætum, aldrei nein vand- ræði og allt staðiö eins og stafur á bók. Hann er höfðingi heim að sækja og er skemmtilegur gestgjafl," sagði Eiríkur. Margir félagar Einars Odds í flokknum á Vestflörðúm hafa mik- inn augastað á honum sem þing- manni og tók Eiríkur undir þá skoð- un. „Þó aö hann hafi margoft lýst því yfir að hann vilji ekki fara á þing þá er ég, og margir fleiri, þeirrar skoð- unar að hann eigi að sækjast eftir þingsæti þegar Þorvaldur Garðar og Matthías ákveða að setjast í helgan stein. Hann er að mínu mati okkar frambærilegasti maður innan flokks- ins í Vestflarðakjördæmi og mikill og sterkur persónuleiki. Hann starf- aði vel í hreppsnefndinni á sínum tíma og fáir þekkja þau málefnijafn- vel og hann,“ sagði Eiríkur. „Eg er sannfærður um að hann myndi starfa mjög vel í sölum Alþingis. Hann er að vinna að góöum málum sem for- maður Vinnuveitendasambandsins og ekki veitir af að taka á verðbólg- unni. Helsti ókosturinn við starf hans þarna fyrir sunnan er að hann stýrir flöregginu okkar hér og við sjáum hann alltof sjaldan," sagði Eiríkur Guðmundsson. Góður yfirmaður „Einar Oddur er minn yfirmaður en hann hefur verið svo lítið heima að ég hef lítið haft af honum að segja frá því ég byijaði fyrir einu og hálfu ári,“ sagði Kristín Gunnlaugsdóttir, skrifstofustúlka hjá Hjálmi á Flat- eyri. „Það er mjög erfitt fyrir Einar Odd að vera í samningamálum fyrir sunnan og stjórna fyrirtækinu hér fyrir vestan. Svo kemur fyrir að ófært er á milh þegar hann hefur tækifæri til að koma hingað vestur. Við vinn- um flögur á skrifstofunni og reynum að gera okkar besta í að reka fyrir- tækið meðan Einar Oddur er í burtu,“ sagði Kristín. „Faðir minn rekur fyrirtækið með Einari Oddi þannig að ég hef fylgst með honum í gegnum tíðina. Einar Oddur er mjög góður maður. Hann vill gera öllum gott og það er alveg sama hver það er. Eiginlega er hann bjargvættur ‘eyrarinnar því það leita allir til hans hér á Flateyri. Menn hér, sem eru með aðra útgerð, leita oft ráða hjá Einari Oddi þó að mörg- um finnist skrýtið að samkeppnisað- ilarnir leiti ráða hjá honum. Ég hef sjálf leitað til hans áður en ég fór að vinna hér á skrifstofunni og hann hefur hjálpað mér bæði í persónuleg- um málum og öðru. Einar Oddur vill gera gott úr öllu og er alls ekki fyrir illindi eða deilur. Ég held að fólkið, sem vinnur fyrir hann, treysti hon- um og sé ánægt með hann. Ekki veit ég hins vegar hvort starfsfólkið er ánægt með kjarasamningana því að þetta er engin launahækkun. Ef hins vegar vextir af lánum, sem eru reyndar alla að drepa, lækka þá er þetta ágætt," segir Kristín. „Yfirleitt er Einar Oddur með í öllu ef eitthvað er um að vera. Hann fer í trimmgall- ann ef það er jgöngudagur og fer oft í sund. Það eru allir jafningjar hér á Flateyri og Einar Oddur er þar ekki undanskilinn." Lítið tímaskyn Eiríkur Finnur Greipsson er hægri hönd Einars Odds í fyrirtækinu og rekur það meðan hann er flarver- andi. „Ég er búinn að þekkja Einar Odd frá því ég fæddist fyrir þrjátíu og sex árum og hef ekkert nema gott um hann að segja. Einar Oddur sagði nú einhvern tíma við mig, þegar ég var að hæla honum, að oflof væri háð og með tilliti til þess er kannski rétt aö hæla honum ekki of mikiö. Hann hefur verið indæll yfirmaður og fe- lagi. Hann er fylginn sér og ejr vel liðinn hér. Auðvitað er hann með sína galla eins og aðrir og vitaskuld hafa menn eitthvað út á hann að setja eins og aðra yfirmenn. Hann er ekki algóður, t.d. hefur hann lítið tíma- skyn að mínu áliti. Það lýsir sér þannig að hann tekur sér þann tíma sem hann þarf til að gera hlutina, burtséð frá því hvað aðrir þurfa. Ein- ar Oddur er breyskur eins og aðrir menn. En ég held að hann sé mjög hæfur yfirmaður. Það verður ekki sagt að hann stjómi með harðneskju. Hann er mjög samningalipur og lík- legast er það hans sterkasta hlið. Því er ekki að neita að það er erfitt hversu oft hann er fyrirsunnan. Þeg- ar allt um þrýtur þá tökum við ákvarðanir sem hann ætti að taka en við höfum ekki leyfi til að skuldbinda fyrirtækið. Við reynum þess vegna að redda öllu nema flármálum. Það er stöðugt símasamband milli okkar þegar hann er fyrir sunnan," segir Eiríkur Finnur. Hann telur af og frá að Einar Oddur flytji frá Flateyri. „Ég held ég geti gengið í sjóinn upp á það að Einar Oddur fer hvergi. Það eru hreinar línur að hann verður hér áfram. Einar Oddur hefur lengi gælt við þá hugmynd að hægt væri að reyna aðrar leiðir í samningamálum eins og kom í ljós þegar hann var í forstjóranefndinni. í framhaldi af því held ég að menn hafi farið að skoða hugmyndir hans. Þó var þetta aldrei planað af hans hálfu. Hann fór ekki með neinum ákafa í þessa forstjóra- nefnd á sínum tíma. Eins og hann hefur orðað það þá hefur hann gert það sem flokkurinn hefur beðið hann um en ekki sóst eftir neinum vegtyll- um á vegum hans.“ Ætti að vera á þingi Gunnar Benediktsson, útgerðar- maður í Þorlákshöfn, þekkir Einar Odd mjög vel. Þeir ólust upp saman á Flateyri og Gunnar vann lengi fyrir hann. Gunnar flutti suður fyrir flór- um árum. „Einar Oddur var eðlilegur strákur og mjög greindur. Hann gat að vísu ekki verið í öllum sömu leikj- um og við þar sem hann stakk við en það lagaðist nú með aldrinum. Aðaláhugamál hans var að lesa, hann, var mikill bókamaður. Fræðibækur aOs kyns voru í miklu uppáhaldi hjá honum. Hann las hagfræði og las sig til um alls kyns hluti. Einar Oddur hætti í þriðja bekk í menntaskóla en ég held að hann hafi menntast vel í gegnum allar þær bækur sem hann las,“ segir Gunnar. „Einar Oddur var viö leik á bryggj- unni, eins og strákar gera í sjávar- plássum, og síðan fór hann á sjó og var lengi á togurum. Foreldrar hans bjuggu á Símstöðinni og ég bjó þar hjá Einari Oddi um tíma. Einar Odd- ur er ákveðinn en mjög dagfarsprúð- ur og yfirvegaður. Hann segir aldrei meira en hann getur staöið við. Yfir- leitt hefur hann menn með sér og það er gott að vinna með honum. Einar Oddur getur verið mjög skemmtileg- ur. Hann hefur lengi haft sínar skoö- anir á þessum samningamálum og hefur verið í vissri andstöðu við sína samflokksmenn. Hann hefur viljað fá breytingar á gjaldeyrislögunum og eins hefur hann hamrað mikið á þeirri skoðun sinni og sannfæringu að það sem aflað er verði að vera í takt við það sem eytt er. Einar Oddur var oddviti í nokkuð Einar Oddur hefur skrifað undir sína fyrstu samninga sem formaður VSÍ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.